Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 47 ✝ Kolbrún ÓskÓlafsdóttir fæddist 24. ágúst 1977 í Vestmanna- eyjum. Hún lést á gjörgæsludeild LSP við Hringbraut 14. október sl. Foreldr- ar hennar eru Haf- dís Sólveig Svein- björnsdóttir frá Reynivöllum í Vest- mannaeyjum, f. 27. mars 1958, d. 11. október 2000, og Ólafur Kristinsson frá Dísukoti í Þykkvabæ, f. 19. nóvember 1958. Systkini Kolbrúnar eru; sammæðra, Vilhjálmur Magnús- son, f. 22. október 1975, sam- býliskona Ólöf Björnsdóttir, dóttir þeirra er Hafdís Rut; sam- feðra, Guðni Rúnar, f. 6. apríl 1992, og Hanna Ruth, f. 11. mars 2002. Kolbrún Ósk ólst upp í Vestmanna- eyjum og Þykkva- bæ. Átta ára gömul varð hún fyrir al- varlegu slysi í sundlaug Vest- mannaeyja. Hún var vistmaður á deild 20 á Landspít- alanum í Kópavogi frá 1986 til dauðadags. Útför Kolbrúnar verður gerð frá Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, í dag og hefst athöfnin klukk- an 15. Hún Kolla er dáin. Unga fallega stúlkan mín er farin frá okkur. Þeg- ar ég lít til baka þá hrannast upp minningar, bæði ljúfar og sárar. Fyrir rúmum 25 árum fæddist lítil stúlka á sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Hún var ásamt Villa hálfbróður sín- um gleðigjafi ungra foreldra. Fyrst stóð heimili þeirra í kjallara hjá afa og ömmu í Eyjum en síðar við Ill- ugagötu. Stundum fengum við afi og amma í Þykkvabæ heimsókn úr Eyjum og þá var margt að skoða og upplifa í sveitinni. Börn og ungviði úr dýraríkinu ná oft vel saman og er þá ánægja á báða bóga. Síðar flutti fjölskylda Kollu upp í Þykkva- bæ og bjó þar í nokkur ár. Þá varð sambandið enn meira og oft skotist á milli bæja. Eftir skilnað foreldra hennar flutti hún aftur til Eyja með móður sinni og bróður. Kolbrún var léttur og frískur krakki og athafnasöm. Hún var í íþróttum í Vestmannaeyjum og í fórum sínum átti hún verðlaunapen- inga fyrir frammistöðu sína. Henni gekk vel í skólanum og námið var henni auðvelt. Sumarið sem Kolla varð átta ára dvaldi hún um tíma hjá afa og ömmu í sveitinni ásamt fleiri börnum. Þar á meðal var Doddi, frændi hennar og jafnaldri. Þau náðu mjög vel saman og margt var brallað. Eitt af því var stofnun útibús. Samið var við afa um hluta af vélageymslunni og svo var hafist handa. Innan skamms var komið hið myndarlegasta heimili. Litla húsmóðirin var dugleg og hug- myndarík og aðrir meðlimir þessa bús létu ekki sitt eftir liggja. Stund- um var skotist inn til ömmu eftir einu og öðru sem vantaði í hús- haldið. Athafnasemin í útibúinu spurðist út svo að ungviði úr ná- grenninu fór að líta inn og taka þátt í búskapnum. En ekkert almenni- legt sveitaheimili getur verið án húsdýra og svo var líka í þessu búi. Þau yrðu að hafa hund. Það var nú alveg lágmark. Doddi tók það hlut- verk að sér og skilaði því með sóma. Þau fundu hundabeisli og settu það á hann. Já sem slíkur skyldi hann haga sér skikkanlega en þá var nú eins gott að hann gleymdi ekki hver hann var og vanrækti ekki að taka á móti gestum á viðeigandi hátt. Það var glaðvær hópur í útibúinu þennan tíma. Kolla fór svo aftur heim til Eyja og hélt þar upp á 8 ára afmæli sitt 24. ágúst ásamt frændum og vinum. Nokkrum dögum síðar eða 29. ágúst fóru tvær litlar leiksystur í sund í sundlaug Vestmannaeyja. Þar varð hræðilegt slys sem svipti 8 ára barn heilbrigðri æsku. Tók þar við barátta upp á líf og dauða. Með Guðs hjálp, góðra lækna og hjúkr- unarfólks sigraði lífið. Hún kom þó ekki ósködduð úr þeirri raun því hún hafði orðið fyrir heilaskaða sem olli því að hún var hreyfihömluð og mállaus. Heilasérfræðingur sem faðir hennar talaði við sagði að hann teldi hana alveg tóma andlega. Þetta var þungur dómur. Stuttu eftir að Kolla kom af gjörgæslu kom ég til henn- ar. Ég spurði hjúkrunarkonu um ástand hennar en þá sá ég svip sem ég þekkti svo vel. Hún setti hann upp ef hún móðgaðist. Þá vissi ég að hún skildi og álit læknisins var ekki rétt. Síðar flutti Kolla á Kópa- vogshælið og átti þar heima upp frá því. Hún var oft veik og þurfti stund- um að fara á sjúkrahús. Foreldrar hennar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni byrðarnar. Ekki var ein báran stök í áföllum Kollu því elskuleg móðir hennar veiktist og barðist árum saman við erfiðan sjúkdóm sem dró hana til dauða fyrir tveimur árum. Eflaust hefur sú þunga raun, að horfa upp á barnið sitt í því ástandi sem raun var á, haft mikil áhrif á þá baráttu. Kolla átti marga vini meðal starfsfólksins á hælinu, en hún var stöðugt að koma fólki á óvart á ýmsan hátt. Hún var meðvituð um umhverfi sitt og skildi það sem fram fór. Fyrir rúmu ári kom ég til hennar. Ég var eitthvað illa fyr- irkölluð og við það að hugsa um líf hennar fóru tárin að renna. Hún horfði á mig rannsakandi augum og andlitið lýsti djúpri hryggð. Þetta var stúlkan sem sögð var skilnings- vana, en skildi þó allt. Það var ljúft að koma í heimsókn til hennar og fá bros. Síðustu vikuna var Kolla mikið veik. Lungun voru veik og þau gátu ekki lengur gegnt sínu hlutverki. Kolla lést að kveldi 14. október. Hún var bænabarn frá fæðingu til hinstu stundar og þegar ég bað fyr- ir henni síðustu dagana sem hún lifði flæddi friður Guðs inn í sál mína. Þá vissi ég að Kolla var í Hans hendi. Þegar lífsþráður henn- ar slitnaði og ég lokaði augum hennar í síðasta sinn gat ég þakkað þeim Drottni sem gaf og sem tók því sál hennar var farin til Drottins, þar sem engin er sorg og engin er neyð. Lofað veri nafn Drottins. Ég vil þakka öllum þeim læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust Kollu í veikindum hennar. Einnig færi ég starfsfólki á deild 20 Kópa- vogshælis mínar innilegustu þakkir fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem þið sýnduð Kollu. Guðný og starfsfólk í sjúkraþjálfun, takk fyrir það sem þið voruð henni. Drottinn blessi ykkur öll. Fjölskyldu Kollu votta ég samúð mína. Óla og fjöl- skyldu, bræðrum hennar, fjölskyld- um þeirra og Simma og Kollu. Drottinn blessi ykkur öll. Amma í Dísukoti. Elsku systir, nú ertu farin úr þessari jarðvist og komin til móður okkar. Ég trúi því að þið séuð á góðum stað þar sem ykkur líður vel. Þegar við vorum lítil lékum við okkur mikið saman og áttum marg- ar frábærar stundir, oftar en ekki í sveitinni. Í Þykkvabænum fannst okkur gott að búa og man ég það að við eyddum litlum tíma innandyra, en lékum okkur mikið við krakkana á nágrannabæjunum. Stundum fór- um við í svokallaða stelpuleiki og þá stjórnaðir þú okkur strákunum í læknisleik eða mömmuleik. Stund- um tókst mér þó að fá þig til að taka þátt í strákapörum, eins og þegar við stálumst í rifsberjarunn- ann hjá nágrannahjónunum. Það þurfti nefnilega að læðast inn í garðinn og taka berin hljóðlega af trjánum því ekki vildum við lenda í því að vera nöppuð. Þegar glugginn opnaðist á húsinu og einhver hafði séð til okkar var tekið til fótanna og sem betur fer var ekki langt heim. Ég man einnig eftir einu skemmti- legu sem þú tókst upp á alveg sjálf. Mamma og við tvö vorum að koma úr heimsókn frá Háfi á gamla Land Rovernum sem pabbi átti. Ég sat í farþegasætinu og þú í aftursætinu. Við vorum búin að vera að nöldra um hvort okkar ætti að sitja frammi í en mamma leyfði mér það í þetta sinn. Stuttu eftir að við fórum yfir Ósabrúna greipst þú um höfuð mömmu og fyrir augun þannig að hún sá ekkert og munaði engu að við færum út í skurð. Ég missti sætið góða það sem eftir var ferð- arinnar, því mamma vildi hafa þig frammi í svo hún gæti séð hvað þú værir að bralla. Elsku Kolla mín, ég veit ekki hvernig ég á að kveðja þig en ég veit að ég sakna þín og mömmu mikið og þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég vil enda þessa kveðju með orðum sem mamma skrifaði í vinadagbókina þína þegar þú varst sjö ára. „Ég bið Guð að vera með þér eins og hann hefur gert.“ Þinn bróðir Vilhjálmur. Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir, inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir öðrum dauðinn réttir hönd. (Einar Ben.) Þannig kveður skáldið okkar lát- inn vin. Þessar ljóðlínur komu okkur í hug er dauðinn rétti hönd sína að þessu sinni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Heill og blessun, friður og far- sæld veri með ykkur öllum, ástvin- um hinnar mætu stúlku, um ókomna tíð. Við kveðjum hana með þökk og virðingu og biðjum henni blessunar á nýjum leiðum. Fyrir hönd starfsfólks á deild 20, Guðbjört Ingólfsdóttir. Elsku prinsessa, hafðu þökk fyrir samfylgdina á deild 20. Yfir hörpunni hlýt ég að vaka, uns vitjar mín sá, er við skal taka, ungmennið fagra og ennisbjarta, sem hvílir í leiðslu við landsins hjarta og ljóð þess nemur. Hann kemur. Hann kemur. Þá rís ég úr sæti – læt söðla hestinn sáttur við dauðann, blessa feðranna fornu tungu og faðma gestinn, bendi honum á bekkinn auðan og byrðina þungu Hann skal lífið og hörpuna erfa. Mitt er að hverfa. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Guðs vermandi kraftur vaki yfir þér og ástvinum öllum. Þór, Vilhjálmur, Ingi Rafn, Jón Hannes, Kristján og Magnús Óli. Elsku Kolla. Mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Það var mér sönn ánægja að annast þig þessi síðustu ár sem þú lifðir, þú fannst alltaf leið til að gleðja hjart- að mitt. Minningar hlaðast upp og eru vel geymdar hjá mér. Hvíldu í friði, gullið mitt. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Ég sakna þín og takk fyrir allt. Þín vinkona Sigríður. KOLBRÚN ÓSK ÓLAFSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda- faðir og afi, EINAR ÁSMUNDSSON, Dynsölum 14, Kópavogi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 29. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hjálmfríður Jóhannsdóttir, Ásmundur Einarsson, Helga Berglind Guðmundsdóttir, Kristín Helga Einarsdóttir, Sigurður Hrannar Hjaltason, Margrét Kjartansdóttir, Vigfús Sólberg Vigfússon og afabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Víðihlíð, Grindavík, áður til heimilis á Suðurgötu 14, Keflavík, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 4. nóvember kl. 14.00. Þorsteinn Þorsteinsson, Ellen Hilda Bates, Lilja Þorsteinsdóttir, Sigurður Árni Ólafsson, Sigurður Þorsteinsson, Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Köldukinn 23, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 30. október. Ólafía Albertsdóttir, Viðar Gunnarsson, Þuríður Jónsdóttir, María Gunnarsdóttir, Friðbert Guðmundsson, Sævar Björn Gunnarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, JÓN EYJÓLFUR EINARSSON fv. fulltrúi hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, lést þriðjudaginn 29. október sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga Jónasdóttir, Jónas H. Jónsson, Valgerður St. Finnbogadóttir, Bragi Jónsson, Sonja Hille, Sigurður Páll Jónsson, Hafdís Björgvinsdóttir, Einar Helgi Jónsson, Unnur Mjöll Dónaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.