Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 11 15% afsláttur af yfirhöfnum og peysum eva Laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 DKNY - Gerard Darel - Virmani - Seller - Custo - Paul et Joe KRINGLUNNI, S. 568 9017LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 Langur laugardagur Opið 11 -17 Spennandi tilboð LAUGAVEGI S. 511 1717 KRINGLUNNI S. 568 9017 Langur laugardagur Laugavegi 89, s. 511 1750 Langur laugardagur XTRA bolir ........................990 XTRA kápur ...................9.990 Diesel bolir...............30% afsl. Röndóttir LS bolir ...........1.990 Sparkz strigaskór ..........3.990 Killah gallabuxur.......30% afsl. Levis gallabuxur ............5.990 Tilboð Trend Design sokkastígvél 3.990 Trend Design rússkinnstígvél 4.990 Trend Design mótorhjólastígvél 5.990 Christian Di Riccio sandalar 4.990 Vaga Bond heilsusandalar 5.990 LANGUR LAUGARDAGUR OPIÐ 11 - 17 Konur Miss sixty Kookai Mia Army Diesel Menn Diesel Camper Parks DKNY 4 you gallabuxur úlpur dragtir buxur barnaföt 10% afsl. 10% afsl. 14.900 4.900 15% afsl. gallabuxur skór ullarjakkar vörur peysur 5.990 7.990 7.990 20% afsl. 2.990 Hljómsveitin Desmin spilar frá kl. 13.30 tilboð á kaffi og kökum ...Ný sending af Diesel skóm SOLDIER Litir: Svart, blátt, rautt og hvítt - St. 36-41 Verð 8.990  TVEIR aðstoðaryfirlög- regluþjónar hjá lögreglunni í Reykjavík hafa skipst á störfum, ef svo mætti að orði komast. Árni Vigfússon hefur tekið við forvarna- og fræðsludeild og er jafnframt yfirmaður hverfalöggæslu. Það starf ann- aðist áður Karl Steinar Valsson sem tekur við fyrra starfi Árna. Karl Steinar annast nú dag- lega stjórn um- ferðardeildar, stjórnar almenn- um vöktum og fleira. Árni Vigfússon hóf störf hjá lög- reglunni í Reykjavík árið 1975. Hann varð varðstjóri árið 1986 og aðalvarð- stjóri 1989. Frá 2000 hefur hann verið aðstoðaryfirlögregluþjónn. Karl Steinar Valsson gekk til liðs við lögregluna árið 1985 og var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 1997. Karl Steinar hefur BS- gráðu í afbrotafræði frá ríkishá- skólanum í Fresno í Kaliforníu. Sætaskipti hjá lögregl- unni í Reykjavík Árni Vigfússon Karl Steinar Valsson PAR um tvítugt hefur verið úrskurð- að í einnar viku gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna af- brota undanfarið í Grundarfirði, á Selfossi og í Reykjavík. Parið er grunað um innbrot á Grundarfirði og í Reykjavík og bíl- þjófnað á Selfossi. Fólkið var hand- tekið í höfuðborginni í fyrrakvöld og í þágu rannsóknarinnar gerði lög- reglan í Reykjavík kröfu um gæslu- varðhald yfir parinu og varð héraðs- dómur við henni. Í gæsluvarð- hald vegna innbrota UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í nýju áliti beint þeim tilmælum til yfirskattanefndar að hún taki til athugunar hvort og þá með hvaða hætti rétt væri að móta betur orða- lag í úrskurðum nefndarinnar. Tilefnið er kvörtun yfir einum úrskurði yfirskattanefndar þar sem synjað var kröfu skattgreið- anda um að felldur yrði úr gildi úr- skurður skattstjórans í Reykjanes- umdæmi um endurákvörðun opinberra gjalda árin 1994–1996. Taldi skattgreiðandinn að skatt- stjóra hefði brostið vald til að ákvarða um gjöldin þar sem yf- irskattanefnd hefði áður fjallað með endanlegum hætti um álagn- ingu á umræddu tímabili. Vill um- boðsmaður að tekið verði af skarið um hvort úrlausn nefndarinnar feli í sér endanlegar lyktir máls gagn- vart skattgreiðanda eða hvort lægra settu stjórnvaldi sé heimilt að taka málið upp að nýju og taka í því nýja ákvörðun. Segir í álitinu að erindi þessa skattgreiðanda og fleiri hafi orðið umboðsmanni tilefni til að beina sjónum að því hvernig yfirskatta- nefnd orðaði og setti fram niður- stöður sínar í málum þar sem nefndin takmarkar úrlausn sína við að fella ákvörðun skattstjóra úr gildi vegna þess að undirbúningi og rannsókn máls hafi verið áfátt. Yfirskattanefnd athugi orðalag úrskurða ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur staðfest úrskurð Samkeppnisráðs frá 30. ágúst, þess efnis að Seglagerðin Ægir hafi brotið gegn banni Samkeppnis- stofnunar með áframhaldandi birt- ingu auglýsinga um Palomino felli- hýsi. Forsaga málsins er sú að í júlí í sumar bannaði Samkeppnisstofnun Seglagerðinni að birta auglýsingar um Palomino fellihýsi og Holiday Camp tjaldvagna þar sem í þeim hefði komið fram fjöldi fullyrðinga sem brytu í bága við ákvæði sam- keppnislaga. Seglagerðin skaut málinu ekki til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Við eftirlit Samkeppnisstofnunar kom á daginn að Seglagerðin hefði brotið gegn banninu með áfram- haldandi birtingu auglýsinga og dæmdi Samkeppnisráð Seglagerð- ina til greiðslu 400 þúsund króna sektar í framhaldi af því. Við þann úrskurð vildi Seglagerðin ekki una og áfrýjaði honum á þeirri for- sendu að ekki hefði verið tekið til- llit til þess að það tæki eðlilega nokkurn tíma að breyta auglýs- ingum og heimasíðu í fyrirtæki á stærð við Seglagerðina. Fór Segla- gerðin því fram á að ákvörðun Samkeppnisráðs yrði felld úr gildi en til vara að sektin yrði lækkuð. Því hefur áfrýjunarnefndin nú hafnað og staðfest úrskurð Sam- keppnisráðs. Sekt vegna óheim- illar birtingar aug- lýsinga staðfest ♦ ♦ ♦ REYNSLA Norðurlandanna af því að reka sendiráð sín í Berlín í sömu byggingu þykir svo góð að utanríkisráðherrar Norður- landanna eru nú að kanna þann möguleika að opna sendiráð í sam- eiginlegum húsakynnum víðar um heiminn. „Í fyrstu umferð á þetta við um Naíróbí, Bratislava, Túnis og Shanghai,“ sagði Jan Petersen, ut- anríkisráðherra Noregs, á þingi Norðurlandaráðs í gær, að því er fram kemur á vef ráðsins. Fleiri sam- eiginleg sendiráð Norðurlanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.