Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21, 108 Reykjavík Sími 533 2020 Fax 533 2022 www.vatnsvirkinn.is Rennur til nota í gólf, við veggi, fyrir framan bílskúra og margt fleira. Leitið upplýsinga! GÖTURENNUR Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is HAUSTTILBOÐ 20-40% afsláttur af hreinlætistækjum, stálvöskum, sturtuklefum, sturtuhurðum, blöndunartækjum, baðáhöldum o.fl. VART hefur farið framhjá nokkrum manni hversu mikilla vinsælda bækur Arnaldar Indriða- sonar njóta meðal íslenskra les- enda. Þær vinsældir hafa nú spurst út fyrir land- steinana því glæpa- saga hans Mýrin, sem kom út árið 2000 hlaut Glerlykilinn árið 2002 sem besta saga þeirr- ar tegundar á Norð- urlöndum. Að auki bárust nýverið fréttir af því að Random House, stærsta út- gáfufyrirtæki heims, hefði samið um útgáfu verka hans í hinum enskumælandi heimi, svo óneitanlega eru miklar vonir bundnar við nýjustu bók hans, Röddina. Þótt skáldsagnagerð almennt hafi tekið miklum formbreytingum á þeim áratugum sem liðnir eru frá því að módernisminn leið undir lok hefur glæpasagan haldið sínu striki ótrauð, í það minnsta hvað formið varðar. Því þó þær freudísku hug- myndir sem módernisminn kynnti til sögunnar í skáldsagnagerð hafi að mestu horfið úr skáldsagnagerð með framvindu póstmódernismans, eiga þær hugmyndir sér þó enn griðastað í flestum reyfurum – ekki síst glæpasögum – þar sem áherslan er lögð á að grafast fyrir um þátt undirmeðvitundar og for- tíðar í þeim glæpum sem bæk- urnar hverfast um. Annars er glæpasagan talin eiga rætur sínar að rekja til ekki ómerkilegri höf- undar en Edgar Allan Poe, en smásaga hans The Purloined Lett- er er af mörgum álitin formóðir hinnar dæmigerðu glæpasögu. Saga Poe, eins og flestar glæpa- sögur síðan, einkennist af mikilli óvissu um það sem raunverulega hefur átt sér stað á sögusviðinu. Óvissan stafar af þeim óvenjulega frásagnarhætti sem höfundurinn temur sér, þar sem miðlun upplýs- inga er takmörkuð eða miðar jafn- vel að því að leiða lesandann á villigötur, þótt nauðsynlegar vís- bendingar til að leysa gátuna hlað- ist upp jafnt og þétt. Aðdráttarafl glæpasögunnar felst í því sem kalla mætti gagnvirkni hennar, þar sem hin eiginlega glíma frá- sagnarinnar er í raun á milli þess sem leysir málið – oft spæjara eða lögreglumanns – og lesandans, því báðir „vinna“ ótrauðir að lausn gátunnar. Hinn þunglyndi rannsóknarlög- reglumaður, Erlendur, er lesend- um Arnaldar að góðu kunnur, ásamt samstarfsmönnum hans þeim Sigurði Óla og Elínborgu. Öll eru þau kölluð til sögunnar í Röddinni, þegar maður finnst myrtur í kjallara hótels rétt í þann mund er jólastressið nær hámarki. Arnaldur fer kunnuglega leið í efn- istökum sínum í Röddinni því líkt og í t.d. Mýrinni, tekur hann á því sem er ofarlega á baugi í sam- félaginu, að þessu sinni hörðum heimi fíkniefna, vændis, barna- kláms og handrukkara. Bókin er raunsæislega skrifuð með fé- lagslegu ívafi, þar sem gerð er ágæt tilraun til að greina sam- félagslegar orsakir þeirrar mann- vonsku og ógæfu er að lokum leið- ir til morðs. Sem heild er verkið nokkuð gagnrýnið á það afstöðu- leysi sem samfélagið sýnir t.d. fórnarlömbum kynferðisglæpa og töluverð áhersla er lögð á að sýna með trúverðugum hætti fram á hversu litla innsýn almenningur hefur í undirheima íslensks sam- félags og þá staðreynd að hér, ekki síður en annars staðar, ræður siðferðislegur tvískinnungur lög- um og lofum. Til þess að koma félagslegum boðskap sínum til skila hefur Arn- aldur fléttað söguþráðinn, sem að sjálfsögðu verður ekki rakinn hér, inn í líf Erlendar og hans nánustu. Erlendur, sem á ekk- ert skylt við töffara harðsoðnu amerísku glæpasögunnar, er andhetja af kunnug- legu tagi, einmana, rótlaus og þunglynd- ur. Hann er mótaður af takmörkunum þeirra rannsóknar- lögreglumanna, sem lesendur þekkja m.a. úr sjónvarpinu, er jafnvel tengjast fórn- arlömbum þeirra glæpa sem þeir rann- saka nánari böndum en sínum eigin börn- um. Framvinda rann- sóknarinnar á morð- inu kallast þannig á við framvind- una í persónulegu lífi Erlendar, einkum í gegnum atvik sem átti sér stað í bernsku hans í stórhríð á heiði og haft hefur varanleg áhrif á tilfinningar hans og viðhorf til lífsins. Í gegnum rannsókn sína á morðinu vaknar Erlendur til vax- andi vitundar um það hversu kal- inn hann er á sálinni og gerir heið- arlega tilraun til að takast á við sjálfan sig og vanda dóttur sinnar. Myndmál bókarinnar í vetrarkalda desembermánaðar styður þennan þráð, en Erlendur finnur sterkt til þess kalda friðar sem fylgir snjó- drífunni þegar allt fennir í kaf – og hverfur. Vandi hans, eins og fleiri sögupersóna, felst því í afneitun og uppgjöf í stað úrvinnslu. Herberg- ið sem hann hefur aðsetur í á hót- elinu er eins og sálarlíf Erlendar, ískalt, og þar fer hann í gegnum endurminningar sínar af heiðinni, sektarkenndina sem ávallt hefur fylgt honum og síðast en ekki síst samband sitt við föður sinn og síð- ar börn. Röddin fjallar því öðrum þræði um sambönd feðra við börn sín, hversu afdrifarík áhrif þeir geta haft á framtíð og heill ómótaðra einstaklinga. Þannig varpar sam- band hins myrta við föður sinn átakanlegu ljósi á örlög hans, og til að gefa þessu þema enn meiri styrk dregur Arnaldur fram á sjónarsviðið hliðarfléttu þar sem Elínborg, samstarfskona Erlendar vinnur að máli þar sem samband föður og sonar virðist hafa farið úrskeiðis. Ekki þarf að orðlengja það að öll eru þessi mál leyst með einum eða öðrum hætti í Röddinni, nema ef til vill mál Erlendar sjálfs – enda má vonandi gera ráð fyrir að lesendur hitti hann á nýjan leik áður en langt um líður. Bækur Arnaldar Indriðasonar um Erlend eru án efa best heppn- aði glæpasagnaflokkur sem komið hefur út hér á landi og Röddin er engin undantekning hvað það varðar. Röddin býr yfir þéttri fléttu og raunsærri persónusköp- un, en að auki hefur höfundinum tekist að finna sér farveg í frá- sagnarmáta sem einkennist af drama hins hversdaglega, eins og Diderot skilgreindi það, af drama sem liggur á milli hins kómíska og harmræna og nánast allir geta samsamað sig. Sú staðreynd á án efa drjúgan þátt í því að gera skáldsögur hans jafn vinsælar og raun ber vitni, en Röddin er verð- ugt innlegg í þann flokk. Drama hins hversdagslega BÆKUR Skáldsaga eftir Arnald Indriðason, 330 bls., Vaka- Helgafell, 2002. RÖDDIN Fríða Björk Ingvarsdóttir Arnaldur Indriðason KRISTINN Sigmundsson óperu- söngvari er um þessar mundir í Lond- on, þar sem hann er við æfingar hjá Konunglegu óperunni í Covent Gard- en á óperunni Meistara- söngvurunum frá Nürnberg eftir Wagn- er, en sýningar hefjast 12. nóvember. „Ég var reyndar að enda við að syngja í Rósariddaran- um eftir Richard Strauss í Köln, og þar er ég búinn að vera mestan part haustsins að æfa og syngja sex sýningar.“ Kristinn segir að uppfærslan á Meistarasöngvurunum í London sé mjög góð. Uppfærslan er frá 1993 og naut hún vinsælda, og nú er verið er að vekja hana upp aftur. Leikstjóri er Graham Vick, uppá- haldsleikstjóri Kristins. „Þetta er mjög hefðbundin upp- færsla; Graham Vick er þó þekktur fyrir að blanda saman hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum í óperu- uppfærslum sínum. Hann er maður sem fer oní hvert einasta orð sem sungið er og lætur mann ekki í friði fyrr en hvert orð hefur rétta litinn út frá textanum í heild sinni. Það skiptir ekki máli hjá honum hvort uppfærsl- an er hefðbundin eða óhefðbundin, textinn og hugsunin í honum er alltaf forsenda þess sem ger- ist á sviðinu. Hann krefst þess að það skref sé gengið til fulls, þann- ig að fólk á aftasta bekk skilji. Þetta er mjög gaman; oft er maður að vinna með fólki sem er alveg sama um textann. Það eru til dæmis marg- ir þýskir leikstjórar sem ég hef unnið með, sem hafa miklu meiri áhuga á að uppfærslan líti vel út á ljósmynd, og er alveg sama um text- ann. Ég man eftir því þegar ég var að syngja í Parsifal á sínum tíma, og var að kvarta yfir tempói hjá hljómsveitarstjóranum og sagði að ég þyrfti meiri tíma á ákveðnum stað til að textinn kæmi betur út. Þá var það leikstjórinn sem svaraði fyrir hönd hljómsveitarstjór- ans og sagði: „Textinn skiptir engu máli hér.“ Þetta er nú eitt af því sem gerir Vick að mínum uppáhalds leik- stjóra, fyrir utan það hve gaman er að vinna með honum. Hann er kröfu- harður húmoristi; – það er ekki hægt að hafa það betra.“ Lagði ekki í Hans Sachs Kristinn syngur hlutverk gull- smiðsins Pogners í Meistarasöngvur- unum, og segir ekki enn komið að því að hann þori í aðahlutverkið, Hans Sachs. „Það verður bið á því að ég syngi það. Ég er að koma úr svo stóru hlutverki Ochs baróns í Rósariddar- anum, að það nægir mér alveg í bili. Mér hefur hins vegar verið boðið að syngja Hans Sachs bæði í Frankfurt og í Bastilluóperunni, en satt best að segja lagði ég ekki í hann. Það er mjög erfitt hlutverk.“ Það er Jan- Hendrik Rootering sem syngur hlut- verk Sachs í Covent Garden með Kristni. Hann söng hér á landi í Don Carlo fyrir nokkrum árum, og segir Kristinn hann feiknagóðan söngvara. „Ég þyrfti að syngja Sachs í tíu, fimmtán ár til að ná honum.“ Aðrir söngvarar í uppfærslunni eru Am- anda Roocroft, sem syngur Evu, dótt- ur Pogners, Eike Wilm Schulte sem syngur Beckmesser og Robert Dean Smith, sem syngur hlutverk Stolz- ings, en upphaflega átti Gösta Win- berg að syngja þetta hlutverk, en hann lést fyrr á árinu. Stjórnandi er einn af þekktustu stjórnendum af yngri kynslóðinni Mark Wiggles- worth. „Þetta er feiknagóður hópur.“ Kristinn ætlar að halda master- klassa fyrir íslenska söngnemendur í London í leiðinni, en þeir eru um tíu talsins. „Þetta verður nú bara einn dagur, og ég vona að ég geti eitthvað liðsinnt krökkunum. Ég hlakka mikið til, það er alltaf gaman að gera eitt- hvað svona. Annars er nú svolítið stórt upp í sig tekið að kalla þetta masterklassa, ég tek varla mark á því orði nema að það sé Dietrich Fischer- Dieskau sem á í hlut. En ég er þó alla- vega aðeins eldri en krakkarnir og reynslan telur kannski eitthvað.“ Kristinn söng í fyrra inn á geisla- disk með Jónasi Ingimundarsyni, en þeir ákváðu þá að leggja upptökunum í eitt ár. Í sumar fóru þeir að hlusta aftur og ákváðu að gefa út. „Þetta er svona „Everybody’s favourite“ ís- lenskt og útlenskt, lög sem allir þekkja. Ég held að það hafi verið mjög skynsamlegt af okkur að láta diskinn liggja í eitt ár, þá fær maður meiri fjarlægð á þetta og getur betur hlustað á sjálfan sig eins og maður sé að hlusta á einhvern annan. En ég held bara að þetta sé góður diskur.“ „Textinn skiptir engu máli hér“ Kristinn Sigmundsson í Meistarasöngvurunum í London Kristinn Sigmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.