Morgunblaðið - 01.11.2002, Side 8

Morgunblaðið - 01.11.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Eitt af lögmálum kvótakerfisins virðist vera að þeir stóru þurfi sífellt að verða stærri til að standast samkeppni við smábátana. Rannsóknardagar RANNÍS Viðburðir um 180 talsins BLÁSIÐ er til Vís-indadaga á vegumýmissa aðila og hefjast þeir í dag og standa næstu daga, eða til 11. nóvember. Páll Vil- hjálmson upplýsinga- og útgáfustjóri RANNÍS er í forsvari fyrir Vísindadög- unum og veit eitt og annað um málið. Hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins er eftir því var leitað á dögunum. Hvaða aðilar halda um- rædda Vísindadaga og hvenær eru þeir? „RANNÍS, Rannsókn- arráð Íslands, hefur frum- kvæðið að Vísindadögum og útfærir þá í samvinnu við vísinda- og tæknisam- félagið. Dagarnir standa yfir frá 1. nóvember til 11. nóv- ember. Vettvangur Vísindadaga eru háskólar og rannsóknarstofn- anir sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá alla dagana eins og sjá má í sérblaði sem fylgir Morg- unblaðinu í dag og á vefslóðinni www.visindadagar.is.“ Hversu margir aðilar koma að Vísindadögum? „Um tuttugu skólar og stofn- anir koma að dögunum og við- burðir á dagsrká eru um 180 tals- ins. Ýmist eru það fyrirlestrar, sýningar, námskeið, opin hús eða önnur dagskrá. Dagskráin er víða um land, í Reykjavík, Borgarfirði, Sauðárkróki og Akureyri.“ Hver er tilgangurinn með Vís- indadögum? „Markmiðið með Vísindadög- um er að kynna almenningi gróskuna sem er í íslensku vís- inda- og tæknisamfélagi. Alþjóð- legur samanburður sýnir að við stöndum fjarska vel á mörgum sviðum vísindanna enda er öflugt rannsóknarsamfélag nauðsynlegt nútímasamfélagi. Einnig er það tilgangurinn að kynna raungrein- ar fyrir nemendum á unglinga- stigi grunnskólanna, Heldur hef- ur dregið úr aðsókn í raungreinar í háskólum og viljum við snúa þeirri þróun við.“ Hvernig ætlið þið að ná til ung- linganna? „Í tengslum við Vísindadagana tóku átta rannsóknarstofnanir sig saman að frumkvæði RANNÍS og buðu grunnskólum að fá vís- indamann að láni, skólum að kostnaðarlausu. Skólarnir geta valið um 16 vísindamenn sem koma og fjalla um afmörkuð við- fangsefni. Stofnanirnar sem um ræðir eru Hafrannsóknarstofnun, Iðntæknistofnun, Náttúrufræði- stofnun, Orkustofnun, Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Veðurstofa Íslands og Veiðimála- stofnun. Á Vísindadögunum sjálfum er Háskóli Íslands með námskeið fyrir 14 til 16 ára unglinga á sviði læknisfræði, eðlisfræði og við- skiptafræði. Jafnréttisátak Há- skóla Íslands og Jafn- réttisstofa verða með Tæknidaga fyrir ung- linga, sem er hluti af Vísindahlaðborðinu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þaðan verður farið í heimsóknir til þriggja fyrirtækja; Eimskips, Orkuveitu Reykjavík- ur og Landsvirkjunar.“ Dreifist dagskráin jafnt yfir alla dagana? „Það er eitthvað um að vera alla dagana, bæði á virkum dög- um og um næstu tvær helgar. Á morgun verður opið hús hjá Reykjavíkurakademíunni við Hringbraut þar sem hægt er að kynnast fornleifafræði, rannsókn- um á sviði bókmennta, sagnfræði, dansfræði og fleira. Líffræði- stofnun Háskóla Íslands verður með opið hús í aðalbyggingunni og Raunvísindastofnun býður upp á fyrirlestra í Háskólabíói. Sama dag er Iðntæknistofnun með opið hús á Keldnaholti og fjölbreytta dagskrá og þá er Kennaraháskólinn með eitt og annað áhugavert fyrir unga og aldna. Næstu helgi er dagskrá bæði í Háskóla Íslands og Há- skólanum á Akureyri. Þá er vönd- uð dagskrá hjá Háskólanum í Reykjavík næstkomandi föstu- dag.“ Um miðja vikuna eruð þið síð- an með Visindahlaðborð í Ráð- húsi Reykjavíkur. Hvað er þar á ferðinni? „Já, núna á þriðjudag og mið- vikudag erum við með vísinda- hlaðborð. Annars vegar er um að ræða sýningu þar sem fjöldi skóla og stofnana er með ýmsa gripi og tæki sem forvitnilegt er að kynn- ast. Nemendur í raungreinum Háskóla Íslands eru einnig meðal sýnenda og verða t.d. með stærð- fræðigaldur og sýna vélmenni. Hins vegar er síðdegis boðið upp á vísindaspjall á heila og hálfa tímanum. Sérfræðingar og fræði- menn munu ræða jafn ólík við- fangsefni og náttúruvernd, óson- gat yfir Íslandi og Jón Sigurðsson forseta. Auk stuttra erinda verða sýndar tilraunir í efna- og eðlisfræði, þannig að af ýmsu er að taka.“ Kostar inn á þessa viðburði? „Nei, það er ókeypis á alla við- burði Vísindadaganna.“ En hvað með framtíðina- ....verða Vísindadagar reglulegur eða árviss viðburður? „Það verður að koma í ljós, en við hjá RANNÍS vonumst til þess að Vísindadagar verði að árviss- um viðburði.“ Páll Vilhjálmsson  Páll Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 15. október 1960 en ólst upp í Keflavík. Eftir stúd- entspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja lauk hann BA prófi í sagnfræði og heimspeki frá Há- skóla Íslands, cand. mag. prófi frá Blaðamannaháskólanum í Osló og MA prófi í fjölmiðlafræði frá Minnesotaháskóla. Hefur starfað við blaðamennsku og kennslu, en verið upplýsinga- og útgáfustjóri RANNÍS frá 1998. Eiginkona Páls er Guðbjörg Guð- mundsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og eiga þau þrjú börn. Stöndum fjarska vel á mörgum sviðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.