Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 37 ✝ Karl HafsteinnPétursson var fæddur 21. mars 1931 í Búðardal á Skarðsströnd í Dala- sýslu. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar Karls voru Pétur Guðfinnsson bifreiðarstjóri, f. 13. febrúar 1899, d. 10. mars 1985, og Sig- ríður Dóróthea Karlsdóttir prjóna- kona, f. 14. janúar 1908, d. 28. desember 1986. Systk- ini Karls samfeðra eru Guðfinnur Hólm vélstjóri, f. 16. apríl 1929, Pétur Hafsteinn bifreiðastjóri, f. 24. september 1932, d. 23. desem- ber 2001, og Una Hrafnhildur sölumaður, f. 1. apríl 1947. Karl kvæntist 10. nóvember gift Unnsteini Borgari Eggerts- syni, þau eiga fimm börn, Eddu, Ebbu, Benjamín Jochum, Dóró- theu Sigríði og Kristjönu Önnu. 4) Sverrir, verkamaður í Reykja- nesbæ, f. 10. maí 1965, kvæntur Guðlaugu Vestmann, þau eiga þrjú börn, Gunnar Hafstein, Haf- dísi Mjöll og Róbert Leó. 5) Viðar, rekstrarfræðingur í Reykjavík, f. 24. október 1968, kvæntur Höllu Valgerði Haraldsdóttur, þau eiga tvö börn, Hlyn Karl og Hörpu Hrafnborgu. Viðar á einnig dótt- urina Svanhvíti Lilju. Karl sinnti ýmsum störfum og var m.a. lengi bifreiðastjóri eða þar til hann hóf búskap á Klifmýri á Skarðsströnd í Dalasýslu árið 1967. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur árið 1987 rak hann m.a. matvöruverslun og var hús- vörður í Hátúni 12 þar sem hann bjó síðustu æviárin. Karl starfaði að sveitarstjórnarmálum í Skarðs- hreppi, m.a. sem oddviti og var virkur í ýmiss konar félagsstarf- semi, s.s. Breiðfirðingafélaginu. Útför Karls verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1957 Eddu Her- mannsdóttur, f. 11. nóvember 1939, dótt- ur Hermanns Karls Guðmundssonar og Bryndísar Björnsdótt- ur. Karl og Edda skildu árið 1986. Börn Karls og Eddu eru: 1) Hermann, bóndi á Klifmýri í Dalabyggð, f. 23. maí 1957, kvæntur Guðrúnu El- ísabetu Jóhannsdótt- ur og eiga þau fjóra syni, Jóhann, Tryggva, Rúnar og Ragnar. Úr fyrri sambúð á Her- mann Eddu Lóu og Kristján Grím. 2) Sigríður Bryndís, bóndi á Geir- mundarstöðum í Dalabyggð, f. 21. september 1958, gift Þórði Bald- urssyni, þau eiga tvö börn, Birnu og Baldur. 3) Dagný, húsmóðir í Mosfellsbæ, f. 25. febrúar 1962 Karl og Edda bjuggu á Klifmýri á Skarðsströnd við innanverðan Breiðafjörð. Þau bjuggu þar mynd- arbúi ásamt börnum sínum. Kalli var oddviti sveitarinnar og fjöl- skyldan var fyrirferðarmikil en stóð saman í blíðu og stríðu við rekstur búsins. Ég kunni vel við kraft og dugnað þeirra og síðar tengdist ég þessari fjölskyldu með því að verða tengdasonur Kalla. Síðan hefur verið gott samband milli okkar þrátt fyrir að við litum flest í lífinu hvor frá sínum sjón- arhólnum. Það var sama hvort það var pólitík eða hversdagslegt álit til rekstrarforms eða til annarra athafna manna. Skoðanir okkar fóru sjaldan saman en kom aldrei að sök í okkar samskiptum. Kalli hafði þann eiginleika sem margur mátti öfunda hann af. Hann kunni að virða skoðanir annarra og var alltaf tilbúinn í rökræður. Því varð það með tímanum að við urðum nánari og á ég margar góðar minn- ingar um fundi okkar. Það eru að verða 23 ár síðan ég fluttist á Skarðsströndina. Eftir tengsl við fjölskylduna bjó ég í ná- grenni við Kalla á Klifmýri. Þar hafði hann byggt upp nýbýli og þar rak fjöskyldan saman stórbú af samheldni og myndarskap. Kalli, höfuð fjölskyldunnar, kom þannig fyrir að hann talaði ekki af sér í margmenni. Þau orð sem frá hon- um fóru voru stundum ekki mörg en þau voru ætíð vel ígrunduð og eftirtektarverð. Þó stundum liti út fyrir að Kalli væri fár og þungur þá voru mannfagnaðir og skemmt- anir honum mikils virði. Sjaldan var hann ánægðari ásýndar en á þeim stundum þegar aðrir skemmtu sér vel. Hann vildi að all- ir í kringum hann væru glaðir og kátir. Dansmaður var hann mikill og notaði hvert tækifæri sem gafst til þess að bjóða dömu upp í dans auk þess að taka í spil hvenær sem færi gafst. Eftir að Kalli flutti suður fór hann að reka verslun. Það var starf sem hann hafði gaman af. Gaman var að koma í búðina til hans, hann ljómaði þá oft af gleði. Því miður hafði hann ekki heilsu eða aðra getu til þess að standa í þeim rekstri lengi. Fljótlega eftir að hann hætti þeim rekstri fluttist hann í Hátún 12 og bjó þar til síð- asta dags. Þegar ég var líka kom- inn hingað á mölina átti ég það til þegar annir dagsins voru yfirþyrm- andi að hringja í Kalla og spyrja hvort hann væri heima. Ef svo var þá var slökkt á símanum og farið í kaffi til Kalla. Það gat verið mikil slökun í því að spjalla við hann í einn til tvo tíma. Rætt var um allt milli himins og jarðar, rökrætt og þráttað, en alltaf í mestu vinsemd. Fyrir tilviljun fór ég í eina slíka heimsókn til Kalla fáum dögum áð- ur en hann dó. Hann var hinn kát- asti og sátum við og spjölluðum saman í um tvo tíma. Ekki óraði mig fyrir því að það væri í síðasta sinn sem við töluðumst við. En eft- ir á að hyggja finnst mér eins og að hann hafi rennt í grun að svo væri. Hjá mér situr eftir minningin um góðan vin og tengdaföður sem saknað er. Hann var maður sem oft reyndist mér og mínum vel alla tíð. Það er gott að eiga minningu um slíkan mann. Megi hann ganga á guðs vegum. Unnsteinn B. Eggertsson. Elsku afi. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Þetta gerðist svo fljótt að ég náði ekki að átta mig á brottför þinni fyrr en seinna. En það er gott að hugsa um þig á góðum stað þar sem þú þarft ekki að þjást eða berjast við veikindin. Allar minningarnar sem ég á um þig eru góðar. Þú varst mjög góður dansari og mér eru nokkur dans- atvik minnisstæðust. Þ.á m. í brúð- kaupinu þeirra mömmu og pabba. Þú dansaðir við mömmu og það kom þessi rosalega danssveifla og sveiflaðist pilsið á brúðarkjólnum um allt og endaði á kertunum sem stóðu á brúðhjónaborðinu. Og ekki alls fyrir löngu vorum við fyrir vestan í réttunum og um kvöldið var slegið upp veislu á Geirmundarstöðum. Þar dansaðir þú við dætur þínar tvær auk ann- arra kvenna. Á þeirri stundu hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi missa þig svona fljótt. En maður getur víst ekki spáð fyrir öllu. Án þín verða réttirnar ekki eins og þær eiga að vera. Mér verður hugsað til þín á hverjum degi og ég vildi að ég hefði getað kvatt þig í síðasta sinn. En ég sendi þér nú mína síðustu kveðju til þín og minni sjálfa mig á að við munum hittast síðar á góð- um stað. Ó hvar? Er glatað ei glatað? Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð? Unn þú mér heldur um stund, að megi ég muna, minning, hrópandi rödd, ó dvel! (Jóhann Jónsson.) Elsku afi, ég mun aldrei gleyma þér. Edda Unnsteinsdóttir. KARL HAFSTEINN PÉTURSSON  Fleiri minningargreinar um Karl Hafstein Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigurlaug Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 2. septem- ber 1954. Hún lést á heimili sínu í Kefla- vík 21. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóhannesdóttir og Gústav Jensson. Eldri bróðir Sigur- laugar er Grétar Gústavsson. Sigur- laug var ættleidd af hjónunum Ingu Sig- urjónsdóttur, f. 17.8. 1915, d. 11.10. 2001, og Jóni B. Kristbjörnssyni, húsa- smíðameistara, f. 16.7. 1914, d. 2.12. 2001. Systkini Sigurlaugar eru Kristbjörn, kvæntur Lisu Becker, og Valgerður, gift Guðna Hannessyni. Sigurlaug giftist 2. september 1972 Jóni Atla Ját- varðssyni, búfræð- ingi frá Miðjanesi í Reykhólasveit, f. 26.1. 1949. Börn þeirra eru: 1) Drífa Björk, f. 17.9. 1973, gift Kára Vali Sig- urðssyni, synir þeirra eru Styrmir Ingi, f. 1.10. 1998, og Ýmir Atli, f. 15.11. 2000. 2) Sindri Freyr, f. 29.6. 1976. Þau skildu. Sigur- laug var síðar í sam- búð með Gunnari Jó- hannessyni. Þau slitu samvistum. Þau eiga dótturina Elen Eik, f. 12.10. 1981, sambýlismaður henn- ar er Kristján Davíðsson. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Sigurlaug stóra systir mín er dá- in. Það er svo erfitt að sætta sig við það þegar ástvinir eru kallaðir svo skyndilega frá okkur, en Sigurlaug varð bráðkvödd aðeins 48 ára að aldri. Ég hélt við ættum eftir að fylgjast að í mörg ár enn. Maður sér hvað það er mikilvægt fyrir mann að nota tímann vel með ást- vinum á meðan maður hefur þá ná- lægt sér. Sigurlaug var svo kát að eðlisfari, hláturinn smitandi, en þó vildi hún mikið vera ein. Ég á svo mikið af minningum þar sem við veltumst um af hlátri, fyrst og fremst af því hún sá svo margt broslegt við hlut- ina. Það er gott að hafa góðu minn- ingarnar að ylja sér við, bæði frá æsku okkar og eins áttum við mikið af góðum stundum þegar við vorum með krakkana okkar litla. Við vor- um alltaf í sambandi og nú síðustu árin þegar hún bjó í Keflavík hringdum við mikið á milli. Sigurlaug var fædd með lista- mannshæfileika, teiknaði frábær- lega og var músíkölsk. Því miður hætti hún námi í myndlistarskóla og nýtti sér ekki hæfileikana sem skyldi, hún var alltaf óframfærin. Hún hafði svo marga góða hæfileika og var einstaklega bókhneigð. Ég man varla eftir systur minni öðru vísi en að lesa, teikna eða skrifa. Hún sökkti sér niður í bækur og var svo fróð um marga hluti. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Ég bið góðan guð að styrkja börnin hennar og fjölskyldu þeirra í þessari miklu sorg. Valgerður Jónsdóttir. SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNBJÖRG ARADÓTTIR frá Grýtubakka, Þingvallastræti 16, Akureyri, verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju föstudag- inn 1. nóvember kl. 14.00. Aðalbjörg Baldursdóttir, Sigríður Baldursdóttir, Páll Kjartansson, Sigrún Baldursdóttir, Margrét Baldursdóttir, Ólafur Einarsson, Jónas Baldursson, Guðrún Eyvindsdóttir, Bryndís Baldursdóttir, Jón E. Berg, Ari Baldursson, Kolbrún Reynisdóttir, Guðmundur Baldursson, Elisabeth Kvelland, barnabörn og barnabarnabörn. Móðurbróðir okkar, TRYGGVI SAMÚELSSON járnsmiður, Hátúni 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 1. nóvember kl. 10.30. Kristín Emilía Daníelsdóttir, Elsa Olsen. Okkar ástkæra KOLBRÚN ÓSK ÓLAFSDÓTTIR, Leirutanga 35B, til heimilis á deild 20, Landspítalanum Kópavogi, verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, föstudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast Kolbrúnar, er bent á minningarkort Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis sem fást hjá Styrktarfélagi vangefinna, sími 551 5941 og hjá Landspítalanum í Kópa- vogi, sími 543 9200. Ólafur Kristinsson, Regína Heincke, Vilhjálmur Magnússon, Ólöf Björnsdóttir, Guðni Rúnar, Hanna Ruth, Guðrún Hafliðadóttir. Hjartkær föðursystir mín, GUÐFINNA GÍSLADÓTTIR, Ölduslóð 36, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þriðju- daginn 29. október. Jarðarförin auglýst síðar. Gísli Ingi Sigurgeirsson. Móðir okkar, SVAVA BERNHARÐSDÓTTIR, Hrauntungu 50, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 29. október. Bernharður Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson Þórhallur Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.