Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FALCON og Jane Scott eru hér í boði Áhugahóps um verndun Þjórsárvera. Þau munu kynna sér Þjórs- árver eftir því sem kostur er á þessum árstíma og hitta áhugafólk um vernd- un veranna. Falcon Scott mun einnig ávarpa opinn fund til stuðnings Þjórs- árverum sem haldinn verð- ur í Austurbæjarbíói að kvöldi 4. nóvember nk. Þetta er fyrsta heimsókn Jane hingað til lands en Falcon Scott hefur komið áður. „Ég kom til Akureyrar í september 1972 ásamt for- eldrum mínum. Við vorum í siglingu um norðurhöf og fórum héðan til Grænlands. Frá Grænlandi flugum við svo til Íslands og vorum dag eða hluta úr degi í Reykjavík áður en við flug- um til Englands.“ Falcon Scott er verkfræðingur að mennt og starfar við hönnun húsa og byggingar. Hann segist ekki hafa fetað í fótspor föður síns hvað varðar náttúrufræði og myndlist, nema hvað hann lítur á byggingarnar sem list. Afi Falcons Scott var landkönnuður- inn þekkti og pólfarinn Robert Falc- on Scott. Einkasonur hans var Sir Peter Markham Scott, vísindamaður og myndlistarmaður. Eftir hann ligg- ur mikið safn málverka, teikninga og vatnslitamynda einkum af fuglum. Lafði Philippa Scott var nátt- úruljósmyndari og aðstoðarmaður Peters Scott. Þau dvöldu m.a. í Þjórsárverum sumarið 1951 ásamt dr. Finni Guðmundssyni, James Fisher og íslenskum aðstoðar- mönnum. Frá 26. júní til 2. ágúst merktu þau 1,521 heiðargæs með fót- eða vængmerkjum ásamt því að gera ýmsar athuganir. Nýkomin af fjöll- um gengu Philippa og Peter í hjóna- band í Reykjavík 7. ágúst og fór at- höfnin fram í Höfða sem þá var aðsetur breska sendiherrans. Þau eignuðust tvö börn. Dafila, sem er vísindamaður og listmálari, og Falc- on sem nú er hér staddur. En hvaða sess skipaði Ísland í huga foreldra Falcons Scott? „Leiðangurinn í Þjórsárver, rétt áður en þau giftust og svo hjónavígsl- an í Reykjavík sveipuðu landið róm- antískum ljóma. Þau töluðu mikið um Ísland og heiðagæsirnar. Ég fór á hverjum vetri með föður mínum að skoða heiðagæsir. Við bjuggum í Slimbridge við ána Severn. Þar er fuglaverndarsvæði sem faðir minn stofnaði til. Við fórum einn- ig í Solwayfjörð og á Islay eyju í Skotlandi.“ Þótt Falcon Scott hafi ekki fetað í fótspor föður síns sem baráttumaður fyr- ir friðun fugla segir hann það engu að síður hafa haft mikil áhrif á sig að vera sonur hans. „Ég ber mikla virðingu fyrir villtri nátt- úru, dýrum, fuglum og gróðri. Ég er umhverf- isverndarsinni og tel að það eigi að vernda villta nátt- úru.“ En hvað ætla Scott- hjónin að gera í heimsókn sinni? „Okkur var boðið að koma og sjá hvað er að ger- ast varðandi Þjórsárver, svæðið sem var foreldrum mínum svo kært. Ég tel að faðir minn hafi uppgötvað mikilvægi þessa svæðis fyr- ir líffræðilega fjölbreytni. Hann hafði sérstaklega mikinn áhuga á heiða- gæsinni og sýndi fram á að þetta svæði er ekki einungis mikilvægt fyr- ir Ísland, heldur á heimsvísu. Ég tel að hann hefði orðið skelfingu lostinn af þeirri tilhugsun að þessu svæði kynni að verða spillt í þágu óvand- látrar raforkuframleiðslu. Við erum hingað komin sem fulltrúar hans, og sem málsvarar hans sjónarmiða.“ Þjórsárver á heimsvísu Falcon Scott, sonur Sir Peters Scotts, er staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni Jane. Þau munu m.a. kynna sér áform um virkjanaframkvæmdir við Þjórsárver. Morgunblaðið/Ómar Falcon og Jane Scott eru hingað komin sem fulltrúar og málsvarar sjónarmiða Sir Peters Scotts heitins. Málverk af heiðagæsum eftir Sir Peter Scott. TENGLAR .............................................. http://www.thjorsarverfridland.is Scott-hjónin voru gefin saman í Reykjavík. DR. STURLA Friðriksson erfðafræð- ingur kynntist Sir Peter Scott og ferð- aðist með honum. „Sir Peter Scott kom hingað m.a. árið 1951 og fór þá upp í Þjórsárver,“ segir dr. Sturla. „Sir Peter kom þá til þess að merkja gæsir, aðallega heiðagæsir. Hann fékk hesta í Gnúpverjahreppi og fylgdarmann, Ágúst í Ásum, sem síðar varð vinur okkar hjóna og fylgdarmaður um tveggja áratuga skeið. Við vorum fern hjón sem ferðuðumst um hálendið og riðum þá stundum á sömu hestum og Sir Peter hafði riðið í sínum leiðangri. Sir Peter smalaði þarna gæsum í gildrur meðan þær voru í sárum og merkti þær svo eins margar og hann og aðstoðarmenn hans gátu. Þessar gæsir hafa vetursetu í Englandi. Í fram- haldi af þessu skrifaði Sir Peter bókina: „A Thousand Geese“. Sir Peter kvæntist á Íslandi Sir Peter Scott gekk að eiga konu sína Philippe í breska sendiráðinu á Ís- landi í þessari sömu Íslandsferð. Hún hafði áður verið aðstoðarstúlka hans. Peter Scott er frægur bæði sem fuglafræðingur og listamaður, – málari og teiknari. Hann var forstjóri The Wildfowl & Wetlands Trust, sem er breskur fuglafriðunarsjóður. Hann var og einn af stofnendum og frum- kvöðlum Alþjóðanáttúruverndarsjóðs- ins, en þar gerðist ég meðlimur. Bern- harð prins af Hollandi var forseti sjóðsins. Ég var fulltrúi í sjóðnum og það varð til þess að ég ferðaðist tals- vert með þessum herramönnum. Við fórum m.a. með skipi frá Ekvador til Galapagoseyja árið 1976 og var Peter Scott þar með í för og einnig Shipton, breskur fjallgöngukappi. Þar var einnig Philippe, kona Peters. Sat í sjónum og málaði Í þessari ferð sá ég með eigin aug- um hvað hann var mikill málari. Hann var með liti og pappír meðferðis sem þoldu vatn og kafaði með þetta niður með eyjunum. Ég var með Sigrúnu Laxdal konu minni og Philippe að kafa í forskmannabúningum. Þá komum við að Peter þar sem hann var með súr- efniskút á bakinu að mála fiska með þessum litum og pappír sem þoldu vatn. Þetta var ævintýraferð – undir okkur voru hákarlar í kafi, rétt fyrir neðan Peter. Þetta voru sleggjuháfar, hákarlar sem bíta að vísu ekki menn en eru afar viðsjárverðir að sjá. Peter Scott hélt smátölu í skipinu þar sem við vorum og hóf mál sitt á mjög skemmtilegri grínsögu til að ná athygli fólksins. Í slíku var hann meist- ari. Þarna á skipinu birtist hann svo allt í einu á skyrtubol sem á stóð: „Ég trúi á skrímslið í Loch Ness“. Rétt á eftir honum kom kona hans Philippe, – á hennar bol stóð sama áletrun. Peter Scott var aðlaður alllöngu eft- ir þetta fyrir störf sín. Hann ætlaði að halda erindi í Vísindafélaginu breska um eitt og annað viðvíkjandi þessu skrímsli, en það þóttu þegar til kom ekki nógu örugg vísindi. Bernharð prins kom einu sinni hing- að til Íslands fljúgandi í janúarmánuði í þotunni sinni og lenti á Keflavík- urflugvelli. Hann bauð mér og Sigrúnu konu minni í þotu sinni til Grænlands og suður eftir allri Ameríku allt til Eld- lands á suðurodda Suður-Ameríku. Þar á skipi voru virtir vísindamenn, meðal þeirra var Sir Peter Scott. Með í förinni var og Roger Tory Peterson, frægur breskur fuglafræðingur. Fuglar Íslands og Evrópu eru eftir hann, gefið út af Al- menna bókafélaginu. Einnig var þarna á ferð Tenzing, sá sem fór með Hillary upp á Mont Everest. Hann var Sherpi. Við sigldum suður yfir sundið til Suðurskautslandsins, fórum á hunda- sleða og að þeim stað m.a. þar sem faðir Sir Peters, Sir Falcon Scott hafði haft aðsetur þegar hann fór í leiðangur sinn til Suðurskautslandsins. Ámund- sen varð sem kunnugt er á undan hon- um til suðurskautsins. Vonsvikinn varð Sir Falcon úti á leið sinni til baka. Þetta gerðist í mars 1912. Sir Peter kom í þennan kofa sem faðir hans hafði verið í. Þegar við kom- um frá kofanum fórum við til baka að skipinu á litlum skipsbát. Konan mín var mjög vel klædd í þessari ferð, í ull- arpeysu og Íslandsúlpu. Jakar voru allt um kring og báturinn festist milli þeirra. Þá voru menn að tala um að Sigrún yrði sennilega sú eina sem lifði af ef við yrðum að hafa vetursetu í kof- anum. Í þessari ferð skildum við eftir íslenska fánann í vörðu Charcot, en hann hafði haft vetursetu á eyju einni skammt þarna frá. Ég geri það nú stundum að gamni mínu að yrkja kvæði í svona tilfellum og orti þarna langa drápu þar sem þetta erindi er í m.a.: Sé ég í fjarlægð Falcon Scott og félagana þjáða örmagna loks í leiði vott leggjast til hinstu náða, eftir að hafa afrek gott unnið til hetjudáða. Komust þeir ei af ísnum brott örlög hlutu að ráða. Kunni sig jafnt meðal gæsa og í konungssölum Ferð þessi var farin til þess að leggja áherslu á tillögur um að Suðurskauts- landið yrði friðað. Sir Peter og kona hans Lady Phil- ippe settust að á vesturströnd Eng- lands, fyrir norðan Bristol, þar sem heitir Slimbridge og þar hefur síðan verið aðsetur fyrir fuglaskoðara. Þetta er á votlendissvæði, þar sem koma gæsir og álftir í vetrardvöl. Sigrún kona mín gerðist fóstra álftar sem heitir Moth, maki hennar heitir Fiðrildi. Þessi álftahjón, sem urpu í Skagafirði á sumrin, höfðu vetursetu niðri í Slim- bridge. Sir Peter var mikill ævintýramaður, bráðskemmtilegur og gæddur mörg- um góðum kostum. M.a. var hann sér- deilis listrænn og góður sögumaður, hann var hrókur alls fagnaður hvar sem hann kom. Þau hjón voru sér- staklega góð heim að sækja í Slim- bridge, við vorum einnig með Sir Peter og konu hans í boðum hjá Filippusi drottningarmanni, sem var góður fé- lagi Sir Peters. Sir Peter Scott kunni sig jafnt meðal gæsa uppi í Arnarfells- múlum og í konungsveislum, – hvort sem var í Bretlandi eða í Hollandi.“ Bráðskemmtilegur ævintýramaður Ljósmynd/Sturla Friðriksson Philippe og Peter Scott í leiðangr- inum til Galapagoseyja. Dr. Sturla Friðriksson erfða- fræðingur fór með Sir Peter Scott í nokkrar ferðir og sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá kynnum þeirra. ÞAÐ má segja að Sir Peter Scott og dr. Finnur Guðmundsson hafi upp- götvað Þjórsárver og mikilvægi þeirra sem varpstað heiðagæsa, að sögn dr. Arnórs Þ. Sigfússonar fugla- fræðings. „Þjórsár- ver voru þekkt sem varpland heiðagæsa af heima- mönnum. Það var far- ið þangað allt fram á 18. öld, gæsum í fjaðrafelli smalað í réttir og þær drepn- ar. Þjórsár- ver gleymdust, ef svo má segja, en það má segja að dr. Finnur og Sir Peter hafi uppgötvað fyrir umheim- inn að þetta mikla varp væri þarna.“ Dr. Arnór segir að í Bretlandi hafi fram að því verið lítið vitað um hvert heiðagæsirnar fóru til sumardvalar. Þær sáust í Bretlandi á veturna en hurfu svo á vorin. Áður en Sir Peter og dr. Finnur fóru í leiðangurinn 1951 höfðu komið hingað Bretar og fundið lítið varp á Norðausturlandi. „Sir Peter og dr. Finnur uppgötv- uðu þetta einstaka náttúrufyrirbæri sem Þjórsárver eru. Í leiðangrinum 1951 voru merktar þar yfir 1.500 gæs- ir. Svo var gerður út annar leiðangur Breta og Íslendinga 1953 og þá merktar mun fleiri gæsir, yfir átta þúsund að mig minnir. Við fórum á vegum Náttúrufræði- stofnunar og The Wildfowl & Wet- lands Trust, sem Sir Peter Scott stofnaði, 1999 og 2000 og merktum þá um þúsund gæsir í hvort skipti. Við flettum upp í frásögn Sir Peter Scott frá 1951 A Thousand Geese og vorum á svipuðum slóðum, notuðum sömu aðferðir, byggðum á þeirra reynslu.“ Mikilvægur leiðangur Peter Scott í Þjórs- árverum 1951. „ÞETTA var mikið umtalaður viðburður,“ sagði Stef- anía Ágúsdóttir húsfreyja á Ásum í Gnúpverjahreppi um ferð Sir Peters Scotts inn á afrétt í fylgd heima- manna í Gnúpverjahreppi. „Það var allt á ferð og flugi og mikið um að vera í Ásum og víðar í sveitinni þegar Scott ætlaði inn á afrétt og dvelja þar nokkurn tíma,“ sagði Stefanía er hún minnist þess tíma þegar Sir Pet- er Scott ferðaðist upp á hálendið. „Hann þurfti marga hesta í ferðina og þeim var safnað saman hérna í sveitinni. Ég man að pabbi minn, Ágúst Sveinsson á Ásum, var einn af þeim sem fluttu Scott inn eftir og sótti hann aftur. Ég held líka að hann hafi flutt vistir til hans á meðan á dvölinni stóð. Ég veit ekki betur en Scott hafi m.a. dvalið í Þjórsárverum. Ég þekkti mjög vel Valentínus Jónsson sem dvaldi með Scott og aðstoðaði hann meðan á dvölinni stóð. Þessi tími var Valentínusi mjög dýrmætur og algjörlega ógleymanlegur. Scott var í minningu hans engum öðr- um líkur. Valla fannst dvölin með Scott þarna innfrá ævintýri líkust, – enda ævintýraheimur að sögn allra heimamanna hér. Mikið var talað um þessa ferð Scotts inn á afrétt í sveitinni, þetta var svo mikill viðburður, pabbi talaði oft um þetta ekki síður en Valli, það komu beinlínis stjörnur í augu Valla þegar minnst var á þessa ferð við hann. Kona ein sagði mér smá skrítlu í sambandi við þettta. Þegar Scott endaði dvölina þarna innfrá var sagt að hann hefði grafið heilmikið af súkkulaði og öðru sælgæti í jörðu en enginn vissi nákvæmlega hvar, svo sælgætið er þarna líklega ennþá.“ Ævintýraferð á afrétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.