Morgunblaðið - 31.10.2002, Page 16
SUÐURNES
16 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG ætla að fara að ráðum bróður
míns og byrja á því að hætta, áður
en ég fer að hugsa um önnur verk-
efni,“ segir Þórir Maronsson sem í
dag hættir sem yfirlögregluþjónn í
lögreglunni í Keflavík eftir tæplega
37 ára starf sem lögreglumaður.
„Það var alger tilviljun,“ segir
Þórir þegar hann er spurður um til-
drög þess að hann byrjaði í lögregl-
unni. Hann vann í véladeild Ís-
lenskra aðalverktaka, meðal annars
við lagningu Reykjanesbraut-
arinnar. Þegar því verki lauk var
lítið að gera og starfsmönnum véla-
deildarinnar fækkaði. Þórir stóð
skyndilega uppi atvinnulaus en var
raunar ekki verkefnalaus lengi. „Ég
hitti kunningja minn, Tryggva
Kristvinsson, á planinu fyrir utan
lögreglustöðina á Keflavík-
urflugvelli. Hann sagðist vera að
hætta í lögreglunni þar og ganga til
liðs við lögregluna í Keflavík. Taldi
hann að starf sitt væri laust og
hvatti mig til að sækja um. Ég fór
inn á stöðina, sótti um og fékk starf-
ið,“ segir Þórir. Hann byrjaði í lög-
reglunni á Keflavíkurflugvelli 1.
febrúar 1966 og síðan eru liðin tæp
37 ár.
Fékk reynslu á
Keflavíkurflugvelli
Þórir segir að starfið í flugvall-
arlögreglunni hafi verið sérstakt
vegna varnarstöðvarinnar og sam-
skipta við erlenda starfsmenn henn-
ar. En lögreglan á Keflavík-
urflugvelli annaðist einnig löggæslu
í Njarðvík og þar með eftirlit á
dansleikjum í Stapanum. Þá sá hún
um löggæslu á Reykjanesbrautinni.
Auk þess vann Þórir í aukavinnu við
löggæslu á vertíðum og öðrum ann-
atímum í Sandgerði og víðar um
land. Hann segist því hafa fengið
mikla reynslu á þessum árum á
Keflavíkurflugvelli.
Hann segist hafa séð meiri fram-
tíð og fjölbreytni í lögreglunni í
Keflavík og flutti sig yfir í hana
1974. Fram til þess tíma hafði hún
aðeins starfað í Keflavíkurbæ en um
þetta leyti var verið að fela henni
löggæslu á öllum Suðurnesjum, ut-
an Keflavíkurflugvallar. Áður
höfðu lögreglumenn í Sandgerði og
Grindavík heyrt undir sýslumanns-
embættið í Hafnarfirði.
Þegar Þórir flutti sig í Keflavík-
urlögregluna var hún með aðsetur í
gömlu lögreglustöðinni að Hafn-
argötu 17. Þá var mannlíf og at-
vinnulíf á Suðurnesjum með öðrum
hætti en nú. Nefnir Þórir að fjöldi
fólks hafi verið á vertíðum suður
með sjó og því hafi fylgt töluvert
skemmtanahald. Mikið hafi verið að
gera hjá lögreglumönnum og oft
hafi fangageymslur verið fullar
margar helgar í röð.
Þórir varð fljótlega varðstjóri og
aðstoðaryfirlögregluþjónn í lög-
reglunni í Keflavík. Hann hefur ver-
ið yfirlögregluþjónn frá 1985. Þórir
segist hafa lagt áherslu á að byggja
upp öflugt og gott lögreglulið sem
sýni fagleg og vönduð vinnubrögð.
Hann segist treysta því til erfiðustu
verka. Það sé þó ekki nóg, stjórn-
endur þurfi að halda uppi góðum
starfsanda og sjá til þess að liðið
vinni eins og einn maður. Til þess að
það sé unnt þurfi að fylgjast með líð-
an hvers einasta starfsmanns og
segist Þórir hafa reynt að gera það.
„Það gerir starfið sérstakt og erf-
itt að öll vinna lögreglumanna snýst
um lifandi fólk og oft koma heitar
tilfinnar við sögu. En í gegnum starf
sitt öðlast lögreglumenn meiri
þekkingu á mannlífinu en menn átta
sig almennt á,“ segir Þórir.
Hann segir að alltaf sé erfitt að
fást við afleiðingar alvarlegra slysa,
ekki síst á börnum. Það hafi oft
reynt mjög á menn. Þá geti einnig
verið erfitt að sjá ungt fólk, sem eigi
alla möguleika á að spjara sig í líf-
inu, fara út af sporinu og út á af-
brotabrautina. En það sé jafnframt
gleðilegt þegar takist að snúa ung-
mennum við á þeirri braut.
Honum finnst ánægjulegt að
finna þegar fólk kann að meta þjón-
ustu lögreglunnar. Það sé oftar en
margir haldi. Eins þyki öllum lög-
reglumönnum gaman þegar tekst
að upplýsa erfið mál.
Dagurinn í dag er síðasti vinnu-
dagur Þóris í lögreglunni þótt hann
sé aðeins 65 ára. Er það vegna
nýrra laga sem gera ráð fyrir því að
lögreglumenn láti af störfum á þess-
um aldri án þess að lífeyrisréttindi
þeirra skerðist. Þórir segist ekki
kvarta undan því, gott sé að fá end-
urnýjun í lögregluna og hann finni
sér eitthvað annað til að sýsla við.
Þegar hann er spurður hvað taki
við vísar Þórir til ráðlegginga bróð-
ur síns sem sagði honum að byrja á
því að hætta, nógur tími væri til að
hugsa um hitt. Þórir segist hafa
áhuga á trjárækt og fái útrás fyrir
það áhugamál við sumarbústaðinn
sem þau hjón eiga í Hvítársíðu í
Borgarfirði. Ræktunin sé verkefni
sem aldrei ljúki. Þá segir hann að
þau hafi gaman af að ferðast, meðal
annars um hálendið, og fái nú meiri
tíma til þess. En hann segist vera við
góða heilsu og ef sér bjóðist hentugt
hlutastarf muni hann skoða það.
Hann tekur þó fram að hann muni
ekki fara í stjórnunarstarf, hann
hafi lofað konu sinni og börnum því.
Það andlega álag sem fylgi því
starfi sem hann hefur sinnt hátt í
tvo áratugi sé ákaflega lýjandi. Það
létti hins vegar störfin að hafa góða
samstarfsmenn í lögreglunni og hjá
sýslumannsembættinu og segist
Þórir hafa verið ákaflega heppinn
með það. Nefnir hann sérstaklega
Jón Eysteinsson sýslumann sem hef-
ur verið yfirmaður hans nánast frá
upphafi starfsferils hans í lögregl-
unni í Keflavík.
Síðasti vinnudagur Þóris Maronssonar yfirlögregluþjóns
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þórir Maronsson er að hætta eftir 37 ára starf í lögreglunni.
„Byrja
á því að
hætta“
Keflavík
Þórir Maronsson og Karl Hermannsson, sem tekur við yfirlögregluþjóns-
stöðunni, við lágmynd af elstu lögreglustöðinni í Keflavík.
ENGAN sakaði þegar eldur kom
upp í íbúðarhúsi við Suðurgötu í
Sandgerði í fyrrinótt.
Húsið er tvíbýlishús. Hjón sem
búa á efri hæðinni með tvö lítil
börn vöknuðu við reykskynjara
rétt fyrir klukkan fjögur um nótt-
ina. Hringdu þau í slökkvilið og
ræstu feðga sem búa í íbúð á neðri
hæðinni. Voru þau öll komin út
þegar Reynir Sveinsson, slökkvi-
liðsstjóri í Sandgerði, og félagar
hans komu á staðinn örfáum mín-
útum síðar.
Reynir segir að eldur hafi verið í
sófa á neðri hæðinni. Reykkafarar
hafi farið inn í íbúðina, slökkt eld-
inn og hent sófanum út. Ekki hafi
orðið aðrar skemmdir af völdum
eldsins en reykur hafi verið kom-
inn út um allt húsið.
Lögreglan rannsakar eldsupp-
tök en talið er að kviknað hafi í
sófanum út frá vindlingi.
Vöknuðu við
reykskynjara
Sandgerði
Keflavíkurkirkja efnir til sam-
verustundar með foreldrum
fermingarbarna í Kirkjulundi kl.
20.30 í kvöld, fimmtudaginn 31. októ-
ber. Gylfi Jón Gylfason, sálfræð-
ingur, mun fjalla um samskipti við
unglinga.
„Ýmsir hafa af því áhyggjur að ung-
lingamenningin virðist lúta eigin
lögmálum burt séð frá því hvað
heimili, skóli og kirkja eru að reyna
að gera. Við höfum ekki séð fyrir
endann á kynlífsbyltingunni sem oft
tengist fíkniefnaneyslu og ofbeldi.
Það er ástæða til að varpa fram
þeirri spurningu hvernig það sam-
félag sé sem bíður ferming-
arbarnanna á leið þeirra út í lífið,“
segir í fréttatilkynningu frá Kefla-
víkurkirkju.
Í DAG
AKUREYRI
HJÖRDÍS Sigursteinsdóttir oddviti
Arnarneshrepps sagði að þar á bæ
hefðu menn tekið ákvörðun um að
mótmæla ekki staðsetningu nýs urð-
unarstaðar fyrir sorp, ef unnið yrði
að málinu á faglegan hátt. Málið hef-
ur þó ekki verið afgreitt í sveitar-
stjórn. Tveir staðir þykja koma helst
til greina, Bjarnarhóll í Arnarnes-
hreppi og Gásir í Hörgárbyggð, en í
skýrslu um samburð á þessum
tveimur stöðum þykir urðunarstað-
ur við Gása vera betri kostur. Hjör-
dís sagði að ef annar þessara staða
yrði fyrir valinu en að viðkomandi
sveitarfélag myndi hafna staðsetn-
ingunni, væru menn komnir á byrj-
unarreit á ný.
Hjördís sagði að í upphafi hefðu
verið valdir um 40 staðir í Eyjafirði
til skoðunar og að nú væri búið að
fækka þeim niður í þessa tvo staði.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
fyrir helgi, eru skiptar skoðanir um
að Gásir verði næsti urðunarstaður
fyrir sorp í Eyjafirði, eftir að sorp-
urðun verður hætt í Glerárdal ofan
Akureyrar á næsta ári. Friðrik Gylfi
Traustason bóndi á Gásum sagðist
ekki mótfallin því að sorpurðun færi
fram þar en nágranni hans Oddur
Gunnarsson á Dagverðareyri sagði
að það ætti mikið eftir að ganga á
áður en sú niðurstaða yrði að veru-
leika. Bæði Friðrik Gylfi og Oddur
stunda mjólkurframleiðslu á jörðum
sínum.
Bjarnarhóll er í landi í Syðri-
Bakka í Arnarneshreppi en jörðin er
í eigu ríkisins. Þar er ekki stundaður
búskapur frekar en á Ytri-Bakka,
sem er í eigu hreppsins. Þeir aðilar
sem Morgunblaðið hefur rætt við,
eru sammála um að mjög aðkallandi
sé að taka ákvörðun sem fyrst um
næsta urðunarstað fyrir svæðið.
Skýrslan um samanburð á hugs-
anlegum urðunarstöðum var unnin
fyrir Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs.
og er næsta skref að kynna efni
hennar fyrir sveitarstjórnum Arn-
arneshrepps og Hörgárbyggðar.
Oddviti Arnarneshrepps um
staðsetningu nýs sorpurðunarstaðar
Munum ekki
mótmæla stað-
setningunni
„FJÖLSKYLDAN saman, gaman“
er heiti á heilsuræktarverkefni
sem nú stendur yfir á Akureyri.
Það hófst um síðustu helgi með
dagskrá í Glerárlaug þar sem fólk
fékk að kynnast vatnsleikfimi,
tækniæfingum í skrið- og bak-
sundi og kajakróðri og nýttu
áhugasamir sér tækifærið.
Þrjá næstu laugardaga verða
ýmsar íþróttir kynntar fyrir fjöl-
skyldunni, m.a. dans af ýmsum
toga, fimleikar, vaxtarrækt, skíða-
og skautaíþróttir, tae-kwondo,
auk þess einnig nudd, slökun, jóga
og sjúkraþjálfun. Dagskránni er
ætlað að höfða til barna á skóla-
aldri og foreldra þeirra og er
áhersla lögð á samveru fjölskyld-
unnar og að gefa henni tækifæri
til að stunda heilsurækt saman
eða á sama tíma. Fimm íþrótta-
kennarar, þar af þrír á Akureyri,
standa að þessu verkefni.
Morgunblaðið/Kristján
Ingibjörg Magnúsdóttir sundkennari ræðir við nokkra þátttakendur.
Fjölskyldan
saman, gaman