Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ hefur verið mikið að gera síðustu vikurnar í fjósinu á Stein- um undir Eyjafjöllum. Þar er stórbýli og hafa á nokkrum dög- um fæðst þar um 15 kálfar. Það óvenjulega við þennan burð er að með tveggja daga millibili fædd- ust tvennir tvíburakálfar. Í báð- um tilvikum var um að ræða kvígur sem voru að bera í fyrsta skipti, en Sigurjón Pálsson, bóndi á Steinum, segir mjög sjaldgæft að fyrstakálfskvígur eigi tvo kálfa. Sigurjón var ekki allt of hrif- inn af þessum óvenjulega burði því hann segir þetta reyna mikið á kýrnar og geti leitt til þess að þær mjólki minna en ella. Tvíbur- arnir voru í báðum tilvikum kvíga og boli. Þegar það gerist eru um 99% líkur á að kvígan sé ófrjó og geti ekki sjálf eignast kálfa. En þótt Sigurjón hafi ekki verið allt of hrifinn af þessum burði var frændi hans, Snorri Geir Ríkharðsson, yfir sig ánægður með kálfana. Snorri er sex ára og stundar nám í Sel- ásskóla í Reykjavík. Þar er nú vetrarfrí og Snorri, sem er mik- ill sveitamaður, gat ekki beðið með að komast í sveitina. Hann tók sér því far með vörubíl frá Reykjavík að Steinum. „Snorri er nánast búinn að vera í fjósinu síðan hann kom,“ sagði Sig- urjón. Á myndinni eru þeir Sig- urjón, bóndi á Steinum, og Snorri Geir, frændi hans, með tvíburakálfa. Morgunblaðið/RAX Tvennir tvíbur- ar á Steinum BAUGUR Group hf. mun auka hlut sinn í Bonus Stores Inc. í Bandaríkj- unum á næstu vikum um 9 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar til um 800 milljóna íslenskra króna. Hlutur félagsins eykst við það úr 55% í 65%. Frá þessu var greint í tengslum við birtingu 6 mánaða upp- gjörs Baugs Group í gær. Í tilkynn- ingu frá félaginu segir að áætlanir geri ráð fyrir að Bonus Stores muni skila hagnaði á næsta ári. Hagnaður Baugs Group á fyrri helmingi fjárhagsárs félagsins, frá 1. mars 2002 til loka ágústmánaðar, var minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nam hagnaðurinn 159 milljónum króna eftir skatta. Meginástæðurnar fyrir lakari afkomu en áætlað var eru annars vegar mikið tap á rekstri Bon- us Stores í Bandaríkjunum og hins vegar lægri framlegð hjá Baugi Ís- land en gert var ráð fyrir, að því er segir í tilkynningu félagsins. Baugur Ísland tapaði 166 milljónum Heildarvelta Baugs Group á tíma- bilinu frá mars til loka ágúst 2002 nam 26 milljörðum króna en á fyrstu 6 mánuðum síðasta árs var veltan 13,7 milljarðar. Veltuaukning er því um 90%. Tap Baugs Ísland nam 166 millj- ónum króna eftir skatta á tímabilinu frá mars til ágúst á þessu ári og tap Baugs USA nam 614 milljónum. Hagnaður Baugs ID nam hins vegar 939 milljónum eftir skatta. Segir í til- kynningu Baugs að rekstur Baugs ID hafi gengið vel á síðustu þremur mán- uðum og hafi tekjur af hlutdeildar- og dótturfélögum verið 1,7 milljarðar króna fyrir skatta. Þar vegi þyngst hlutdeild í hagnaði Arcadia. Bókfært verð eignarhluta Baugs í Arcadia í árshlutareikningnum fyrir fyrstu sex mánuði þessa rekstrarárs er um 12,5 milljarðar króna, en eignarhluturinn hefur verið seldur og kemur sölu- hagnaðurinn fram á 3. ársfjórðungi hjá félaginu. Jón Ásgeir Jóhannes- son, stjórnarformaður Baugs Group hf., segist vera sérstaklega ánægður með afkomuna af fjárfestingarstarf- semi félagsins, þ.e. Baug ID. Þótt af- koman í Bandaríkjunum hjá Baugi USA hafi ekki verið eins og vonir hafi staðið til þá hafi hann trú á því að reksturinn þar muni snúast við á næsta ári. Þá sé jafnframt ástæða til að vera bjartsýnn varðandi rekstur- inn hér á landi hjá Baugi Ísland. Hann segir að rekstrarhorfur Baugs Group á næstu sex mánuðum séu því mjög góðar. Hlutur Baugs í Bonus Stor- es aukinn um 800 milljónir  Hagnaður/22 „EF ég kom á bensínstöð og sá súkkulaði átti ég til að segja við afgreiðslufólkið að ég ætlaði að fá eitt stykki. Svo var eins og ég myndi allt í einu eftir einhverju og sagði að ekki mætti gleyma strákunum í vinnunni og keypti mörg súkkulaðistykki til viðbót- ar. Auðvitað var þetta allt handa mér.“ Með þessum hætti m.a. end- urspeglaðist blekking og skömm karls um fertugt, sem um árabil átti við átfíkn og offitu að stríða. Tuttugu og sex ára kona hafði svipaða sögu að segja. Hún var í bullandi ofáti og með ranghugmyndir, en leyndi vanlíðan sinni. Bæði hafa náð tökum á vanda sínum með hjálp OA-samtak- anna, en starf þeirra byggist á tólf spora kerfi AA-samtak- anna. Heildstæð meðferðarstefna við átvanda er ekki til, en tillaga til þingsályktunar var lögð fram á Alþingi í lok síðasta árs. Lagt er til að þverfagleg þjónusta þeirra sem hafa sérþekkingu á átröskunum verði sameinuð og boðið upp á sérhæfða meðferð fyrir átröskunarsjúklinga. Átfíkn og offita Skömm og lygar  Hömlulaust át/B6 HAGNAÐUR Eimskipafélags Ís- lands eftir skatta nam 3.844 millj- ónum króna fyrstu níu mánuði ársins en tapið nam 4.085 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 2.052 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra var rekstr- arhagnaðurinn 797 milljónir króna. Það sem einkum skýrir mikil um- skipti í afkomu félagsins er gengis- hagnaður lána í erlendri mynt vegna styrkingar íslensku krónunnar og óinnleystur gengishagnaður hluta- bréfa í eigu samstæðunnar. Fjármunatekjur Eimskips námu 1.675 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra námu fjármunagjöld samstæð- unnar 1.506 milljónum króna. Í gær voru starfsmönnum sam- stæðunnar kynntar skipulagsbreyt- ingar sem munu formlega taka gildi um áramót. Í þeim felst að reknar verða þrjár sjálfstæðar einingar inn- an félagsins, þ.e. flutningaeining, sjávarútvegseining og fjárfestingar- eining. Um tvær þessara eininga, flutningastarfsemi og sjávarútvegs- starfsemi verða stofnuð sjálfstæð hlutafélög sem verða að fullu í eigu Eimskipafélagsins. Fyrir er Burðar- ás, fjárfestingareining Eimskips, sjálfstætt hlutafélag. Erlendur Hjaltason verður fram- kvæmdastjóri Eimskips ehf., flutn- ingaeiningar Eimskipafélagsins. Guðbrandur Sigurðsson verður framkvæmdastjóri sjávarútvegsein- ingar Eimskipafélagsins og Friðrik Jóhannsson er framkvæmdastjóri Burðaráss. Eimskip með 3.844 milljónir í hagnað  Eimskip/14 SÝSLUMAÐURINN í Kópavogi hefur að kröfu útgerðar flutninga- skipsins Estime sett lögbann á að- gerðum, sem forysta samtaka sjó- manna hafði boðað til að hindra losun og lestun skipsins, þegar það kemur til hafnar í Kópavogi í dag. Með lögbanninu er tryggt að engin töf verður á siglingum og af- greiðslu skipsins og að þjónusta Atlantsskipa við viðskiptavini sína raskast ekki, að sögn Stefáns Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlantsskipa. Hann segir að útgerð skipsins hafi krafist lögbanns, vegna þess að forystumenn sam- taka sjómanna hafi lýst því yfir í fjölmiðlum og auglýsingum, að þeir ætluðu að reyna að hindra upp- skipun, en undanfarin fjögur ár hafi sjómannasamtökin reynt að hindra afgreiðslu skipa Atlantsskipa með ólögmætum aðgerðum, síðast við komu skipsins Bremer Uranus í lið- inni viku. Lögbann á boðaðar aðgerðir sjómanna OLÍUFÉLÖGIN ákváðu í gær að lækka verð á lítranum af bensíni um 0,50 kr. og tekur lækkunin gildi frá og með deginum í dag. Þá mun verð á gasolíu, svartolíu og dísilolíu lækka um 1,50 kr. Fram kemur í tilkynningum frá olíufélög- unum að ástæða verðbreytinga sé lækkun á heimsmarkaðsverði. Bensínlítr- inn lækkar um 0,50 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.