Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 23
ingja, vina o.s.frv. Hverri konu var í sjálfsvald sett á hvað hún lagði áherslu á og hverju hún sleppti í frásögninni. Við báðum konurnar að segja frá því sem þær hefðu viljað lesa um í óléttubókunum fyr- ir fæðinguna,“ segir Margrét og nefnir dæmi. „Ein kona segir frá því hvernig hún tengdist einu barninu sínu eftir fæðingu og ekki öðru, önnur segir frá því að hún hafi næstum því verið búin að drekkja barninu sínu, enn önnur uppgötvaði aðeins nokkrum klukkustundum fyrir fæðinguna að hún væri ólétt.“ „Allar eru sögurnar skrifaðar undir dulnefnum og í örfáum til- fellum var hnikað til staðreyndum um konurnar og bakgrunn þeirra til að erfðara væri að rekja þær til ákveðinna kvenna,“ heldur Eyrún áfram og er spurð að því hvort rit- stjórarnir fjórir hafi hitt alla höf- undana. „Ekki ennþá en úr því rætist fljótlega því við höfum boðið öllum höfundunum í útgáfuteiti í tilefni af útgáfu bókarinnar um helgina. Við ætlum að gefa öllum höfundunum eintak af bókinni og eflaust verður eitthvað skrafað um hver eigi hvaða sögu.“ Skilaboðaskjóður „Engin okkar er sérfræðingur í mæðravernd. Við erum bara skila- boðaskjóður, söfnum saman reynslusögum til að fleiri geti grætt á þeim,“ segir Margrét. „Konur virðast hafa ríka þörf fyrir að miðla reynslu sinni af með- göngu og fæðingum til annarra kvenna og fyrir margar konur eru skrifin persónulegt uppgjör,“ skýt- ur Eyrún inn í. „Alveg rétt,“ sam- sinnir Margrét. „Margar konur hafa lent í því að þó að þær hafi lesið mikið af óléttubókum hafi þær mætt allt öðru í sínu eigin ferli og vilja gjarnan miðla þeirri reynslu til annarra kvenna. Ég get nefnt að ein kvartar yfir því að all- ar óléttubækur endi á þriðja stigi fæðingarinnar. Ekkert sé talað um að konur geti varla gengið eða pissað eftir fæðinguna, hvað brjóstagjöfin sé erfið o.s.frv. Á þann hátt bætir bókin vonandi enn upplýsingaflæði til kvenna. Öllum rannsóknum ber saman um að eftir því sem konur séu betur upplýstar þeim mun betur gangi fæðingin fyrir sig. Konurnar verða meðvit- aðri – líklegri til að fara úr hlut- verki þolandans í hlutverk gerand- ans. Hætti að spyrja „má ég?“ eins og frumbyrjur spyrja oft í bókinni og fari að segja „ég vil“.“ Er bókin gagnrýni á heilbrigð- iskerfið? „Nei, alls ekki,“ segir Ey- rún. „Heilbrigðisstarfsfólk verður auðvitað alltaf að hafa í huga að þó að fæðingar séu daglegt brauð inni á sjúkrahúsunum er hver fæðing einstakur viðburður í lífi hverrar konu á öllum tímum. Kona getur munað eftir lyktinni af sápunni á fæðingardeildinni 20 árum eftir fæðinguna eins og fram kemur í bókinni. Eitt meiðandi orð getur valdið því að kona lítur ekki sjúkrastofnunina réttum augum eftir fæðinguna. Fæðandi konur eru sérstaklega viðkvæmar og hverja og eina verður að með- höndla sérstaklega. Sögurnar bera auðvitað vott um þetta þó að safnið sé alls ekki gagnrýni á heilbrigð- iskerfið. Þvert á móti lýsa sög- urnar sigurgöngu mæðraverndar á Íslandi. Rétt eins og svo margt hefur breyst og orðið miklu per- sónulegra í tengslum við dauðann hafa orðið grundvallarbreytingar á fæðingardeild Landspítalans síð- ustu ár. Nú síðast með Hreiðrinu þar sem fjölskyldur geta notið þeirrar einstöku reynslu að taka á móti nýjum einstaklingi í fjölskyld- una í ró og næði.“ Stöllurnar eru að lokum spurðar út í titil bókarinnar „Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð“. „Finnst þér hann langur? Veistu, við vorum búnar að fara í marga hringi áður en við komumst að þessari niðurstöðu. Upp komu hugmyndir eins og Tíu fingur, tíu tær. Svo fæðast ekki öll börn með tíu fingur og tíu tær fyrir utan að við vildum hafa fókusinn á konunni og hennar upplifun. Að öðrum sög- um ólöstuðum er titilllinn dreginn af einni fyndnustu og skemmtileg- ustu sögu bókarinnar. Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð varð því að lokum niðurstaðan og núna þegar við erum komnar með bók- ina í hendurnar eru við allar mjög sáttar.“ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 23 „Sko, þú ert bara fullgengin með!“ „Með hvað?“ spurði ég og kom alveg af fjöllum. „Nú með barnið! Náum í pabb- ann!“ Hann fór fram, kallaði á Jónda og sagði: „Til hamingju, þú ert að verða pabbi!“ Ég sagði ekkert í 9 mánuði Unglingsstúlkan í sögunni verður ólétt eftir skyndikynni og ákveður að segja hvorki fjölskyldu sinni né strák sem hún byrjar með á fjórða mánuði meðgöngunnar frá ástandi sínu. „Feluleikurinn varð stór hluti af lífi mínu og ágerðist eftir því sem á leið. Ég var heppin því víð og stór föt voru í tísku og hentuðu mér mjög vel. Ég passaði líka vel upp á alla smáhluti. Vafði dömubindum í klósettpappír og henti í ruslið mán- aðarlega svo mamma myndi ekki fatta að ég væri ekki á túr, skrópaði alltaf í leikfimi og fór aldrei í sund eða neitt slíkt. Ég vildi alls ekki byrja á pillunni en lét undan þrýst- ingi um það bil tveimur vikum áður en ég fæddi, fór til heimilislækn- isins sem lét mig, kasólétta fá lyf- seðil fyrir getnaðarvörn. Ég passaði svo bara upp á að henda alltaf einni pillu í ruslið daglega. Þegar ég var komin átta mánuði á leið sótti kær- astinn minn mig í skólann og vildi endilega að ég kæmi með sér í opinn prufutíma í líkamsrækt. Ég fór en það var hræðileg tilfinning, sérstak- lega í búningsklefanum þar sem ég var að reyna að fara í sturtu og klæða mig svo lítið bæri á því það voru þarna stelpur sem ég kann- aðist við. Ég þurfti líka að passa vel upp á brjóstin á mér, mikil mjólk lak úr þeim, sérstaklega á nóttunni, svo bolirnir sem ég svaf í urðu oft og tíðum rennblautir. Ég reyndi að koma þeim í óhreina tauið svo lítið bæri á en mamma sagði við mig eft- ir að sá stutti fæddist að hún hefði sennilega sjálf verið í hálfgerðri af- neitun því hún tók eftir þessum bol- um en spurði einskis. Hún spurði mig samt nokkrum sinnum að því í lok meðgöngunnar hvort ég væri ólétt en ég brást illa við og sagðist bara hafa fitnað smá.“ Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð - fæðingarsögur íslenskra kvenna er samansafn fæðingarsagna 70 íslenskra kvenna. Bókinni er ritstýrt af þeim Eyrúnu Ingadóttur, Margréti Jónsdóttur, Sóley Tómasdóttur og Svan- dísi Svavarsdóttur. Bókin kemur út hjá Forlaginu og er 375 bls. að lengd. Stolin bifreið Aðfaranótt 11. okt. var bifreiðinni minni stolið. Bifreiðin er hvítur Cherokee Laredo Jeep árg. ‘93. Bíllinn er auðþekktur á rauðri innréttingu. Númerið er UO 997. Vinsamlegast látið vita ef þið hafið orðið bifreiðarinnar vör í síma 896 2223 eða lögregluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.