Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 41 ÞAÐ stefnir í ófremdarástand í heilsugæslunni á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. Fólki á Suðurnesjum hefur verið bent á að sækja sér læknishjálp til Læknavaktarinnar í Kópavogi. Læknavaktin segist ekki munu ráða við allan þann mannfjölda sem gæti þurft að leita til hennar úr Reykjanesbæ. Hafn- firðingar verða einnig án heim- ilislækna innan skamms ef fram heldur sem horfir. Heimilislæknirinn: Fyrsta stopp Mitt í þessu alvarlega ástandi má lesa í fréttum af vísindaþingi Félags íslenskra heimilislækna að fátt sé líklegra til þess að efla lýð- heilsu og almenna hreysti Íslend- inga en öflug heilsugæsla þar sem fyrsta stopp fólks er hjá heim- ilislækninum sínum; þeim sem þekkir sjúkrasögu viðkomandi, jafnvel sjúkrasögu fjölskyldu hans, og veit hvernig einstaklingnum hefur reitt af í lífinu. Þetta eru ekki ný sannindi en afar markverð í ljósi þróunar íslenska heilbrigð- iskerfisins undanfarin ár. Sérfræð- ingar hafa oft ekki heildarmynd af sjúklingnum og kvillum hans, eins og heimilislæknir sem leitað hefur verið til, oft árum saman. Vissu- lega er stundum einfaldast fyrir fólk að leita beint til sérfræðinga. Til dæmis eru kvenlækningar ólík- ar öðrum sérfræðilækningum að því leyti að varla er sú kona til sem ekki þarf að leita til kven- læknis um ævina og þau vandamál sem konur kunna að glíma við geta verið mjög sértæk og kalla á milli- liðalaus samskipti við sérfræðinga. Ég hygg að sú staðreynd sé al- mennt viðurkennd. Þúsundir án heimilislæknis Við blasir að þúsundir manna á suðvesturhorni landsins eru án heimilislæknis. Það leiðir svo aftur til þess að fólk neyðist til að leita dýrari úrræða til að fá lækningu við almennum kvillum og um- gangspestum. Í Kópavogi eru nú 2.200 manns um hvern heilsu- gæslulækni. Brýn þörf er fyrir að ný heilsugæslustöð í Salahverfinu verði opnuð sem allra fyrst. En af ríkisins hálfu virðist allt standa fast í þeim efnum. Sú staðreynd að ríkisvaldið hefur ekki gripið í taumana og takmarkað aðgang al- mennings að sérfræðingum með einhverjum hætti hefur leitt til þess að frá árinu 1997 hefur kostn- aður ríkisins vegna hverrar komu til sérfræðilæknis aukist. Við þetta ástand verður ekki unað. Á valda- árum Framsóknarflokksins í heil- brigðiráðuneytinu hefur rekstur heilbrigðiskerfisins bólgnað út en um leið hefur þjónusta þess orðið dýrari og óaðgengilegri fyrir hinn almenna borgara. Ófremdarástand í heilsugæslu Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur „Í Kópavogi eru nú 2.200 manns um hvern heilsu- gæslulækni.“ Höfundur er alþingiskona fyrir Samfylkinguna. EINAR Karl Haraldsson er fé- lagsmálamaður. Hann er hug- myndaríkur dugnaðarforkur og skirrist hvorki við að taka áhættu né ábyrgð. Hann nam stjórnmálafræði í Frakklandi og Sví- þjóð og frá unga aldri hefur hann verið tengdur og virkur í stjórnmálabaráttu á Ís- landi. Sem fréttamaður á Rík- isútvarpinu, blaðamaður á Tím- anum, fréttastjóri og síðar ritstjóri Þjóðviljans og ritstjóri hins nor- ræna stjórnmálatímarits Nordisk kontakt hefur hann haft stjórnmál að viðfangsefni sínu í áratugi. Eftir að hann haslaði sér völl sem ráð- gjafi hefur hann ekki aðeins unnið náið með stjórnmálaforingjum og verkalýðsleiðtogum heldur einnig með mörgum forystumönnum í at- vinnulífinu, einkum á sviði nýsköp- unar á fyrirtækja- og fjár- málamarkaði. Einar Karl var fyrsti ritstjóri Fréttablaðsins. Hann er því maður með víðfeðma þekkingu á samfélaginu og mikla yfirsýn. Með því að veita honum braut- argengi í 4. sæti á lista Samfylking- arinnar stuðlar þú, lesandi góður, að því að á alþingi setjist afburða liðsmaður. Taktu þátt í prófkjörinu og kjóstu Einar Karl í 4. sæti. Einar Karl í 4. sæti Guðmundur Þ. Jónsson skrifar: NÆSTA vor gengur Samfylkingin til Alþingiskosninga í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur. Mikið hefur áunn- ist síðan ábyrgir for- ystumenn á vinstri væng stjórnmála ákváðu að hreinsa til og hefja nýja sókn undir merkjum sam- einingar. Margrét Frímannsdóttir stóð sig eins og hetja á þeirri leið og sýndi í síðustu kosningunum að hún á per- sónufylgi langt út fyrir raðir hörðustu stuðningsmanna Samfylkingarinnar. Hún er því rökrétt val í fyrsta sæti í Suðurkjördæmi fyrir þá sem vilja styrkja forystu flokksins til frekari átaka. Sem varaformaður flokksins gegnir hún mikilvægu hlutverki fyrir okkur öll sem viljum veg Samfylking- arinnar sem mestan. Persónuleiki hennar og jarðsamband í stjórn- málum tryggir þá breidd sem verður að vera í Samfylkingunni. Rétt eins og ég lýsi yfir stuðningi mínum við varaformann flokksins í fyrsta sæti í Suðurkjördæmi hvet ég Reykvíkinga til að skipa formann- inum, Össuri Skarphéðinssyni, í önd- vegi í prófkjörinu sem fer fram í borginni. Þessir tveir forystumenn flokksins þurfa að fá góða kosningu sem veganesti í baráttu þar sem reyna mun mjög á krafta þeirra. Veganesti frá flokksmönnum í próf- kjöri skiptir miklu máli fyrir styrk þeirra. Margrét Frímannsdóttir í fyrsta sæti Stefán Jón Hafstein skrifar:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.