Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 35 skrefi framar sérsniðin innheimtulausn IS200 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 19 07 6 1 0/ 20 02 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS Ef til vill finnst flér tvisvar á dag ekki nóg. A› minnsta kosti ekki flegar upplifun í IS200 er annars vegar. fia› ver›ur nánast vanabindandi a› finna spennuna, sem fylgir flví a› snúa lyklinum, a› skynja afli› og fjöri›. Stíll og fágun au›kenna sérhvert smáatri›i. Glæsileg innrétting og sjálfvirk loftræsting ver›a til fless a› ökumanni og farflegum lí›ur betur en í nokkrum ö›rum bíl. 6 diska geisla- spilari er felldur inn í mælabor›i›. fiú hlustar á uppáhaldstónlistina flína og ert í sjöunda himni frá flví a› lagt er af sta› og flar til slökkt er á bílnum. Sérkenni Lexusbíla, hva› fleir láta vel a› stjórn og eru gæddir frábærum aksturseiginleikum, gera fla› enn ánægjulegra a› aka IS200. En fyrst og fremst er léttir til fless a› vita a› flví eru engin takmörk sett hversu oft á dag má njóta fless a› aka IS200. En hér er gó› vi›mi›unarregla: fieim mun oftar, fleim mun skemmtilegra. Rá›lag›ur dagskammtur: a.m.k. tvisvar N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M I S 2 0 0 O G U M A L L A R A ‹ R A R G E R ‹ I R A F L E X U S M Á F Á H J Á S Ö L U D E I L D L E X U S Í S Í M A 5 7 0 5 4 0 0 E ‹ A Á W W W . L E X U S . I S SJÖTTA norræna bókasafnavikan hefst á mánudag. Að venju verður bókasafnavikan opnuð samtímis með dagskrám í bókasöfnum á öllum Norðurlöndunum og verða tónleikar í Norræna húsinu með tón- listarhópnum Akku frá Noregi kl. 19. Akku hóf feril sinn sem tríó 1996 og hefur síðan rannsakað og leikið sér með manna- og dýrahljóð. Hópinn skipa Ruth Wilhelmine Meyer, söng- ur, Elfi Sverdrup, söngur, og Lars Andreas Haug, túba og trompet. Elfi Sverdrup hefur í mörg ár rannsakað söng og raddhljóð frá ýmsum heimshornum. Ruth Wil- helmine Meyer hefur rannsakað tján- ingarform raddarinnar og hefur hald- ið námskeið sem byggjast á hennar eigin kenningum og uppgötvunum um beitingu raddarinnar, sem hún hefur komist í kynni við á hinum ýmsu menningarsvæðum og þróað sjálf. Ruth hefur ferðast mikið á veg- um Rikskonsertene ásamt Frode Barth. Lars Andreas Haug er einn af fremstu túbuleikurum Noregs. Hann hefur komið fram á mörgum djasshá- tíðum. Tónleikar við upphaf bókasafna- viku TÓNLEIKARAÐIR hljómleika- húsa á höfuðborgarsvæðinu hafa í seinni tíð átt til að flokkast í und- irflokka í auknum mæli. Þannig til- heyrðu tónleikarnir úr „15.15“-röð Caput-manna á Nýja sviði Borgar- leikhússins fyrir viku skv. vetrar- skrá undirflokknum „Ferðalög“, er aftur báru í tónleikaskrá undirtit- ilinn „Tilbrigði við [s.s. „um“] stef“ – hvort sem þar fór undirflokkur undirflokks eða var bara tjaldað til eins síðdegis. Skýrar merkjasetn- ingar hafa annars ekki verið meðal sterkustu hliða landans, en hugmið- ið („konseptið“) að baki Ferðalags- yfirskriftarinnar – að byggja efnis- skrá á landfræðilegum forsendum m.þ.a. taka afmarkað svæði fyrir og draga sérkenni þess fram (svo vitn- að sé óbeint í vetrarskrá) – sýnist manni þó eitt af þeim vænlegri sem hingað til hafa sézt á prenti. Því hvað sem líður áþreifanleika „þjóð- arskapgerðar“ í tónlist ólíkra landa á tímum stórbættra samgangna, þá eiga vel hlustnir tónlistarunnendur enn furðugott með að átta sig á staðbundnum einkennum tiltekinna svæða í Evrópu. Einkum og sér í lagi þegar tónlistin stendur nærri þjóðlagaarfi viðkomandi lands, eins og hér var raunin. Því fylgir auðvitað ekki sjálfkrafa að öll þjóðlagaeinkenni Norðurálfu séu öllum jafntöm. Slavnesku einkennin í Tilbrigðum tékkneska tónskáldsins Bohusl- avs Martinus um stef frá Slóvakíu fyrir selló og píanó voru að vísu nokkuð auðheyrð, en að ófengnum upplýs- ingum um höfund og land hefði óbreyttur mörlandi sjálfsagt varla ratað fyrr á ein- mitt Slóvakíu en t.a.m. Pólland, Rúss- land eða Búlgaríu. Allt um það var veru- lega gaman að eldvilj- ugu tónverki róman- tísk-móderníska meistarans í líflegum meðförum hins tæp 20 ára gamla dúos, þrátt fyrir einstaka hálfskjögrandi háloftanótu í selló- inu. Sígaunalög Dvoráks Op. 55 frá 1880 voru áður á dagskrá í Borg- arleikhúsinu í febrúar sl., í flutningi sömu listamanna og í sömu tón- leikaröð. Í samanburði við hrífandi vel upplagða frumuppfærsluna virt- ist nú heldur daufara yfir en í fyrra skiptið, og viðamikið víbrató söng- konunnar einhverra hluta vegna meira áberandi. Sérstaklega hefði mátt hemja það í hinu kyrrláta nr. 3 (Og skógurinn er þögull allt í kring), en þó örlaði á töluverðri til- finningu innan um, líka niður á við í styrk. Hinn nýklassíski Kvartett Mart- inus fyrir óbó og píanótríó (1947) kom ekki vel út úr þurri heyrð Nýja sviðsins er setti frekar hráan tónblæ á einkum óbóið. Auk þess var túkunin ekki nema í meðallagi innlifuð, og stundum ekki nógu ná- kvæm. Það var synd, því verkið er bæði innblásið og hryn- frjótt og átti betra skil- ið. Skár gekk með Til- brigði Martinus fyrir selló og píanó, sem sýndi skemmtilega sjálfstæð „instrúment- al“ viðbrögð höfundar gagnvart dálæti ítalska grallarans á virtúósum söngstíl, enda sprækt og gamansamt í anda. Það var líka töluvert krefjandi, einkum fyrir sellóið sem þurfti víða að spretta allgreitt úr spori, en Sigurður Hall- dórsson flaug létt yfir helztu hindranir í ná- inni samvinnu við píanóið. Verst var sem fyrr hvað endurómur hússins var rýr, einkum í garð knéfiðlunnar, sem fyrir vikið hljómaði stundum hálfpartinn eins og strengjum búið straubretti. Að lokum söng Anna Sigríður tvö skemmtileg týrólsk þjóðlög í útsetn- ingu Beethovens. Hið fyrra, A Mad- el ist als wie a Fahn, bar sterk ein- kenni austurrískrar jóðlhefðar og hefði verið gaman að heyra hag- vanan jóðlara eins og Barböru Lexa (einn leynigesta Stuðmanna á ný- legum Þjóðleikhústónleikum sveit- arinnar) dilla þar alpneskum afréttabarka sínum, því val- kyrjurödd Önnu gat varla annað en hljómað „kolröng“ í stöðunni. Seinni týrólska útsetning Beethovens, hið örstutta Wer solche Buema afipackt, stóð þó mun nær hefð- bundnum söng – minnti raunar í anda á Ein Vogelfänger bin ich ja Papagenos – enda kom það ágæt- lega út. Á tónferð um Mið-Evrópu TÓNLIST Borgarleikhúsið Kammer- og einsöngsverk eftir Martinu, Rossini, Dvorák og Beethoven. Anna Sig- ríður Helgadóttir mezzosópran, Daníel Þorsteinsson píanó, Sigurður Hall- dórsson selló, Eydís Franzdóttir óbó, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla. Laug- ardaginn 26. október kl. 15.15. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Anna Sigríður Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.