Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 33
ungir karlmenn fremur en ungar stúlkur eru
markhópur kvikmynda af þessum toga, skila-
boðin og fyrirmyndirnar eru jafnslæmar fyrir
bæði kynin þar sem hvergi örlar á þeirri nær-
færni, tillitssemi og virðingu sem flestir ætlast til
að einkenni samskipti jafningja á okkar tímum og
eru forsenda þess að jafnrétti aukist með tíð og
tíma.
Raunveruleika-
sjónvarp
Í grein, eftir Unu
Björk Kjerúlf, sem
birtist í Lesbók Morg-
unblaðsins fyrir viku,
laugardaginn 26. október, var fjallað um „raun-
veruleikasjónvarp á ofurverulegum tímum“.
Greinin sem birtist undir fyrirsögninni „Raunir
veruleikans“, fjallaði á athyglisverðan hátt um
hlutverk og áhrif raunveruleikasjónvarpsþátta,
en var ekki síður áhugaverð hugleiðing um þá
samfélagsmynd sem við búum við.
Viðfangsefni þessara þátta eru margvísleg
enda eru framleiðendur þeirra að beina sjónum
sínum að ólíkum markaðshópum. Una Björk
heldur því fram að „flestir raunveruleikaþættir
[gangi] þó út á að draga fram ákveðnar mann-
legar hvatir sem hafa í gegnum tímans rás ekki
talist til höfuðdyggða mannsskepnunnar, s.s. eig-
ingirni, undirferli, nautnahyggju, hömluleysi,
lygar og losta“. Margir þessara þátta hafa verið
sýndir hér á landi og notið mikilla vinsælda á
meðal unglinga, enda er atburðarás þáttanna iðu-
lega beint í farveg sem á mikið skylt við þær
þrautir sem tekist er á við í tölvuleikjum. Þótt
ýmislegt í efnistökum þessara þátta og fram-
leiðslu þeirra sé afar áhugavert frá hugmynda-
fræðilegu og félagsfræðilegu sjónarhorni, búa
þeir einnig yfir varhugaverðum flötum sem eink-
um felast í því, að unglingarnir ganga gjarnan út
frá því sem staðreynd að það sem gerist í „raun-
veruleikasjónvarpi“ sé eins og hugtakið bendir til
„raunverulegt“. Því fer þó fjarri, því blekking-
arvefurinn er þéttofinn, bæði hvað tæknilega og
hugmyndafræðilega úrvinnslu þáttanna varðar,
ekki síður en markaðssetningu þeirra.
Einn þessara þátta, sem nýverið rann skeið sitt
á enda á íslenskri sjónvarpsstöð, sker sig með af-
gerandi hætti úr öðrum vegna þeirra afturhalds-
sömu og fordómafullu viðhorfa til kynhlutverka
sem þar komu fram. Um er að ræða þáttinn
„Bachelor“ eða „Piparsveinninn“, þar sem fylgst
var með ungum, vel efnuðum manni velja sér
kvonfang úr fjölmennum hópi föngulegra
kvenna. Þátturinn var sniðinn með þeim hætti að
piparsveinninn fékk tækifæri til að eiga stefnu-
mót við allar stúlkurnar sem kepptu um hylli
hans með öllum tiltækum ráðum. Hann gekk eins
langt með hverja og eina þeirra og mögulegt var
hverju sinni og velti sér upp úr aðdáun þeirra og
örvæntingu, á meðan þær máttu sæta því að vera
teflt gegn hverri annarri og þurfa að „selja“ sig
með öllum þeim ráðum sem þær treystu sér til. Í
lok hvers þáttar hafnaði piparsveinninn svo einni
úr hópnum sem gekk á brott í allra augsýn „með
skottið á milli lappanna“ eins og sagði í íslenskum
texta eins þáttarins.
Sú kvenfyrirlitning sem er fólgin í þætti á borð
við þennan verður líklega ekki fullkomlega ljós
nema hlutverkunum sé snúið við og fólk reyni að
gera sér í hugarlund viðbrögð sjónvarpsáhorf-
enda við „piparmey“ sem sýndi ámóta hegðun og
þessi eftirsótti piparsveinn með jafnstórum hópi
karlmanna. Slíkur þáttur væri að sjálfsögðu
óhugsandi, en sú staðreynd afhjúpar einmitt vel
þá ótrúlega bíræfnu neysluhyggju og hlutgerv-
ingu á konum sem felst í því viðhorfi til kvenna
sem þátturinn lýsir og hlýtur að draga úr heil-
brigðu sjálfsmati þeirra ungu íslensku stúlkna
sem á hann horfa. Sú staðreynd að grundvöllur er
fyrir því að markaðssetja þáttinn hér á landi, seg-
ir meira en nokkuð annað um það hversu langt
við eigum í land við að ná fram þeirri hugarfars-
breytingu er losað getur unga stráka og stelpur
úr aldagömlum viðjum úreltrar hlutverkaskipt-
ingar.
Klám- og kyn-
lífsvæðing
Sérfræðingar í mál-
efnum unglinga telja
að klám- og kynlífs-
væðing skjámiðla,
tónlistar, tísku og tímarita sé farin að hafa áhrif á
hegðunarmynstur þeirra. Þannig kom t.d. fram í
grein, sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar sl.,
undir fyrirsögninni „Farið yfir strikið“, að mun
yngri krakkar en áður séu farnir að stunda kynlíf
og bent var á þá staðreynd að ungar stúlkur séu í
auknum mæli hlutgerðar sem kynverur. Eyrún
Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Neyðarmót-
töku nauðgunar á Landspítala – Fossvogi, segir í
greininni að starfsmenn þar hafi fengið mál til sín
sem benda til þess „að farið sé að stunda hópkyn-
líf í mun meira mæli. Í hlut eiga stúlkur allt niður
í 13–15 ára aldur. Virðist viðgangast hópþrýst-
ingur til að taka þátt í þessari tegund af kynlífi“.
Eyrún bendir á að fjöldi þeirra sem leita til
neyðarmóttöku fari vaxandi, og segir síðan:
„Hluti af skýringunni er þetta virðingarleysi í
samskiptum kynjanna sem má rekja til þeirrar
kynlífs- eða klámvæðingar sem hefur verið að
ganga yfir heiminn og hefur borist hingað og
virðist höfða sterkt til hópa unglingsstúlkna og
-stráka. Kynlífsvæðingin, sem er hluti af ákveð-
inni markaðsvæðingu, hefur átt þátt í því að hlut-
gera konur sem kynverur þar sem vilji þeirra er
alls ekki virtur. Virðist sem kynlíf sé orðið eitt af
þessum neysluhugtökum og kominn þrýstingur
frá umhverfinu að taka þátt í því, bæði hvað varð-
ar stúlkur og stráka.“
Í greininni „Stelpur undir þrýstingi“ sem birt-
ist hér í blaðinu skömmu síðar, eða hinn 8. mars
sl., kom fram að flestir fjölmiðlafræðingar séu
„sammála um að fjölmiðlar hafi mest áhrif á
ómótaðar sálir“. Meðal annarra dæma var nefnt
að rannsókn á bandarísku afþreyingarsjónvarpi
(sem einmitt ratar gjarnan á fjörur okkar Íslend-
inga) leiddi í ljós að þar komi kynlíf fyrir með ein-
hverjum hætti í meira en helmingi allra dag-
skrárliða og að orðræða um kynlíf var oftar en
ekki „lituð af kaldhæðni, kvenfyrirlitningu og for-
dómum gagnvart ýmsum minnihlutahópum bæði
varðandi kynþátt og kynferði“.
Í þeirri ótrúlegu flóru miðlunar sem ungling-
um stendur til boða í dag geta boð og bönn þjónað
ákveðnum tilgangi, en líklega er máttur þeirra þó
takmarkaður. Engin leið virðist árangursríkari
til að draga úr neikvæðum áhrifum þess afþrey-
ingarefnis sem unglingar standa frammi fyrir en
umræða og uppfræðsla um þeirra eigin siðferðis-
legu gildi og þau sjónarmið sem þau vilja byggja
framtíð sína og lífssýn á. Það hlýtur því að vera
skylda samfélagsins sem og forráðamanna barna
að hvetja til vakningar á því sviði.
Þótt hér hafi sjónum verið beint að ólíkum
áhrifum skjámiðla á stráka og stúlkur er síst af
öllu ætlunin að ýta undir goðsagnir af því tagi að
„sterkara kynið“ sé líklegra til að beita valdi, né
heldur að gera „veikara kynið“ að fórnarlambi.
Það er löngu orðið tímabært að horfast í augu við
þá staðreynd að sterkara kynið er ekki til, hvað
þá heldur það veikara. Samfélagsmyndin í dag
ætti skilyrðislaust að gera ráð fyrir því að ung-
lingar eru fyrst og fremst hópur fólks, sem að
sjálfsögðu inniheldur bæði veika einstaklinga og
sterka – af báðum kynjum. Af þeim sökum eru
þær neikvæðu fyrirmyndir sem nú tröllríða því
efni sem beint er að unglingum í gegnum skjá-
miðla svo varhugaverðar. Þær festa í sessi gaml-
ar klisjur sem jafnréttisbarátta síðustu þriggja
áratuga virðist því miður ekki hafa unnið bug á.
Það er afar brýnt að halda vöku sinni þegar
þrýstingur markaðsaflanna er annars vegar,
hann vegur ótrúlega þungt í ímyndarmótun
kynjanna allt frá fyrstu tíð.
Allir þeir sem sinna uppeldishlutverki, ekki
síst foreldrar og forráðamenn, verða að gera sér
grein fyrir því að fjölskyldan og nánasta um-
hverfi unglinga er einungis einn þeirra þátta sem
móta þá, sýndarveruleiki skjámiðlanna er óþrjót-
andi uppspretta ranghugmynda eða jafnvel for-
dóma sem því miður eiga greiða leið að sjálfs-
mynd unglinga ef þeim er ekki kennt að líta
sýndarumhverfið gagnrýnum augum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Golf í snjónum.
Allir þeir sem sinna
uppeldishlutverki,
ekki síst foreldrar
og forráðamenn,
verða að gera sér
grein fyrir því að
fjölskyldan og nán-
asta umhverfi ung-
linga er einungis
einn þeirra þátta
sem móta þá, sýnd-
arveruleiki skjá-
miðlanna er óþrjót-
andi uppspretta
ranghugmynda eða
jafnvel fordóma sem
því miður eiga
greiða leið að sjálfs-
mynd unglinga ef
þeim er ekki kennt
að líta sýndarum-
hverfið gagnrýnum
augum.
Laugardagur 2. nóvember