Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 45 S IGURBJÖRN Hjaltason hætti mjólkurframleiðslu vorið 2001 eftir tuttugu ára starf í þeim búskap. Ákvað hann að einbeita sér frekar að sauðfjárframleiðslu. Í júní á þessu ári fékk hann bréf frá Mjólkursamsöl- unni, MS, þess efnis að ákveðið hefði verið að greiða honum hlutdeild hans í séreign- arsjóði félagsins og með fylgdi ávísun upp á rúmar 227 þúsund krónur. Sigurbjörn end- ursendi ávísunina þar sem hann telur sig eiga rétt á hærri hlutdeild úr sjóðnum, eða tífalt hærri greiðslu – rúmar tvær milljónir króna. Jafnframt telur hann að breytingar á samþykktum félagsins séu ólöglegar og marklausar. Með aðstoð síns lögmanns hef- ur hann óskað eftir margskonar gögnum og upplýsingum frá MS, fyrr segist hann ekki taka afstöðu til þess hvort hann taki við greiðslunni eða ekki. Mjólkursamsalan tók til starfa í ársbyrjun 1935 og hét þá Mjólkursamsalan í Reykja- vík. Í upphafi var hún svokallað samvinnu- samband með aðild samlaga á Suður- og Vesturlandi. Sigurbjörn bendir á að í sam- þykktum hafi strax verið tekið fram að sam- lögin ættu að eignast stofnsjóð í samsölunni. Því hafi hins vegar aldrei verið fylgt eftir og ekki hafi verið farið að skoða þau mál af al- vöru fyrr en í kringum árið 1990. Hann bendir einnig á að fljótlega eftir stofnun MS hafi bændur til margra ára greitt í svo- nefndan uppbyggingarsjóð, líkt og fram- kvæmdasjóð vegna Bændahallarinnar, og tími sé kominn til að þeir fari að njóta þeirra ávaxta sem þeir hafi skapað. „Árið 1990 kom í ljós að í rauninni var enginn eigandi að Mjólkursamsölunni þar sem eign og ábyrgð eigenda fólst í inneign í stofnsjóðum. Ítrekuð hafði verið sú spurn- ing hver ætti samsöluna en menn gátu ekki svarað því. Í samvinnufélagslögunum, sem samvinnusamböndin byggðust á líkt og SÍS, var getið um stofnsjóði. Ef enginn var sjóð- urinn þá var eigandinn enginn. Farið var að endurskoða þetta og þá var Mjólkursamsöl- unni breytt í samvinnufélag í eigu mjólk- urframleiðenda,“ segir Sigurbjörn, en í dag eiga aðild að MS samlagsdeildir Mjólkurbús Flóamanna, Mjólkursamlags Kjalarnes- þings, Mjólkurbús Borgfirðinga, Mjólk- ursamlagsins í Búðardal, Mjólkursamlags V-Húnvetninga og Mjólkursamlags Hún- vetninga. Sigurbjörn segir helstu breytinguna fyrir tólf árum hafa verið þá að bændur öðluðust beina aðild að MS, í stað óbeinnar aðildar áður í gegnum viðkomandi mjólkursamlag. Þá hafi verið ákveðið að taka örlítið af eigin fé fyrirtækisins og setja það í stofnsjóð framleiðenda. Allir sem hafi framleitt mjólk tíu árum áður, eða milli 1980 og 1990, hafi þá eignast innstæðu í stofnsjóðnum. „Í framhaldi af því var farið að innheimta stofnsjóðsframlag af innlagðri mjólk þannig að sjóðurinn hefur hækkað í takt við það. Jafnframt voru sett ákvæði í samþykktir að hluti af tekjuafgangi myndi færast í stofn- sjóðinn,“ segir Sigurbjörn. Breytingin marklaus Á aðalfundi sínum í mars sl. samþykkti MS að breyta 11. grein samþykkta félagsins á þann veg að greiða skyldi bændum sem hættir eru mjólkurframleiðslu að fullu hlut- deild þeirra í séreignarsjóði ásamt vöxtum í árslok, eigi síðar en 1. júlí ár hvert, til jafns við hlutdeild framleiðandans samkvæmt árs- lokauppgjöri um áramótin á undan. Sig- urbjörn telur að 11. greininni hafi verið breytt án þess að gæta að skilyrðum laga nr. 22/1991 um samvinnufélög og sé breyt- ingin af þeim sökum marklaus. Í ákvæði laganna sé mælt fyrir um að breyting á fé- lagasamþykktum þurfi samþykki tveggja lögmætra félagsfunda í röð og stuðning eigi færri en 2⁄3 atkvæðisbærra félagsmanna á fundinum ef í henni felist röskun á rétt- arsambandi milli félagsaðila. Einnig gerir hann athugasemd við það að stjórn MS geti tekið þá ákvörðun einhliða að víkja ein- stökum bændum úr félaginu án at- hugasemda eða tilkynninga þannig að við- komandi geti gætt lögvarinna hagsmuna sinna. Sigurbjörn segir að í raun hafi verið um úthýsingu úr MS að ræða. Öllum, sem ekki leggi inn mjólk og höfðu hætt á síðasta ári, hafi verið úthýst. Að sögn Sigurbjörns var 11. greininni breytt vegna breytinga á sam- vinnulögum frá árinu 2001. Þar hafi verið sett inn ákvæði til bráðabirgða um að sam- vinnufélagi sé heimilt að endurmeta sér- eignarhluti félagsaðila í A-deild stofnsjóðs þess fyrir árslok 2004. Í ákvæðinu segir m.a. að endurmatið skuli vera byggt á verð- mæti hreinnar eignar félags í árslok 1996 að teknu tilliti til opinberra gjalda og varasjóðs eða fjárfestingarsjóðs sem myndaður hefur verið samkvæmt eldri skattalögum. Sigurbjörn bendir á að í frumvarpi vegna breytinga á lögunum um samvinnufélög komi fram að meginefni frumvarpsins sé að heimila hækkun á séreignarhlutum fé- lagsaðila til þess að stofnsjóðir samvinnu- félags endurspegli betur eigið fé hvers fé- lags. Ávísunin endursend Sigurbjörn segir að í fundargerð síðasta aðalfundar komi fram í máli stjórnarfor- manns Mjólkursamsölunnar, Magnúsar H. Sigurðssonar, að breytingin á 11. grein hafi verið skref í þá átt að flytja fjármuni af eig- in fé MS í séreignarsjóð félagsmanna. „Í framhaldi af aðalfundinum sendu þeir út ávísanir til þeirra félagsmanna sem hættu framleiðslu á síðasta ári. Þetta kom mjög flatt upp á mig. Ég hef verið aðaltals- maður þess að bændur eignuðust sann- gjarnan hlut í eigin fé Mjólkursamsölunnar. Ég flutti um það tillögu á aðalfundi árið 2001 og hún var samþykkt, sem kom reynd- ar svolítið á óvart,“ segir Sigurbjörn, en í umræddri tillögu var því beint til stjórnar MS að færð skyldu 20% af eigin fé samsöl- unnar inn á séreignarsjóði félagsmanna með þeim hætti að hlutur hvers og eins grund- vallaðist á innleggi viðkomandi síðastliðin tíu ár. Tillaga hans var samþykkt með einu atkvæði en mótatkvæðalaust. Síðan þá hefur þessari tillögu ekki verið framfylgt af stjórn MS, segir Sigurbjörn. Hann segist hafa átt rétt til setu á síðasta aðalfundi en einhverra hluta vegna hafi „maður gengið undir manns hönd“ til að koma í veg fyrir að hann færi á fundinn. Þetta hafi honum orðið ljóst að fundi lokn- um. Honum hafi verið sagt að hann ætti ekki kjörgengi á fundinn, hann hafi ekki séð ástæðu til að gera veður út af því og vara- maður farið í sinn stað. „Samþykktum félagsins var svo breytt á fundinum en þeir vissu sem var að ég hefði staðið gegn breytingunni. Þegar ávísunin kom svo til mín gerði ég mér endanlega grein fyrir því hvað lá að baki því að halda mér frá aðalfundinum. Ég fór að kynna mér málið betur og komst þá að því að margt ólöglegt var við þetta ferli,“ segir Sigur- björn. Hann endursendi ávísunina til MS, sem fyrr segir, og í bréfi til forstjóra fyrirtæk- isins, Guðlaugs Björgvinssonar, í lok júlí sl. segir lögmaður Sigurbjörns að ákvörðun að- alfundar eigi sér ekki fullnægjandi stoð í samþykktum félagsins. Með ólögmætum hætti hafi fé úr sjóðum MS verið ráðstafað til framleiðenda. Breytingar frá aðalfundi hafi auk þess ekki verið tilkynntar til sam- vinnufélagaskrár. Lögmaðurinn segir að það sé mjólkurframleiðandans að krefjast þess að fá hlutdeild sína í séreignarsjóði greidda út og það hafi Sigurbjörn ekki farið fram á. Lögmaður MS svaraði bréfinu í ágúst sl. þar sem málflutningi Sigurbjörns er mót- mælt, m.a. á þá lund að stjórn MS hafi ekki tekið einhliða ákvörðun um að vísa honum úr félaginu. Sigurbjörn hafi ekki lengur uppfyllt skilyrði félagsaðildar og því hafi honum verið send greiðslan úr sjóðnum. Þar segir jafnframt að breytingar á sam- þykktum félagsins hafi verið tilkynntar til samvinnufélagaskrár í ágústmánuði. Frekari upplýsinga óskað Í svarbréfi til lögmanns MS frá miðjum október sl. er skilningi fyrirtækisins á fé- lagsaðild Sigurbjörns mótmælt. Rétt sé að hann hafi ekki lagt inn mjólk síðastliðna mánuði en það verði ekki endanlega ljóst fyrr en í lok þessa árs hvort Sigurbjörn muni teljast félagsmaður samkvæmt sam- þykktum Mjólkursamlags Kjalarnesþings og MS. Hann sé auk þess eigandi að ákveðinni inneign í sjóðum MS. Í bréfinu er óskað eft- ir ýmsum gögnum, m.a. afritum af fund- argerðum aðalfunda og stjórnarfunda MS sl. tveggja ára. Einnig er óskað eftir upplýsingum um eiginfjármyndun MS sl. 20 ár og upplýs- ingum um flutning 200–300 milljóna af eigin fé Mjólkurbús Flóamanna inn á séreignar- reikning bænda. Farið er fram á að upplýs- ingarnar verði veittar sem fyrst. Þegar þær liggi fyrir geti Sigurbjörn tekið afstöðu til þess hvort hann taki við greiðslunni frá MS. Sigurbjörn segir að upplýsingar frá MS hafi enn ekki borist. Hann bendir jafnframt á að Mjólk- ursamlag Kjalarnesþings hafi áður flutt til- lögu um að 20% af eigin fé MS eigi að vera í séreign bænda. Séreignin sé í raun aðeins 2–3% af um 5 milljarða króna eigin fé, eða 100–150 milljónir, en eigi með réttu að vera um 1 milljarður króna. „Þróunin hefur verið sú að bændum hefur fækkað en eigið fé Mjólkursamsölunnar hef- ur aukist. Eignaraðildin hefur verið að flytj- ast á milli bænda og jafnvel landshluta með stækkun starfssvæðis MS og fækkun bænda. Ég fór af stað í mínu máli til þess að fá úthýsinguna úr MS dregna til baka þannig að ég fengi að vera með í pottinum þegar og ef félagið nýtir sér ákvæði laga um samvinnufélög um að verðbæta stofnsjóðinn. Einnig tel ég mig ekki hafa tapað minni fé- lagsaðild. Ég lagði inn mjólk í fyrra, og var þá fullgildur aðili, og samkvæmt sam- þykktum kemur það ekki í ljós fyrr en í lok ársins hvort ég tapa félagsaðildinni. Þeir geta ekki fullyrt að ég leggi inn mjólk eða ekki,“ segir Sigurbjörn. Bændum mismunað eftir starfssvæðum Hann minnir á að Mjólkurbú Flóamanna hafi þegar nýtt sér ákvæði samvinnu- félagalaganna og sett um 300 milljónir króna í stofnsjóðinn á síðasta ári. MS hafi ekki gert þetta og það sé sanngirniskrafa bænda af öðrum svæðum að svo verði gert. Fyrirtækið sé gert upp í einum reikningi í lokauppgjöri þar sem MS skipti verkefnum á milli samlaga. Verið sé að mismuna bænd- um eftir starfssvæðum. „Bændur hafa verið tryggir Mjólkursam- sölunni til fjölda ára, þrátt fyrir að önnur fyrirtæki hafi reynt að komast inn á mark- aðinn og bændur verið hvattir til að leggja inn mjólk til þeirra. Ég ætla ekki að gefa mitt eftir í þessu máli, hvað sem MS segir. Ég tel að þetta sé réttlætismál. Ég hef til þessa staðið einn í þessu þó að fjölmargir séu í sömu stöðu og ég,“ segir Sigurbjörn og telur að á undanförnum tíu árum hafi um 500 mjólkurframleiðendur hætt að leggja inn mjólk til MS en átt rétt á greiðslum úr séreignarsjóðnum. Hann segist hafa fundið fyrir auknum stuðningi við sinn málstað víða í samfélaginu. Starfsbræður hans vilji einnig sjá hvað honum verði ágengt áður en þeir fari út í einhverjar aðgerðir til að rétta sinn hlut hjá Mjólkursamsölunni. Morgunblaðið/RAX Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, hefur snúið sér að sauðfjárbúskap eftir að hafa hætt mjólkurframleiðslu í fyrra. Hann sættir sig þó ekki við að hafa verið úthýst úr Mjólkursamsölunni og segist hafa fundið fyrir auknum stuðningi við málstað sinn víða í samfélaginu. Gef mitt ekki eftir Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, segist í viðtali við Björn Jóhann Björnsson ekki ætla að gefast upp í baráttu sinni við Mjólkursamsöluna. Telur hann sig eiga rétt á tífalt hærri greiðslum úr séreignarsjóði en honum var úthlutað í sumar. bjb@mbl.is ’ Bændur hafa veriðtryggir Mjólkursamsöl- unni til fjölda ára, þrátt fyrir að önnur fyrirtæki hafi reynt að komast inn á markaðinn og bændur verið hvattir til að leggja inn mjólk til þeirra. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.