Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 21

Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 21 OPNAÐ hefur verið þjónustuver á Akranesi sem mun starfa fyrir Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Markmiðið með þjónustuverinu er að bæta símsvörun félagsins og að auki nýta tíma sérfræðinga félags- ins betur, þar sem starfsmenn þjón- ustuversins verða allt að átta tals- ins á álagstímum. Í þjónustuverinu er fyrir hendi nýr og öflugur gagnagrunnur sem á að gefa yfirstjórn félagsins betri yfirsýn yfir þá málaflokka sem mest ber á í starfsemi félagsins á hverjum tíma. Áður störfuðu tveir starfsmenn á skiptiborði og í mót- töku félagsins sem vísuðu fyr- irspurnum til sérfræðinga. Eins og áður segir eiga starfsmenn þjón- ustuversins með hjálp gagnagrunns félagsins að auðvelda félagsmönn- um beint aðgengi að þeim sérfræð- ingum sem þeir eru að leita eftir. Sem dæmi má nefna fyrirspurnir um fæðingarorlof, sumarhús og tryggingamál. Félagið verður með tvær starfsstöðvar hér eftir, á Akranesi og í Reykjavík. Nýja þjón- ustverið skapar ný störf á Akranesi en alls verða fimm starfsmenn á Akranesi í fullu stöðugildi en áður var aðeins hálft stöðugildi á skrif- stofu VR á Akranesi. Starfsmenn þjónustuversins vinna í tölvuviðmóti sem hannað er af fyrirtækinu IM og sagði Heimir Fannar Gunnlaugsson að hafist hefði verið handa í mars á þessu ári. „Hannað var nýtt upplýs- ingakerfi á grunni þeirra kerfa sem til voru hjá VR og það tók aðeins fjóra mánuði að hanna þetta kerfi. Starfsmenn þjónustuvers VR og sérfræðingar þess þurfa nú aðeins að vinna í einu forriti eins og sagt er, og auðveldar það alla yfirsýn um réttindi félaga í VR. Við vitum nú þegar að þessi breyting skilar meiri afköstum og er skilvirkari á allan hátt enda er beitt nýjustu tækni sem völ er á,“ sagði Heimir Fannar. Þjónustuver skapar ný störf Morgunblaðið/Sig. Elvar Sigrún Esther Guðmundsdóttir, Dóra Björk Scott og Sigrún Svava Gísla- dóttir starfa við þjónustuver VR á Akranesi. Akranes KARLMAÐUR á þrítugsaldri á yfir höfði sér tvær kærur fyrir ölvunarakstur á Selfossi. Aðfararnótt miðvikudags var hann stöðvaður við ölvunar- akstur innanbæjar en í hinu tilfellinu ók hann bifreið sinni að lögreglustöðinni og gaf sig þar fram, enn sem fyrr undir áhrifum áfengis. Erindi hans á lögreglustöð- ina var ekki að játa á sig brotið, heldur ætlaði hann að ná í lyklana að bifreiðinni sem lögregla hafði tekið af honum um nóttina. Þegar maðurinn kom á lög- reglustöðina upp úr klukkan átta á miðvikudagsmorgun lagði af honum áfengislykt og var hann tafarlaust látinn gangast undir blóðrannsókn. Rannsóknin leiddi í ljós að áfengismagn í blóði var nokk- uð yfir leyfilegum mörkum þó það væri heldur minna en var í blóði hans um nóttina. Maðurinn hefur því fengið á sig tvær kærur fyrir ölv- unarakstur, annars vegar fyr- ir ölvunaraksturinn en hins vegar fyrir hina vanhugsuðu heimsókn á lögreglustöðina nokkrum klukkustundum síð- ar. Vanhugs- uð heim- sókn á lög- reglustöð Selfoss Farðu beina leið í Frjálsa! A B X / S ÍA www.fr jals i . is Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á annað ár boðið hagstæðustu bílalánin. Í tilefni af 20 ára afmæli bankans gerum við nú enn betur og bjóðum bílalán án lántökugjalds, fram að næstu áramótum.1) Algengasta lántökugjaldið er 3% af lánsupphæð. Miðað við milljón króna lán eru það því 30.000 kr. sem þú losnar við að greiða í aukakostnað. Þú getur reiknað dæmið og sótt um bílalán á www.frjalsi.is eða hjá bílaumboðunum. Þú getur einnig komið í Sóltún 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is og fengið allar nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar. 1) Bílalán með veði í bifreið getur numið allt að 75% af kaupverði til allt að 84 mánaða. Lánað er 100% af bílverði til allt að 96 mánaða ef bílalánið er með veði í bifreið og bakveði í fasteign. Heildarveðhlutfall fasteignar með bílaláni má mest vera 90% af verðmæti fasteignar. Sjá nánari skilyrði fyrir lántöku á www.frjalsi.is. Lánsupphæð 60 mánuðir 72 mánuðir 84 mánuðir 96 mánuðir 1.000.000 kr. 20.401 kr. 17.612 kr. 15.620 kr. 14.126 kr. Dæmi um mánaðarlega meðalafborgun af 1.000.000 kr. miðað við jafnar afborganir án verðbóta: FR JÁ LS IF JÁ R FE ST IN GA RBANKINN 1982–2002 ára Hagstæðasta bílalánið og ekkert lántökugjald til áramóta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.