Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 19
að þér hafi flogið í hug að sækja til konungs um understöttelse [styrk] árlega til að leggja þig eftir ís- lensku máli og sögufræði etc en þú hafir þó ásett fyrst að reyna ex- amen. Drottinn gefi þessum seinni orðum sigur hjá þér! ... vel fengið examen gefur styrkleik, álit og embætti. Ég veit þú afkastar miklu, en þú mátt ekki vegna lífs og heilsu ætla þér of mikið.“ Ástin staðfest með andlitsmynd Fjölskyldan í Johnsenshúsi í Reykjavík er líka uggandi. Fjögur ár eru nú liðin síðan Jón sigldi og Ingibjörg, unnusta hans, er farin að ókyrrast mjög. Sú breyting er nú líka orðin á högum hennar að Ingveldur móðir hennar er látin og hún verður að sjá um heimili föður síns. Hann er allt annað en auð- veldur og drekkur mikið. Ingibjörg vill að Jón ljúki prófi sem allra fyrst svo að þau geti gengið í hjónaband og stofnað til eigin heimilis. Hún er orðin 33 ára göm- ul og löngu tímabært að hún giftist og eignist börn. En hann telur sig verða að ljúka prófi áður en að því kemur. Stundum sækja að henni þungar hugsanir um að hann elski hana ekki, sé aðeins að draga hana á asnaeyrum og honum lítist betur á danskar stúlkur, lifi jafnvel í glaumi og gleði í Kaupmannahöfn. Hann á fullt í fangi með að sann- færa hana um í bréfum sínum að hugur hans sé óbreyttur til hennar. Loksins grípur hann til þess ráðs af litlum efnum sínum að fara til gamals en ekki mjög kunns listmál- ara, Frederiks Christians Cam- radts að nafni, og semur við hann um að mála af sér litla andlitsmynd svo að hann geti sent Ingibjörgu til staðfestu ást sinni á henni og til þess að hún geti haft hann hjá sér, þó ekki sé nema á mynd. Camradt listmálari kvittar undir borgun Jóns fyrir myndina 2. október 1837. Hún kostar ásamt dúki til að pakka henni inn tólf ríkisdali og einn skilding. Á myndinni er Jón Sigurðsson með glöðum æskubrag. Skær og stór brún augu vekja mesta athygli en munnsvipurinn lýsir festu og sjálfstrausti, þar örlar jafnvel á dá- litlum þrjóskudráttum. Hann er með barta en hárið er mikið og dökkbrúnt og vinst upp í lokka við eyrun. Hann er í sínu fínasta pússi, dökkgrænleitum jakka eða kjól, bládoppóttu hvítu vesti með gylltri áfastri keðju og með svartan klút eða bindi um hálsinn. Ingibjörg fær myndina fyrir jól og festir hana upp á vegg yfir rúmi sínu. Hún horfir á hana langtímum saman og grætur svolítið í laumi. „Den smukke Sivertsen“ Árið 1838 er Jón Sigurðsson fluttur til Bergs skraddara í Klausturstræti, nú nr. 22, á horn- inu við Grábræðratorg þar sem sem hann býr ásamt Páli Melsteð. Páli Melsteð og Jóni Sigurðssyni fellur vel að búa á heimili Bergs skraddara í Klausturstræti en þeir eru jafnframt í fæði hjá skradd- arafrúnni, Johanne Marie. Ekki spillir fyrir að á heimilinu eru fjór- ar þokkafullar dætur, Sabine Magdalene, Frederikke, Hedervig Lisafine og Wilhelmine, á aldrinum 19 til 26 ára. Þær snúast í kringum íslensku stúdentana með pilsaþyti og æskugáska. Stúlkunum líst vel á piltana, ekki síst Jón með sína hrafnsvörtu lokka og tindrandi augu, en vita þó að báðir eru lof- aðir heima á Íslandi. Þær kalla Jón „den smukke Sivertsen“, hinn fagra Sivertsen. Bestu vinir Jóns og þeir, sem hann umgengst mest, eru auk Páls Melsteðs þeir Halldór Jónsson, sem var í herbergi með Jóni á Garði síðustu þrjú árin, og Gísli Hjálmarsson læknanemi. Oft hitt- ast þessir og raunar fleiri í her- bergi þeirra í Klausturstræti og er þá margt skrafað. Ekki ósjaldan kemur fyrir að þeir bregða sér á næstu krá og fá sér púnskollu. Raunar gengur námið hægt hjá sumum af vinunum, ekki síður en hjá Jóni Sigurðssyni. Páli Melsteð gengur ekkert enda er hann líka oft veikur. Gísla Hjálmarssyni sækist læknanámið afar seint og er það síðar haft á orði í fjölskyldu hans að vinir hans hafi truflað hann of mikið. Jón er að vísu stál- iðinn og lætur skrafið í vinahópn- um ekki trufla sig við störf. En hann neitar sér þó ekki um heims- ins lystisemdir þegar sá gállinn er á honum. Í bréfi, sem Páll Melsteð sendir Jóni eftir að hann er sjálfur kominn heim til Íslands, rifjar hann upp Kaupmannahafnarárin og segir: „Ó bróðir minn! Theatrið og tímaritin! Ég má ekki hugsa til þess. Nú drekk ég sjaldan púns og aldrei úr kollum. Eru þeir lifandi Mjóni, Pétur drengur, Pleiss og Bandlí. Líði þeim ætíð sem best. Það kemur vatn í munninn á mér, bróðir minn, þegar ég hugsa til þeirra.“ Íslensku stúdentarnir í Kaup- mannahöfn kalla hver annan bræð- ur. Það undirstrikar náið bræðra- lag þeirra. Þeir mynda eins konar samfélag í samfélaginu sem er þó bara strákaheimur. Einn þeirra, Magnús Eiríksson, fær meira að segja viðurnefnið frater (bróðir á latínu) því hann kallar alla Íslend- inga bræður sína og þeir svara honum auðvitað í sömu mynt. Ungu mennirnir hafa yndi af því að ganga fram og aftur um Austur- götu og Breiðgötu og gefa kven- fólkinu auga og slást í för með því um hríð ef færi gefst. Stundum fara þeir í messu í Frúarkirkju, Heilagsandakirkju eða Þrenningar- kirkju, eingöngu til þess að virða fyrir sér prúðbúinn kvennablóm- ann sem situr þar á bekkjum. Mjóni, Pétur drengur og Pleiss Mjóni, Pétur drengur, Pleiss og Bandlí, sem Páll Melsteð nefnir í bréfi sínu, eru veitingamenn í Kaupmannahöfn. Þekktastur þeirra er Mjóni, sem Íslendingar kalla svo, en hann heitir réttu nafni Jakob Mini og er frá Sviss. Mjóni rekur svokallað „Schweizers- konditori“ á horninu á Litlu Kóngsgötu og Kóngsins Nýjatorgi og er þar í samvinnu við landa sinn, Lorenzo Gianelli, sem Íslend- ingar kalla Njál. Svisslendingar, flestir af ítölskum uppruna, hafa komið með konditori-menninguna til Kaupmannahafnar. Veitinga- staður Mjóna er svo auglýstur að hann sé „kaffihús fyrir prúðbúið fólk, innréttað á franskan og ítalsk- an máta, þar sem heiðvirðar og vel klæddar persónur geta á öllum tímum dags fengið kaffi, te, súkku- laði og fína líkjöra“. Í raun er kaffihúsið og önnur sambærileg hálfskuggaleg miðað við það sem síðar gerðist. Orla Lehmann, jafn- aldri Jóns Sigurðssonar, lýsir kaffi- húsunum í endurminningum sínum: „Konditoríin hétu að hluta evr- ópskum nöfnum, svo sem Mini, Pleisch, Pedrin, Gianelli o.s.frv. En hvernig var þar umhorfs? Maður kom inn í óviðkunnanlegt, hálf- rökkvað húsnæði; á röð smáborða týrðu tólgarljós í látúnslömpum og fylgdi hverju þeirra skarbítur úr járni; ljósin voru fyrst tendruð, þegar gestur settist við borðið, en slökkt á þeim jafnóðum og hann fór. Þarna sátu menn með eitt púnsglas – fastagestir auk þess með pípu sem þeir fengu hjá veit- ingamanninum – og lásu dagblöð eða töluðu saman í hálfum hljóðum með löngum hvíldum á milli.“ En hjá Mjóna er saman komin menningarelíta Kaupmannahafnar; fagurkerar, skáld, leikarar, pró- fessorar og stúdentar. Þarna koma menn eins og heimspekingurinn og skáldið Søren Kierkegaard, ævin- týraskáldið H. C. Andersen, ball- ettmeistarinn August Bournonville og skáldið og leikhússtjórinn J. L. Heiberg, svo að nokkrir séu nefnd- ir. Kaupmannahöfn er ekki stór og menntamannaheimurinn þar enn minni. Allir kannast við alla. Þegar Jón Sigurðsson eða Jónas Hall- grímsson leggja leið sína á Mjóna er eins víst að Søren Kierkegaard eða H. C. Andersen sitji við næsta borð. Annar samkomustaður mennta- og listamanna er veitingahús Pleisch uppi á annarri hæð í húsi við Amákurstorg nr. 2 (síðar nr. 4) en Íslendingar kalla það Blesa eða Pleiss. Úr gluggum þess má sjá Hábrú og handan við hana Krist- jánsborgarhöll, Kansellíið og Kauphöllina. Danska ljóðskáldið Erik Bøgh yrkir um 1850 vísuna Gullnu árin og hljómar hún svo: Ak, mindes du endnu de glade dage, da vi som byens skønne aander skred fra Mini og til Pleisch og saa tilbage, bestandig Østergade op og ned! Fyrir fagurkera Kaupmanna- hafnar eru þessi tvö kaffihús, Mini og Pleisch, annað við Kóngsins Nýjatorg og hitt á Amákurstorgi, tveir fastir viðkomustaðir á dag- legu flakki þeirra. Austurgata upp og niður eru pólarnir í lífi þeirra. Þriðji staðurinn sem Páll Mel- steð nefnir og saknar í bréfi sínu til Jóns Sigurðssonar er Pétur drengur sem aðrir kalla Pétur dverg. Þar er kominn enn einn Svisslendingurinn, André Pedrin, sem rekur stað við Nýjatorg nr. 89 (síðar nr. 3). Sá staður er oft nefndur í bréfum Íslendinga. Páll Melsteð skrifar stuttar dag- bókarfærslur í almanak sitt þau ár sem hann býr með Jóni Sigurðs- syni í Klausturstræti. Þar kemur fram að hann er iðinn við að sækja tónleika, leikhús og aðra viðburði í borginni. Stundum fer hann á kvöldskemmtanir í einkahúsum, svo sem hjá Madam Simonsen á Gömluströnd 13 (síðar 46). Hún er dönsk ekkja Gísla Símonarsonar kaupmanns sem lést af slysförum 1837. Hinn fjórða nóvember 1838 skrifar Páll: „Heyrði ég Óla Bull og hefi aldrei heyrt þvílíkt.“ Ole Bull er norskur fiðlusnillingur sem setur allt á annan endann með leik sínum þetta haust í Kaupmanna- höfn, en hann dvelur þar í þrjá mánuði. Svo hrifinn er Páll að hann fer aftur á tónleika með honum 18. nóvember. Kannski hafa þeir Jón Sigurðsson komist í kynni við Ole Bull sjálfan því að síðar á fiðlusnill- ingurinn eftir að skiptast á bréfum við Jón. Jón Sigurðsson eftir Guðjón Friðriksson er fyrra bindi af tveimur um ævi Jóns. Bókin kemur út hjá Mál og menningu, er 565 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 19 Farþegar HEIMSKLÚBBSINS-PRÍMA komast að góðum kjörum. Sérfargjöld okkar geta sparað þér stórfé, einnig hótelkostnað og gert ferð þína bæði ódýrari og þægilegri. Farþegi lýsir reynslu sinni: „Flugið til Ástralíu var það þægilegasta, sem ég hef upplifað til þessa, og hef ég þó farið nokkrum sinnum, en nú naut ég þjónustu Heimsklúbbsins, og stopp á leiðinni urðu hæfilega löng, gott bil milli sæta og sjónvarp til að stytta mér stundir. Öll þjónustan var til fyrirmyndar auk sparnaðar. Ég kem örugglega aftur næst þegar ég fer og þakka góða fyrirgreiðslu.“ Belinda. Árangurinn sýnir sig. Farseðlasala okkar á fjarlæga staði hefur marg- faldast! Aðeins er flogið með viðurkenndum flugfélögum í fremstu röð. Við sjáum um hverskonar fyrirgreiðslu við ferð þína á stórlækk- uðu verði! NOKKUR FARGJÖLD TIL FJARLÆGRA STAÐA: BORG FARGJALD FLUGV.SK. FLUGKOSTN. San Francisco 88.100 13.450 101.550 Bangkok 97.250 8.910 106.160 Singapore 97.250 10.600 107.850 Shanghai 97.600 11.620 109.220 Hong Kong 97.600 9.760 107.360 Manila 102.950 8.910 111.860 Hanoi 102.600 8.910 111.510 Tokyo 109.200 10.400 119.600 Sydney 134.500 12.560 147.060 Flogið er um London. Lágmarksdvöl 7 dagar. Birt með fyrirvara um hækkanir fargjalda og skatta. Hvernig spararðu 50%? Langt útí heim á lágfargjaldi! Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is SJÁ EINNIG http//www. heimsklubbur.is Pantanasími 56 20 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.