Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 54

Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. „INNRÁSIN frá Skotlandi“ fór víst ekki framhjá neinum þótt hún hafi verið með eindæmum friðsamleg og frekar upplífgandi ef eitthvað er. Já, það var hálfgerð karnival-stemmning í miðbænum og Reykjavík veitti kannski ekki af smá pilsaþyt nú þegar veturinn er að skella á. En það sem var athyglivert við þennan pilsaþyt var að undan pilsunum mátti ekki sjá langa, vaxhreinsaða og fagurskapaða kven- mannsleggi heldur stælta, loðna og oft húðflúraða karlmannskálfa! Og þetta þótti mörgum íslenskum karlmannin- um súrt í broti. Tvö þúsund og fimm hundruð Skotar heilluðu reykvísku kvenþjóðina upp úr skónum og gáfu, pilsklæddir, íslensku víkingunum langt nef! Ég heyrði útundan mér sömu tugg- urnar og hafa heyrst í gegnum tíðina þegar erlendir hermenn og sjóliðar hafa flykkst hingað til lands: „íslensku útlendingamellurnar hreinlega draga þá í bólið með sér!“ En er ekki verið að kasta steinum úr glerhúsi? Mörgum karlmönnum finnst ekkert sjálfsagðara en að valsa inn og út af hverjum súlustaðnum af öðrum, og töldu það flestir mannréttindabrot þegar hinn „saklausi“ einkadans var bannaður í höfuðborginni. Þeir springa af stolti ef nafn þeirra er nefnt í sömu andrá og orðið „kvennamaður“, því eins og allir vita eru karlmenn með „reynsslu“ en konur með „slæmt orð- spor“ ef skipt er nokkrum sinnum um elskendur! Því spyr ég nú bara, hvað með það þó að við lyftum okkur upp EINA HELGI og kíkjum á hvað aðrir hafa upp á að bjóða! Ef þetta hefði ver- ið á hinn veginn, og heill hópur af er- lendum konum hefði dvalið hér, hefði það sama verið upp á teningnum og ís- lensku karlmennirnir hefðu spígspor- að kátir um, án þess að sjá nokkuð at- hugavert við „ástandið“. Þetta er nú mannlegt eðli, hið ókunna er sveipað dulúð og því mjög svo spennandi. Þá er komið að kenningunni minni: Ég tel að íslensku víkingarnir geti að mörgu leyti sjálfum sér um kennt ef þeim fannst þeir afskiptir meðan Skot- arnir fengu mestu athyglina. Við ís- lenskar konur erum trúlega fæstar komnar af skandinavískum valkyrjum heldur er blóð okkar mikið til blandað írsku og skosku blóði ambátta og ann- arra kvenna sem voru teknar með valdi í víkingaferðum og nauðugar fluttar á þetta auma sker. Hér þurftu þær að þjóna íslensku ruddunum til borðs og sængur á meðan þær þjáðust af söknuði eftir heimahögunum og horfnum ástmönnum. Í aldaraðir hef- ur þessi niðurbælda reiði og angist runnið í blóði dætra Íslands og þrátt fyrir að við elskum vort land og séum stoltar af vorri þjóð þá vellur hefni- girnin upp á yfirborðið þegar karl- menn af öðru þjóðerni birtast. Við tök- um þeim opnum örmum og sýnum íslensku sveitamönnunum að við gleymum því aldrei að við vorum nauð- ugar numdar á brott og neyddar til að elska mannræningja okkar. Þegar við svo komumst í tæri við menn frá okkar fornu slóðum segir eðlisávísunin okkur að hér séu fyrrum elskhugar okkar á ferð og við undirstrikum það með gjörðum okkar, að þó að við séum valdteknar á líkama, þá getið þið aldrei átt sálir okkar með öllu! Svona er það nú, krúttin mín! INGIBJÖRG RÓSA BJÖRNSDÓTTIR, Eyjarhólum, 871 Vík. P.S. Lesist með hæfilegum skammti af húmor! Íslenskir karlmenn, hlýðið á! Inga Rósa Björnsdóttir skrifar: ENN einu sinni hafa íslensk stjórn- völd orðið sér til skammar, nýlega lýstu þau yfir stuðningi sínum við væntanlega árás Bandaríkjamanna á Írak. Réttara er auðvitað að segja alls- herjarárás vegna þess að Bandaríkja- menn gera reglulega árásir á landið með dyggum stuðningi Bretastjórnar. Þessar árásir hafa vitanlega valdið miklu tjóni og fólk hefur látið lífið. Þessi stuðningsyfirlýsing íslensku stjórnarherranna er að sjálfsögðu al- veg skelfileg. Engir þjóðarleiðtogar, nema breski forsætisráðherrann sem er orðinn alger kjölturakki Bush, hafa lýst yfir slíkum stuðningi. Þjóðarleið- togar sem á annað borð hafa tjáð sig segja að allt skuli reynt áður en til hernaðarátaka verði gripið og þá verði það aðeins gert með samþykki SÞ. Írakar hafa fyrir löngu lýst því yfir að þeir samþykki skilyrðislaust vopnaeft- irlit í landinu og þá er að láta á það reyna. Það er alveg forkastanlegt hve auðsveip íslensk stjórnvöld hafa verið Bandaríkjunum, undirlægjuhátturinn er alger, þetta er þyngra en tárum taki, algerir taglhnýtingar elta Wash- ington-liðið í einu og öllu aldrei sett fram sjálfstætt mat, bara skokkað á eftir eins og þægir rakkar og gjamm- að út í loftið eftir bendingum hús- bændanna í Hvíta húsinu. Sá er nú gegnir embætti utanríkisráðherra er enginn eftirbátur fyrirrennaranna nema síður sé, eins og Sverrir Her- mannsson orðar það svo skemmtilega í grein hér í blaðinu fyrir nokkru: „Ís- lenski stafkálfurinn í embætti utanrík- isráðherra telur það hlutverk sitt að baula undir með stríðsherrunum.“ Snilldarlega sagt og sannarlega orð að sönnu. Svona nokkuð hefði Sverrir ekki sett á blað hér á árum áður, enda þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn til margra ára og ráðherra um tíma. Ekki fór þá mikið fyrir gagnrýninni á utanríkismálastefnu Íslands og þjónk- uninni við Bandaríkin enda slíkt ekki sæmandi sjálfstæðismanni. Alvarlegt mál, nánast drottinsvik. Betra er seint en aldrei og að sjálfsögðu er það virð- ingarvert þegar menn snúa af villu síns vegar. Ég óska Sverri Her- mannssyni til hamingju og vona að hann eigi enn eftir að þroskast, allt fram á seinustu ævidaga sína, þá er vel. GUÐJÓN V. GUÐMUNDSSON, eftirlaunaþegi. Þjónkunin við Bandaríkin Guðjón V. Guðmundsson eftirlaunaþegi skrifar:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.