Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 1
ALLT stefnir í að fasteignaviðskipti á þessu ári verði um 20%
meiri en á síðasta ári og að viðskipti á þessu ári verði þau næst-
mestu í sögunni. Fasteignaverð hefur verið mjög stöðugt síðustu
misserin. Afföll húsbréfa hafa minnkað og eru núna um 6%.
Stjórnvöld reikna með samdrætti í fasteignaviðskiptum á næsta
ári og ætla því að gefa út minna af húsbréfum en á þessu ári.
Guðrún Árnadóttir, formaður Fé-
lags fasteignasala, sagði að á síðasta
ári hefði verið spáð samdrætti í fast-
eignasölu á árinu 2002 og minni út-
gáfu húsbréfa. „Það hefur hins vegar
komið í ljós að aukningin á þessu ári
er um 20% frá árinu í fyrra. Þetta
kemur fram í tölum frá Fasteigna-
matinu. Það stefnir í að þetta ár
verði næststærsta ár frá því að mæl-
ingar hófust. Mest viðskipti voru ár-
ið 2000.“
Fasteignaverð hefur verið mjög
stöðugt að undanförnu. Samkvæmt
tölum frá Fasteignamati ríkisins
náði fasteignaverð hámarki í desem-
ber 2000. Það hefur síðan haldist
stöðugt, þ.e.a.s. hækkað í takt við
verðbólgu.
Skortur á litlum íbúðum
Guðrún sagði að breytingar hefðu
hins vegar orðið á einstökum eign-
um. Verð á stórum og dýrum eignum
hefði heldur gefið eftir og það tæki
lengri tíma að selja slíkar eignir en
áður. Skortur væri hins vegar á
litlum íbúðum.
Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt
fram kynntu stjórnvöld áætlun um
útgáfu húsbréfa á næsta ári. Reikn-
að er með að gefin verði út húsbréf
fyrir 30 milljarða, en áætlað er að
gefin verði út húsbréf fyrir 34 millj-
arða á þessu ári.
Guðrún sagðist vilja hafa nokkurn
fyrirvara á því að þessi áætlun gengi
eftir. Fasteignaviðskipti væru búin
að vera mjög blómleg að undan-
förnu. „Það eru mjög margir þættir
sem mynda eftirspurn eftir fasteign-
um. Meðal þess sem skiptir máli eru
vaxtastig, atvinnustig og þarfir fjöl-
skyldna til að minnka og stækka við
sig húsnæði. Það er óvissa í öllum
spám og ég held að fasteignasalar
séu almennt mjög bjartsýnir. Það er
töluvert að gera hjá okkur.“
Afföll á húsbréfum
hafa minnkað
Afföll á húsbréfum hafa verið að
minnka og eru núna á milli 5 og 6%.
Fyrri hluta ársins voru afföllin 8–
10% og mest voru þau um miðjan
marsmánuð þegar þau fóru upp fyrir
12%. Á síðasta ári voru þau lengi 10–
12%.
„Að jafnaði hafa minni afföll já-
kvæð áhrif á fasteignamarkaðinn,“
sagði Guðrún. „Afföll hafa verið
nokkuð mikil á undanförnum mán-
uðum og á þeim tíma hafa viðskipti
verið mikil. Fólk virðist því horfa
framhjá þessu. Í mörgum tilvikum
ganga húsbréf áfram í viðskiptum á
fullu verði. Það eru ekki afföll í hvert
sinn sem viðskipti fara fram. Afföll
hafa vissulega áhrif, en mér finnst
stundum að það sé of mikið gert úr
því. Það gleymist stundum að ef þú
selur eign og færð greitt í húsbréfum
getur þú farið og keypt þér aðra eign
og notað húsbréfin áfram.“
Stefnir í 20%
meiri sölu á
fasteignum
Á ÞESSU ári hafa 108 útlendingar
óskað eftir hæli hér á landi og eru það
næstum tvöfalt fleiri en allt árið í
fyrra. Þá sóttu 53 um hæli og þeir
voru 24 árið 2000. Enginn þeirra hef-
ur fengið hæli á Íslandi en nokkrir
hafa fengið dvalarleyfi af mannúðar-
ástæðum.
Gríðarleg fjölgun Rúmena sem
hafa leitað hælis vekur athygli. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Útlendinga-
eftirlitinu voru þeir fimm í fyrra en
eru nú 44 og munar þar mestu um tvo
hópa rúmenskra sígauna sem hingað
komu í sumar. Fimmtungur hælisleit-
enda eru Rússar eða íbúar Sovétríkj-
anna fyrrverandi.
Spurður um skýringu á fjölguninni
segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Útlendingaeftirlitsins, að þátttaka Ís-
lands í Schengen hafi augljóslega ein-
hver áhrif. Þá hafi Danir hert reglur
varðandi hæli verulega og sú ákvörð-
un hafi áhrif á öðrum Norðurlöndum.
Fjögurra manna fjölskylda frá
Slóvakíu hefur búið hjá Hjálpræð-
ishernum frá því hún sótti um hæli á
Íslandi fyrir rúmlega mánuði. Fjöl-
skyldan bjó í um eitt ár í Finnlandi en
sótti síðan um hæli í Hollandi. Þar
bjuggu þau í um 2½ ár áður en þeim
var vísað úr landi. Frá Hollandi komu
þau til Íslands. Ludmila segir að sí-
felldir flutningar hafi fengið mest á
syni þeirra tvo, þá Lukas og Maros.
Skólaganga þeirra hafi verið brokk-
geng og erfitt fyrir þá að eignast vini.
Þeir hafi þó sótt skóla í Finnlandi og
Hollandi og stundað íþróttir. Þær
fréttir bárust í gær að þeir hefðu
fengið inngöngu í móttökudeild Há-
teigsskóla. Aðspurð segjast Marian
og Ludmila ekki vera sérlega bjart-
sýn á að þau fái hæli hér á landi og
bæði lögregla og Útlendingaeftirlit
hafi tjáð þeim að engar líkur væru á
því. „Við ætlum samt að reyna.“
Tvöfalt fleiri hælis-
leitendur en í fyrra
Lítil von um hæli en fjölskylda frá
Slóvakíu ætlar samt að reyna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjónin Marian Varga og Ludmila Vargova og synir þeirra Lukas og Maros hafa búið hjá Hjálpræðishernum.
STOFNAÐ 1913 258. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 mbl.is
Afrakstur
tuttugu ára
Lars Saabye Christensen um
verðlaunasöguna Halvbroren 30
Fyrsta regla: Mynd má ekki
vera leiðinleg 10
Maðurinn með
boðskapinn
Hörður Torfason hefur spilað
fyrir fólkið í þrjátíu ár B2
SÆNSK stjórnvöld hafa
ákveðið að fresta gildistöku
boðaðs banns við fiskveiðum í
lögsögu Svíþjóðar í Eystra-
salti að minnsta kosti fram í
marz á næsta ári. Var frest-
unin ákveðin í því skyni að
veita nægjanlegt svigrúm til
viðræðna um ráðstafanir til að
bæta útgerðarmönnum upp
skaðann sem bannið mun
óhjákvæmilega valda.
Jafnaðarmenn, sem sitja
einir í minnihlutastjórn, náðu
síðla föstudags samkomulagi
um frestun bannsins við litlu
vinstriflokkana tvo sem styðja
hana. Upprunalega átti bann-
ið að taka gildi 1. janúar næst-
komandi, en það var eitt af
skilyrðunum sem Græningja-
flokkurinn setti fyrir áfram-
haldandi stuðningi við stjórn-
ina, er um hann var samið
eftir þingkosningarnar 15.
september sl.
Græningjar segja bannið
nauðsynlegt til að forða
þorskstofnunum í Eystrasalti
og Norðursjó frá útrýmingu
og þeir hafa jafnframt talið
óþarft að bíða þess að fjöl-
þjóðlegt samkomulag náist
um róttæka takmörkun veið-
anna. Talsmenn útvegsins í
Svíþjóð vísa því á bug að of-
veiði sé stunduð innan
sænsku lögsögunnar.
Svíar fresta
veiðibanni
Stokkhólmi. AP.
BREZKA seglskútan GBR Challenge klýfur öldurnar á sjöunda
degi keppninnar um Louis Vuitton-bikarinn á Hauruki-flóa við
Auckland í Ástralíu í gær. Sú áhöfn sem vinnur Louis Vuitton-
bikarinn mun í febrúar keppa við lið Nýsjálendinga um Am-
eríkubikarinn, eftirsóttustu verðlaunin í kappsiglingum.
Reuters
Áskorun í Ástralíu
kanna hvort ástæða væri til að
gefa út ákæru um manndráp
af gáleysi, þótt enn væri óvíst
gegn hverjum slík ákæra
myndi beinast.
Harmi slegnir þorpsbúar
hafa krafizt þess að fá skýr-
ingar á því hvers vegna skóla-
húsið hrundi en flest eldri hús
stóðu skjálftann af sér. Reiði
íbúanna beinist m.a. að þing-
mönnum kjördæmisins vegna
meintrar meðábyrgðar þeirra
á því að skólabyggingin var
eins léleg og raun bar vitni.
ÍTÖLSK yfirvöld hófu í gær
sakarannsókn á hruni barna-
skóla í þorpinu San Giuliano
di Puglia á Suður-Ítalíu. Skól-
inn hrundi í jarðskjálfta á
fimmtudag og 26 börn og þrír
fullorðnir fórust.
Nær öll fórnarlömbin
krömdust undir er skólabygg-
ingin hrundi í skjálftanum,
sem mældist 5,4 á Richt-
erskvarða að styrkleika.
Maria Teresa Perna um-
dæmissaksóknari greindi frá
því í gær að yfirvöld væru að
Reiði meðal íbúa ítalska þorpsins
þar sem barnaskólinn hrundi
Róm, San Giuliano di Puglia. AFP.
Ákært vegna
skjálftatjóns?
Hrönn úr
skóm drekans