Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 27
SKOÐANAKANNANIR umfylgi stjórnmálaflokkahljóta að vera eitt það al-besta sem komið hefur fyr-ir fjölmiðlun fyrr og síðar.
Eins konar þykjustu kosningar.
Það er því töluvert mótsagna-
kennt hve niðurstöður þessara fylgi-
skannana virðast breytast lítið, hvað
sem á gengur í samfélaginu, og þær
því í eðli sínu lítt fréttnæmar. Það
virðist til að
mynda alveg
sama hvernig
valdhafarnir og
fulltrúar þeirra
haga sér. Alltaf
eru þeir jafn vin-
sælir í skoðanakönnunum.
Á undanförnum misserum hafa
komið upp allmörg mál, sem virðast
vitna um síaukið óþol valdhafa gagn-
vart atferli eða skoðunum sem þeim
eru ekki að skapi. Líkt og þeir þjáist
af einhvers konar lýðræðisóþoli.
Eins og gjarnan í lýðræðisríkjum
kallar slíkt á umræðu. Á Íslandi
þýðir það aðeins eitt: Prent-
svertukeppni. Áður en maður er al-
mennilega vaknaður daginn eftir
upptök málsins er stríðið skollið á.
Greinum rignir. Fólki er nóg boð-
ið, það getur ekki orða bundist, því
rennur til rifja, hlutirnir keyra um
þverbak eftir þverbak með þvílíku
offorsi og yfirgangi að ekki verður
við unað, framhjá því litið, né hjá
setið, nema horft sé á í algerri for-
undran og hneykslun. Það gengur á
með æ opnari bréfum. Pistlahöf-
undar á öllum miðlum láta til sín
taka. Samfélagið tvístígur á öndinni.
Svo kemur næsta hrina. Svar-
greinar málaliðanna og örstuttu at-
hugasemdirnar. Loks kemur hún
svo. Skoðanakönnunin um fylgi
stjórnmálaflokkanna. Til að kanna
hvort atburðirnir hafi breytt
nokkru. Svo er ekki. Allt er óbreytt.
Stríðsmennirnir halda lúnir heim
af ritvellinum, andagiftin þrotin,
skyldurnar kalla. Það koma nokkrir
krampakenndir tvídálkar, ein at-
hugasemd eða árétting og kannski
tvær vísur, rétt í þann mund sem
slökkt er á flóðljósunum. Svo er Vel-
vakandi aftur orðinn aleinn á vakt-
inni ásamt fastafulltrúunum í sjálf-
skipuðu öryggisráði þjóðar-
sálarinnar. Allt er óbreytt.
Það sem þetta leiðir í ljós er sú
staðreynd, að við kjósum ekki sam-
kvæmt málefnum, hvað þá hug-
sjónum. Við kjósum líkt og af eðl-
isávísun þann sem við teljum
sterkastan og aðsópsmestan hverju
sinni.
Líklega er þetta einhver sálrænn
menningararfur frá þeim tíma þeg-
ar höfðingjar réðu hver sínu héraði,
klæddust litklæðum og áttu gull og
silfur og fleiri sannindamerki um
eigið ágæti og veldi og ortu vond
kvæði sem allir kepptust um að lofa.
Búandkarlar vissu sem var að þeir
áttu ekkert gott í vændum ef þeir
tóku upp á því að snúast gegn slík-
um mönnum. Hins vegar gat þeim
hlotnast einn og einn gullbaugur
væru þeir þægir og ötulir stuðnings-
menn og höfðu auk þess frið til að
yrkja jarðir sínar og jafnvel ljóð.
Þegar höfðingjarnir misstu völd
sín í hendur erlendra konunga og
urðu sjálfir bara búandkarlar í upp-
lituðum viðhafnarbúningi með leifar
af gömlum glæsibrag í líki beygl-
aðra pjáturdiska og morknandi lit-
klæða voru Íslendingar allir meira
og minna samferða í eymdinni og
áþjáninni í nokkrar aldir. En þegar
yfirvaldið færðist aftur til landsins
hrökk allt í sama farið aftur.
Aðsópsmiklir menn eiga sem fyrr
hljómgrunn hjá þjóðinni. Hún elsk-
ar af öllu hjarta hofmóðuga al-
íslenska höfðingja sem fara með
hófaskellum og leirburði um héruð á
lágfættum hestum og er alsæl með
litmyndir þeirra af pjáturdiskum,
skrautklæðum og gullbaugum.
Skítt með að það þurfi að fórna
einhverju til að framkalla þær.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson
Lýðræðisóþol
og litmyndir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 27
Happdrætti Hjartaverndar sími 535 1825.
Einnig er hægt að panta miða í gegnum tölvupóst á happ@hjarta.is
Greiðslu- og gírókortaþjónusta
Sendum um land allt
Stuðningur þinn skiptir máli
HJARTAVERND
OD
DI
H
F
- I
95
99
DREGIÐ6.NÓVEMBER
I
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Aukaferð til
Búdapest
22. nóvember
frá kr. 33.450
3 dagar - 2 nætur
Heimsferðir bjóða nú auka-
ferð til þessarar mest heillandi borgar mið-Evrópu þann 22. nóvember. Brottför
á föstudagsmorgni, og komið heim að kvöldi sunnudags, og því upplagt
tækifæri fyrir þá sem vilja nota tímann vel í Búdapest. Ungverjar eru orðlagðir
fyrir gestrisni og hér er auðvelt að lifa í veislu í mat og drykk, á milli þess sem
maður kynnist ólíkum andlitum borgarinnar, en Ungverjaland var í þjóðbraut
milli austur og vestur Evrópu og
menningararfurinn ber því vitni. Í boði eru
mjög góð 3, 4 og 5 stjörnu hótel og
spennandi kynnisferðir um borgina með
íslenskum fararstjórum Heimsferða.
Föstudagsmorgunn til sunnudagskvölds
Verð kr. 33.450
Flugsæti til Búdapest, 22. nóv.
Með sköttum.
Verð kr. 39.950
Flug og hótel í 2 nætur með
morgunmat.
M.v. 2 í herbergi á Tulip Hotel.
Sólhattur
FRÁ
Ertu með
kvef eða flensu?
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
FRÍHÖFNIN
-fyrir útlitið