Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 2

Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íslendingar lögðu Júgóslava í Borlänge / C3 Keflavík skoraði 137 stig í Hveragerði / C2 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Staðið í boxi / B1  Rokkað í anda Jerry Lee Lewis / B2  Í klóm heilsudrekans / B3  Hugfangin af nýsköpun / B4  Hömlulaust át / B6  Auðlesið efni / B8 Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Vísindadagar“. Blaðinu verður dreift um allt land. um og hvíldist þess vegna ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég var skipstjóri á vinnsluskipi sem var alla jafna úti um 30 daga í einu og þetta var orðið alveg afleitt.“ Guðmundur segir að hann hafi ákveðið að leita sér lækninga og honum hafi verið vísað til Ágústs Kárasonar, bæklunarlæknis í Álftamýrinni. „Hann tók mér vel í upphafi og ég fór í „utan kvóta“ skoðun hjá honum og borgaði sjálfur fyrir hana. Ef ég hefði ekki gert það hefði ég vænt- anlega þurft að bíða fram yfir áramót og jafnvel fram í febrúar GUÐMUNDUR Kjalar Jónsson, skipstjóri og aflakló til áratuga, gerir sér vonir um að verða orðinn vinnufær mjög fljótlega. Hann fór í axl- araðgerð hjá bækl- unarlækni á mið- vikudagsmorguninn og segist strax vera orðinn betri. Guðmundur greiddi sjálfur fyrir skoðunina til þess að stytta biðina en aðgerðin sjálf var gerð „innan kvóta“. Guð- mundur segist hafa verið svo heppinn að sjúkling- ur hafi „dottið út“ og hann komist að í staðinn. Hefði það ekki gerst segist Guðmundur hafa greitt fyrir aðgerðina sjálfur til þess að komast aftur til sjós í stað þess að bíða langt fram á næsta ár eftir aðgerð. „Ég er búinn að vera skipstjóri í 32 ár og var skipstjóri á Málmeynni, sem gerð er út frá Sauð- árkróki, þangað til í sumar þegar ég gat ekki lengur verið til sjós. Á þeim tíma, sem liðinn er, er tvisvar sinnum búið að bjóða mér að koma um borð í skip en ég gat ekki þegið það vegna axl- arinnar. Ef ég hefði þurft að bíða lengur hefði ríkið orðið af tals- verðum tekjum með mig óvinnu- færan í landi.“ Var hættur að geta sofið á sjónum vegna veltingsins „Ég er sjómaður og fyrir um tveimur mánuðum var ég ekki lengur fær um að vinna til sjós vegna meiðslanna; ekki síst vegna þess að ég gat ekki sofið við þær aðstæður sem eru á sjón- eftir að komast í skoð- un. Síðan hefði ég til viðbótar þurft að bíða í tvo til fjóra mánuði eft- ir aðgerðinni þannig að þá hefði kannski verið komið fram á vor. En síðan var ég svo stál- heppinn að það féll nið- ur tími þannig að ég komst að fyrir klára heppni.“ Fræst úr axlarliðnum Guðmundur segir að læknirinn hafi síðan gert aðgerðina „innan kvóta“ á miðvikudags- morguninn. „Það þurfti að fræsa burt bein- hryggi í axlarliðnum til þess að fá hann á hreyfingu. Ég finn strax mun á því hvað ég get lyft hand- leggnum hærra frá síð- unni og ég er viss um að ég verð vinnufær eftir viku. Ég er alveg gáttaður á þeim bata sem ég hef fengið svona fljótt eftir að- gerðina.“ Guðmundur segir að öfugt við marga aðra sé hann í þeirri stöðu hafa efni á að greiða fyrir aðgerðina sjálfur ef annar kostur hefði ekki boðist en það eigi vissulega ekki við um alla. „Ég hefði meira að segja hiklaust slegið mér lán fyrir aðgerðinni ef því hefði verið að skipta bara til þess að komast til vinnu aftur. En það má heldur ekki gleyma því að ef læknum væri gert ókleift að vera með einkareknar stofur, hefði verið tómt mál að tala um að kaupa sér aðgerð, sá mögu- leiki væri einfaldlega ekki fyrir hendi.“ „Hefði slegið lán fyrir aðgerðinni“ Morgunblaðið/Golli UM helgina verður afmælisveisla Volkswagen á Íslandi í höfuð- stöðvum Heklu. Meðal annars verður nýr jeppi frá Volkswagen, Volkswagen Touareg, frumsýnd- ur en Hekla er fyrsti umboðsaðili Volkswagen í heiminum til að sýna þennan nýja jeppa. „Touareg er lúxusjeppi með torfærueiginleika jafnt á við sporteiginleika. Á hátíðinni í Reykjavík verður nýr sýningar- salur Volkswagen tekinn í notkun og verður gestum boðið upp á af- mælistertu og ýmsar veitingar. Mikið verður um að vera fyrir börn, s.s. hoppkastali, leiktækja- bílar, veltibíllinn og fleira. Alla helgina verður keppni þar sem hitta þarf með boltum inn í nýjan Volkswagen Polo,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Auglýsingamenn frá Volkswag- en-fyrirtækinu taka í dag og á morgun myndefni á Íslandi fyrir markaðssetningu á nýjum Volks- wagen-jeppa, Touareg. Starfs- menn frá íslenska kvikmyndafyr- irtækinu Pegasus aðstoða þá við verkefnið. Myndefnið frá Íslandi verður tekið upp á hálendinu og er til- gangurinn að sýna vegi og lands- lag sem nýi jeppinn, Touareg, á að geta farið um. Magnús Ragnars- son, framkvæmdastjóri Pegasus, segir myndefnið því ekki síst tekið í brekkum og ám. Verður það not- að í auglýsingaherferð fyrir Touareg í Evrópulöndum en bíll- inn verður markaðssettur næstu vikur og mánuði. Á sunnudag verður dreginn út einn sýningargestur og gefst hon- um færi á að vinna bifreiðina með því að hitta með 5 boltum í röð inn í bílinn. Í Heklu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér starfsemi bílaverk- stæðis og bílavarahlutadeilda. Af- mælisveislan fer einnig fram hjá umboðsmönnum Heklu á Selfossi, í Reykjanesbæ, á Reyðarfirði, Ak- ureyri og Borgarnesi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sverrir Sigfússon, framkvæmdastjóri Heklu, til vinstri, og Stephan Wollenstein, einn af framkvæmdastjórum Volkswagen í Þýskalandi, afhjúpuðu nýja jeppann í gær að viðstöddu fjölmenni. Heimsfrumsýn- ing á Volks- wagen-jeppa TÍU heimilislæknar hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja létu af störfum í gær og höfnuðu tilboði heilbrigðis- ráðherra um að fresta uppsögnum sínum í tvo mánuði og að viðræður um þjónustusamning yrðu hafnar. Var tilboðinu hafnað á þeim grund- velli að kröfu þeirra um starfsréttindi til jafns við aðra sérfræðilækna væri ekki mætt. Félag íslenskra heimilislækna, FÍH, lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði á Alþingi í gærdag að að- gerðir lækna, sem tekið hefðu sig saman og sagt upp störfum, væru þvingunaraðgerðir sem bitnuðu helst á þriðja aðila. Sagði hann það ein- læga von sína að þeir íhuguðu stöð- una og tækju aftur uppsagnir sínar. Heilsugæslan þarf vítamínsprautu Rætt var um stöðu heilsugæslunn- ar utan dagskrár á Alþingi að ósk Guðmundar Árna Stefánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Sagði Guðmundur að heilsugæslan þyrfti nýja vítamínsprautu og því yrði að opna þá gátt að heilugæslu- læknar fengju að reka eigin stofur að einhverju marki. Jón Kristjánsson sagði að læknum í Reykjanesbæ hefði verið boðið upp á ýmsa kosti til að reyna að leysa deil- una en svar þeirra væri jafnan það sama: „Við erum hætt ef við fáum ekki leyfi til að senda Trygginga- stofnun ríkisins reikninga fyrir unnin læknisstörf á einkastofum.“ Jón sagðist einnig vonast til að læknar í Hafnarfirði, sem hafa sagt upp frá og með 1. desember, sjái sig um hönd og fari yfir úrskurð kjara- nefndar sem færði heilsugæslulækn- um í mörgum tilvikum meiri kjara- bætur en menn hefðu almennt séð í þjóðfélaginu á þessu og síðasta ári. Sagði Jón að samkvæmt útreikning- um heilbrigðisráðuneytisins væru viðbótarútgjöld ríkisins vegna samn- ingsins um 400 milljónir á ári en heilsugæslulæknar eru innan við 200. Þótt læknamóttaka á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sé lokuð munu læknar á sjúkrahúsi stofnunarinnar áfram sinna slysa- móttöku og neyðartilfellum allan sól- arhringinn. Enginn heilsugæslulæknir starfandi á Suðurnesjum  Ráðherra skorar á/6  Höfnuðu viðræðum/20 BÆÐI íslensku liðin skildu jöfn í viðureignum sínum á Ólympíu- mótinu í skák í gær. Karlaliðið gerði jafntefli við Indónesa og kvennaliðið við lið Bangladesh. Eftir sex um- ferðir hefur karlaliðið 13,5 vinninga en konurnar 9,5 vinninga. Rússar leiða í karlaflokki með 18,5 vinn- inga. Karlaliðið teflir við Portúgala í dag og kvennaliðið við Makedóníu- menn. Ingvar Ásmundsson vann í gær Vladimir Karasev á heimsmeistara- móti öldunga sem fram fer í Þýska- landi. Er Ingvar í 2.–10. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Jafnt hjá skáklands- liðunum  Góður sigur/55

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.