Morgunblaðið - 31.10.2002, Side 25

Morgunblaðið - 31.10.2002, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 25   Tónleikaröðin hefur hlotið styrki frá Norræna menningarsjóðnum og Teater og dans i Norden. NORRÆNA HÚSIÐ Töfratónar Norræn tónleikaröð fyrir börn Norræna húsinu laugardaginn 3/11 kl. 14 Hans og Gréta Tónlistarleikhúsið Undergrunden frá Danmörku Aðgangseyrir kr. 300.  And Björk, of course Aukasýning verður í Borgarleikhúsinu kl. 20. Leikritið er eftir Þorvald Þor- steinsson. Leikarar eru Gunnar Hans- son, Halldór Gylfa- son, Halldóra Geir- harðsdóttir, Harpa Arnardóttir, Marta Nordal, Sóley Elías- dóttir og Þór Tul- inius. Súfistinn Dagskrá tileinkuð Arnaldi Indriðasyni hefst kl. 20 í tilefni af út- komu bókar hans, Röddin. Þar mun Kristín Árnadóttir íslenskufræð- ingur fjalla um verk Arnaldar og Baltasar Kormákur kvikmyndaleik- stjóri fjalla um myndsýn sína á Mýr- ina, skáldsögu Arnaldar, en hann undirbýr nú kvikmynd eftir sögunni. Arnaldur mun svo sjálfur lesa úr nýju bókinni. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Þorvaldur Þorsteinsson TALSVERT hefur verið fjallað um íslenska veiðimenn og veiði- mennsku í misjöfnum sjónvarpsþátt- um, fræðslu- og heimildarmyndum, yfirleitt unnum á hefðbundinn hátt. Skemmst er að minnast þokkalegra þátta um aflaklær sem minntu meira á óða fjöldamorðingja en venjulega veiðimenn, umfjöllunarefnið fékk mig og væntanlega stóran hluta þjóðarinnar til að fá ógeð á þeim mannvargi sem fer um fjöll og firn- indi, ár og vötn og eirir engu, með það eitt að markmiði að drepa og aft- ur drepa. Þeir menn eru vágestir í náttúrunni eins og minkurinn. Slík uppfræðsla fær almenning til að gleyma því að obbi þeirra sem gaman hafa af að handleika byssur, stangir og önnur veiðitól er menn sem bera virðingu fyrir bráðinni og ofbjóða hvorki umhverfinu né íbúun- um. Um slíka menn og veiðiskap fjallar Dúi J. Landmark í Veiðiklóm, vandvirknislegri og fallegri heimild- armynd um viðureignir þeirra við helstu villibráð landsins; rjúpu, gæs, önd, skarf, svartfugl, lunda og hrein- dýr. Hér nálgast kvikmyndagerðar- maðurinn viðfangsefnið á jákvæðan hátt; veiðimennirnir vandir að virð- ingu sinni, umgangast landið með lotningu og afstaða til veiðanna heil- brigð og skynsamleg. Dúi vinnur bæði smekklega og nýstárlega úr myndefninu og fylgist með veiði- skapnum frá upphafi til enda. Frá því að menn undirbúa sig uns bráðin er tilbúin á postulíninu, framreidd af bestu sælkerakokkum landsins. Skemmtileg tilbreyting frá venjunni og fróðleg. Rjúpan kemur fyrst við sögu og fylgst er með Ásgeiri Heiðari, kunnri aflakló, sem stikar haustfögur heiða- lönd eystra ásamt Donnu, sínum ómissandi veiðihundi. Ásgeir ræðir siðfræði veiðimannsins og kemur m.a. inn á hina óslökkvandi veiði- græðgi sem hann eignar fyrst og fremst lítt reyndum ungmennum. Óskandi að satt væri. Ásgeir drepur rjúpuna fallega – á flugi og á snævi þöktu landi. Dúi ræðir einnig við fuglafræðing sem upplýsir okkur um undirstöðuatriði varðandi þennan fallega fugl – hvers óhamingja er að vera jafn gómsætur og raunin er. Í lok kaflans fylgjumst við með Leifi Kolbeinssyni á La Primavera mat- reiða krásina á áhugaverðan ítalskan hátt og bragðlaukarnir taka fjörkipp. Þannig fylgja Dúi og hans menn hverjum þjóðkunnum veiðimannin- um á fætur öðrum í viðureign þeirra við gæs og önd; fylgjum lundaveiði- mönnum út í Langey á Breiðafirði; áhöfn Adda Barðdal í svartfuglsmor úti á Sundum (dálítið spaugstofulegt að sjá menn jafn glæsilega vígbúna frá toppi til táar við jafn tilkomulít- inn veiðiskap); og Róbert Schmidt kajaksnillingi að tína niður skarf á Hrútafirðinum. Rúsínan í pylsuendanum er Stefán Geir Stefánsson að leita uppi hrein- dýrstarf við hæfi. Allt hjálpast að til að gera lokakaflann sem tignarleg- astan: Óendanlega fögur heiðalöndin austan Vatnajökuls, fáguð veiði- mennska skyttunnar, kímin og glögg leiðsögn heimamannsins Hákons Að- alsteinssonar. Ofar öllu glæsileiki hreindýrahjarðarinnar, sjá hornum prýtt, limfagurt fljótið renna um óbyggðirnar. Tign umhverfis og reistra dýranna rennur saman í hljómkviðu sem endar með einum hvelli og hreinninn liggur. Ekkert ónáttúrulegt við að veiðimanninum líði eins og fálkanum er hann kemur að rjúpuhjartanu á augnabliki sann- leikans. Það tekur snöggt af og í lok- in er sest að framandi hreindýra- kjötskrásum á Hótel Héraði þar sem Þráinn Lárusson matreiðir af slíkum galdri að áhorfandinn ærist um stund af matarlöngun. Dúi ber engu síður fram áhuga- vert efnið. Hann hefur næmt auga fyrir fegurð landsins okkar og veiði- klærnar eru úr þeim hópi sem al- menningur fylgist með af velþóknun. Þeir kunna sitt fag og umgangast bráðina og landið af tilhlýðilegri virð- ingu. Þáttur sérfræðinganna er fræðandi og meistarakokkarnir krydda síðan tilveruna með freist- andi kræsingum og ljóstra upp leyndarmálum sínum í einum níu uppskriftum í myndarlok. Maður, byssa og bráð SÖLUMYNDBAND Veiði, matargerð, náttúra. Heimildarmynd. Umsjón, hljóð, klipping og lestur: Dúi J. Landmark. Kvikmynda- taka: Dúi J. Landmark, Magnús Magn- ússon, Sveinn M. Sveinsson. Tónlist: Halldór Bjarnason. 116 mín. Landmark kvikmyndagerð. Ísland 2002. VEIÐIKLÆR  Úr heimildarmyndinni Veiðiklær. Sæbjörn Valdimarsson SÝNGIN Möguleikhússins í Álandseyjum á leikritinu Völuspá eftir Þórarin Eldjárn hefur feng- ið góða dóma. Sýnt var í sænsku- mælandi skólum í bæjunum Björneborg, Tammerfors, Kotka, Lovisa og Esbo og einnig voru tvær sýningar í Mariehamn á Álandseyjum, annars vegar opin sýning í sal bókasafns staðarins og hins vegar í skóla. Allar fóru sýningarnar fram á sænsku. Leikferðin var skipulögð af NIF- IN, Nordens Institut i Finland. Leikstjóri sýningarinnar er Daninn Peter Holst sem rekur sitt eigið leikhús í Danmörku, Det lille Turnéteater. Guðni Franzson stýrði tónlistinni í verkinu og leikmynd og búninga hannaði Anette Werenskiold frá Noregi. Á sviðinu eru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin í Völuspá og Stefán Örn Arnarson sellóleikari. Sænsk þýðing Völuspár er eftir John Swedenmark. Nokkuð hefur verið fjallað um sýninguna í fjölmiðlum á Álandseyjum og birtist lofsamleg gagnrýni um hana í blöðunum. Anita Janitzek fjallar um hana undir fyrirsögninni „Skyndikennsla í goðafræði.“ „Pétur Eggerz kemur goðum, jötnum, mönnum og dýrum til skila á undraskýran hátt með framúrskarandi líkamsbeitingu. Þetta er sýning sem sannarlega á erindi við ungdóminn, ekki síst núna þegar Hringadrottinssaga og Harry Potter eru svo vinsæl.“ Í Nya Åland dagblaðinu 15. október fjallar Matts Stenlund um sýninguna undir fyrirsögn- inni „Þegar listin verður sterk- ust.“ „Sýningin einkennist af nánu og kröftugu samspili milli leikarans og hljóðfæraleikarans. Sýningin er listaverk þar sem allir þættir hafa jafnt vægi. Þetta er sýning sem vekur til umhugsunar um leið og hún veitir frábæra skemmtun.“ Sýningar á Völuspá eru nú orðnar 120 en síðar í vetur verður Völuspá sýnd í Færeyjum og í vor hefur leikhús- inu verið boðið að koma með sýninguna á hátíðir í Kan- ada og Litháen. Völuspá hlýtur góða dóma á Álandseyjum Morgunblaðið/Ásdís Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.