Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag dóm héraðsdóms um að láta karlmann sæta 3 mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað ekið bifreið svipt- ur ökuréttindum. Maðurinn hélt því hins vegar fram að hann hefði gilt ökuskírteini þegar hann var tekinn síðast undir þessum kringumstæðum. Maðurinn sótti um samrit ökuskír- teinis hjá lögreglustjóranum í Reykjavík í lok júlí 1999 og á viðeig- andi umsóknareyðublaði hafði verið merkt við í reitinn „Ökuskírteini týndist eða var stolið“. Hafði maður- inn margoft verið sviptur ökurétti ævilangt, síðast með dómi í maí 1998. Samkvæmt Hæstarétti virtist sem allar upplýsingar um ökuréttarsvipt- ingu mannsins hefðu af ókunnum or- sökum fallið niður í ökuskírteinaskrá. Hæstarétti þótti sannað að mannin- um hefði verið fullkunnugt um að hann hefði verið sviptur ökurétti ævi- langt þegar hann, gegn betri vitund, fékk útgefið samrit ökuskírteinis á grundvelli rangra upplýsinga. Útgáfa slíks samrits hefði á engan hátt getað endurvakið ökuréttindi sem maður- inn hefði ítrekað verið sviptur með dómum. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Kristján Stefánsson hrl. var verjandi ákærða og málið sótti Bragi Steinarsson vararíkissaksókn- ari. Ók ítrekað svipt- ur ökuréttindum ÖLLU var vel komið til skila á Textaþingi Heyrnarhjálpar í gær; bæði gegnum hátalarakerfi, á myndskjá og með aðstoð tákn- málstúlks. Láta mun nærri að einn af hverjum tíu Íslendingum fylli flokk heyrnarlausra og heyrnarskertra. Á þinginu voru tveir erlendir fyrirlesarar, Martin Davies, yf- irmaður textavarps hjá BBC, og Lillian Vicanek, varaformaður HLF Noregi og forseti Evrópu- samtaka heyrnarskertra, EFHOH. Þá sóttu þingið fulltrúar ólíkra neytendahópa og fulltrúar sjónvarpsstöðvanna, kvikmynda- gerðarmenn og aðrir sem koma að framleiðslu á sjónvarpsefni og kvikmyndum. Þórný Jakobsdóttir rittúlkur, Guðjón Ingvi Stefánsson, formað- ur Heyrnarhjálpar, og Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur. Með tali, táknum og texta Morgunblaðið/Brynjar Gauti BANDARÍSKA listflugkonan Patty Wagstaff fékk hárin til að rísa á þeim sem fylgdust með listflugi hennar yfir Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún hugðist sýna listflug á föstu- daginn þegar því var fagnað að endurbyggingu flugvallarins er lokið en vegna veðurs varð ekki af því. Í gær létti til og Vagstaff komst á loft, flestum til ánægju, og tók bakfallslykkjur, dýfur og hringi. Kvartanir um hávaða bárust þó til flugmálastjórnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhorfendur fylgdust spenntir með og gripu stundum andann á lofti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bandaríska flugkonan Patty Wagstaff í léttri sveiflu fyrir ofan Reykjavík. Lykkjur, hringir og dýfur BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Átak, sem er félag um 80 leigubíl- stjóra á höfuðborgarsvæðinu, hefur kært þrjú tryggingafélög til Fjár- málaeftirlitsins þar sem félögin eru sögð hafa hækkað tryggingar á leigu- bílum umfram önnur ökutæki undan- farin ár. Hækkunin nemi allt að þriðj- ungi umfram aðra síðastliðin fjögur ár og iðgjöld séu ekki í samræmi við tjónatíðni. Í umsögnum til Fjármála- eftirlitsins hafa tryggingafélögin Sjóvá-Almennar, VÍS og Trygginga- miðstöðin mótmælt þessu og sagt ið- gjöld af leigubílum hafa hækkað til jafns við aðra bíla og í takt við tjóna- tíðnina. Í kæru til Fjármálaeftirlitsins segir m.a. að tryggingar leigubíla séu í engu samræmi við sambærilegar at- vinnugreinar eins og hjá sendibíl- stjórum, rútubílstjórum og jeppa- eigendum. Félagið segir rök trygg- ingafélaganna um háa tjónatíðni leigubíla ekki standast, m.a. sýni skýrsla frá Umferðarráði, nú Um- ferðarstofu, að tjónatíðni hjá leigubíl- um sé ekki hærri en hjá öðrum. Fara Átaksmenn fram á lækkun á trygg- ingunum og endurgreiðslu fjögur ár aftur í tímann, leigubílstjórastéttin beri þessar háu tryggingar ekki leng- ur. Jón Stefánsson, varaformaður Átaks, segir félagið vera að undirbúa svar til Fjármálaeftirlitsins, með að- stoð lögfræðings og endurskoðanda. Félagið muni ekki gefa neitt eftir í baráttu sinni við tryggingafélögin, enda um mikið réttlætismál að ræða. „Við erum búnir að fá miklu meira en nóg, tryggingafélögin eru í raun að taka af okkur bílverðið á þremur til fjórum árum,“ segir Jón og bendir á að iðgjöld á hvert sæti í rútu séu um 10 þúsund krónur en um 33 þúsund krónur á hvert sæti í leigubíl að jafn- aði. Munurinn þarna á milli sé óeðli- legur og leigubílstjórar geri þá kröfu að fá t.d. að greiða sömu iðgjöld og eigendur hópferðabíla. Félögin segja iðgjöld vera í samræmi við tjón Í svarbréfi Tryggingamiðstöðvar- innar til Fjármálaeftirlitsins kemur m.a. fram að heildariðgjöld á leigubíl- um hafi hækkað um 118% undanfarin fjögur ár, eða úr 77 þúsund krónum árið 1998 í 168 þúsund kr. miðað við október í ár. Á fólksbílum hafi iðgjöld- in hækka um 111% á sama tíma, um 105% á rútum og 92% á sendibílum. Svipaðar tölur leggja VÍS og Sjóvá- Almennar fram í sínum bréfum til Fjármálaeftirlitsins. Þannig segir talsmaður VÍS að iðgjöld vegna leigu- bíla séu ekki í ósamræmi við þá áhættu sem þar búi að baki. Segir VÍS að iðgjöldin hafi numið rúmum 36 milljónum kr. árin 1999 til 2002 en tjón af leigubílum á sama tíma verið tæpar 39 milljónir. Munar þarna um 2,6 milljónum kr. „Tapið“ hjá VÍS er sagt mun meira árin 1990 til 1998 eða rúmar 30 milljónir í tjón umfram greidd iðgjöld leigubílstjóra. Jón segir að tölur tryggingafélag- anna gefi ekki rétta mynd þar sem í sumum tilvikum séu tekin með í reikninginn bónusgreiðslur og önnur afsláttarkjör en í öðrum ekki. Bera þurfi saman réttar tölur til að fá raun- sanna mynd af þeim gjöldum sem leigubílstjórar greiði. Hann dregur einnig í efa tölur tryggingafélaganna um tjónatíðni hjá leigubílum, til dæmis sýni skýrsla Umferðarráðs meiri tjónatíðni á far- þega hjá sendibílstjórum. Jón segir að framvegis muni leigubílstjórar hjá Átaki skrá tjón sín sjálfir til að fá fram hið rétta að þeirra mati. Leigubílstjórar í félaginu Átaki vilja lækkun á tryggingum Þrjú tryggingafélög kærð til FjármálaeftirlitsinsVEXTIR Seðlabanka Íslands í endur- hverfum viðskiptum við lánastofnanir hafa lækkað um 4,6% frá því í þeir voru sem hæstir, eða 11,4%, snemma á vordögum í fyrra, og um 3,3% síð- ustu sjö mánuðina. Seðlabankinn hef- ur lækkað stýrivextina alls tíu sinnum frá byrjun apríl í fyrra. Lækkun stýrivaxtanna hefur yfir- leitt verið á bilinu 0,3 og upp í 0,6% en mest lækkaði Seðlabankinn vextina um 0,8% í nóvember í fyrra. Síðustu sjö mánuðina hafa vextirnir lækkað um 3,3%. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, segir að óverð- tryggðir vextir viðskiptabankanna hafi fylgt lækkunum Seðlabankans frekar vel en verðtryggðu vextirnir síður. „Sérstaklega hafa verðtryggðir vextir bankanna lækkað lítið þótt verðtryggðir vextir á markaði hafi heldur verið að lækka upp á síðkastið en þú verður að spyrja bankana um ástæðuna, ekki mig.“ Talsverð lækkun vaxta síðustu sjö mánuðina                 !     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.