Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AUK þess að gefa Íslendingum og er- lendum ferðamönnum tækifæri til að skemmta sér er tilgangur Iceland Airwaves að kynna íslenskar hljóm- sveitir fyrir fulltrúum erlendra út- gáfufyrirtækja. Leigh Lust er yfir- maður hjá nýliðunardeild Elektra, eða A&R deildinni eins og hún jafnan kallast, og hefur mætt á allar fjórar Airwaves-hátíðirnar. Reyndar kom hann fyrst til landsins í mars árið 1999. „Við komum sjö eða átta hingað. Lentum í Keflavík og fórum beint á Akureyri þar sem við eyddum tveim- ur kvöldum. Síðara kvöldið voru tón- leikar með Dead Sea Apple og Toy Machine en við komum hingað vegna tónleikanna,“ útskýrir Leigh og bætir við að í kjölfarið hafi fulltrúar Flug- leiða og fleiri komið saman. Niður- staðan varð sú að grundvöllur væri fyrir tónlistarhátíð þar sem plötufyr- irtækjum og íslenskri tónlist væri boðið í eina sæng og var fyrsta Air- waves-hátíðin haldin í október sama ár. Leigh hefur starfað í A&R-deild Elektra í fimm ár. „Trúðu mér, það er langur tími í þessum bransa,“ segir hann. Starfið krefst mikils af Leigh og öðrum í sama geira og segir hann að þetta sé hreinlega lífsstíll fremur en hefðbundið starf. Hann vinnur all- an daginn á skrifstofu Elektra í Rockefeller Plaza í New York við margvísleg störf. Deginum lýkur þó ekki þegar hann kemur heim því í stað þess að setjast fyrir framan sjón- varpið eins og svo margir, heldur hann út á kvöldin til að fylgjast með nýjustu hljómsveitunum. „Enginn dagur er eins. Það fer eftir því hvar þú ert staddur í verkefni, hvort þú ert að vinna í plötu, sem er að koma út, eða í kappsfullri leit að nýrri hljómsveit. Til dæmis er ég núna að reyna að fá samning við Yeah Yeah Yeahs en mörg önnur útgáfu- fyrirtæki eru einnig á eftir þeim,“ segir Leigh. „Stundum langar mig bara heim að sofa en verð kannski að fara að sjá eina hljómsveit klukkan tíu og aðra á miðnætti. Þá verður maður að mæta á staðinn því allir hinir eru þar. Kost- urinn er hinsvegar sá að starfið er sí- breytilegt og mér leiðist aldrei,“ bæt- ir hann við. Grafið eftir gulli „Tilgangurinn er að uppgötva hljómsveitir á undan öðrum því ef beðið er þar til þær verða þekktar eru meiri peningar í spilinu.“ Leigh leitast eftir að ná samningi við hljómsveitir sem hann telur að geti selt á milli 500 þúsund, sem er gullplötusala, og milljón plötur í Bandaríkjunum. „Mjög fáar hljóm- sveitir ná síðan þessu takmarki,“ seg- ir hann og útskýrir að mikil vonbrigði fylgi einnig starfinu. Leigh fylgist einna helst með rokk- hljómsveitum þótt hann sé ábyrgur fyrir því að hafa kynnt dansvænu Ástralana í Avalanches fyrir Banda- ríkjamönnum. Bandaríska rokksveit- in Remy Zero, sem kom á Airwaves, og Stereolab, sem spilaði nýlega hér- lendis, eru báðar á vegum Leigh og Elektra í Bandaríkjunum. Hann nefnir Faultline og Socialburn, sem nýrri hljómsveitir á samningi, er hann hefur verið að fylgjast með og vert sé að athuga. Leigh er ánægður með Iceland Airwaves. „Mér finnst hátíðin frábær. Hún kemur íslenskri tónlist vissulega í sviðsljósið.“ Leitin að nýja smellin- um frá Íslandi heldur áfram en Leigh segir að fólk þekki almennt Björk, Sigur Rós, Quarashi, múm og Leaves. Leigh hreifst af nokkrum íslensk- um hljómsveitum á nýliðinni Air- waves-hátíð. Hann nefnir Singapore Sling, Orgelkvartettinn Apparat, Vínyl og Jagúar. Hann segir að með því að lofa eina hljómsveit sé hann ekki að útiloka aðra og minnist á þá augljósu staðreynd að hann hafi ekki náð að sjá allt. „Ég missti af Silt (Botnleðju). Allir, sem ég þekki sögðu þá hafa verið frábæra. Ég sá líka bara síðasta lagið með Mínus, sem var framúrskarandi. Ég vildi að það væru til þrjú eintök af mér!“ Miðað við hversu þétt dagskráin var er ekki ólíklegt að það þyrfti að lágmarki þrjá Leigh til að komast yfir allt. Ólík hátíðinni í fyrra „Hátíðin í ár var ólík hátíðinni í fyrra að því leytinu til að þá setti 11. september strik í reikninginn. Þá voru engir stórir tónleikar heldur fleiri smærri bönd, sem ná ekki að fylla íþróttahús. Fyrstu tvö árin var síðan ein hljómsveit aðalnúmerið á stórum tónleikum. Ég verð að segja að meiri spenna lá í loftinu í fyrra þeg- ar stöðugt var hægt að flakka á milli tónleikastaða,“ segir hann og minnist á að á tónleikunum í Laugardalshöll- inni í ár hafi fleiri stór nöfn komið við sögu en áður. „Ef þér líkaði ekki ein hljómsveitin varstu í raun svolítið fastur þarna. Ég skil samt að það sé erfitt að höfða til íslensks almennings og erlendra gesta í senn.“ Hann leggur áherslu á að hann sé þrátt fyrir það sérlega ánægður með hátíðina í heild. Hann segir hátíðina enn í mótun og því sé alltaf svigrúm til að gera betur. Stundvísir Íslendingar Leigh er ánægður með tímasetn- ingarnar á Airwaves og segir þær hafa staðist vel. Slæmt er fyrir mann í hans starfi þegar tímasetningar riðl- ast og segist hann margoft hafa lent í því á tónlistarhátíðum í Bandaríkjun- um. „Tímasetningarnar stóðust, hljóðið var alls staðar gott, þetta var vel gert,“ segir Leigh, sem ætlar að sjálfsögðu að koma aftur. Þangað til ætlar hann að halda sambandi við ein- hverjar þær hljómsveitir er vöktu áhuga hans en margar leiðir eru fyrir hendi til að koma þeim á framfæri í Bandaríkjunum. „Sumar hljómsveitir gætu hagnast á því að koma út hjá minni, sjálfstæðum útgáfum fyrst og selja svona 20 til 50 þúsund eintök og fá einhvern pening í vasann,“ segir hann. Til útskýringar segir hann að Elektra hafi minni útgáfur á sínum vegum auk þess, sem hægt sé að gera sérstaka samninga við hverja hjóm- sveit. „Þegar hljómsveitirnar hafa selt til dæmis 100 þúsund eintök gríp- ur Elektra aftur inní,“ segir hann og gefur þannig innsýn í innviði hljóm- plötuútgáfu í Bandaríkjunum, sem líkist hreinasta frumskógi fyrir ís- lenskan blaðamann. Björk, Sigur Rós, Quarashi, múm, Leaves og ? Ekki er enn ljóst hvort nýir synir eða dætur íslensku tónlist- argyðjunnar hafi komið í stóra heim- inn á hátíðinni í ár. Hins vegar er nokkuð ljóst að möguleikar íslenskrar tónlistar til útflutnings eru nokkrir. Bjóðum Leigh og félaga hans vel- komna í hóp Íslandsvina. Leigh Lust, útsendari frá útgáfurisanum Elektra, var á Airwaves Morgunblaðið/Þorkell Leigh Lust starfar hjá útgáfufyrirtækinu Elektra í Bandaríkjunum við leit að nýjum og efnilegum hljómsveitum. Velkominn Íslandsvinur Yfirmaður hjá nýliðunardeild bandaríska útgáfufyrirtækisins Elektra, Leigh Lust, er einn þeirra sem hefur sótt Iceland Air- waves-tónlistarhátíðina frá upphafi. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um ný- afstaðna hátíð, íslensku hljómsveitirnar og plötubransann. ingarun@mbl.is Starstruck (Með stjörnur í augum) Gamanmynd Bandaríkin, 1998. Skífan VHS. 94 mín. Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: John Enbom. Aðalhlutverk: Jamie Kennedy, Loren Dean, Bridgette Wilson og Carmen Electra. GEORGE er einn af mörgum blönkum íbúum Hollywood sem dreymir um að verða ríkur og frægur. Hann skrifar handrit á nóttunni en gegnir gráleitu skrifstofustarfi á dag- inn. Dag einn hittir George þekktan ungleikara í boði og fara þeir á rúnt- inn saman. Bindur George miklar von- ir við það að vera nú kominn inn í klík- una, og gleðst mjög yfir því að vera orð- inn kunningi leikar- ans þekkta. Í kjöl- farið fylgir skemmtileg at- burðarás þar sem horft er upp á þá blekkingarmynd sem Georg býr sér til af vinskap sín- um við leikarann. Sá er nefnilega á hraðri niðurleið í metorðastiganum í Hollywood sökum almennrar heimsku og er fyrst og fremst að nota hinn vongóða George. Jamie Kenn- edy er fínn í hlutverki sakleysingjans Georges, sem er einnig á mörkum þess að vera sjúklega upptekinn af því að koma sér á framfæri. Þá er búin til skemmtileg persóna í kringum „fræga“ leikarann, sem á nokkur vinsæl hlutverk að baki og lif- ir á unglingafrægð sinni. Botninn dettur hins vegar smám saman úr myndinni þegar á líður, og stendur framvindan ekki undir þeim áhuga- verðu aðstæðum sem byggðar eru upp í byrjun. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Vinur í raun ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.