Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 51 DAGBÓK ÞAÐ væri til hagsbóta fyrir bridsspilara að hafa þrettán fingur, en þrátt fyrir náttúrulega van- kanta að þessu leyti ætti engum að vera ofraun að telja upp á þrettán. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ G4 ♥ 763 ♦ ÁK1064 ♣Á73 Suður ♠ 653 ♥ ÁDG84 ♦ 752 ♣K10 Vestur Norður Austur Suður – – 1 spaði Pass Pass Dobl 2 spaðar 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur spilar út smáum spaða og austur tekur tvo slagi á litinn og spilar þeim þriðja. Það kemur þægilega á óvart að vest- ur fylgir lit í þriðja spað- ann, svo sagnhafi trompar í blindum. Og svínar svo hjartadrottningu. Hún á slaginn. Þá er tígli spilað á ásinn og austur fylgir með drottningunni. Hjartagosa er svínað, en nú hendir vestur laufi. Taktu við. Austur á sem sagt slag á tromp. Hann hefur greinilega byrjað með 5–4 í hálitunum. Ef tígul- drottningin er blönk þarf að svína tíunni, en hitt er líka til í dæminu að aust- ur hafi byrjað með DG tvíspil. Norður ♠ G4 ♥ 763 ♦ ÁK1064 ♣Á73 Vestur Austur ♠ 872 ♠ ÁKD109 ♥ 2 ♥ K1095 ♦ 983 ♦ DG ♣G98654 ♣D2 Suður ♠ 653 ♥ ÁDG84 ♦ 752 ♣K10 Svo vill til að það er hægt að rannsaka málið. Áður en afstaða er tekin í tíglinum spilar sagnhafi laufi þrisvar og trompar. Austur reynist eiga tvíspil í laufi og hlýtur þar með að vera með tvo tígla. Brids er einfalt spil ef menn hirða um það að telja upp á þrettán. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú kannt vel að bregðast við misjöfnum aðstæðum og því er mikið til þín litið um for- ystu í málum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert í toppformi bæði and- lega og líkamlega og vekur almenna athygli. Ekkert er dýrmætara en heilsan svo þú skalt varast að ofbjóða þér til sálar eða líkama. Naut (20. apríl - 20. maí)  Njóttu samræðna við vin, hópa og samtök. Þar sem Plútó og tunglið eru í stjörnumerkinu þínu í dag verður þú mjög tilfinninga- rík(ur) í öllum þínum sam- skiptum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að deila áhyggjum þínum og gleði með ein- hverjum. Viljir þú kynnast nýju fólki er ágæt leið að finna sér nýtt áhugamál. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að gefa þér tíma til að koma einkalífinu í réttar skorður. Leitaðu samstarfs- manna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Haltu ró þinni þótt mikill hamagangur sé í kringum þig og aðrir veltist hver um annan þveran í persónuleg- um átökum. Láttu verkin tala. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gættu þess að hafa ekki of mörg járn í eldinum. Leit- aðu ráða hjá þér reyndari mönnum, ef einhver efi leynist í brjósti þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er margt sem fyrir ligg- ur hjá þér þessa dagana. Það er tilvalið að stofna til nýrra sambanda í nýju tungli. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt sigurinn sé sætur skaltu varast að velta þér upp úr honum því í annan tíma getur þú verið sá sem tapar. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú verður hugsanlega beð- inn um að taka á þig aukna ábyrgð og munt koma öllum á óvart með lausn á gömlu vandamáli. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Notaðu daginn til að hitta fólk sem hefur sömu áhuga- mál og þú því það lyftir þér upp andlega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur skilað góðu verki og átt alveg skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Gleymdu ekki heldur að þú þarft líka tíma fyrir sjálfan þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ýmsir erfiðleikar eru fram- undan ef þú ekki tekst á við vandamálin hér og nú. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HUGGUN Ertu nú horfin, þú unaðs tíð, er álfur í hverri lilju bjó? Og hvernig er rósin blessuð og blíð og blómin á fjarrum heiðar mó! Ertu nú horfin, þú yndis tíð, er Alvitur fýstist á myrkvan við, og Svanhvít á dúni svanafríð söngfugla gladdist við ástarklið? - - - Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Rf3 Bg7 5. h3 0–0 6. Be3 c6 7. Bd3 Dc7 8. 0–0 b5 9. Dd2 Rbd7 10. Bh6 e5 11. Bxg7 Kxg7 12. Re2 Hb8 13. c3 c5 14. Hac1 He8 15. Rg3 a5 16. Rh4 Rg8 17. f4 Rf8 18. fxe5 dxe5 19. d5 c4 20. Bb1 f6 21. Hf3 Hd8 22. Df2 Db6 23. Kh2 Dxf2 24. Hxf2 Rd7 25. Re2 Rc5 26. g4 Bd7 27. Kg3 Rh6 28. Hcf1 Hb6 29. Rg2 Rf7 30. Kh2 b4 31. Re3 Bb5 32. Rg3 Ba6 33. cxb4 axb4 34. Hc1 Rd6 35. h4 Hbb8 36. g5 fxg5 37. hxg5 Hf8 38. Hcf1 Hxf2+ 39. Hxf2 Hf8 40. Hxf8 Kxf8 41. Kh3 Ra4 42. Rd1 c3 43. bxc3 Rxc3 44. Rxc3 bxc3 45. a4 Ke7 46. Kg4 Rc4 47. Re2 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga sem fór fram í húsa- kynnum B&L. Predrag Nikolic (2661) hafði svart gegn Jón Árna Jónssyni (2010). 47... c2! og hvítur gafst upp enda maður að falla í hafið. 9. og næstsíðasta mótið í bikarsyrpu Halló! hefst kl. 20.00 á ICC-skák- þjóninum. Öllum íslenskum skákmönnum er velkomið að taka þátt en Taflfélagið Hell- ir heldur mótið. Atkvöld Hellis hefst kl. 20.00 mánu- daginn 4. nóvember í félags- heimilinu Álfabakka 14a. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 4. nóvember, er sextug- ur Guðmundur Magni Gunnarsson, Giljaseli 7, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu í dag, sunnudaginn 3. nóvem- ber. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Bústaðakirkju 23. mars sl. af sr. Valgeiri Ást- ráðssyni þau Guðrún Ingv- arsdóttir og Guðjón Hlynur Guðmundsson. Heimili þeirra er að Birkimel 6a. Í SÍÐASTA pistli var vikið að orðasambandinu að fara erlendis, sem gömlum nemanda mínum finnst ranglega notað í máli okk- ar. Ég vona, að svar mitt hafi bæði nægt honum og öðrum þeim, sem lásu það svar. Nú spyr sami nem- andi um orðið hundrað, sem notað er annaðhvort sem töluorð eða nafnorð. Tekur sem dæmi sam- bandið: hundruðir manna og spyr, hvort þetta sé ekki röng notkun og hvort ekki sé réttara að segja: hundruð manna. Jú, þetta er rétt athugað. Þetta var hér til umræðu fyrir 12 ár- um, að gefnu því tilefni, að blaðamaður hafði þá ný- lega rætt um orðið í Rík- isútvarpinu og þá nær óskiljanlegu áráttu margra að tala um hundr- uðir í stað hundruð, eins og hann orðaði það. Hundruð- ir manna voru ekki á fundi, heldur hundruð manna. Svo bætti ég þessu við: Sem betur fer kunna fjöl- margir hér enn glögg skil á, enda er þetta tekið fram í kennslubókum og orða- bókum og nemendum vafalaust einnig bent á hið rétta. Ég vona einungis, að téður blaðamaður reynist ekki sannspár, þegar hann gizkar á, að þetta verði trúlega viðurkennt síðar sem eins rétt mál og hin forna beyging, a.m.k. þeg- ar menn verði nógu oft búnir að tönnlast á vitleys- unni. Því miður hefur mér ekki orðið að von minni, því að vitleysan sú arna heldur áfram í fréttum á öldum ljósvakans og eins í dagblöðum. Nú er enginn Árni Böðvarsson hjá Rík- isútvarpinu til þess að leið- rétta málfar á þeim bæ, en um þetta komst hann m.a. svo að orði á 69. bls. í ágætri bók, sem prentuð var 1989 sem handrit fyrir Morgunblaðið og Ríkisút- varpið og heitir: Málfar í fjölmiðlum. „Svo er til að mynda um hundrað. Það er hvorugkynsorð, í fleir- tölu hundruð. Orðmyndin „?hundruðir (nokkrar hundruðir, hundruðir manna)“ er bull.“ Ég vona, að bók Árna sé ekki svo rykfallin á þeim bæjum, að ekki megi glugga í hana í viðlögum. – J.A.J. ORÐABÓKIN Hundrað – Hundruð DILBERT mbl.is Staður: Umsjón: Sími: Reykjavík Valhöll (virka daga kl. 9-17) 515 1700 Akranes Sigurður Sigurðsson 696 9492 Benedikt Jónmundsson 897 3043 Borgarfjörður Snorri Sigurðsson 896 1995 Borgarnes Ingi Tryggvason 860 2181 Ingibjörg Hargrave 862 1399 Hjörtur Árnason 892 1884 Snæfellsbær Helgi Kristjánsson 894 2961 Björn Arnaldsson 863-1153 Grundarfjörður Sóley Soffaníasdóttir 892 4695 Ásgeir Valdimarsson 892 9360 Stykkishólmur Gunnlaugur Árnason 894 4664 Dalasýsla Jóhann Sæmundsson 434 1272 Kristján Sæmundsson 434 1540 Tálknafjörður Jörgína Jónsdóttir 456 2538 Reykhólar Guðjón D. Gunnarsson 866 9386 Patreksfjörður Ari Hafliðason 456 1500 N-Ísafjarðarsýsla Björn Jóhannesson 456 4577 Sigríður Hrönn Elíasdóttir 456 4964 Ísafjörður Björn Jóhannesson 456 4577 Bolungarvík Björn Jóhannesson 456 4577 Strandasýsla Engilbert Ingvarsson 893 3213 V-Húnavatnssýsla Karl Sigurgeirsson 895 0039 Blönduós Sigurður Kr. Jónsson 452 4173 Ágúst Þór Bragason 899 0895 Skagaströnd Lárus Ægir Guðmundsson 892 5499 Adolf Hjörvar Berndsen 892 5089 Skagafjarðarsýsla Brynjar Pálsson (Bókabúð Brynjars) 453 5950 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þann 9. nóvember 2002 fer fram hjá eftirtöldum aðilum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.