Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BREIDDIN í safninumyndar eins konar blæ-væng. Hver og einkvennanna er einstökmeð sína einstöku upp- lifun að baki. Það sem einni finnst inngrip, finnst annarri líkn. Eitt eiga þær þó allar sameiginlegt; þær vilja láta hlusta á sig og finna að tekið sé mark á skoðunum þeirra. Ef hægt er að tala um nið- urstöðu nær „Ljáðu mér eyra“ því líklega best,“ segir Margrét Jóns- dóttir einn fjögurra ritstjóra bók- arinnar Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð – fæðingarsögur ís- lenskra kvenna. Hinar ritstýr- urnar eru Eyrún Ingadóttir, Sóley Tómasdóttir og Svandís Svav- arsdóttir. Margrét rifjar upp að safnið eigi sér talsverðan aðdraganda þó að vinnuskorpan hafi fyrst hafist í vor. „Hugmyndin um að safna saman fæðingarsögum íslenskra kvenna kom upp í hópi okkar fjög- urra vinkvennanna fyrir nokkuð löngu. Nám, störf og barnauppeldi urðu þó til þess að vinnan fór fyrst á skrið með hækkandi sól í vor. Fullar af eldmóði auglýstum við eftir fæðingarsögum íslenskra kvenna í Kastljósi, útvarpi og með því að láta tölvupóst ganga á milli kvenna,“ segir Margrét og tekur fram að erindið hafi víðast hvar fengið jákvæðar undirtektir. „Sögurnar létu samt á sér standa til að byrja með,“ heldur Eyrún Ingadóttir, annar ritstjóri bókarinnar, áfram. „Við vorum bara komnar með 20 sögur þegar við skrökvuðum að Kristjáni hjá Forlaginu að við værum komnar með 60 sögur. Allt fór þó vel að lokum því að á skömmum tíma blés sagnabumban út og taldi 70 sögur áður en yfir lauk. Sögurnar í bók- inni komu frá konum alls staðar af að landinu með ólíka reynslu að baki. Rétt er að taka fram að flest- ar konurnar skrifuðu sögur sínar sjálfar. Við fórum yfir textana og skráðum nokkrar sögur því ekki treystu allar konurnar sér til að skrá þær sjálfar.“ Hver saga einstök Margrét leggur áherslu á að hver saga sé einstök. „Með bókinni erum við að færa sögur úr munn- legri geymd yfir á bókmál. Fæð- ingarsögur hafa gengið á milli kvenna í ýmsum lokuðum kvenna- hópum. Nú er hægt að ganga að 70 slíkum sögum í einni bók og draga ályktanir um líðan fæðandi kvenna. Lesandinn fær ákveðna innsýn í hvernig hverri konu leið og hvaða viðbrögðum hún mætti af hálfu heilbrigðisyfirvalda, ætt- Konur með einn í út- víkkun fá enga samúð er óvenjulegur titill á 70 fæðingarsögum ís- lenskra kvenna. Anna G. Ólafsdóttir varð margs vísari eftir að hafa spjallað við tvo af fjórum ritstjórum bók- arinnar – þær Margréti Jónsdóttur og Eyrúnu Ingadóttur. Sagnabumban blés út Morgunblaðið/Jim Smart Eyrún Ingadóttir og Margrét Jónsdóttir: „Við erum bara skilaboðaskjóður, söfnum saman reynslusögum til að fleiri geti grætt á þeim.“ KONAN í titilsögunni fær verki á 15 mín. fresti og hringir á fæðing- ardeildina að kvöldlagi. Henni er sagt að taka panódíl og bíða róleg. Verkirnir halda áfram með jöfnu millibili alla nóttina. „Svo heppilega vildi til að ég átti tíma í mæðraskoðun þá um morg- uninn. Ég dreif mig af stað og bað ljósmóðurina mína að skýra þetta ástand. Hún þóttist sjá það á skrykkjóttu og sársaukafullu göngulagi mínu að nú væri ég senni- lega komin af stað. Þegar ég sagði henni að svona hefði ástandið verið í rúma tólf tíma hvatti hún mig til að kíkja upp á deild og spjalla við ljós- mæðurnar þar. Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar, mig hafði einmitt langað að gera það allan tímann, hafði bara verið of feimin við kon- una í símanum sem mælti með panódílinu. Hún hafði jú ekkert tal- að um hvað ég ætti að bíða róleg lengi. Nú gæti ég sagt að ljósmóð- irin í mæðraskoðun hefði sent mig og það hlaut að vera löglegur að- göngupassi, sama hversu langt væri á milli verkja. Á fæðingardeild Landspítalans var tekið hlýlega á móti mér. Ljós- móðirin sem sinnti mér fyrst um sinn setti mig í monitor og las svo í krafsið sem út úr honum kom. Síðan mældi hún útvíkkunina sem mér til mikillar skelfingar reyndist vera einn sentimetri. Einn einasti senti- metri! Einn á skalanum einn til tíu! Það fór hrollur um mig. Ég vissi það alveg að konur með einn í útvíkkun fá enga samúð. Ég vissi að með einn í útvíkkun yrði ég send heim með meira panódíl. Ef fæðingin gengi áfram á þessum hraða, gæti ég átt von á barninu í heiminn eftir 6–10 daga.“ Um miðja næstu nótt á fæðing- ardeildinni er greinilegt að ekki er allt með felldu. „Læknirinn kom og kíkti á okkur. Hann og ljósmóðirin pískruðu sam- an við rúmstokkinn hjá mér á latínu og grísku sem Sesar og Sókrates hefðu mátt vera stoltir af. Ég skildi ekkert af því sem fram fór þrátt fyr- ir að leggja mig alla fram. Ég þorði samt ekki að trufla þennan mikil- væga fund, heldur beið þess að ein- hver myndi snúa sér að mér og út- skýra. Að lokum kom læknirinn til mín og kynnti sig. „Það lítur út fyrir að það sé eitthvert vandamál með súrefnisflæðið til barnsins. Þú ert nú komin með fjóra í útvíkkun og átt sennilega eitthvað um sex klukkustundir eftir. Barnið á hins vegar sennilega ekki nema þrjár klukkustundir ólifaðar með þessu áframhaldi. Við myndum vilja fram- kvæma keisaraskurð. Hvað segir þú um það?“ Ég varð orðlaus í stutta stund. Undanfarna níu mánuði hafði ég leitað fróðleiks um það ferli sem ég var nú að ganga í gegnum til að geta nýtt mér hann ákvarðanatöku í fæðingunni. Alls staðar hafði ég rekið mig á veggi og þeir valkostir sem mér virtust standa til boða voru bæði óskýrir og umdeildir. Þá birtist skyndilega á ögurstundu, þessi læknir sem býður mér að velja hvort barnið lifi eða deyi! Ég gat hreinlega ekki staðist þessar aðstæður. Í prakkaraskap mínum varð ég að fá að vita hversu raunverulegur þessi valkostur væri. „Sjáðu nú til,“ sagði ég alvarleg í bragði. „Frá fyrstu mánuðum með- göngu hef ég borið á mig sérstakt krem á hverjum degi til að varna því að húðin á bumbunni slitni. Mér finnst það verk til lítils unnið ef ég á svo að vera með risastórt ör þvert yfir kviðinn. Ég verð að segja nei við þessu.“ Ljósmóðirin og læknirinn litu hvort á annað, aftur á mig, og svo aftur á hvort annað. Eiginmaður minn, sem er lítið gefinn fyrir ves- en, flissaði vandræðalega og hefur sjálfsagt aldrei skammast sín jafn mikið fyrir mig og bjánahúmorinn minn. „Þetta er spurning um líf og dauða,“ sagði læknirinn af festu. „Barnið mun ekki lifa af eðlilega fæðingu.“ Ég vissi að það þýddi ekkert fyrir mig að þræta við hann. Þessi val- kostur var ekki raunverulegur og við vissum það öll. En í fjórar sek- úndur tókst mér að telja sjálfri mér trú um að það væri ég sem væri við stjórnvölinn. Það var líka alveg þess virði þótt ekki væri nema til að sjá svipinn á þeim.“ Fæðing án meðgöngu Unga konan í sögunni er bakveik og finnur fyrir heiftarlegum bak- verk laugardagskvöld eitt haustið 2001. „Um tíuleytið á sunnudags- morgninum vakti ég Jónda og var alveg frá af verkjum. Við bjuggum á þessum tíma hjá foreldrum hans og hann vakti mömmu sína. Hún, rögg- söm að vanda, sendi okkur upp á slysamóttöku Borgarspítalans. Læknir, sem hafði unnið á fæðing- ardeild Landspítalans áður en hann fór á slysamóttökuna, „skoðaði“ mig og spurði hvort ég væri ófrísk. Ég neitaði því og hann sagði að ég væri of feit. Hann sendi mig heim með laxerolíu og töflur sem heita nobligan og eru mjög sterkar verkjatöflur. Heima tók ég eina töflu en þar sem ég var svo slæm í bakinu treysti ég mér ekki til að laxera. Ég sofnaði í u.þ.b. klukku- tíma og vaknaði þá með svo hræði- legan verk að ég grét. Tengda- mamma hringdi þá upp á slysadeild, fékk að tala við lækninn og krafðist þess að hann skoðaði mig aftur. Hún var viss um að ég væri með æxli sem væri að springa inni í mér. Læknirinn maldaði í móinn, endur- tók það sem hann hafði sagt við mig en samþykkti svo að taka aftur á móti mér ef hann hefði tíma, annars myndi einhver annar skoða mig. Þegar þangað kom spurði hann mig aftur hvort ég væri ekki ólétt. „Nei, ég er það ekki,“ sagði ég og sagði honum að aðeins þrír dagar væru frá síðustu blæðingum. Lækn- irinn lét mig leggjast upp á bekk, ýtti á kviðinn og sagði svo við okkur Jónda að koma með sér upp á næstu hæð. Þegar þangað kom sagði hann Jónda að bíða og fór með mig í her- bergi þar sem hann lét mig í sónar. Svo sagði hann: Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð Magi á ófrískri konu. Bókakafli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.