Morgunblaðið - 01.11.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.11.2002, Qupperneq 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 39 ÞAÐ er með ólíkindum að meiri- hluti alþingismanna þjóðarinnar skuli vera því samþykkur að launa- fólk sé dregið í dilka í innvinnslu lífeyrisréttinda. Áratugum saman hafa þeir ekki séð neitt athugavert við það að ríkissjóður greiði veru- lega hærra lífeyrisframlag til op- inberra starfsmanna en til launa- fólks sem er í félögum innan Alþýðusambands Íslands. Eins og allir vita hafa verkalýðsfélögin ítrekað reynt að fá leiðréttingu þessara mála en stjórnvöld hafa alltaf staðið hatrammlega gegn því og þannig viðhaldið því augljósa misrétti sem fyrir er. Hygla sjálfum sér Í stað þess að gera ráðstafanir sem stuðla að því að gera öllum landsmönnum jafnhátt undir höfði í innvinnslu lífeyrisréttinda lætur meirihluti alþingismanna það við- gangast að þeir sjálfir ásamt op- inberum starfsmönnum fái á silf- urfati margfaldan lífeyrisrétt á við hinn almenna launamann. Þessu rótgróna óréttlæti verður að linna og viðkomandi alþingismenn að gera sér grein fyrir að þeir eru að misnota skattpeninga landsmanna. Almennt launafólk greiðir skatta til ríkisins, ekkert síður en opinberir starfsmenn, og á því að eiga jafnan rétt til lífeyris. Spor í rétta átt Inn í kjarasamningana, sem verkalýðsfélög innan Alþýðusam- bands Íslands gerðu við Launa- nefnd sveitarfélaga veturinn 2001, komu ný ákvæði um innvinnslu líf- eyrisréttinda til jafns við opinbera starfsmenn. Inn í sömu samninga komu einnig ný og fyllri ákvæði um réttindi í veikinda- og slysatilfell- um. Í hvorum tveggja þessum til- fellum er um að ræða umtalsverða aukningu á fyrrgreindum réttind- um sem nú eru loksins, eftir ára- tuga baráttu, orðin sambærileg við réttindi opinberra starfsmanna er vinna hjá sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Þetta tvennt eru merkir áfangar á lengri leið til að ná fullu jafnrétti fyrir allt verka- fólk á almennum markaði til jafns við ýmsa hópa opinberra starfs- manna. En það er erfið brekka eft- ir. Við eigum eftir að semja við stjórnvöld og ráðherra sem hafa margoft sýnt það að þeir víla ekki fyrir sér að mismuna landsmönn- um og hygla sér og sínum í leið- inni. Kauphækkunum frestað Ef áhugi er fyrir hendi hjá meirihluta þingmanna að leiðrétta þennan óeðlilega mismun þá er nú á þessum kosningavetri kjörið tækifæri til þess, nema það sé ófrá- víkjanleg stefna núverandi ríkis- stjórnar og stuðningsmanna henn- ar að launafólk innan ASÍ eigi að bera skertan hlut frá borði í inn- vinnslu lífeyrisréttinda. Sé svo þá vil ég minna þingmenn stjórnar- flokkanna á að það var fólk í fé- lögum innan ASÍ sem frestaði síð- astliðinn vetur að segja upp launaliðum kjarasamninga sinna til þess að ná verðbólgunni niður, sem farin var úr böndunum vegna rangrar og óábyrgrar stefnu rík- isstjórnarinnar. Það væri hámark ósvífninnar ef stjórnvöld þökkuðu þessu fólki með því að hlunnfara það áfram í innvinnslu lífeyrisrétt- inda. Það á annað skilið. Verði ekki búið að leiðrétta þennan mismun fyrir alþingiskosningarnar í vor skora ég á allt launafólk að kjósa ekki það fólk sem býður sig fram í nafni núverandi stjórnarflokka. Ójöfnuður lífeyrisréttinda Eftir Sigurð T. Sigurðsson Höfundur er starfsmaður Vlf. Hlífar. „Það væri hámark ósvífninnar ef stjórnvöld þökkuðu þessu fólki með því að hlunnfara það áfram í innvinnslu lífeyrisrétt- inda.“ AÐ UNDANFÖRNU hefur um- ræða um hlut ungs fólks á Alþingi og í stjórnmálum almennt farið hátt. Ástæður þessarar umræðu eru að- allega tvær. Í fyrsta lagi eru kosn- ingar framundan og því þurfa stjórnmálaflokkarnir að velja fram- bjóðendur og eðlilegt er að unglið- arnir minni á sig. Í öðru lagi er ástæðan sú að hlutur ungs fólks á Alþingi er afar sláandi. Enginn þingmaður er á aldrinum 18–35 ára. Ungir framsóknarmenn láta sig málið varða. Fyrir stuttu skoraði miðstjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna á kjördæmasambönd Framsóknarflokksins að huga vel að hlut ungs fólks á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Hér að framan kom fram að enginn þingmaður er á SUF-aldri. Til samanburðar má nefna að í Dan- mörku eru 20% þingmanna á áð- urnefndum aldri og í Svíþjóð tæp 16%. Ungliðar í Suðvesturkjördæmi Framsóknarmenn í Suðvestur- kjördæmi völdu sex efstu frambjóð- endur á lista sinn um síðustu helgi. Það val gefur okkur ungum fram- sóknarmönnum mikla og góða trú á það að flokkurinn er tilbúinn að gefa ungu fólki tækifæri til að vera með í framvarðarsveitinni. Á listanum eru tveir SUF-arar, þeir Páll Magnús- son, aðstoðarmaður iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem skipar 2. sæti listans, og Egill Arnar Sigurþórsson nemi, en hann skipar 4. sætið. Páll, sem er 31 árs, getur eftir kosningar næsta vor orðið í hópi yngstu þing- manna okkar og Egill um leið einn alyngsti varaþingmaður fyrr og síð- ar, en hann er ríflega tvítugur að aldri. Slíkum mönnum fylgir ferskur blær og það er kjósenda í Suðvest- urkjördæmi að tryggja þeim braut- argengi til frekari afreka í komandi kosningum. Endurspeglum samfélagið Hin kjördæmin fimm eiga eftir að velja fólk á lista og vil ég nota tæki- færið hér til að hvetja ungt fram- sóknarfólk til að gefa kost á sér í baráttusæti flokksins. Framsóknar- flokkurinn á að endurspegla aldurs- dreifingu samfélagsins og liður í að auka fylgi flokksins er að tryggja ungum frambjóðendum sæti ofar- lega á listum og helst örugg þing- sæti. Framsókn ungs fólks Eftir Dagnýju Jónsdóttur „Framsókn- arflokkurinn er tilbúinn að gefa ungu fólki tækifæri til að vera með í framvarðarsveitinni.“ Höfundur er formaður Sambands ungra framsóknarmanna. UNDANFARIÐ hafa fjölmiðlar fjallað mikið um heimsókn Banda- ríkjamanna til landsins sem kynnt hafa sér land og þjóð m.t.t. matvælaútflutnings Íslendinga. Mánudagskvöldið 16.9. sl. var fjallað um þessa heimsókn á Stöð 2 og sýndar myndir frá smala- mennsku og réttir heimsóttar auk þess sem íslenskt sveitaheimili bauð gestunum upp á kjötsúpu. Meginþema fréttarinnar lá í áhuga þessa fólks á lífrænum afurðum. Í morgunþætti Stöðvar 2 17.9. var rætt við Baldvin Jónsson sem ásamt öðrum hefur unnið að því að vekja áhuga útlendinga á okkar ágætu afurðum. Fram fóru fróð- legar umræður en á óvart kom að lífrænar afurðir voru hvergi nefnd- ar á nafn þó í fréttum Stöðvar2 kvöldinu áður hefði skýrt komið fram að þar lá áhugi Bandaríkja- manna í sambandi við íslenska matvælaframleiðslu. Umræðurnar í morgunþættinum gengu út á sjálfbæra framleiðslu og gæði ís- lenska lambakjötsins út frá hrein- leika gæðum og hollustu. Mikil vanþekking er hér á landi um lífræna framleiðslu. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt þar sem þorri landsmanna, þ.m.t. fjölmiðla- menn, rugla saman hefðbundinni matvælaframleiðslu, lífrænni, sjálfbærri, vistvænni framleiðslu o.s.frv. Rétt er að geta þess að af- urð er ekki lífræn nema hún gangi í gegnum ákveðið ferli og fái vott- un sem slík frá löggiltum aðila. Þetta er einmitt kjarni málsins. Þá má geta þess að engin fiskafurð sem er framleidd eða unnin hér á landi telst vera lífræn. Þær afurðir sem rætt er um að selja til Banda- ríkjanna eru ekki lífrænar og vott- aðar sem slíkar, enda framleiða örfáir bændur á litlum búum hér á landi lambakjöt með vottuðum líf- rænum aðferðum. Í ljósi þessa er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Íslendingar séu að flytja út vörur sem þeir segja af öðrum uppruna en þær raunveru- lega eru, og ef svo er, hvaða afleið- ingar það geti haft fyrir íslenskan útflutning. Enginn velkist í vafa um að íslenskt umhverfi er til- tölulega hreint og ómengað m.v. umhverfi margra annarra landa, t.a.m. Bandaríkjanna og Evrópu- landa. Þetta veitir okkur ákveðna sérstöðu enn sem komið er, sem skynsamlegt er að hagnýta þegar matvælaframleiðsla er annars veg- ar, ekki síst landbúnaðarafurðir. Hinu skulum við ekki gleyma að við leikum okkur að eldinum þegar við byggjum þessa sömu matvæla- framleiðslu á gríðarlegu magni af kemískum áburði og margskonar sveppa- og skordýraeitri, sem að mestu er innflutt. Í frétt í Mbl. 19.9. sl. segir Mel Coleman, einn af Bandaríkjamönn- unum sem hér voru, að Íslend- ingar gætu auðveldlega verið í broddi fylkingar og mætt bæði líf- rænum og efnahagslegum sjónar- miðum þar sem hagur væri bæði af starfsemi bænda og seljenda. Einnig segir hann að Íslendingar eigi mikla möguleika, ekki síst fyr- ir tilstilli markaðssetningar á um- hverfinu sjálfu. Víða erlendis er þekking og neysla almennings á lífrænum af- urðum margfalt meiri en hér á landi enda fræðsla, stefna og markmið stjórnvalda skýr. Ekki er verið að rugla fólk í ríminu með ótal hugtökum heldur er gengið út frá því að framleiðsla sé annað hvort hefðbundin eða lífræn. Í ljósi þess að við flytjum inn tugi þúsunda tonna á ári hverju af tilbúnum áðurði, sem dreift er á nytjaland okkar Íslendinga, þá er ekki óeðlilegt að menn velti fyrir sér hvort það sé sú markaðssetn- ing á íslensku umhverfi sem Cole- man og félagar hafa í huga. Erum við á réttri leið? Eftir Gunnlaug K. Jónsson „Afurð er ekki lífræn nema hún gangi í gegnum ákveðið ferli og fái vott- un sem slík frá löggilt- um aðila.“ Höfundur situr í stjórn Vottunarstof- unnar Túns ehf. Alltaf á þriðjudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.