Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 01.11.2002, Síða 56
DAGBÓK 56 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laugarnes kemur í dag. Skógafoss, Bjarni Ólafsson, Eldborg og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Grand Iris kom í gær til Straumsvíkur, Víking fór í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Lyfja verður með kynningu í kaffi- tímanum og býður upp á kaffi og meðlæti. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan, kl. 10–16 púttvöllurinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, félagsvist í dag kl. 13.30. Helgi- stund kl. 10. með sr. Kristínu Pálsdóttur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Laugard: Kl. 10–12 bók- band, línudans kl. 11. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göng- unni, allir velkomnir, kl. 14 brids og spila- mennska, hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „Opið hús“, spilað á spil. Haustbasarinn verður föstud. 8. og laugard. 9. nóv. Tekið á móti bas- armunum frá 4. nóv. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Ferð í Borg- arleikhúsið 2. nóv. kl. 20 að sjá Kryddlegin hjörtu. Rúta frá Kirkju- hvoli kl. 19.30. Skráning í s. 820 8571 e. h. Kynning frá Lyfju í Garðabergi mánud. 4. nóv. kl. 14. Veitingar, spilað og sungið. Byjendanámskeið í spænsku byrjar 7. nóv. kl. 17. Skráning hjá Margréti í s. 820 8571 eftir hádegi Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 13, brids kl. 13.30. Á morgun, morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Föstudagur: Félagsvist kl. 13. Bald- vin Tryggvason verður með fjármálaráðgjöf 7. nóvember, panta þarf tíma. Árshátíð FEB verður haldinn í Ás- garði, Glæsibæ, föstu- daginn 15. nóv. Miða- pantanir á skrifstofu FEB, s. 588 2111. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, dansleikur kl. 20–20.30, húsið opn- að kl. 19.30. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi, léttar veit- ingar í Kaffi Bergi. Allir velkomnir. Allar uppl. um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm og silf- ursmíði, kl. 9. 15 rammavefnaður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahópur, kl. 14–15 Gleðigjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14–15 félagsráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Lands- banki Íslands veitir al- menna bankaþjónustu kl. 13.30–14. Kl. 15 kem- ur Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir alþing- ismaður í heimsókn. Mánud. 4. nóv. kl. 13 veitir Lyf og heilsa ráð- gjöf og svarar fyr- irspurnum, boðið verður upp á blóðþrýstings- mælingu, kaffiveitingar á eftir, allir velkomnir. Fimmtud. 7. nóv. kl. 10.30 verður helgistund í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests, kór Fé- lagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Sig- urbjargar Petru Hólm- grímsdóttur. Myndlist- arsýning Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur er opin alla virka daga á opnunartíma þjónustu- miðstöðvarinnar. Sýn- ingin stendur yfir til 8. nóvember. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið göng- una mánu- og fimmtu- daga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl. 13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Frá Félagi kennara á eftirlaunum. Skemmti- fundur verður laugard. 2. nóv. kl. 13.30 í Húna- búð, Skeifunni 11. Á dagskrá verður fé- lagsvist, veislukaffi og skemmti- og fræðslu- efni, umsjón Elín Vil- mundardóttir og Stefán Ólafur Jónsson. Kvenfélag Langholts- sóknar. Hinn árlegi tertubasar og happ- drætti verður laugard. 2. nóv. kl. 14 í safn- aðarheimili kirkjunnar. Meðal vinninga er mikið af handgerðu jóla- skrauti. Allur ágóði rennur til málefna kirkj- unnar. Vestfirðingafélagið í Reykjavík heldur bað- stofukvöld laugard. 2. nóv. kl. 20 að Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi. Knattspyrnufélagið Haukar. Bingó verður haldið sunnudaginn 3. nóv. kl. 17 að Ásvöllum. Fjöldi glæsilegra vinn- inga. Allir velkomnir. Rangæingar, kirkju- dagurinn er í Selja- kirkju sunnud. 3. nóv. kl. 14. Kaffiveitingar í sal kirkjunnar eftir messu. Kökur á kaffi- hlaðborðið eru vel þegn- ar. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Opið hús miðvikud. 6. nóv. kl. 14, einsöngvararnir Erna Blöndal og Örn Arn- arson syngja, hugvekju flytur sr. Jón Bjarman, allir velkomnir. Leik- fimi fyrir eldri borgara er þriðju- og föstudaga kl. 13. Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir sjúkra- þjálfari annast leikfim- ina. Í dag er föstudagur 1. nóvember, 305. dagur ársins 2002. Allra heilagra messa. Orð dagsins: Og þá munuð þér vera mín þjóð, og ég mun vera yðar Guð. (Jer. 30, 22.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 þor, 4 skán, 7 þráin, 8 hnossið, 9 kraftur, 11 líf- færi, 13 karldýr, 14 fyrir neðan, 15 gryfjur, 17 við- bót, 20 greinir, 22 kverk- sigi, 23 líkamshlutinn, 24 úrkomu, 25 sleifum. LÓÐRÉTT: 1 áköf löngun, 2 óskar eftir, 3 eljusama, 4 snjó- korn, 5 moðreykur, 6 nytjar, 10 ól, 12 for, 13 ósoðin, 15 hlýðinn, 16 heiðarleg, 18 uppbót, 19 oft, 20 höfuð, 21 læra. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 handahófs, 8 afdal, 9 læðan, 10 lof, 11 parta, 13 trant, 15 hring, 18 skjól, 21 rit, 22 gaufa, 23 eikin, 24 landskuld. Lóðrétt: 2 andar, 3 dolla, 4 helft, 5 fiðla, 6 happ, 7 unnt, 12 tin, 14 rok, 15 högg, 16 iðuna, 17 grand, 18 sterk, 19 jökul, 20 lund. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... FRÁ og með deginum í dag verðaökumenn sektaðir fyrir að tala í farsíma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað. Víkverji hefur notað handfrjálsan búnað í bílnum árum saman og fund- izt það sjálfsagt mál og í þágu um- ferðaröryggis, burtséð frá öllum lagabókstaf. Hann hefur hins vegar orðið var við að margir vilja ekki nota handfrjálsa búnaðinn, jafnvel þótt þeir eigi hann til. Víkverji hefur spurt um ástæðurnar og oftar en ekki kemur þá í ljós að ástæðan fyrir því að fólk notar ekki handfrjálsan búnað er sú sama og fyrir því að sumt fólk notar ekki hjálm á reiðhjóli – hégómi og spéhræðsla. Kunningi Víkverja játaði fyrir honum að hon- um fyndist hann asnalegur með snúruna í eyranu; hann hefði á til- finningunni að fólk horfði á hann og héldi að hann væri að tala við sjálfan sig í bílnum. Það er vont ef hégóminn ber heil- brigða skynsemi ofurliði. Víkverja finnst sömu rök eiga við í þessu máli og varðandi reiðhjólahjálmana; það er þess virði að líta út eins og svepp- ur ef það getur forðað manni frá því að enda sem kálhaus. VÍKVERJI sá í blaðinu auglýs-ingu um svokallað textaþing, þar sem ræða á möguleika á að texta innlent sjónvarpsefni og kvikmynd- ir. Það rifjaðist þá upp fyrir honum að fyrir forvitni sakir hefur hann stundum að undanförnu kveikt á textanum þegar ný, íslenzk sjón- varpsleikrit hafa verið sýnd í Sjón- varpinu. Þau hafa verið textuð á síðu í textavarpi Sjónvarpsins. Þá hefur brugðið svo við að í fyrsta lagi hafa séríslenzku stafirnir í textanum birzt brenglaðir, þannig að hann hefur orðið illlæsilegur. Lítil hjálp í því. Ekki getur það verið sjónvarpinu hans Víkverja að kenna, því að það birtir íslenzka stafi í textavarpinu alla jafna óbrenglaða. Í öðru lagi hef- ur textinn oft alls ekki verið sá sami og í leikritinu – orð og setningarhlut- ar hafa fallið út, án þess að Víkverji sjái á því skynsamlega skýringu. Þegar þetta tvennt bætist við það hvað nýju, íslenzku sjónvarpsleikrit- in hafa verið leiðinleg hefur þetta orðið nánast óbærileg lífsreynsla. Þessa vankanta hlýtur að verða að laga, áður en menn láta sér detta í hug að texta allt innlent efni Sjón- varpsins. VÍKVERJI dagsins er reglumað-ur í daglega lífinu og hefur gaman af því að raða, flokka og skipuleggja litla, einskisverða hluti. Þannig er geisladiskasafnið hans vandlega flokkað eftir tónlistar- stefnum og innan hverrar tónlistar- stefnu er diskunum raðað í nákvæma stafrófsröð eftir höfundum og flytj- endum. Víkverji fylltist því kvíða og áhyggjum eftir að hann hafði fest kaup á nýjum hljómdiski hljómsveit- arinnar SigurRósar, sem heitir bara ( ) og er hér um bil án allra merkinga á diskinum sjálfum og umslaginu. Nafn hljómsveitarinnar er reyndar framan á umslaginu, en engar upp- lýsingar eru á „kilinum“, eða rönd- inni, á umslaginu. Áhyggjur Víkverja felast sumsé í því að þetta verði mikil tízka hjá tón- listarfólki, að kalla plötur ekki neitt og prenta ekkert á umslögin. Hvern- ig á hann þá að geta raðað geisla- diskunum sínum, þekkt þá í sundur á umslögunum þar sem þeir kúra þaul- raðaðir í hillunni, yfirleitt hlustað á tónlist og umgengizt geisladiska- safnið með skipulögðum hætti? Framtíðin er óviss. Sátu sem fastast ÉG er ein af fjölmörgum Íslendingum sem eru svo vel settir að geta leyft sér að ferðast með Flugleiðum, það er að segja Icelandair (eins og hið íslenska flug- félag kýs að kalla sig). Oft hef ég ferðast með þessu ágæta flugfélagi og ávallt dáðst að þjónustu- lund flugfreyja/þjóna. Á ýmsu gengur hvað varðar líðan farþega svo ekki sé minnst á ef farþegar nota áfengi fram úr góðu hófi. Dómgreind og gæska þjón- ustuaðila Flugleiða sigra oftar en ekki. Tilefni þessa bréfs er að ég get ekki orða bundist. 12. október sl. flaug ég frá Marmaris í Tyrklandi úr 11 daga fríi á sólarströnd og var flugtíminn fimm og hálfur tími. Samferðamað- ur minn, sem er ellilífeyr- isþegi, hafði orðið fyrir því að bólgna mjög um fæturna á leiðinni til Tyrklands og var ástandið svo slæmt að hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í fjóra sólar- hringa. Bólgan var rakin til flugsins (e.t.v. vegna blóð- tappa). Fríið var lengra en fjórir sólarhringar þannig að blessunarlega gat hann notið þess að einhverju leyti og einnig var hann svo lánsamur að hafa með sér sína nánustu (þ.e.a.s eigin- konu, dóttur og tengdason). Það var vitað mál að vél- in var ekki full á leiðinni heim. Aðstandendur full- orðna mannsins reyndu að fá góð sæti fyrir hann, þar sem hægt væri að teygja úr fótunum (augljóslega með hugsanlegan blóðtappa yf- irvofandi). Það reyndist hins vegar útilokað vegna þess að áhöfnin sem hafði flogið út með komufarþegana sat sem fastast í bestu sætun- um á leiðinni heim. Ef ég skil hlutina rétt voru þessir starfsmenn Flugleiða í rauninni í vinnunni. Þrátt fyrir að áhöfninni væri skýrt frá að samferðalang- ur minn hefði lent í miður skemmtilegri sjúkrahús- vist sökum þrengsla í sæt- um á útleiðinni og ætti jafn- vel á hættu að lenda í sömu erfiðleikunum aftur þá breytti það engu því að þessir starfsmenn Flug- leiða gáfu sig ekki. Má þetta starfsfólk skammast sín og það innilega. Með von um að þið takið það til ykkar sem eigið það. Enn og aftur takk fyrir góða þjónustu frá flestum starfsmönnum Flugleiða. Elisabeth Ley. Vinar leitað KUNNINGI minn, Yunbin Shi í Seattle USA, bað mig um að reyna að hafa upp á vini sínum og skólabróður, Pétri Péturssyni, sem var með honum í Univeristy of Washington fyrir u.þ.b. 10 árum. Kona Péturs heitir Dísa og er hjúkrunarkona. Yunbin rekur fiskheildsölu i Seattle. Vinsamlegast hafið sam- band vid mig með tölvu- pósti: bjornemilsson- @hotmail.com Björn Emilsson, Seattle. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum SJÓNGLERAUGU, með lituðu gleri, [X]oor, í hulstri sem er merkt O’Neeon, eru í óskilum í Sorpu í Ána- naustum. Upplýsingar í síma 561 6570. Páfagauka vantar nýja eigendur TVEIR páfagaukar, (gára- par) gulur og blár óska eftir nýjum eigendum. Búr og tilheyrandi fylgir. Upplýs- ingar í síma 562 5504. Telpuúlpa týndist TELPUÚLPA, drapplituð, týndist í Vesturbæ Reykja- víkur fyrir 2 vikum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 1752 og 824 6966. Dýrahald Kettlingur í óskilum STÁLPAÐUR kettlingur (læða) fannst í Smárarima í Grafarvogi 17. október sl. Hann var ólarlaus og ómerktur. Hann er gul/grá- bröndóttur með hvítan kvið og andlit. Upplýsingar í síma 545 4200 eða 554 0737. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is HEIL og sæl Sigríður. Þú spyrð um forsendur fyrir niðurfellingu/ lækkun á fasteignagjöld- um af íbúð okkar hjónanna. Forsendur eru tvær: Í fyrsta lagi skatta- framtal okkar, en afrit af því fylgdi umsókn um lækkunina sem lögð var inn í afgreiðslu Skattstof- unnar. Í öðru lagi reglur fram- talsnefndar Reykjavík- urborgar um slíka lækk- un, sem birtust í blöðum, og bendi ég á lista sem fylgdi bréfi frá Pétri Guð- mundssyni, stjórn- armanni í FEB, í Morg- unblaðinu 26. febrúar 2002. Sem er vel þess virði að aldraðir lesi. Þórir Guðmundsson. Svar til Sigríðar Pétursdóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.