Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Örlygur Sigurðs-son listmálari
fæddist í Reykjavík
13. febrúar 1920.
Hann lést á Drop-
laugarstöðum 24.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurður Guðmunds-
son skólameistari á
Akureyri, f. 1878, d.
1949, og Halldóra
Ólafsdóttir skóla-
meistarafrú, f. 1892,
d. 1968. Systkini Ör-
lygs eru: 1) Ólafur,
yfirlæknir á Akur-
eyri, f. 1915, d. 1999, 2) Þórunn
Sigurðardóttir Tunnard, húsmóðir
í Englandi, f. 1917, 3) Arnljótur, f.
1918, dáinn sama ár, 4) Guðmund-
ur Ingvi, hæstaréttarlögmaður í
Reykjavík, f. 1922, og 5) Stein-
grímur, listmálari í Reykjavík, f.
1925, d. 2000.
Örlygur kvæntist í janúar 1946
Unni Eiríksdóttur, kaupkonu í
Storkinum, f. 1920. Hún er dóttir
Eiríks Hjartarsonar, rafvirkja-
meistara, kaupmanns og trjárækt-
arfrömuðar í Laugardal, f. 1885, d.
1981, og Valgerðar Halldórsdóttur
Ármann, f. 1891, d. 1972. Börn Ör-
lygs og Unnar eru: 1) Sigurður
myndlistarmaður, f. 1946, kvænt-
ur Ingveldi Róbertsdóttur skrif-
stofustjóra, f. 1953. Börn þeirra
eru: Unnur Malín, f. 1984, í sambúð
með Trausta Hafliðasyni, f. 1981,
Þorvaldur Kári, f. 1985, Arnljótur,
Anna María, f. 2000. c) Magnús, f.
1969, kona hans Karolína Valtýs-
dóttir, f. 1962, börn hennar eru
Brynhildur Hlín, f. 1982, og Valtýr
Breki, f. 1992. d) Aðalsteinn, f.
1973, sambýliskona hans Vilborg
Kristjánsdóttir, f. 1973, dóttir
þeirra er Emilía, f. 1997.
Örlygur ólst upp á Akureyri.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1940.
Eftir stúdentspróf hélt Örlygur til
náms í Bandaríkjunum. Þar lagði
hann stund á myndlist á árunum
1941-1945, fyrst við University of
Minnesota og Minneapolis School
of Art, þá við Choinard School of
Art í Los Angeles og að lokum við
Arts Student League í New York. Í
Bandaríkjunum bauðst honum að
verða teiknari hjá Walt Disney, en
hann afþakkaði og sneri aftur til
Íslands. Árin 1948-1949 dvaldi Ör-
lygur í París.
Örlygur hélt fjölda málverka-
sýninga. Viðfangsefni hans voru
oft hughrif líðandi stundar, sem
hann tjáði með kímni og gaman-
semi. Hann var mjög eftirsóttur
portrettmálari og þar naut sín
teiknigáfa hans. Örlygur var mik-
ilvirkur greinahöfundur og skrif-
aði margar afmælis- og minning-
argreinar þar sem hann lýsti
viðfangsefni sínu bæði í mynd og
orði á sérstæðan hátt. Hann ritaði,
myndskreytti og gaf út fimm bæk-
ur: Prófílar og pamfílar (1962),
Þættir og drættir (1966), Bolsíur
frá bernskutíð (1971), Nefskinna
(1973) og Rauðvín og reisan mín
(1977) og í þeim nutu lífsskoðanir
hans og mannlýsingar sín vel.
Útför Örlygs verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
f. 1987, Gylfi, f. 1990,
og Valgerður, f. 1992.
Sigurður átti áður
dótturina Theodóru
Svölu, f. 1978, móðir
Hrefna Steinþórsdótt-
ir, maki Theódóru er
Tomislav Magdic, f.
1974, og eiga þau syn-
ina Viktor Gabriel, f.
2000, og Erik Alex-
ander, f. 2002. Upp-
eldisdóttir Sigurðar
er Ingveldur Steinunn
Ingveldardóttir, f.
1975, gift Thomasi Iv-
anez, f. 1972, sonur
þeirra er Lucas Thomas Ivanez, f.
2001. 2) Malín, kaupkona í Stork-
inum, f. 1950. Fyrri maður Malínar
er Jakob Smári, prófessor í sál-
fræði, f. 1950. Þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Örlygur Smári, f.
1971, kvæntur Svövu Gunnars-
dóttur, f. 1976, dóttir þeirra er
Malín, f. 1998, b) Bergþór Smári, f.
1974, í sambúð með Þórunni Bald-
vinsdóttur, f. 1975, dóttir þeirra er
Heba, f. 2000, c) Unnur Smári, f.
1980, í sambúð með Friðriki Magn-
us, f. 1980. Seinni maður Malínar
er Gunnlaugur Geirsson, prófess-
or í réttarlæknisfræði, f. 1940.
Synir hans og Rósu Magnúsdóttur,
f. 1940, d. 1983 eru: a) Geir, f. 1966,
kona hans Guðlaug Sverrisdóttir,
f. 1964, sonur þeirra er Gunnlaug-
ur, f. 1994. b) Björn, f. 1968, kona
hans Bríet Birgisdóttir, f. 1970,
dætur þeirra eru Rósa, f. 1992, og
Enn fækkar stúdentum frá
Menntaskólanum á Akureyri 1940,
Örlygur Sigurðsson hefur kvatt eft-
ir langvarandi veikindi. Við Örlygur
vorum saman í Barnaskóla Akur-
eyrar í einn eða tvo vetur. Ég minn-
ist hans þaðan sem fjörlegs og
skemmtilegs félaga sem ávallt gat
lífgað upp á hversdagsleikann.
Skærust lifir kannski þó minningin
um sérgáfu hans til að teikna. –
Hann var síteiknandi og sérlega
myndir af bekkjarsystkinum og
kennurum. Nú munu allar þær
myndir týndar. Hann teiknaði mynd
af mér, er ég geymdi lengi. Ég var
hreykinn af því að eiga mynd eftir
Örlyg en því miður lenti þessi mynd
í glatkistunni eins og fleira.
Við hófum nám í MA haustið 1934
og vorum bekkjarfélagar allt til
stúdentsprófs vorið 1940. Við vorum
38 er brautskráðumst og nú eru 17
eftir er kveðja látinn vin.
Örlygur bjó hjá foreldrum sínum
þeim frú Halldóru Ólafsdóttur og
Sigurði Guðmundssyni skólameist-
ara. Þangað kom ég stundum með
Örlygi og fékk kaffisopa og var allt-
af gott að koma þangað heim. Ör-
lygur var sívakandi og uppfinninga-
samur í skóla. Hann var góður
námsmaður en önnur áhugamál en
námsbækurnar trufluðu oft. Fyrst
og fremst var það ástríðan að teikna
og mála. Í gagnfræðadeild var
kennd teikning og þar var misjafn
áhugi hjá okkur. Við lýstum því síð-
ar, að Jónas Snæbjörnsson, sá af-
bragðsmaður og kennari, hefði
teiknað fyrir stelpurnar en Örlygur
fyrir okkur strákana sem minna
gátum.
Mörg voru þau listaverk sem Ör-
lygur gerði á þessum árum og hann
skreytti skólann fyrir árshátíðir. Oft
voru það mikil listaverk sem aðeins
lifðu meðan á hátíð stóð. Hann
teiknaði margar andlitsmyndir í MA
og eru vonandi einhverjar til enn.
Hann teiknaði Carmínu okkar
bekkjar og er hún sannarlega lista-
verk. Ég á hana bundna í gott band.
Gamall nemandi frá MA sem sá
bókina hjá mér sagði við mig fyrir
stuttu að það væri best gerða Carm-
ínan frá MA frá upphafi. Ekki veit
ég um það, en í mínum huga er hún
best. Eftir stúdentspróf fór Örlygur
í listnám til Bandaríkjanna og árin
1948 og 1949 dvaldi hann í París við
listnám.
Hann var fjölhæfur listamaður og
helgaði líf sitt myndlist og ritstörf-
um. Margar myndir eftir hann af
kunnum Íslendingum eru til og lýsa
vel færni hans. Á Sal MA eru
nokkrar myndir hans af kennurum
skólans og lýsa þær ótrúlega vel
fyrirmyndunum.
Örlygur ólst upp á Akureyri eins
og fyrr segir, en dvaldi þar ekki eft-
ir stúdentspróf. Hann átti góðar
minningar þaðan eins og fram kem-
ur í bókum hans. Hann var há-
stemmdur er hann lýsir morgun-
dýrðinni af Brekkubrúninni og
horfði á endurskin heiðarinnar og
himinsins á sléttum og lygnum Poll-
inum.
„Sjá hvernig skýhnoðrarnir svífa
létt og lyftust eins og sápa fyrir
hníf, þegar brennheit sólin braust
gegnum dalalæðuna. Það var eins
og sjálfur Drottinn hæfi dagsverkið
með frískandi morgunrakstri og
speglaði ásjónu sína í þessum
kringlótta spegli, Pollinum.“ Eða þá
er hann segir: „Hver getur gleymt
Súlunum þegar þær teygja upp
tinda sína baðaða rauðu kvöldskin-
inu eins og sperrtar geirvörtur á
stinnum meyjarbrjóstum og Kerl-
ingin (fjallið) vakir yfir eins og
sómakær og umhyggjusöm móðir
yfir velsæmi nýútsprunginnar dótt-
ur.“ Matseðillinn á 21. árshátíð MA
40 hinn 11.2. 1961 er til marks um
skopskyn og lífsgleði Örlygs, en
kynningin er öll í bundnu máli eftir
hann ásamt myndum, en það ár var
Örlygur formaður árshátíðar MA
40.
Ölteitið hefst klukkan átta
ellefta næsta mán.
Öll mætum við þar að sumbli
eins og flugur á mykjuskán
og súpum til heilla og sátta
með saltsíld í fyrir-rétt
og roðinu af rauðmaga flett
og yxn-halasúpunni slett.
Þá kemur gljáandi gásin
með göfugum dönskum smag
og bragðbæti eftir behag.
Nú er skapið komið í lag
Kavíar og kampavín
og kúfiskinn úr skel
innibökuð alisvín
og eistu úr blöðrusel
gorkúlur og geitarost,
gerið þið svo vel!
Þarna kemur vel í ljós gamansemi
og orðgnótt Örlygs.
Minningarnar eru margar. Öggi
var engum líkur og hann setti svip
sinn á bekkinn. Einnig á samtíð sína
með list sinni. Genginn er góður vin-
ur. Þökk sé honum. Hann auðgaði
líf okkar á skólaárunum og oft síðar.
Við Aðalbjörg sendum Unni,
börnum hennar og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur. Við
bekkjarbræðurnir MA 40 þökkum
vinsemd liðinna ára. Kveðjur góðar
frá okkur bekkjarbræðrunum og
fjölskyldum.
Sigurður Guðmundsson.
Elsku pabbi minn.
Ég kveð þig með þakklæti í
hjarta. Minningarnar um þig eru
góðar og skemmtilegar.
Höndin þín, sem var svo stór og
klappaði mér svo fast á kollinn og
hélt svo þéttingsfast um höndina
mína, var hlý og góð.
Oddhvassir skeggbroddarnir á
vanga þínum, sem stungust í mann
og röspuðu upp hálft andlitið á
manni, þegar þú kysstir mig, kjass-
aðir og knúsaðir, eru sætir í minn-
ingunni.
Ég man þegar ég var lítil stelpa
með þér í bænum, hvað ég skamm-
aðist mín oft fyrir það, hvað þú tal-
aðir hátt og hlóst mikið og rosalega
þegar þú hittir vini og kunningja, en
þeir voru æði margir. Mér fannst
allir horfa hneykslaðir á okkur og
ég kreisti stóru höndina þína eins
fast og ég gat, svo að þú lækkaðir
róminn. Við höfðum gert með okkur
samkomulag, að þegar þú værir far-
inn að ganga of langt og hafa allt of
hátt, þá ætti ég að kreista á þér
höndina, og þá mundir þú strax
lækka róminn og haga þér eins og
annað fólk. Og ég kreisti og kreisti
af öllum kröftum, en yfirleitt bar
það engan árangur, þú varst kominn
hátt á hugarflug, þar sem bráð-
fyndnar athugasemdir þínar flugu í
allar áttir, hver á eftir annarri á
leifturhraða með tilheyrandi hávaða
og hlátri.
Þá skildi ég ekki hvers vegna
pabbi minn gat ekki hagað sér eins
og aðrir pabbar, horfið eitthvað í
vinnuna á daginn og talað lítið og
lágt. En seinna, þegar ég fullorðn-
aðist, urðu þessar æðisgengnu hlát-
urrokur eitt það besta og skemmti-
legasta sem ég heyrði. Og nú eru
þær einar af dýrmætustu endur-
minningum mínum.
Pabbi minn, þú veist líka að lífið
með þér var ekki alltaf dans á rós-
um. Þegar mér fannst þú erfiður, þá
sagðir þú oft við mig: Þú skilur
þetta seinna Malla mín. Sennilega
hefurðu sagt þetta vegna þess að þú
nenntir aldrei að tala um það sem
var leiðinlegt. En þú hafðir rétt fyr-
ir þér, ég hef skilið svo margt í fari
þínu með árunum og þar með fyr-
irgefið. Eftir sitja góðar minningar
um góðan pabba, sem ég er stolt yf-
ir að hafa átt, stolt af því að þú tal-
aðir mest og hlóst hæst og hjart-
anlegast og varst orðheppnasti og
skemmtilegasti maður, sem ég hef
nokkurn tímann hitt.
Vertu sæll, þín dóttir
Malín.
Elsku afi minn. Ég trúi því varla
að þú sért farinn frá okkur en ég
veit að þér líður betur núna. Ég finn
hlýjan anda þinn fullan af húmor
svífa hjá mér og allar góðu minning-
arnar mínar um þig hlaðast upp. Ég
var alltaf svo stolt af því að þú værir
afi minn, þú sem varst alltaf svo
ótrúlega hlýr og skemmtilegur og
ekki var verra að þú varst jafn-
fallegur og svart-hvít Hollywood-
stjarna á við Clark Gable. Að halda í
stóru hendina þína og labba með
þér niður á Laugaveg var alltaf lífs-
reynsla út af fyrir sig, það var ekki
nóg með að þú heilsaðir öllum held-
ur varðstu alltaf að spjalla við alla í
nokkrar mínútur og það gat tekið
mann hátt í hálftíma að komast frá
íbúðinni ykkar á Rauðarárstígnum
og niður á Hlemm! Það var alltaf
svo gott að koma til ykkar ömmu.
Hjá ykkur fengum við systkinin allt
sem var á bannlista heima, kókó-
malt og jafnvel súkkulaði ofan á
brauð sem var það allra fínasta. Bíl-
túrarnir okkar, gönguferðirnar og
bíóferðirnar, allt eru þetta svo
ómetanlegar og yndislegar minning-
ar. Elsku afi minn, mér þykir svo
vænt um þig, hver einasta minning
yljar mér um hjartaræturnar og
leyfir mér að brosa þrátt fyrir sorg-
ina yfir því að þú sért farinn. Eins
og Einar Ben. orti
Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Einmitt þannig get ég í sorginni
glaðst yfir því að hafa fengið að
þekkja þig. Í mínu hjarta lifir þú að
eilífu. Þín,
Unnur J. Smári.
Mér þótti alltaf ákaflega vænt um
afa minn. Það er einkennilegt að
hugsa til þess að hann sé farinn. Við
afi náðum alla tíð ákaflega vel sam-
an, hann var ekki bara afi minn
heldur líka einn af mínum allra
bestu vinum. Afi var enginn venju-
legur afi, það er eitt sem víst er. Ég
veit ekki hvernig hægt er að lýsa
því í ordum. Það var bara þannig
með afa. Öllum þeim sem kynntust
honum fannst hann bráðskemmti-
legur enda gaf hann sér alltaf tíma
til þess að spjalla, eða kjafta eins og
hann kallaði það. Mér eru alltaf
minnistæðar bæjarferðirnar með
afa. Afi þurfti að spjalla við bók-
staflega alla. Hóf hann alltaf sam-
ræðurnar þannig að hann leit á mig
og spurði „finnst þér hann ekki
kúnstugur þessi?“ svo var hlegið
bæði hátt og lengi að þessari vit-
leysu. Afi var einn af þessum mönn-
um sem hafa húmor bæði fyrir lífinu
og sjálfum sér. Eitt af því sem hann
gerði oft var að fara með mig og
bróður minn Bergþór í heimsóknir
um bæinn og láta okkur herma eftir
sér. Hann fékk aldrei nóg af því.
Þetta var „tómstundaiðja“ sem féll
vel í kramið bæði hjá okkur bræðr-
unum og afa líka. Þegar ég var
yngri þá hélt ég að svona væru allir
afar. Þegar ég svo varð eldri þá átt-
aði ég mig meir og meir á því hvað
afi var sérstakur og hversu heppinn
ég var að hann væri afi minn. Með
afa hef ég átt margar af mínum
bestu stundum í lífinu. Mér er oft
hugsað til afa þegar ég velti fyrir
mér uppeldi Malínar dóttur minnar
því afi var aldrei feiminn að sýna
okkur systkinunum ást og hlýju.
Maður fann alla tíð með afa hversu
vænt honum þótti um mann, honum
fannst heldur aldrei erfitt að segja
manni það. Ég mun aldrei nokkurn
tíma gleyma afa.
Hann var hæfileikaríkur og
skemmtilegur en fyrst og fremst
ástríkur og hlýr. Ég sakna hans
óskaplega mikið. Ég kveð þig nú
elsku afi minn og ég vona að þér líði
vel þar sem þú ert núna. Ætli þú
sért ekki einhversstaðar þegar far-
inn að syngja „Ain’t She Sweet“?
Ég mun aldrei gleyma þér.
Þinn dóttursonur,
Örlygur Smári (Öggi litli).
Fyrir um tuttugu árum sagði afi
við okkur bræður að hann óskaði
þess nú bara að fá að lifa nógu lengi
til að sjá hvað yrði úr okkur. Nú er
hann allur og minningar hrannast
yfir mann. Og allt eru þetta ynd-
islega góðar minningar. Það var
alltaf gaman með afa og var margt
brallað. Oft fór ég með honum í
sendiferðir fyrir Storkinn (hann titl-
aði sig gjarnan stjórnarformann og
yfirsendil Storksins) og þá kynntist
maður mörgum kúnstugum fírum
svo hans eigin orð séu notuð.
Gönguferð frá Storkinum og niður á
pósthús (500 metrar) tók iðulega
nokkrar klukkustundir með „kjaft-
stoppum“ þar sem farið var yfir
ættfræði, sagðir brandarar (oftar en
ekki í klúrara lagi) og hitt og þetta
sem gaman var að fylgjast með.
Amtmaðurinn, Rammi, Jónas, Úri,
Gvendur Haralds, Auðunn blaðasali
og Stefán frá Möðrudal voru m.a.
yfirleitt fastir punktar á ferðapró-
gramminu. Fimmbíóferðirnar
(blessuð sé minning þeirra) eru líka
eftirminnilegar, en þá var byrjað á
að fara til Jónasar á Hverfisgötunni
til að birgja sig upp af nammíi. Eftir
miklar spekúlasjónir var jafnan
endað á að biðja um (upp á ör-
lygsku) „dálítið af þessum belgísku,
þær bragg-ðast svo vel“. „Þessar
belgísku“ eru almennt kallaðar fíla-
karamellur en þar sem afi hafði
óstöðvandi áhuga á uppruna og
sögu allra skapaðra hluta, voru þær
aldrei kallaðar annað. Það kom fyrir
að hann reyndi að siða okkur bræð-
urna til eins og eftir að annar okkar
fór yfir strikið með klámkjafti í fjöl-
skylduboði innan um sívíliseraðar
frúr og kúltíveraða herramenn. Þá
tók hann okkur afsíðis og sagði okk-
ur að „konur hafa ekki sérstaklega
gaman af klámi“. Þetta þótti okkur
náttúrulega mjög skrýtið en tókum
þó að sjálfsögðu mark á honum.
Afi var ekta, laus við tilgerð, stór-
skemmtilegur og einstaklega
hjartahlýr.
Elsku hjartans afi saggði
alltaf mikið og aldrei þaggði
Nú blessaður unginn
með blóðrauðan punginn
þig kveður með söknuði, en glaður í
braggði
Takk fyrir allt elsku afi minn.
Bergþór.
Þegar ég var barn þá fannst mér
alltaf eins og Örlygur föðurbróðir
minn og Louis Armstrong hefðu
verið vinir þegar Örlygur var úti í
Ameríku á stríðsárunum. Ég hef
ekki hugmynd um hvort Örlygur
hitti Louis nokkurn tímann, enda er
það fullkomið aukaatriði. Mér
fannst enginn syngja lög Louis
Armstrong eins og Ölli frændi söng
þau. Einu sinni sem oftar bauð hann
mér í bíltúr og sagði mér að hann
þyrfti ekkert útvarp í bílinn. Hann
söng bara sjálfur, „Ain’t misbeha-
vin’“ og notaði mælaborðið sem
trommusett. Það er ekki vafi í mín-
um huga að nú er Örlygur sestur
inn á Sankti Péturs bar, laus úr
viðjum veikindanna og heldur þar
uppi fjörinu. Hann teiknar við-
stadda, slær taktinn og það er
djasssveifla í honum. Það lætur hátt
í honum og hann syngur „When the
Saints Go Marching In“, meðan
Louis blæs trompetinn. Að Örlygi
hópast himnadísir og englakroppar,
og gleðilætin eru svo mikil að þau
berast út fyrir ystu mörk himna-
ríkis. Erkienglar, dýrðlingar og
jafnvel Lykla Pétur sjálfur, skunda
á vettvang til að finna út hverju
veldur. Gleðigjafinn, Örlygur Sig-
urðsson, er mættur á svæðið og
ekkert verður eins og áður, og eng-
inn eins og áður, eftir að hafa
kynnst honum. Þarna, eins og
ávallt, njóta sín þeir eðliseiginleikar,
sem einkenndu hann best, hlýja og
gleði. Hæfileikinn til að laða að sér
fólk. Eftir situm við hin, snauðari.
Mestur er þó missir hans nánustu,
ÖRLYGUR
SIGURÐSSON