Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÆSTIRÉTTUR staðfesti á
fimmtudag dóm héraðsdóms um að
láta karlmann sæta 3 mánaða fangelsi
fyrir að hafa ítrekað ekið bifreið svipt-
ur ökuréttindum. Maðurinn hélt því
hins vegar fram að hann hefði gilt
ökuskírteini þegar hann var tekinn
síðast undir þessum kringumstæðum.
Maðurinn sótti um samrit ökuskír-
teinis hjá lögreglustjóranum í
Reykjavík í lok júlí 1999 og á viðeig-
andi umsóknareyðublaði hafði verið
merkt við í reitinn „Ökuskírteini
týndist eða var stolið“. Hafði maður-
inn margoft verið sviptur ökurétti
ævilangt, síðast með dómi í maí 1998.
Samkvæmt Hæstarétti virtist sem
allar upplýsingar um ökuréttarsvipt-
ingu mannsins hefðu af ókunnum or-
sökum fallið niður í ökuskírteinaskrá.
Hæstarétti þótti sannað að mannin-
um hefði verið fullkunnugt um að
hann hefði verið sviptur ökurétti ævi-
langt þegar hann, gegn betri vitund,
fékk útgefið samrit ökuskírteinis á
grundvelli rangra upplýsinga. Útgáfa
slíks samrits hefði á engan hátt getað
endurvakið ökuréttindi sem maður-
inn hefði ítrekað verið sviptur með
dómum. Málið dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Gunnlaugur Claessen,
Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Bene-
diktsdóttir. Kristján Stefánsson hrl.
var verjandi ákærða og málið sótti
Bragi Steinarsson vararíkissaksókn-
ari.
Ók ítrekað svipt-
ur ökuréttindum
ÖLLU var vel komið til skila á
Textaþingi Heyrnarhjálpar í gær;
bæði gegnum hátalarakerfi, á
myndskjá og með aðstoð tákn-
málstúlks. Láta mun nærri að
einn af hverjum tíu Íslendingum
fylli flokk heyrnarlausra og
heyrnarskertra.
Á þinginu voru tveir erlendir
fyrirlesarar, Martin Davies, yf-
irmaður textavarps hjá BBC, og
Lillian Vicanek, varaformaður
HLF Noregi og forseti Evrópu-
samtaka heyrnarskertra,
EFHOH. Þá sóttu þingið fulltrúar
ólíkra neytendahópa og fulltrúar
sjónvarpsstöðvanna, kvikmynda-
gerðarmenn og aðrir sem koma
að framleiðslu á sjónvarpsefni og
kvikmyndum.
Þórný Jakobsdóttir rittúlkur,
Guðjón Ingvi Stefánsson, formað-
ur Heyrnarhjálpar, og Gerður
Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur.
Með tali, táknum og texta
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
BANDARÍSKA listflugkonan Patty
Wagstaff fékk hárin til að rísa á
þeim sem fylgdust með listflugi
hennar yfir Reykjavíkurflugvelli í
gær.
Hún hugðist sýna listflug á föstu-
daginn þegar því var fagnað að
endurbyggingu flugvallarins er
lokið en vegna veðurs varð ekki af
því. Í gær létti til og Vagstaff komst
á loft, flestum til ánægju, og tók
bakfallslykkjur, dýfur og hringi.
Kvartanir um hávaða bárust þó til
flugmálastjórnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áhorfendur fylgdust spenntir með og gripu stundum andann á lofti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bandaríska flugkonan Patty Wagstaff í léttri sveiflu fyrir ofan Reykjavík.
Lykkjur,
hringir
og dýfur
BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ
Átak, sem er félag um 80 leigubíl-
stjóra á höfuðborgarsvæðinu, hefur
kært þrjú tryggingafélög til Fjár-
málaeftirlitsins þar sem félögin eru
sögð hafa hækkað tryggingar á leigu-
bílum umfram önnur ökutæki undan-
farin ár. Hækkunin nemi allt að þriðj-
ungi umfram aðra síðastliðin fjögur
ár og iðgjöld séu ekki í samræmi við
tjónatíðni. Í umsögnum til Fjármála-
eftirlitsins hafa tryggingafélögin
Sjóvá-Almennar, VÍS og Trygginga-
miðstöðin mótmælt þessu og sagt ið-
gjöld af leigubílum hafa hækkað til
jafns við aðra bíla og í takt við tjóna-
tíðnina.
Í kæru til Fjármálaeftirlitsins segir
m.a. að tryggingar leigubíla séu í
engu samræmi við sambærilegar at-
vinnugreinar eins og hjá sendibíl-
stjórum, rútubílstjórum og jeppa-
eigendum. Félagið segir rök trygg-
ingafélaganna um háa tjónatíðni
leigubíla ekki standast, m.a. sýni
skýrsla frá Umferðarráði, nú Um-
ferðarstofu, að tjónatíðni hjá leigubíl-
um sé ekki hærri en hjá öðrum. Fara
Átaksmenn fram á lækkun á trygg-
ingunum og endurgreiðslu fjögur ár
aftur í tímann, leigubílstjórastéttin
beri þessar háu tryggingar ekki leng-
ur.
Jón Stefánsson, varaformaður
Átaks, segir félagið vera að undirbúa
svar til Fjármálaeftirlitsins, með að-
stoð lögfræðings og endurskoðanda.
Félagið muni ekki gefa neitt eftir í
baráttu sinni við tryggingafélögin,
enda um mikið réttlætismál að ræða.
„Við erum búnir að fá miklu meira
en nóg, tryggingafélögin eru í raun að
taka af okkur bílverðið á þremur til
fjórum árum,“ segir Jón og bendir á
að iðgjöld á hvert sæti í rútu séu um
10 þúsund krónur en um 33 þúsund
krónur á hvert sæti í leigubíl að jafn-
aði. Munurinn þarna á milli sé óeðli-
legur og leigubílstjórar geri þá kröfu
að fá t.d. að greiða sömu iðgjöld og
eigendur hópferðabíla.
Félögin segja iðgjöld
vera í samræmi við tjón
Í svarbréfi Tryggingamiðstöðvar-
innar til Fjármálaeftirlitsins kemur
m.a. fram að heildariðgjöld á leigubíl-
um hafi hækkað um 118% undanfarin
fjögur ár, eða úr 77 þúsund krónum
árið 1998 í 168 þúsund kr. miðað við
október í ár. Á fólksbílum hafi iðgjöld-
in hækka um 111% á sama tíma, um
105% á rútum og 92% á sendibílum.
Svipaðar tölur leggja VÍS og Sjóvá-
Almennar fram í sínum bréfum til
Fjármálaeftirlitsins. Þannig segir
talsmaður VÍS að iðgjöld vegna leigu-
bíla séu ekki í ósamræmi við þá
áhættu sem þar búi að baki. Segir
VÍS að iðgjöldin hafi numið rúmum
36 milljónum kr. árin 1999 til 2002 en
tjón af leigubílum á sama tíma verið
tæpar 39 milljónir. Munar þarna um
2,6 milljónum kr. „Tapið“ hjá VÍS er
sagt mun meira árin 1990 til 1998 eða
rúmar 30 milljónir í tjón umfram
greidd iðgjöld leigubílstjóra.
Jón segir að tölur tryggingafélag-
anna gefi ekki rétta mynd þar sem í
sumum tilvikum séu tekin með í
reikninginn bónusgreiðslur og önnur
afsláttarkjör en í öðrum ekki. Bera
þurfi saman réttar tölur til að fá raun-
sanna mynd af þeim gjöldum sem
leigubílstjórar greiði.
Hann dregur einnig í efa tölur
tryggingafélaganna um tjónatíðni hjá
leigubílum, til dæmis sýni skýrsla
Umferðarráðs meiri tjónatíðni á far-
þega hjá sendibílstjórum. Jón segir
að framvegis muni leigubílstjórar hjá
Átaki skrá tjón sín sjálfir til að fá
fram hið rétta að þeirra mati.
Leigubílstjórar í félaginu Átaki vilja lækkun á tryggingum
Þrjú tryggingafélög kærð
til FjármálaeftirlitsinsVEXTIR Seðlabanka Íslands í endur-
hverfum viðskiptum við lánastofnanir
hafa lækkað um 4,6% frá því í þeir
voru sem hæstir, eða 11,4%, snemma
á vordögum í fyrra, og um 3,3% síð-
ustu sjö mánuðina. Seðlabankinn hef-
ur lækkað stýrivextina alls tíu sinnum
frá byrjun apríl í fyrra.
Lækkun stýrivaxtanna hefur yfir-
leitt verið á bilinu 0,3 og upp í 0,6% en
mest lækkaði Seðlabankinn vextina
um 0,8% í nóvember í fyrra. Síðustu
sjö mánuðina hafa vextirnir lækkað
um 3,3%.
Már Guðmundsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans, segir að óverð-
tryggðir vextir viðskiptabankanna
hafi fylgt lækkunum Seðlabankans
frekar vel en verðtryggðu vextirnir
síður. „Sérstaklega hafa verðtryggðir
vextir bankanna lækkað lítið þótt
verðtryggðir vextir á markaði hafi
heldur verið að lækka upp á síðkastið
en þú verður að spyrja bankana um
ástæðuna, ekki mig.“
Talsverð
lækkun vaxta
síðustu sjö
mánuðina
!