Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 48

Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjalti Pálssonfæddist á Hólum í Hjaltadal 1. nóvem- ber 1922. Hann lést í Reykjavík 24. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Páll Zópónías- son, f. 18.11. 1886, d. 1.12. 1964, skóla- stjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðar- málastjóri, og Guð- rún Hannesdóttir, f. 11.5. 1881, d. 11.11. 1963. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. Systkini Hjalta eru: Unnur, f. 23.5. 1913 á Hvanneyri, gift Sigtryggi Klemenzsyni, seðla- bankastjóra, f. 1911, d. 1971, Zóph- ónías, f. 17.4. 1915 á Hvanneyri, skipulagsstjóri ríkisins, kvæntur Lis Nelleman, f. 1921 í Danmörku, Páll Agnar, f. 9.5. 1919 í Kletti í Reykholtsdal, yfirdýralæknir, kvæntur Kirsten Henriksen, f. 1920 í Danmörku, dýralækni, Hannes, f. 5.10. 1920 á Hólum í Hjaltadal, að- stoðarbankastjóri, kvæntur Sig- rúnu Helgadóttur, f. 1920, Vigdís, f. 13.1. 1924 á Hólum í Hjaltadal, kennari við KHÍ, gift Baldvini Hall- dórssyni, f. 1923, leikara. Hinn 21. febrúar 1951 kvæntist Hjalti Ingigerði Karlsdóttur, f. kvæmdastjórn SÍS í nærri fjóra áratugi, var varaformaður stjórnar frá 1977 og um nokkurt skeið stjórnarformaður Dráttarvéla. Hann sat einnig í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og var þar endurskoðandi. Hjalti stofnaði fyrir hönd SÍS með öðrum innflytjendum sam- eignarfélagið Desa til innflutnings á skipum frá A-Þýskalandi, m.a. fyrir ríkisstjórnina. Hann sat í stjórn þess fyrirtækis þar til því var slitið 1975. Hann vann að stofnun Kornhlöðunnar til innflutnings á lausu korni til fóðurblöndunar, var fyrsti stjórnarformaður hennar og sat í stjórn hennar um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Jötuns, var formaður byggingar- nefndar Holtagarða, í samninga- nefnd um viðskipti milli Þýska- lands og Íslands árið 1954, í samninganefnd milli Íslands og A- Þýskalands 1958–1960 og var skip- aður í fleiri nefndir á vegum hins opinbera, m.a. Hólanefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu Hólastaðar. Eftir að Hjalti lét af störfum hjá SÍS vann hann ýmis verkefni fyrir Landssamband hestamanna og var gerður að heiðursfélaga. Sat hann um árabil í stjórn landssambands- ins og var ævifélagi í Hestamanna- félaginu Fáki. Hann var einnig heiðursfélagi Samtaka sykur- sjúkra sem hann tók þátt í að stofna árið 1971. Útför Hjalta fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, daginn sem hann hefði orðið áttræður, og hefst athöfnin klukkan 15. 21.6. 1927 fyrrv. flug- freyju. Hún er dóttir Karls Óskars Jónsson- ar, fyrrv. skipstjóra og Þóru Ágústsdóttur, í Reykjavík. Börn Hjalta og Ingigerðar eru: Karl Óskar, f. 25.11. 1951, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur. Þau eiga dæturnar Ingigerði, Guðlaugu Kristínu og Jóhönnu Soffíu; Guðrún Þóra, f. 26.11. 1954, næringar- ráðgjafi. Hún á Söru Þórunni Óladóttur og Hjalta Thomas Ólason; Páll Hjalti, f. 7.8. 1959, arkitekt, sambýliskona Steinunn Erla Sigurðardóttir og eiga þau soninn Alexander Viðar. Hjalti varð gagnfræðingur í Reykjavík 1938, búfræðingur frá Hólum 1941, stundaði nám í land- búnaðarverkfræði við háskóla í Fargo í Norður-Dakota í Banda- ríkjunum árin 1943–1945 og eftir það við háskóla í Ames í Iowa 1945–1947 og lauk þaðan BSc.- prófi. Hjalti hóf störf í véladeild SÍS árið 1948 og varð fram- kvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá 1949 til 1960. Frá 1952 var hann framkvæmdastjóri véladeidar SÍS og innflutningsdeildar SÍS frá 1967 þar til hann lét af störfum árið 1987 fyrir aldurs sakir. Hjalti sat í fram- Mig setti hljóðan þegar mér bár- ust þau dapurlegu tíðindi að morgni 24. okt. sl. að vinur minn, Hjalti Pálsson, hefði látist nóttina áður. Ég hafði tveimur dögum áður heimsótt hann á Landspítalann þar sem hann lá eftir að hafa gengist undir erfiða hjartaaðgerð. Þótt mikið væri af honum dregið virtist hann á bata- vegi. En enginn má sköpum renna og kallið kom fyrr en varði. Hafði hanni átt við sykursýki að stríða á háu stigi um margra ára skeið og því tæpast eins vel í stakk búinn til að gangast undir aðgerðina og æskilegt hefði verið. Að Hjalta Pálssyni stóðu styrkir stofnar, en hann var næst yngstur sex barna merkishjónanna Guðrún- ar Hannesdóttur frá Deildartungu og Páls Zóphóníasarsonar, skóla- stjóra Bændaskólans á Hólum, síðar alþingismanns og búnaðarmála- stjóra. Að loknu gagnfræðaprófi lagði Hjalti stund á búfræði og út- skrifaðist sem búfræðingur frá Hól- um 1941. Enn kaus hann að halda áfram á sömu braut og nam land- búnaðarverkfræði við háskóla í Norður-Dakota og Iowa í Bandaríkj- unum um fjögurra ára skeið og lauk þaðan BSc.-prófi 1947. Að námi loknu hóf Hjalti störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og þar starfaði hann allt til ársins 1987 er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Framkvæmdastjóri véladeildar SÍS var hann 1952–1967 og fram- kvæmdastjóri innflutningsdeildar 1967 til 1987. Hann var ávallt í for- ystusveit Sambandsins og var vara- formaður framkvæmdastjórnar SÍS frá 1977. Auk þess voru honum falin margvísleg önnur trúnaðarstörf fyr- ir Sambandið auk annarra félaga- samtaka. Árið 1951 kvæntist Hjalti Ingi- gerði Karlsdóttur fyrrverandi flug- freyju. Hún bjó manni sínum og börnum gott og glæsilegt heimili á Ægisíðu 74. Hún er einstaklega myndarleg húsmóðir og manni sín- um reyndist hún ávallt hin mesta stoð og stytta. Á heimilinu var tíðum gestkvæmt enda gott þar að koma og njóta einstakrar gestrisni þeirra hjóna. Voru þau mjög samhent um að gestum þeirra liði sem best. Ber þar allt vitni um smekkvísi og höfð- ingsbrag. Fundum okkar Hjalta bar fyrst saman fyrir tæpum fjórum áratug- um þegar ég tengdist honum fjöl- skylduböndum er ég kvæntist Önnu, systurdóttur hans. Auk þess áttum við sameiginlegt áhugamál þar sem hestamennskan er, en Hjalti hafði mikið yndi af hestamennsku og átti margan glæstan gæðinginn um æv- ina. Sérstaklega naut hann þess að ferðast um landið á hestum, ýmist um óbyggðir eða sveitir landsins og hugsa ég, að fá sumur hafi liðið á sl. hálfri öld án þess að hann hafi farið í lengri eða skemmri ferðir um landið. Þó að Hjalti gengi ekki heill til skóg- ar eins og áður er getið, lét hann það á engan hátt aftra sér frá þátttöku í hestaferðum og dró hvergi af sér. Hygg ég að margur hefði hlífst við að takast á hendur þess háttar ferðir þannig á sig kominn. En það var ekki að skapi Hjalta að leggja árar í bát þótt á móti blési. Við Anna áttum þess kost að slást í för með Hjalta í nokkrar slíkar ferðir. Þrátt fyrir 20 ára aldursmun og mikla yfirburði í ferðamennsku af þessu tagi tók Hjalti manni ætíð sem jafningja. Aðdáunarvert var hvað hann þekkti landið vel, leiðirnar, bæjarnöfnin og ekki síður mannfólk- ið sem í sveitunum bjó. Hvort tveggja var, að vegna starfa sinna hafði hann kynnst fjölda bænda vítt og breitt um landið en auk þess var hann ættfróður í meira lagi, enda var ættfræði honum mjög hugleikin. Það var því bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að vera samvistum með Hjalta. Er mér sérstaklega minnis- stæð 14 daga ferð sumarið 1990 þar sem haldið var úr Borgarfirði um Arnarvatnsheiði norður í Skaga- fjörð. Þau Hjalti og Inga áttu sér at- hvarf í Lundarreykjadal í Borgar- firði, Lundarhólma, sannkallaðan sælureit þar sem þau dvöldu oft langdvölum á sumrin. Þar voru einn- ig sumarhagar fyrir hestana. Hafði hann þar ávallt nóg fyrir stafni við að dytta að húsum, hressa upp á girðingar eða þá að taka einhvern gæðinginn til kostanna eftir grasi grónum valllendisbökkum Grímsár. Hjalti Pálsson hlaut í vöggugjöf góðar gáfur sem nýttust honum vel í lífsins ólgusjó og til að standa í stafni stærsta fyrirtækis landsins á þeim tíma. Þá réðst hann í það stórvirki að taka saman móðurætt sína, Deild- artunguætt og gefa út. Er það mikið rit og veglegt í tveimur bindum. Hjalti var hár maður vexti og myndarlegur að vallarsýn, karl- mannlegur, svipmikill og sópaði að honum hvarvetna sem hann fór. Hann var frjálsmannlegur í fram- komu og gæddur miklum persónu- töfrum. Hann var vinfastur og trygglyndur. Á stundum gat hann virst nokkuð hrjúfur á ytra borði, en þeir sem þekktu hann vissu að undir yfirborðinu var góður og hjartahlýr maður, sem hvers manns vanda vildi leysa. Að leiðarlokum þakka ég honum samfylgdina. Ég er viss um að takturinn í hljómfögrum hófadyni fáksins hafi verið hreinn þegar hinn hugumprúði riddari fór yfir Gjallarbrú á vit feðra sinna. Ingigerði, börnunum og öðrum aðstandendum vottum við Anna dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hjalta Páls- sonar. Jón Ingvarsson. „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ Þannig hefst eitt af ást- sælustu ljóðum Tómasar Guð- mundssonar og kom það upp í huga minn þegar pabbi sagði mér að afi væri látinn, að „ferðalagi“ hans væri lokið og hann horfinn á braut. Það er stutt síðan afi og amma komu í heimsókn til mín á Bifröst og þá var hann mjög hress og sagði mér frá skyldmennum mínum hér í Borg- arfirði, hvernig hinir og þessir í sveitinni væru skyldir mér en ætt- fræði var honum afar hugleikin. Minningar mínar um afa eru flestar tengdar hestamennsku, sem var hans líf og yndi. Ég gleymi aldrei mínum fyrstu reiðtúrum þegar pabbi var með mig í taum og afi var hinum megin við mig, hélt við og passaði að ég dytti ekki af baki. Afi hafði óbilandi áhuga á hesta- mennsku og fór sá áhugi síst dvín- andi með aldrinum. Það hélt honum ungum að komast á hestbak og síð- ustu árin fannst mér stundum að það væri komið að mér að halda við, vera hans stoð í því sem honum þótti svo mikils virði. Gaman þótti mér að ferðast með honum um landið því alltaf gat hann kennt manni landa- fræði því hann var víðlesinn í öllu sem viðkom ferðalögum. Tamdi ég mér þann sið í sumar þegar ég ferðaðist um Arnarvatns- heiði á hestum að lesa mér til og hringdi í afa til að spyrjast fyrir. Þótti honum gaman að heyra hversu mikið ég hafði lesið mér til um heið- ina. Aldrei gafst mér ráðrúm til að segja honum að ég vildi hafa þetta eins og ég hafði upplifað ferðir mín- ar með honum. Bless, bless, afi, ég veit þú styður við okkur í reiðtúr lífsins. Guðlaug Kristín Karlsdóttir. Elsku afi, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn. En þú ert kominn á góðan stað og vakir yfir okkur. Þegar ég hugsa til þín þá streyma minningar upp í hugann frá ýmsum stöðum þar sem við áttum ánægjulegar stundir saman. Elsku amma, guð styrki þig á þessari stundu. Takk fyrir þær stundir sem þú gafst okkur, elsku afi. „Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu.“ (Höf. ók.) Þín Ingigerður. Þegar ég hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga sumarið 1951 veitti ég sérstaka athygli þeim vörpulega unga manni sem þá stýrði Dráttarvélum hf. Hann hafði numið landbúnaðarverkfræði við banda- ríska háskóla og var sagður mikill áhugamaður um landbúnaðarmál. Kvæntur var hann ungri og glæsi- legri konu sem hann hafði tæpu ári fyrr heimt úr greipum Vatnajökuls eftir brotlendingu Geysis á Bárðar- bungu. Þau ungu og glæsilegu hjón, sem þarna voru á ferð, voru Hjalti Pálsson og Ingigerður Karlsdóttir. Í dag kveðjum við Hjalta, á þeim degi sem orðið hefði áttugasti afmælis- dagur hans. Hann var raunar búinn að leggja drög að því að halda ætt- ingjum og vinum góða veislu á þess- um degi, en hér sannast enn hið fornkveðna, að mennirnir fyrirhuga en Guð ræður. Öll starfsævi Hjalta var helguð Sambandinu og samvinnuhreyfing- unni. Eins og fram kemur í formála þessara minningarorða stýrði hann Dráttarvélum hf frá 1949 til 1960, Véladeild Sambandsins frá 1952 til 1967 og Innflutningsdeild frá 1967 til 1987, en í lok þess árs lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Hann sat í framkvæmdastjórn Sambandsins í nær fjóra áratugi og eru þá ótalin stjórnarformennska og stjórnarstörf í fjölmörgum félögum sem tengd voru aðalstörfum hans með einum eða öðrum hætti. Hann lagði mikinn metnað í að starfrækja af myndar- skap og með góðum rekstrarárangri þær aðaldeildir Sambandsins sem hér voru nefndar, þ.e. Véladeild og Innflutningsdeild. Undir fram- kvæmdastjórn hans var báðum þess- um deildum sköpuð betri og glæsi- legri aðstaða en þær höfðu áður átt við að búa: Véladeildin flutti í ný- byggðan Ármúla 3 árið 1964 og Inn- flutningsdeild í hið mikla hús við Holtagarða árið 1977. Samvinnufólk í landinu stendur í mikilli þakkar- skuld við Hjalta Pálsson fyrir störf hans í þágu Sambandsins og sam- vinnuhreyfingarinnar. Þær þakkir ná einnig til Ingigerðar, en heimili þeirra hjóna við Ægisíðu í Reykjavík hefur löngum verið rómað fyrir mikla gestrisni og hlýlegt viðmót húsráðenda. Hjalti Pálsson var gæddur sterk- um persónuleika sem lengi mun lifa í minni allra þeirra sem af honum höfðu kynni. Hann var manna mynd- arlegastur á velli, hár vexti og sam- svaraði sér vel og bognaði aldrei þrátt fyrir áratuga baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Áhugi fyrir ættfræði og yfirgripsmikil þekking á því sviði fylgdu honum þar til yfir lauk. Hið sama má segja um áhuga hans á hinni þjóðlegu íþrótt hestamennsk- unni; þar var hann einn af frum- kvöðlunum og virkur þátttakandi um áratuga skeið. Á kveðjustund leitar þakklátur hugur til ljúfra samverustunda á liðnum áratugum. Við Inga sendum innilegustu samúðarkveðjur til Ingi- gerðar, barna hennar og fjölskyldna þeirra. Á erfiðum tímamótum biðj- um við þeim blessunar Guðs. Sigurður Markússon. Mér brá þegar Ingigerður flutti mér þá sorgarfrétt að Hjalti væri dáinn. Í hálfa öld hafði vinskapur okkar varað eða frá 1953 er hann fól mér rekstur Dráttarvéla hf., sem var hluti véladeildar SÍS. Strax tókst með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Ávallt var hann í jafn- vægi á hverju sem gekk í þessu stóra fyrirtæki, enda Hjalti sterkur per- sónuleiki og geislaði af honum traust og styrkur. Hjalti var kornungur settur fram- kvæmdastjóri Véladeildar SÍS en undir hana heyrðu rafmagnsdeild, bifreiðadeild, Dráttarvélar o.fl. og stjórnaði hann þessu bákni af stakri röggsemi. Blómstruðu þessar deildir enda var vöruúrval ávallt í fremsta flokki. Hlýr og sanngjarn var Hjalti og nutu allir sem við hann áttu erindi sanngjarnra úrlausn. Hjalti var mikill hestamaður og eyddu þau hjón mörgum frístundum sínum til ferða um óbyggðir landsins og fékk maður að fylgjast með þegar hann sagði frá þessu og hinu æv- intýrinu á þessum stundum margra daga ferðalögum. Þau voru ekki ein í þessum ferðum heldur í flokki nán- ustu heimilisvina sem höfðu margir hverjir sömu áhugamál. Ég gleymi ekki frásögn Hjalta af þessum ferð- um svo skemmtilega var sagt frá. Vafalaust hafa þessar ferðir og öll hestamennskan létt af honum erfiði vinnunnar og haldið honum ungum til hinstu stundar. Ég sakna þess að fá ekki fleiri tækifæri til að spjalla við þennan öð- ling, en svona er lífið, upphaf þess og endir eru lögmál sem allir verða að lúta. Kæra Ingigerður, ég sendi þér og börnunum innilegar samúðarkveðj- ur. Runólfur Sæmundsson. „Deyr fé deyja frændur.“ Tíminn flýgur og atburðir hrannast upp og hitta mann á mismunandi hátt. Er ég opnaði Morgunblaðið 25. okt sl. brá mér, er við mér blasti dánartil- kynning skólabróður míns og vinar Hjalta Pálssonar. Fyrir rúmum mánuði áttum við tal saman í síma, þá var hann hinn hressasti að vanda, en enginn ræður sínum næturstað. Ég vissi að vísu að hann gekk ekki heill til skógar, en að jafnaði bar hann það ekki á torg. Í dag, á átt- ræðisafmæli hans, kveður hann okk- ur og við hann í síðast sinn, með hryggð í huga, en að vissu marki með gleði, þar sem við í trú okkar teljum hann kominn á öruggan og bjartan stað. Á þessum haustnóttum eru sextíu og þrjú ár síðan leiðir okkar lágu saman á Hólum í Hjalta- dal, þessi kynni hafa aldrei rofnað, að vísu svolítið stopulla meðan við vorum störfum bundnir og önnum kafnir við heimilisskyldur og barna- uppeldi. Við gáfum okkur þó alltaf tíma (þar áttir þú drýgri þáttinn) til að kalla saman skólafélagana og minnast góðs tíma frá Hólum. Nú eru eftir sex af þeim tuttugu og sjö, sem kvöddu hið forna menntasetur vorið 1941 og gengu á vit framtíð- arinnar. Hjalti var einn af fáum fé- lögum frá þessum árgangi sem fóru í framhaldsnám og lagði hann leið sína til Bandaríkjanna og lauk þaðan prófi í landbúnaðarverkfræði. Menn lifa ekki á brauði einu saman, fleira þarf til. Þau hjón gerðu bandalag við þann sem eitt sinn var kallaður þarf- asti þjónn þjóðarinnar og með hon- um nutu þau margra ánægju- og fræðslustundanna. Auk þess fékkst Hjalti talsvert við ættfræði og gaf út nokkur rit um þau fræði. Hér hefur verið drepið á örfáa minningapunkta úr margbrotnu lífshlaupi Hjalta. En fyrst og fremst drep ég niður penna til að þakka löng og góð kynni. Hjalti gekk götuna fram eftir vegi og skil- aði sínu hlutverki vel til þjóðfélags- ins og getur því með reisn mætt skapara sínum. Ingigerði og fjölskyldu færum við hjónin samúðarkveðju í söknuði þeirra og sorg og biðjum þann sem öllu ræður að varðveita ykkur og blessa. Farðu í friði, kæri félagi, og Guð blessi þig. Guðmundur Jóhannsson. Látinn er góðkunningi okkar hjóna og vinur Hjalti Pálsson, sem orðið hefði áttræður hinn fyrsta nóv- ember nk. Hjalta hrjáði sykursýki, en hann tókst á við þann sjúkdóm af festu og reglusemi og hélt í skefjum en rækti sín erilsömu ábyrgðarstörf af kostgæfni alla sína starfsævi og HJALTI PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.