Morgunblaðið - 01.11.2002, Side 27

Morgunblaðið - 01.11.2002, Side 27
THOMAS Steinbeck opnar nýju bókina sína, ræskir sig óstyrkur og biður fámennan áheyrenda- hópinn fyrirfram afsökunar á því ef hann klúðri einhverjum setn- ingum. „Eini maðurinn sem var verri upplesari en ég var faðir minn,“ segir Steinbeck með sinni dökku barítónrödd og byrjar að lesa upp eigin skáldverk í fyrsta sinn. Sagan hans minnir á þær sem faðir hans skrifaði, og er sótt í þann litríka söfnuð sem nam land í strandhéruðum Mið-Kaliforníu. Thomas Steinbeck er 58 ára og ólst upp við þannig sögur. Hann fæddist inn í fjölskyldu þar sem frásagnargáfan réð ríkjum og upphaf og endir alls var maðurinn sem skrifaði Mýs og menn, Þrúg- ur reiðinnar og hlaut Pulitzer- verðlaunin og Nóbelsverðlaunin fyrir sögur sínar af fyllibyttum og úrvinda farandverkamönnum. En í kvöld er fólk saman komið í bókabúð í Santa Barbara til að hlusta á soninn, ekki föðurinn. Og þótt Steinbeck sé viðbúinn því að samanburð beri á góma fullvissar hann áheyrendur um að hann sé hvorki að reyna að líkja eftir föð- ur sínum né nýta sér frægð hans. „Ég skal svara spurningunni sem allir spyrja: Nei, það var ekki erfitt að vaxa úr grasi í skugga föður míns,“ segir Steinbeck, sem var 24 ára er faðir hans lést. „Það var enginn skuggi. Frá honum stafaði einungis birta.“ Thomas Steinbeck hafði ofan af fyrir sér í mörg ár með því að skrifa kvikmyndahandrit í Holly- wood, með misjöfnum árangri. Núna er hann í upplestrarferð um Bandaríkin að auglýsa smásagna- safn sitt, Down to a Soundless Sea. Sögurnar eru sjö og gerast um þarsíðustu aldamót og segja frá ævintýrum sérvitringa, sjó- manna, bænda, lækna og innflytj- enda. Hugmyndin að bókinni kvikn- aði fyrir hartnær áratug og Stein- beck fór að setja sögurnar á blað til að safna þeim í bók að tillögu byggingaverktaka sem hann þekkti, en sá var að reisa hótel í Kaliforníu og taldi að bókin myndi fara vel í hillum þess. Er Steinbeck var um það bil að ljúka bókinni frétti umboðsmaður föður hans af verkinu og vildi fá að sjá það. Síðan komst það í hendur útgáfufyrirtækisins Ball- antine í New York, sem um leið gerði tveggja bóka samning við Steinbeck og gaf smásögurnar út í 30 þúsund eintökum. Gagnrýn- endur urðu yfir sig hrifnir. Lesendur hafa hundruðum saman hópast að honum þar sem hann hefur komið til að árita bók- ina. „Ég skil þetta ekki, fremur en aðrir,“ sagði Steinbeck um við- tökurnar. „Skriftirnar hafa eigin- lega allt mitt líf snúist um að eiga fyrir salti í grautinn og ég hef aldrei getað leyft mér þann mun- að að segja sem svo: „Jæja, ætli sé ekki best að ég skrifi nú hina miklu, bandarísku skáldsögu.“ Enda varð annar í fjölskyldunni á undan mér til að gera það og ég hef engan áhuga á að keppa við hann.“ Steinbeck segir föður sinn hafa kennt sér og bróður sínum, John, margt um skrif. Steinbeck eldri mótaðist af kreppunni miklu og taldi það mikið lán að hafa vinnu, hver svo sem hún væri, segir son- urinn. Og hann leit á skrif sem handverk, hvorki ómerkilegra né merkilegra en vinnu bifvélavirkja og skósmiða. „Faðir minn var haldinn fíkn í sögumenn og lygara,“ segir Stein- beck. „Og sem börn vorum við alltaf hvattir til að hafa góða sögu að segja, og við vorum dæmdir eftir því hversu vel við sögðum þær.“ „Það var enginn skuggi“ Skáldsagna- höfundurinn Thomas Stein- beck kveðst ekki vera að reyna að keppa við föður sinn Los Angeles Times/Spencer Weiner Thomas Steinbeck áritar bók sína, Down to a Soundless Sea, í bókabúð í Santa Barbara í Kaliforníu. „Ég leit eiginlega aldrei á mig sem skáldsagnahöfund og þess vegna er þetta mér allt saman mjög framandi.“ Santa Barbara. The Los Angeles Times. ’ Nei, það var ekki erfitt að vaxa úr grasi í skugga föður míns. ‘ ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 27 PER Arild Evjeberg, sem býr í Stafangri í Noregi, settist á dög- unum við tölvuna heima hjá sér og skrifaði texta á þráðlaust lykla- borðið. Það sem hann ekki vissi var að textinn birtist jafnóðum á skján- um í tölvu nágrannans, sem bjó í öðru húsi 150 m í burtu. Í Stavanger Aftenblad var sagt frá því að nágranninn, Per Erik Helle, hefði verið að horfa á sjón- varpið þegar tölvan hans, sem var í hvíldarstöðu, fór allt í einu í gang. Tók hann eftir því að á móttöku- tækinu fyrir boðin frá þráðlausa lyklaborðinu blikkaði ljós, rétt eins og hann væri sjálfur í óða önn að skrifa á sitt lyklaborð. Hann opnaði ritvinnsluforritið og sá bókstafina raðast inn. Af efninu réð hann, að vinnufélagi hans og nágranni, Evje- berg, hlyti að vera höfundurinn að þessu orðum og hringdi í hann án tafar. Þegar tæknimenn frá um- boðsaðila tölvanna og þráðlausu lyklaborðanna, Hewlett-Packard, komu á vettvang furðuðu þeir sig engu minna en þeir Evjeberg og Helle á því hvernig þetta gat gerzt – boðin frá lyklaborði Evjebergs bárust í gegn um tvo húsveggi, ann- an steyptan, um 150 m veg og ræstu forrit í tölvu nágrannans. Sagðist talsmaður umboðsaðilans aldrei hafa heyrt um slíkt áður, en hét því að með næstu kynslóð þráðlausra lyklaborða yrði tæknilega útilokað að þetta vandamál kæmi upp aftur. Skrifaði þráðlaust á tölvu nágrannans BORGARSTJÓRI Taganrog í suð- urhluta Rússlands, Sergej Shilo, var skotinn til bana seint á miðvikudags- kvöld, að sögn fréttastofunnar Nov- osti á fimmtudag. Bílstjóri hans særðist í árásinni og var skorinn upp. Ekki er vitað hver var að verki eða hvers vegna borgarstjórinn var myrtur. Borgarstjóri myrtur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.