Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1837 hefur Jón dvalið 4 ár í Kaupmannahöfn. Fyrstu skref hans í formlegu félagslífi Kaup- mannahafnar-Íslendinga er inn- ganga í Hafnardeil Hins íslenska bókmenntafélags. J ón Sigurðsson er smám saman að komast á mikið flug í marg- víslegum félagsstörfum. Ekki fer sögum af því hvort hann tekur þátt í skemmtanalífi að sama skapi. Í næsta herbergi við hann á þriðja gangi býr Páll Mel- steð en Jónas Hallgrímsson er nú fluttur út, hann er búinn með sinn tíma á Garði. Í stað hans er Þor- steinn Jónsson fluttur inn til Páls. Til eru dagbókarfærslur Páls Mel- steðs í febrúar 1837 og þá stundar hann samkvæmislífið af kappi. Þrisvar sinnum í þessum mánuði stendur í dagbókinni „dans hjá Veyle“. Kannski hefur hann verið að læra dans hjá Veyle þessum en Páll er mjög áhugasamur um tón- list. Þá er hann á balli hjá Hemmert og öðru sinni á grímu- balli á Enighedsværn. Hvort Jón Sigurðsson hefur tekið þátt í öllu þessu útstáelsi er ekki vitað en þeir Páll urðu ævivinir. Andreas Hemmert er meðeigandi í versl- unarfyrirtækinu Ørum og Wulff sem hefur mikil umsvif á Íslandi og er íslenskur að móðurkyni. Hann býr í Nýhöfn 14 þar sem eru höf- uðstöðvar Ørum og Wulff og hefur töluverð samskipti við aðra Íslend- inga, á meðal annars eftir að sitja með Jóni Sigurðssyni í stjórn Bók- menntafélagsins. Ekki er ólíklegt að Jón hafi farið með Páli Melsteð á ballið heima hjá Hemmert 5. febrúar 1837. Annars er ekki að vita hvað þeir vinirnir hafa verið að bralla saman á síðkvöldum en það hefur verið sitthvað eins og er glaðra stúdenta háttur. Miðstöð skemmtanalífsins Ein helsta skemmtun Kaup- mannahafnarbúa er að fara í Kon- unglega leikhúsið við Kóngsins Nýjatorg sem ennþá er eina leik- húsið í borginni. Leikhúsið er mið- stöð skemmtanalífsins. Betri borg- arar eru vikulegir gestir og hafa börnin sín með sér. Vitað er að Jón Sigurðsson fer oft í leikhús. Hægt er að fá ódýra miða og standa í mannþröng uppi á efri svölum bakatil. Það nota íslensku stúdent- arnir sér óspart. Í Konunglega leikhúsinu eru ekki aðeins færð upp leikrit heldur einnig óperur, ballettar og „vaude-villur“. Allt þetta er mikið nýnæmi fyrir Ís- lendinga. Páll Melsteð segir í end- urminningum sínum: „Oft fór ég í leikhúsið (Kongelige theater) í Kaupmannahöfn því að það var, eins og yfirskriftin segir yfir fortjaldinu fyrir framan sen- una, „Ej blot til Lyst“; þar mátti margt sjá og heyra; þar fékk ég að sjá og heyra sanna list, sanna íþrótt, þar æfðist tilfinning, eða réttara sagt, þar vaknaði til fullrar meðvitundar sú tilfinning hjá mér, sem mér var meðfædd en legið hafði í dái, tilfinning fyrir því fagra; þar opnuðust eyru mín fyrir músík, á fögrum hljóðfæraslætti, fögrum söng. Ég fór sjálfur að skilja músíkina, sem ég skildi ekki áður. Og eftir því sem á leið, fór mér að þykja mest ánægja að heyra operaer og Mozarts músík set ég efst af öllu sem ég heyrði í þá átt ...“ Tónsmíðar Mozarts eru eftirlæti Kaupmannahafnarbúa. Þeir telja sig eiga nokkuð í tónskáldinu því að ekkjan, Constanze, giftist danska sendiherranum í Vín, G. N. Nissen, eftir andlát Mozarts 1791 og bjó síðan í Kaupmannahöfn. Það gengur á ýmsu með íslensku stúdentana í Kaupmannahöfn. Í febrúar 1837 verður Stefán Eiríks- son frá Djúpadal í Skagafirði, sem er kominn að lokaprófi í lögum, fárveikur. Hann er fluttur á Frið- riksspítala og skiptast tveir stúd- entar, Gísli Hjálmarsson lækna- nemi og Jón Sigurðsson, á að vitja hans í veikindunum. Stefán var rit- ari hjá Steingrími biskupi á undan Jóni og þeir þekkjast frá því í Reykjavík. Stefán deyr í apríl og er banameinið talið lifrarveiki. Það verður úr að Jón Sigurðsson tekur að sér að hafa allan veg og vanda af útförinni og sjá um formsatriði í sambandi við dánarbúið. Og enn einu sinni standa stúdentarnir ber- höfðaðir í Assistentskirkjugarði yf- ir opinni gröf. Aðrir kunna ekki fótum sínum forráð. Páll Melsteð er til dæmis að baksa við að koma Gísla Ísleifs- syni, frænda sínum, heim sumarið 1837. Hann segir í bréfi til föður síns: „Ég gat fengið frænda minn til að fara heim og þótti mér ekki lítið vænt um það því þar getur orð- ið eitthvað úr honum en hérna ekkert og ég er viss um að hann hagar sér vel heima þar sem hann á ekki kost á að slarka. Fyrir hvern mun, hann má ekki koma hingað aftur. Nú þykist hann ætla að gjöra það og passinn hljóðar svoleiðis. En það marka ég nú ekki. Það ætlaði ekki að ganga svo vel að fá hann héðan því einn restauratör [veitinga- maður], Andersen, ætlaði að leggja beslag [hald] á passann hans. Hann skuldar þeim manni rúma 22 rd. Ég fékk þann mann til þess að vera þolinmóðan til hausts- ins en þá hef ég lofað honum upp á æru og trú að hann skuli fá pen- ingana. Sama hef ég sagt öðrum kreditorum [lánardrottnum] ...“ Þó að Jón Sigurðsson eigi það til að sletta úr klaufunum gætir hann sín vel á því að slá ekki slöku við störf sín. Hann er á kafi í fornum fræðum og ætlar sér ekki af. Þau eru öðrum þræði orðin full vinna hans og duga líka til að forða hon- um frá óhóflegri skuldasöfnun sem margir íslenskir stúdentar lenda í, jafnvel þeir sem hafa fjárhags- stuðning að heiman. Sífellt hlaðast á hann meiri störf. Eitt langt bréf hefur varðveist frá honum frá árinu 1837 og er það til Svein- bjarnar Egilssonar. Þar kemur fram að hann er sem fyrr að skrifa upp handrit fyrir Sveinbjörn á veg- um Árnanefndar. Ennfremur er hann að lesa prófarkir fyrir Forn- fræðafélagið og nú hefur hann þar að auki ráðið sig í vinnu hjá Vís- indafélagi Dana, Det kongelige danske Videnskabernes Selskab, sem hyggst gefa út danskt forn- bréfasafn (Regesta diplomatica hi- storiæ Danicæ). Það eru þeir Finn- ur Magnússon og prófessor Madvig, kennari Jóns, sem standa fyrir því að hann fær þá vinnu. Hún felst í því að skrifa upp gömul skjöl og gera efnisútdrátt úr þeim. Vinnan fyrir Vísindafélag Dana á eftir að verða Jóni drjúg tekjulind á næstu árum. Síðast en ekki síst er Jón vakinn og sofinn í að starfa fyrir Hið ís- lenska bókmenntafélag og veltir því mjög fyrir sér hvernig megi efla það sem mest. Hann telur að enginn nema Finnur Magnússon geti rifið félagið upp en hann sé að vísu ófáanlegur til þess að verða forseti þess. Jón telur sleifarlag hjá félaginu á prentun bóka og allt of fáir umboðsmenn fyrir það séu heima á Íslandi með þeim afleið- ingum að of lítið seljist af bókum þess. „Safna gersimum íslenskum“ Jón Sigurðsson er sjálfur farinn að safna bókum af kappi sem á eft- ir að verða ástríða hans alla ævi. Í þær fer drjúgur skildingur sem eykur enn á fjárþörf hans. Hann segir þó í bréfi sínu til Sveinbjarn- ar að sér farist ekki að kvarta, einkum þar sem hann hafi fengið allar útgáfubækur Árnanefndar ókeypis og nefndin auk þess fært sér Sæmundar-Eddu í útgáfu Gyld- endals. Og Jón bætir við: „Prófessor [Finnur] Magnusen var mér þar góður haukur í horni, eins og hann alltaf hefir verið mér sérlega ástúðlegur í öllu; Rafn hef- ir víst og svo gjört hvað hann gat. Þér sjáið að ég [er] farinn að koma upp bibliotheki [bókasafni] í ís- lenzkunni.“ Einmitt þetta ár er Jón Sigurðs- son kominn í reikning hjá einni helstu bókaverslun Kaupmanna- hafnar. Það er gyðingurinn P. G. Philipsen sem rekur hana á Gauta- götu 335 (síðar nr. 39). Meðal þess sem Jón kaupir og kemur fyrir á reikningum hans á árinu eru bæk- ur á frönsku og ensku um sögu, málfræði og ferðalög. Einnig rit Voltaires. Áhugi Jóns á söfnun fornminja og gamalla handrita er einnig vaknaður. Hann er safnari af Guðs náð. Í fyrrnefndu bréfi til Svein- bjarnar segir hann: „Hitt annað sem mig langar til að tala við yður um er það að ég óskaði [að] einhver vildi gangast fyrir að safna gersimum íslenskum, bæði fornaldarleifum og gömlum bréfum og skræðum, eins og allra handa nýrri excerpter [útdráttum] til Íslands sögu og annars fleira svo allt þvílíkt ekki kæmist í út- lendra hendur ...“ Sjálfur á hann áður en yfir lýkur eftir að verða einn mesti handrita- og fornbókasafnari Íslands fyrr og síðar. Steingrími Jónssyni biskupi, sem er velgerðarmaður Jóns heima á Íslandi, er um og ó. Hann óttast að Jón ætli sér um of í vinnu og bóka- grúski og honum muni því ekki takast að ljúka prófi. Þetta kemur fram í bréfi til hans í ágúst 1837: „Þú getur í koll þanka minna, Sívertsen minn góður! Hvað gengur þér undir þitt examen [próf], þegar Bókmenntafélagið, A. Magnæanska nefndin og Fornfræðafélagið er þér svo ríkt í huga? Þú játar fyrir mér Bókakafli Jón Sigurðsson hefur verið kallaður þjóðhetja og forseti og sagður „sómi Íslands, sverð þess og skjöldur“. Fæðingardagur hans er þjóðhátíðardagur landsmanna, en hver var þessi Vestfirðingur sem tók að sér að leiða þjóðina til sjálfstæðis? Guðjón Frið- riksson ritar sögu Jóns og er hér er gripið niður í köflum er snúa að félagsstörfum og menningarlífinu í Kaupmannahöfn. Jón Sigurðs- son í Kaup- mannahöfn Austurgata opnast út á Kóngsins Nýjatorg. Á stofuhæðinni í húsinu neðst við götuna til hægri var til húsa veitingamað- urinn Gianelli sem Íslendingar kölluðu Njál sín í milli. Tískuverslanir til vinstri. Mynd frá um 1840. Hægt var að fá ódýra miða í Konunglega leikhúsið og standa í mannþröng uppi á efri svölum baka til. Það notfærðu íslensku stúdent- arnir sér óspart. Tveir vel hífaðir koma úr einni af hin- um mörgu kjallarakrám í Kaup- mannahöfn árið 1834. Íslenskir stúd- entar höfðu orð á sér fyrir slark og óreglu. Elsta myndin sem til er af Jóni Sigurðssyni. Hún er máluð haustið 1837 er hann er 26 ára af listmálaranum F. C. Camradt. Myndina sendi Jón Ingibjörgu til staðfestingar ástar sinnar á henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.