Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 23
HAGNAÐUR Skeljungs á fyrstu níu
mánuðum ársins nam 974 milljónum
króna, en á sama tímabili í fyrra var
hagnaðurinn 402 milljónir króna og
er aukningin því 142%. Aukning
hagnaðar fyrir skatta var meiri, eða
195%, og var hagnaður fyrir skatta
1.199 milljónir króna í ár. Í krónum
talið er aukningin fyrir skatta 793
milljónir króna og skýrist hún af við-
snúningi í fjármagnsliðum. Í fyrra
voru hrein fjármagnsgjöld 621 millj-
ón króna, en í ár voru hreinar fjár-
magnstekjur 546 milljónir króna.
Batinn milli ára í fjármagnsliðum er
því 1.167 milljónir króna.
Rekstrartekjur minnkuðu um
tæpa 1,3 milljarða króna og námu
11,6 milljörðum króna í ár. Kostnað-
arverð seldra vara lækkaði um rúman
einn milljarð króna í 8,7 milljarða
króna. Hagnaður fyrir afskriftir
minnkaði milli ára um 386 milljónir
króna og nam 941 milljón króna á
fyrstu níu mánuðum þessa árs.
Framlegð félagsins lækkaði úr 10,3%
í fyrra í 8,1% í ár. Á þriðja fjórðungi í
ár var framlegðin þó hærri en á fyrri
hluta ársins, eða 11,0%.
Hreinar fjárfestingar fyrir
1,3 milljarða króna
Veltufé frá rekstri lækkaði um 3%
og var 954 milljónir króna á fyrstu níu
mánuðum þessa árs.
Eigið fé jókst um tæpan 1,1 millj-
arð króna frá áramótum til loka sept-
ember í ár og fór í tæpa 5,4 milljarða
króna. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr
36,1% í 44,2%. Arðsemi eigin fjár var
30,0% á fyrstu níu mánuðum þessa
árs, en 14,9% á sama tímabili í fyrra.
Heildareignir hækkuðu úr 10,3
milljörðum króna um áramót í 12,1
milljarð króna í lok september.
Skuldir jukust um tæpar 700 millj-
ónir króna í 6,8 milljarða króna.
Hrein fjárfesting Skeljungs í eign-
arhlutum í öðrum félögum hefur í ár
numið tæpum 1,3 milljörðum króna,
meðal annars í Þorbirni Fiskanesi og
Flugleiðum.
Hagnaður Skeljungs
974 milljónir króna
Framlegð lækkar, en arðsemi
eigin fjár eykst TILKYNNT var í gær hverjir
væru eigendur Ráeyrar ehf.,
sem keypti 45,9% hlutafjár í
Þormóði ramma – Sæbergi hf.
fyrir tæpa 3,2 milljarða króna á
mánudaginn. Helstu eigendur
eru Þormóður rammi – Sæberg
hf. sjálfur, Landsbanki Íslands,
Ísfélag Vestmannaeyja, Burðar-
ás, Sjóvá-Almennar, Skeljungur
og Olís.
Auk hlutarins í Þormóði
ramma keypti Ráeyri 9% hlut í
Þorbirni-Fiskanesi fyrir 630
milljónir króna og 6,1% í Scand-
sea International AB.
Í fréttatilkynningunni segir
að hluthafar Ráeyrar ehf. séu
allir virkir þátttakendur í ís-
lenskum sjávarútvegi. „Tilgang-
ur kaupanna er m.a. að styrkja
rekstur Þormóðs ramma – Sæ-
bergs hf. og stuðla að eðlilegri
framþróun í íslenskum sjávarút-
vegi. Enginn hluthafa Ráeyrar
ehf. á yfir 2% hlut í Þormóði
ramma – Sæbergi hf.,“ segir í
tilkynningunni.
Samkvæmt hlutafélagaskrá
eru stjórnarmenn Ráeyrar Ólaf-
ur Helgi Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma
– Sæbergs og Gunnlaugur Sæv-
ar Gunnlaugsson, stjórnarfor-
maður Ísfélags Vestmannaeyja.
Ekki náðist í forráðamenn
þeirra félaga sem samkvæmt til-
kynningunni eiga Ráeyri ehf.
eða þeir vildu ekki tjá sig og vís-
uðu á Ólaf Helga Marteinsson
sem vísaði í fréttatilkynninguna.
Burðarás og
Landsbank-
inn meðal eig-
enda Ráeyrar
MOODY’S Investor Service hefur
hækkað lánshæfiseinkunn Lands-
virkjunar í Aaa úr Aa3 á erlendum
langtímaskuldum fyrirtækisins.
Þetta er hæsta einkunn sem fyrir-
tæki geta fengið hjá Moody’s.
Þessi hækkun kemur í kjölfarið á
sambærilegri breytingu lánshæfis-
einkunnar erlendra skulda íslenska
ríkisins frá 20. október sl.
Að mati Landsvirkjunar eru þetta
skýr skilaboð um traustan rekstur
og jafnframt viðurkenning á mikil-
vægi fyrirtækisins fyrir íslenskt at-
vinnulíf. „Þá er ljóst að fyrirtækið
getur búist við að fá enn hagstæðari
kjör á erlendum lánamörkuðum sem
er gott veganesti fyrir væntanlegar
virkjanaframkvæmdir,“ samkvæmt
upplýsingum frá Landsvirkjun.
Moody’s hækkar
lánshæfismat
Landsvirkjunar
Byrjum í dag
RAGNAR AÐALSTEINSSON
SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR
Lögmenn
Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. opna í dag nýja lögmannsstofu að Klapparstíg 25-27.
Ragnar á að baki 40 ára lögmannsferil sem spannar breitt svið, allt frá skaðabótarétti og refsirétti til alþjóðlegra
mannréttindalaga og fjarskiptaréttar. Sigríður Rut hefur einnig fengist við mál sem eftir hefur verið tekið og má
þar nefna sigur hennar í óvenjulegu barnsfaðernismáli, mál vegna uppkaupa sveitarfélaga á húsum á snjóflóðasvæðum
á Vestfjörðum og mál vegna myndarinnar Í skóm drekans.
Lögmannsstofan er opin virka daga frá kl. 9.00–17.00.
5
6
8
3
www.lyfja.is
20% kynningarafsláttur
af OROBLU sokkum
og sokkabuxum.
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt.
oroblu@islensk-erlenda.is
Kynnum OROBLU
haustvörurnar
í Lyfju Garðatorgi
í dag, föstudag,
kl. 14-18,
Lyfju Laugavegi
laugardag
kl. 13-17.
DILBERT mbl.is