Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kemur og fer í
dag, Barbara og Brem-
on fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss kemur til
Straumsvíkur á morgun.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un félagsvist kl. 14, á
þriðjudag samsöngur kl.
14, stjórnandi Kári Frið-
riksson.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9–12 opin handa-
vinnustofa, kl. 10.15 leik-
fimi, kl. 11 boccia, kl.13–
16.30 opin smíðastofa/
útskurður, opin handa-
vinnustofa, kl. 13.30
félagsvist, kl. 16 mynd-
list, kl. 10–16 púttvöll-
urinn.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–11 sam-
verustund, kl. 13.30–-
14.30 söngur við píanóið,
kl. 13–16 bútasaumur.
Uppl. í s. 568 5052.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud: kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos. Laug-
ard: kl. 10–12 bókband,
línudans kl. 11.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á morgun
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun kl. 8
böðun, kl. 9 fótaaðgerð,
kl. 9 myndlist, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 13.30 enska, fram-
hald. Haustbasarinn
verður föstud. 8 og laug-
ard. 9. nóv. tekið á móti
basarmunum frá 4. nóv.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Á morgun kl. 8–
16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–12
myndlist, kl. 10–13 opin
verslunin, kl. 11–11.30
leikfimi, kl. 13–16 spilað.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Á morgun Kl. 9–16
handavinnustofan opin,
kl. 9–12 myndlist, kl. 13–
16 körfugerð, kl. 11–
11.30 leikfimi, kl. 13–16
spilað, kl. 10–13 versl-
unin opin.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Á morgun böð-
un kl. 9–12, opin handa-
vinnustofan kl. 9–16.30,
félagsvist kl. 14, hár-
greiðslustofan opin 9–14.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Kynning frá
Lyfju í Garðabergi
mánud. 4. nóv. kl. 14.
Opið hús í Holtsbúð 6.
nóv. kl. 13.30. Brids-
námskeið byrjar 6. nóv.
á Garðabergi kl. 13
Skráning hjá Hönnu í s.
565 6838 eða Margréti í
síma 820 8571.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3.
Á morgun púttað í
Hraunseli kl. 10, fé-
lagsvist kl. 13.30
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Sunnud: Dans-
leikur kl. 20. Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.
Mánud: Brids kl. 13.
Línudans fyrir byrj-
endur kl. 18. Dans-
kennsla í samkvæm-
isdönsum, framhald, kl.
19 og byrjendur kl.
20.30. Uppl. á skrifstofu
FEB, s. 588 2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Myndlistarsýning
Brynju Þórðard. opin í
dag kl. 13–16. Fjölbreytt
vetrardagskrá. Á morg-
un kl. 9–16.30 vinnustof-
ur opnar frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
15.15 dans.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
9–17, kl. 10.45, hæg leik-
fimi (stólaleikfimi), kl.
9.30 gler- og postulíns-
málun, kl. 13 skák og
lomber, kl. 20 skapandi
skrif. Handverksmark-
aður verður fimmtudag-
inn 7. nóv kl. 13. Panta
þarf borð sem fyrst.
Gullsmári, Gullsmára
13. Á morgun kl. 9 vefn-
aður, kl. 9.05 leikfimi kl.
9.55 róleg stólaleikfimi,
kl. 10 ganga, kl. 13 brids,
kl. 20.30 félagsvist.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postulínsmálun,
perlusaumur og fótaað-
gerð, kl. 10 bænastund,
kl. 13. 30 sögustund og
spjall, kl. 13 hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 9 og kl. 10
jóga, kl. 13 spilað, kl
13.30 ganga, fótaaðgerð-
ir. Allir velkomnir.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmud: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
5454 500.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10–11 ganga, kl. 9–
15 fótaaðgerð, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16 opin
handavinnustofa.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9–16 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15–12
postulínsmálning, kl
9.15–15.30 alm. handa-
vinna, kl. 9.30–10.30
boccia, kl. 10.30–11.30
jóga, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13–16
kóræfing. Lyfjafræð-
ingur á staðnum kl. 13
fyrsta og þriðja hvern
mánudag. Mánud. 4.
nóv. kl. 13 veitir Lyf og
heilsa ráðgjöf og svarar
fyrirspurnum, boðið
verður upp á blóðþrýst-
ingsmælingu, kaffiveit-
ingar á eftir, allir vel-
komnir. .
Vitatorg. Á morgun kl.
8.45 smíði, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir, sund og
boccia, kl. 13 hand-
mennt, glerbræðsla og
spilað.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15, kaffi.
Digraneskirkja, kirkju-
starf aldraðra. Opið hús
á þriðjudag frá kl. 11
leikfimi, léttur máls-
verður, helgistund,
fræðsluþáttur, kaffi. All-
ir velkomnir.
Gullsmárabrids. Brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45, spil hefst kl. 13.
Félag eldri borgara á
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu, Vallarbraut 4,
Njarðvík, öll mánudags-
kvöld kl. 20.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Fundur þriðjud.
5. nóv. í safnaðarheim-
ilinu, mæting kl. 18.
Leikhúsferð. Haft verð-
ur samband við fé-
lagskonur.
Kvenfélag Kópavogs.
Basar-vinnukvöldin eru
á mánudögum kl. 20 í sal
okkar í Hamraborg 10.
Kristniboðsfélag karla.
Fundur verður í Kristni-
boðssalnum, Háaleitis-
braut 58–60 mánudaginn
4. nóv. kl. 20. Sr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson
talar um hvíldardaginn.
Allir karlmenn velkomn-
ir.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði.
heldur fund þriðjud. 5.
nóv. í safnarðaheimilinu
við Linnetsstíg.
kl. 20.30.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur heldur bas-
ar á Hallveigarstöðum
sunnud. 3. nóv. kl. 14.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar heldur fund
þriðjudaginn 5. nóv.
í safnaðarheimili Fella-
og Hólakirkju kl. 20.
Konur eru beðnar að
mæta með myndir úr
sumarferðinni.
Rangæingar, kirkjudag-
ur í Seljakirkju í dag kl.
14. Kaffiveitingar í sal
kirkjunnar á eftir messu.
Kökur á kaffihlaðborðið
eru vel þegnar.
Kvenfélag Laugar-
nessóknar, fundur á
morgun 4. nóv. kl. 20 í
safnaðarheimilinu.
Heimaeyjarkonur fund-
ur í Ársal Hótels Sögu
kl. 20.30 mánudaginn 4.
nóv. Gestur fundarins
Steinunn Jóhannesdóttir
rithöfundur.
Kvenfélag Garðabæjar
nóvemberfundur þriðju-
daginn 5. nóv. á Garða-
holti kl. 20.30. Gestir frá
Kvenfélagi Gaulverja-
bæjar og Kvenfélagi
Þykkvabæjar koma í
heimsókn.
Í dag er sunnudagur 3. nóvember,
307. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: Verið með sama
hugarfari sem Jesús Kristur var.
(5 Fil. 2, 5.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 lygar, 4 ánægð, 7 auð-
ugur, 8 Æsir, 9 nytjaland,
11 húsagarður, 13 drepa,
14 útrýmdi, 15 verkfæri,
17 glaða, 20 liðamót, 22
kryddtegund, 23 ófúst, 24
reiður, 25 rugla.
LÓÐRÉTT:
1 uppgerðarveiki, 2 þýt-
ur, 3 landabréf, 4 aldinn,
5 mæta, 6 starfsvilji, 10
rotin, 12 held, 13 tjara, 15
teygði úr, 16 krók, 18
réttarrannsókn á vett-
vangi, 19 koma í veg fyr-
ir, 20 heitur, 21 borðar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kindarleg, 8 æddum, 9 fáséð, 10 als, 11 tólin, 13
Agnar, 15 safns, 18 eðlan, 21 tel, 22 glíma, 23 dætur, 24
skapnaður.
Lóðrétt: 2 indæl, 3 daman, 4 refsa, 5 eisan, 6 hætt, 7 ið-
ur, 12 inn, 14 góð, 15 segl, 16 frísk, 17 staup, 18 eldra, 19
líttu, 20 næra.
Víkverji skrifar...
GÓÐA kvöldið, það er mér ljúft aðtilkynna þér, að þú hefur dottið
í lukkupottinn – lentir í útdrætti, sem
mun færa þér bókagjöf. Má ég…
Góða kvöldið, við erum…
Góða kvöldið, það er verið…
Hverjir hafa ekki heyrt þannig
ávarp, er þeir hafa lyft upp símtólinu
heima hjá sér að kvöldlagi eða um
helgar. Nú er að renna upp sá tími,
sem sölumenn eða þeir sem eru að
safna fyrir hin og þessi félög fara að
herða hringingar. Símasölumenn eru
ekki mestu gleðigjafarnir í skamm-
deginu. Menn fá ekki frið á heimilum
sínum á þeim tíma, sem þeir vilja
njóta í faðmi fjölskyldunnar. Sumum
finnst óþægilegt að fá þannig hring-
ingar heim til sín – finnst að þeir
þurfi að verja það að þeir hafni hin-
um og þessum tilboðum, þar sem
margir sem hringja eru mjög ýtnir
og Víkverji hefur oftar en einu sinni
þurft að glíma við frekt fólk.
Víkverji hélt að hann hefði tryggt
sér frið fyrir þessum símaóþægind-
um, er hann lét setja rauðan kassa
fyrir framan símanúmer sitt í síma-
skránni. Svo er ekki. Það er greini-
legt að margir sölumenn vinna með
gamlar símaskrár, eða virða ekki að
óskað sé eftir að sölumenn hringi
ekki í merkt númer. Vinnuveitendur
sölumanna verða að sjá til þess að
þeir virði óskir símnotenda, eins og
má lesa í símaskránni, á bls. 1, um
merkt símanúmer:
„Rétthafi númersins hefur óskað
eftir að vera ekki ónáðaður af aðilum
sem stunda beina markaðssetningu.
Samkvæmt 34. grein fjarskiptalaga
nr. 107/1999 er áskrifanda í fjar-
skiptaþjónustu „heimilt að krefjast
þess að upplýsingar skráðar um
hann megi ekki nota í tilgangi beinn-
ar markaðssetningar (…) Símnot-
endur sem nota almenna talsíma-
þjónustu sem lið í markaðssetningu
skulu virða merkingu í símaskrá sem
gefur til kynna að viðkomandi áskrif-
andi vilji ekki slíkar hringingar í
símanúmer sitt.“
x x x
VINUR Víkverja velti því fyrirsér á dögunum hvort laun leik-
ara væru það lág að þeir þyrftu að
þeysast á milli margra leikhúsa til að
leika. Þegar hann sá Rakarann frá
Sevilla í Íslensku óperunni hljóp
fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu
í skarðið og söng þar í forföllum eins
söngvarans. Þremur dögum síðar fór
vinurinn í Loftkastalann með syni
sína til að sjá Benedikt búálf. Þá sá
hann sama leikarann taka þátt í sýn-
ingunni – geysast um sviðið sem eðla,
í grænum þröngum búningi – greini-
lega of litlum á hann, með rauðar
varir, grænar kinnar og mikinn
kamb á bakinu.
Það þarf ekki að vera að leikarar
þurfi að taka þátt í sýningum á sem
flestum stöðum til þess eins að þéna
sem mest. Það er eitt sinn svo að það
er oft skortur á leikurum sem geta
brugðið sér í allra kvikinda líki.
Sungið á einum staðnum, verið í hlut-
verki eðlu á öðrum, hlegið eða grátið
á þeim þriðja.
Það er svo annað mál, að það getur
verið óþægilegt að vera frægur gam-
anleikari með þekkt göngulag. Vík-
verji man alltaf eftir því þegar Bessi
Bjarnason gekk inn á svið Þjóðleik-
hússins um árið, á sorgarstundu í al-
varlegu verki – þá fóru allir að hlæja.
Bessi er skemmtilega útskeifur og
menn hlógu ósjálfrátt er þeir sáu
hann. Það er önnur saga.
ÉG lenti í slysi fyrir 10 ár-
um síðan og hef þjáðst af
verkjum vegna þess. Á
þessum árum hef ég étið
ógrynni af verkjatöflum.
Fyrir stuttu síðan prófaði
ég verkjaspray, Stopain,
og vil ég benda fólki á að
þetta er gríðarlega gott
efni og slær á verki ekki
síður en verkjalyf. Og svo
fær maður engan höfuð-
verk af þessu.
Pálmi.
Einstök skemmtun
LILJA Gunnarsdóttir
hafði samband við Velvak-
anda og vildi hún koma á
framfæri ánægju sinni með
skemmtun sem hún fór á
sl. sunnudag á Broadway.
Var þessi skemmtun hald-
in til styrktar Tékklandi
vegna flóðanna þar. Segir
Lilja að þarna hafi verið á
þriðja hundrað manns sem
komu fram og var þetta
gert af miklum myndar-
skap og var þetta einstök
skemmtun. Segir hún að
það eina sem hafi varpað
skugga á var að ekki var
fullt hús. Segir hún að þeir
sem fyrir þessu stóðu eigi
heiður skilið.
Hildigunni svarað
SUNNUDAGINN 27.
október s.l. birtist fyrir-
spurn frá Hildigunni
Hjálmarsdóttur um það
hversvegna ekki hefði ver-
ið bókmenntaumræða um
hinn umdeilda franska rit-
höfund Michel Houllebecq
og nýjustu bók hans Áform
eins og kynnt hafði verið í
Morgunblaðinu 22. október
síðastliðinn.
Af óviðráðanlegum
ástæðum varð að fresta
umræðunni á síðustu
stundu, um hálfan mánuð
til þriðjudagsins 12. nóv-
ember næstkomandi.
Því miður gafst ekki
tækifæri á að leiðrétta
dagskrárkynninguna, og
er beðist velvirðingar á
því.
Með kveðju,
Jónatan Garðarsson,
Mósaík.
SDS-smyrsl –
rangt númer
ÞÓRUNN hafði samband
við Velvakanda vegna um-
fjöllunar um SDS-smyrsl í
blaðinu nýlega. Segir hún
að á pakka SDS-smyrsls-
ins sé gefið upp símanúm-
er sem sé ekki lengur í
notkun hjá framleiðanda
og hafði hún fengið þessu
númeri úthlutað. Segir hún
að mikið hafi verið hringt í
hana til að fá upplýsingar
og að panta smyrslið og
valdi það henni ónæði. Bið-
ur hún framleiðandann að
hafa samband við sig
vegna þessa hið fyrsta í
umrætt númer 552-0790.
Ódýrara
SDS-smyrsl
BIRNA hafði samband við
Velvakanda og vill hún
benda á að SDS-smyrslið,
sem fjallað var um í Vel-
vakanda fyrir stuttu síðan,
fæst í Fjarðarkaupum og
er ódýrara en í apótekun-
um.
Tapað/fundið
Leðurkápa
tekin í misgripum
HINN 26. júlí tók kona
nokkur dökkbrúna, síða
leðurkápu í misgripum úr
fatahengi á Veitingahúsinu
Lækjarbrekku. Kápa þessi
er eigandanum mikið til-
finningamál. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um káp-
una hafi samband í síma
896 3125 eða skili henni á
Lækjarbrekku.
Göngustafur
í óskilum
GÖNGUSTAFUR fannst
við gatnamót Skipholts og
Kringlumýrarbrautar.
Eiganda er bent á að hafa
samband við Sigurð í síma
520 7150.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Gott við
verkjum
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Á SEINNI árum hafa út-
gefendur hljómplatna/
geisladiska lagt metnað
sinn í útlit og frágang
plötuumslags með textum
og öðrum upplýsingum,
sem ber að þakka. Tónlist
og texti tvinnast að jafnaði
saman og vill maður einn-
ig geta sungið með.
Nú vantar mig texta frá
fyrri árum plötuútgáf-
unnar.
Í fyrsta lagi: – Þú kemur
vina mín, í kvöld er mán-
inn skín … texti eftir
Valdimar Hólm Hallstað.
Þetta lag sungu Fjórtán
fóstbræður inn á plötu (í
lengri syrpu) árið 1965.
Í öðru lagi: – Unnusta
sjómannsins: – Nú syng ég
blítt við bylgjunið og
blessa þitt nafn … senni-
lega eftir Freystein Gunn-
arsson. Þetta lag sungu
Tónasystur inn á plötu ár-
ið 1955, með tríói Jan
Morávek. Upptaka gerð
hjá Ríkisútvarpinu.
Ef einhver, sem les
þennan greinarstúf, kann
þessa texta og vildi hjálpa
mér, þá vinsamlegast
sendið mér þá í tölvupósti:
mariake@mi.is – eða
hringið í síma: 553-8933
Með fyrirfram þökk,
María Kristín.
Hver getur hjálpað mér?