Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 60
BRESKIR poppblaðamenngeta verið erfiðir viðskiptisog ekki bætir úr skák efpoppararnir sem þeir eru að fjalla um eru sjálfur við- skotaillir. Þannig er til að mynda komið fyrir Richard Ashcroft að breskir blaðamenn treysta sér varla til að fjalla um hann nema hreyta einhverjum ónotum í leið- inni. Hefur sitt að segja að hann er mjög sannfærður um eigin ágæti. Tónlistarsaga Richards Ashcroft er kannski dæmigerð um margt, byrjar ungur að syngja, verður mjög frægur með hljómsveit, deyr næstum því af dópneyslu og snýr aftur í frægðina. Hann var næstum dauður úr ofþornun þegar sveit hans Verve var á ferðinni að kynna fyrstu breiðskífu sína og þegar næsta plata á eftir var tekin upp voru hann og félagar hans í sveit- inni á kafi í e-pilluáti sem leiddi meðal annars til þess að hann hætti í sveitinni. Hann sneri aftur og Verve sló aftur í gegn með plöt- unni Urban Hymns, en leystist þá upp fyrir fullt og allt. Fyrsta sólóskífa Ashcrofts, Alone with Everybody, sem kom út fyrir tveimur árum, þótti þokka- leg, og af yfirlýsingum hans vegna nýrrar skífu mátti ráða að næsta sólóskífa, Human Conditions, sem kom út um daginn væri mikið meistaraverk. Sjálfur segir Ashcroft að frægð- in hafi eitrað líf sitt og hann sé nú fyrst að ná því að vera hann sjálfir, en ekki bara fjölmiðlafígúra. „Mér finnst eins og ég sé loks að koma upp á yfirborðið eftir Urban Hymns, náði því ekki á Alone With hljóma í takt við titil skífunnar. Á plötunni nýju er Supergrass orðinn kvartett, því hljómborðs- leikarinn Rob Coombes, eldri bróð- ir Gaz Coombes gítarleikara og söngvara sveitarinnar, en nú full- gildur meðlimur, en hann hefur reyndar leikið á hljómborð með Supergrass meira og minna síðustu sjö ár eða svo. Fyrir hálfu öðru ári héldu þeir félagar til Frakklands að semja lög á nýja plötu, en í stað lagasmíða fór tíminn að mestu í að slaka á og skemmta sér, enda segja þeir að þeir hafi nauðsynlega þurft að treysta vinaböndin innan sveit- arinnar, aukinheldur sem miklu hafi skipt að losna úr sviðsljósinu heima fyrir. Þriggja mánaða þvæl- ingur um Suður-Frakkland virtist líka gera þeim gott, því ekki voru þeir fyrr komnir til Bretlands aftur en þeir tóku til við lagasmíðar af kappi og sömdu lögin á nýju plöt- una á mettíma. „Það er nú bara svo,“ segir bassaleikarinn Mick Quinn, „að bestu lögin eru þau sem maður semur um leið og komið er heim af kránni; grípur gítarinn og syngur það fyrsta sem manni dett- ur í hug. Síðan tekur marga klukkutíma að semja lélegu lögin.“ Tvær breskar skífur Richard Ashcroft og Supergrass eiga fátt sameig- inlegt annað en breskt þjóðerni og að hafa sent frá sér breiðskífur á dögunum. Richard AshcroftSupergrass Everybody. Næst á dagskrá er svo að verða bara Richard Ashcroft en ekki bara gaurinn úr Verve.“ Æringjarnir í Supergrass Segja má að það hafi verið hálf- gert ólán fyrir Supergrass að slá eins rækilega í gegn með fyrstu breiðskífu sinni og raunin varð. Það var nefnilega meira í sveitina spunnið en margur hélt sem aðeins þekkti lögin sem urðu visæl af I Should Coco. Síðan eru liðin sjö ár og fjórar breiðskífur, því sú fjórða kom einmitt út fyrir skemmstu og kallast Life On Other Planets. Á henni er höggvið í sama knérunn; rokkið fjörugt sem forðum, en líka hlaðið laglínum og víða farnar óvæntar leiðir. Síðasta plata þeirra félaga þótti ójöfn að gæð- um, sumt kæruleysislegt og ekki nógu vandað. Það var því mikið í húfi þegar kom að því að taka upp nýja skífu og ekki verður annað sagt en þeim hafi tekist vel upp, því platan nýja er bráðskemmtileg – minnir um margt á fyrri verk þeirra félaga. Stuðið er meira en nokkru sinni og gamansemin í há- vegum aukinheldur sem þeir bregða á leik með geimhljóð og Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson 60 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER.  Kvikmyndir.com  HK DV  SV Mbl  SK RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 Sýnd sunnudag kl. 3.50 og 8. Sýnd kl. 4.10 og 6. Mán kl. 6. B.i. 12. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.mán kl. 6, 8 og 10. LOKSINS - LOKSINS - LOKSINS  Mbl Sýnd kl. 3, 5.45 með enskum texta, 8 og 10.15. Mán kl. 5.45 með enskum texta, 8 og 10.15. B.i. 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 10.15. B.i. 16. Loksins færðu að kíkja bak við tjöldin og sjá það sem enginn má sjá. Sjáðu eina umtöluðustu og einu bönnuðu kvikmynd Íslandssögunnar.  Kvikmyndir.com Sýnd sd kl.1.50 og 3.40. Sýnd sd kl. 2. Tilboð kr. 300 1/2 HJ. MBL "Frábær heimildarmynd, tvímælalaust í hópi þess áhugaverðasta sem gert hefur verið á þessu sviðI á Íslandi" Sýnd kl. 6.15. Mán kl. 8.30. Enskur texti  SG DV „Vel gerð og bráðskemmtileg“ TILNEFND TIL EDDU VERÐLAUNANNA SEM BESTA HEIMILDARMYND ÁRSINS anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES Sýnd kl. 2 og 6. Mán kl. 6. Yfir 45.000 áhorfendur 12 Tilnefningar til Eddu verðlaunanna. Tilnefnd í öllum flokkum12 WITH ENGLISHSUBTITLESAT 5.45 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  SV. MBLDV Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Bridget Jones’s Diary.“ Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 453Kl. 3, 5 og 7. Mán kl. 5 og 7. Vit 460  SK RadíóX Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 448 Sýnd kl. 1.50, 3.40, 5.50, 8, 9 og 10.10. Mán kl. 3.40, 5.50, 8, 9 og 10.10. Vit 461 REESE WITHERSPOON FRUMSÝNING Yfir 43.000 Stundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta mynd ReeseWitherspoonfrá upphafi vestanhafs. AUKASÝNINGkl. 9 Outside the Law (Útlaginn) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Skífan VHS/DVD. 92 mín. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Jorge Montesi. Aðalhlutverk: Cynthia Rothrock, Seamus Dever og Dan Lauria. ÞAÐ verður að segjast að leik- konan Cynthia Rothrock kemur með skemmtilega nýbreytni inn í hina dæmigerðu bardagamynd. Sú er á fimmtugsaldri og hefur leikið í fjölda bardagamynda í Kína og Bandaríkjunum og þykir með þeim flinkari í bardaga- listunum. Roth- rock leikur hetj- una í þessari ekki alslæmu bardaga- mynd. Þar segir af leyniþjónustukon- unni Julie sem leggur á flótta eft- ir að henni skilst að spilltir aðilar á æðstu stöðum hafa bruggað henni og félögum hennar launráð. Hún er í sárum eftir að hafa misst unnusta sinn í skyndiárás svikaranna og kynnist fyrir tilviljun góðu fólki sem einnig á um sárt að binda. Það sem gefur þessari mynd sín auka- prik er líklegast það að dálítið er unnið með persónusköpunina um- fram það sem gengur og gerist í bardagamyndum. Hún nær því fyr- ir vikið að halda athygli áhorfand- ans, þó svo að viðkomandi hafi kannski takmarkaðan áhuga á bar- dagalistum. Þá vekur það óneitan- lega forvitni að sjá konu á besta aldri í hlutverki bardagahetjunnar, og kemur hún þar fyrir sem sterkur persónuleiki og hið mesta hörkutól. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Hið mesta hörkutól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.