Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ F YRIR nokkru lögðu Norðurljós niður útvarpsstöðvarnar Klassík FM og Jazz FM. Á síðum Morg- unblaðsins hefur af og til mátt finna þakkarbréf frá hlustendum þessara stöðva, sem sannarlega hafa kunnað að meta þær og þá viðbót sem þær hafa verið við íslenska út- varpsflóru. Hvað djassinn varðar, var Jazz FM eina útvarpsstöðin með áherslu á þessa tegund tónlistar ef undan eru skildir djass- þættir á rás eitt. Sama má segja um klass- íkina. Engin útvarpsstöð hefur lagt viðlíka áherslu á sígilda tónlist og Klassík FM, þótt sú tónlist heyrist sem betur fer enn í nokkrum mæli á rás eitt eins og djassinn. Unnendur klassískrar tónlistar bundu miklar vonir við útvarpsstöð sem eingöngu léki sígilda tónlist, og margir fögnuðu því að geta hlustað á slíka tónlist án þess að vera truflaðir af dag- skrárgerðarmönnum með misgóðar kynn- ingar. Aðstandendur Norðurljósa sögðu að lítil hlustun hefði verið á stöðvarnar tvær og rekst- ur þeirra því ekki borið sig. Það hljómar óneit- anlega undarlega í ljósi þess hve margir virðast hafa fagnað tilkomu þessara stöðva og séð ástæðu til að þakka fyr- ir þær á opinberum vettvangi. Svo virðist sem tilkostnaður við reksturstöðvanna hafi verið í lágmarki, tón-listinni hlaðið inn í tölvu og hún leikingegnum prógramforrit eftir ákveðnum formúlum eða „play-listum“ eins og það er kallað á útvarpsmáli. Dag- skrárgerðin sjálf felst í því að hlaða tónlistinni inn, og svo að sníða eða forrita prógrammið að gefnum forsendum; til dæmis í hvaða röð á að leika verkin, hvernig músík á að leika á hverj- um hluta dagsins og jafnvel í hvaða tónteg- undum verk raðast saman og svo framvegis. Möguleikar dagskrárforritunarinnar eru miklir. Dagskráin getur þá rúllað dögum og vikum saman án þess að mikinn mannafla þurfi til að stýra henni. Ef til vill er það í dag- skrárforrituninni sjálfri sem þessar stöðvar Norðurljósa hafa ekki staðið sig sem skyldi gagnvart hlustendum. Sú gagnrýni sem undirrituð hefur helst heyrt á dagskrá Klassíkur FM er sú, að hún hafi verið einhæf, sömu verkin leikin of oft, of mikið hafi verið af sívinsælum verkum og lítið af minna þekktri og kannski forvitnilegri klassískri tónlist og síðast en ekki síst hefur mörgum þótt það helgispjöll að fá ekki nema brot úr verki, til dæmis bara einn af fjórum þáttum sinfóníu, þannig að samhengi verksins hafi glatast. Þótt dagskrá sem þessi sé unnin meðlágmarkstilkostnaði þarf engu að síð-ur fólk með fagþekkingu, bæði í tón-list og dagskrárgerð, til að sinna henni ef vel á að vera. Fjölbreytnin í tónlist- inni þarf að vera mikil, verk- efnavalið vandað og forritun dagskrárinnar þarf að vera unnin af þekkingu á miðlinum, útvarpinu, og þeim sem nýta sér hann. Ég veit ekki hvernig þeim málum var háttað við um- ræddar stöðvar, en eflaust hefði mátt standa betur að dag- skrárgerðinni til að ná til enn stærri hóps þeirra sem kjósa að hlusta á djass og klassík. Þó blandast varla nokkrum unn- endum klassískrar tónlistar og djasstónlistar hugur um, að mikill missir er að þessum stöðvum Norðurljósa. Þær voru alltént góður valkostur við aðr- ar útvarpsstöðvar sem miðla klassík og djassi, það er að segja Ríkisútvarpið, rás eitt, sem nú virðist eina útvarps- stöðin í landinu sem spilar djass og klassík að einhverju marki. Framboð á dægurtónlisthvers konar á útvarps-markaðnum er hins veg-ar mjög mikið og með fleiri stöðvum hefur fjölbreytnin aukist að sama skapi. Þar virðist hvorki vera hörgull á hlustendum né auglýsendum. Þær byggjast að mismiklu leyti á tölvuvæddri dagskrárgerð en oftar en ekki þó með dagskrárkynni. Hæp- ið er að kalla það fólk dagskrárgerðarfólk sem gerir lítið annað en að kynna næsta lag á „play-listanum“. Dagskrárgerðin er í þeim til- fellum í höndum þess sem velur tónlistina inn í tölvuna og forritar „play-listann“. Gam- aldags dagskrárgerðarmenn sem semja sína eigin dagskrá frá upphafi til enda og velja sjálfir í hana allt efni eru auðvitað enn til og þeir flestir hjá Ríkisútvarpinu, sem heldur úti mikilli tónlistardagskrá á báðum rásum. Svo virðist þó sem klassísk tónlist eigi und- ir högg að sækja hjá rás eitt. Vönduðum tón- listarþáttum hefur vissulega fjölgað, en svo virðist vera sem hlutur klassíkurinnar og djassins reyndar líka sé samt ekki að aukast. Að sjálfsögðu ber að líta á það að aldreinokkurn tíma hefur úrval af hljóð-ritaðri tónlist verið jafnmikið. Þáhefur úrval „annars konar“ tónlistar aukist gífurlega á almennum markaði á síð- ustu árum. Þar er helst að nefna það sem kall- að hefur verið heimstónlist, þá tónlist sem hefur líka verið kölluð þjóðleg; ekki eingöngu frá þjóðum Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Suður- Ameríku, heldur einnig þjóðleg tónlist vest- rænna þjóða. Þá er þarna einnig öll sú jað- armúsík sem fellur ekki að úreltum skilgrein- ingum; tónlist þar sem ólíkir straumar renna saman, tónlist sem er ný og öðru vísi. Rík- isútvarpið hefur eitt útvarpsstöðva sinnt þess- ari tónlist og hefur gert það með afbragðs- góðum þáttum dagskrárgerðarmannanna Sigríðar Stephensen og Péturs Grétarssonar. Eftir stendur að klassíkin og djassinn eru á undanhaldi. Hvað djassinn varðar þyrftu fast- ir djassþættir að vera fleiri en einn í viku til að þjóna af einhverri alvöru þeim hópi sem á hann hlusta. Þáttaröð Vernharðar Linnet um Bix Beiderbecke á laugardögum er það eina vísa í þeim efnum um þessar mundir og sú þáttaröð tekur senn enda. Það liggur í hlutarins eðli að klassíkinþarf mikið pláss, enda ekki óalgengtað tónverk í þeim geiranum séu hálf-tíma, klukkutíma og jafnvel fimm tíma löng. Sá möguleiki að flytja heil stærri verk var því miður ekki nýttur á Klassík FM. Nú virðist sem Ríkisútvarpið geti ekki lengur boðið hlustendum sínum upp á slíkt hnoss- gæti. Útsendingar frá tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands eru hefð sem ekki má rjúfa. Ekki einungis vegna menningarlegs gildis hennar fyrir hlustendur, ekki síst á landsbyggðinni, heldur einnig vegna þess að þær útsendingar eru að verða eini vettvang- urinn fyrir heil stór klassísk tónverk. Meðan sinfóníutónleikar voru ekki oftar en aðra hverja viku eða sjaldnar var haldið úti tónlist- arkvöldum þar sem gat að heyra lengri verk eða útsendingar frá tónleikum annars staðar. Með fjölgun sinfóníutónleika hefur tónlist- arkvöldum fækkað og þar með möguleikanum á að heyra lengri verk önnur en þau sem Sin- fóníuhljómsveit Íslands flytur á tónleikum sínum. Óperukvöld voru til skamms tíma á dagskrá á laugardagskvöldum og voru þau eini vettvangurinn fyrir óperuflutning í ís- lensku útvarpi. Þar voru fluttar nýjar og ný- legar hljóðritanir frá ýmsum helstu óp- eruhúsum heims og óperum utan úr heimi var jafnvel út- varpað í beinni útsendingu. Klassíkina í Ríkisútvarpinu er nær eingöngu að finna í þátt- um dagskrárgerðarmanna. Þó er þar ekki á vísan að róa með það nema í einstaka þáttum. Þátturinn Hlaupanótan er oft með klassískri tónlist en ekki alltaf. Oftar en ekki er þar þá líka um að ræða styttri verk. Tónlistarval í Morgunþætti Rásar eitt er einhæft og létt- vægt og sjaldan að heyra þar bitastæða klassík þótt um styttri verk sé að ræða. Á sunnudagsmorgnum má þó reiða sig á að heyra klassíska tónlist, bæði í dagskrárlið sem þulir kynna uppúr kl. 8.00 og í Tónaljóðum Unu Margrétar Jónsdóttur klukkutíma síðar en einnig í fimmtíu mínútna þætti á sunnudagssíðdegi. Allir eru þessir þættir þó of stuttir fyrir bróðurpart klassískrar tónlist- ar. Á hún sér þá engan vettvang í íslensku útvarpi lengur, annan en á tónlist- arkvöldum Ríkisútvarpsins? Þótt „græjur“ teljist líklega til þörfustu húsmuna nú til dags er ekki víst að almenn- ingur eigi þess kost að koma sér upp rándýru plötusafni með allri þeirri tónlist sem hvern og einn langar til að hafa aðgang að. Að þessu leyti er hlutverk útvarpsstöðvanna mikilvægt. Það er skiljanlegt að Ríkisútvarpið viljisinna sem flestum og bjóða upp á fjöl-breytta dagskrá. Það ber því reyndarað gera. En það er liðin sú tíð að hlustendur kvarti undan „sinfóníugarginu“ eins og áður var, sinfónísk tónlist heyrist varla lengur í íslensku útvarpi. Klassísk tón- list er þó það stór þáttur í vestrænni menn- ingu, að hún ætti að sjálfsögðu að hljóma meir og oftar í ríkisútvarpi þjóðarinnar. Þær radd- ir hafa stundum heyrst að Ríkisútvarpið ætti að bjóða upp á sérstaka tónlistarrás, líkt og margar erlendar ríkisútvarpsstöðvar gera. Slík rás myndi vafalítið geðjast mörgum; sá fjöldi manns sem fyllir Háskólabíó á sinfón- íutónleikum viku eftir viku og sækir aðra tón- leika jafnframt er grunnur að góðum hlust- endum, verði þeim boðið upp á tónlist við hæfi. Þó er ekki útséð um að tónlistarstöðvar eins og Jazz FM og Klassík FM geti þrifist á frjálsum markaði. Ég hef grun um að fleiri hafi hlustað á þær en tölur Norðurljósa segja til um. Mig grunar jafnframt að auglýsendur hafi vanmetið þennan hlustendahóp. Því er þó ekki að neita að aðstandendur stöðvanna hefðu getað vandað mun betur til dagskrár- gerðarinnar í þeirri viðleitni að höfða til fleiri hlustenda. Hvert er nú farið sinfóníugargið? Hlustuðu síldarstúlkurnar ekki á prelúdíur og fúgur? Ljósmynd úr Síld- arminjasafninu á Siglufirði. AF LISTUM eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TVEIR íslenskir sjón-varpsþáttastjórn-endur vöktu sér-staka athygli erlendra gesta sem heimsóttu landið um síðustu helgi. Er óhætt að segja að samskipti (og samskiptaleysi) gestanna og þáttastjórnenda veki ýms- ar vangaveltur um hvað þyki sæmilegt og hvað ekki, og kannski ekki síður hvað þyki töff og hvað ekki. Persónurnar sem um ræðir eru Ron Jeremy, bandarískur klámmyndaleikari, Mark Steel, dálkahöfundur hjá breska dagblaðinu Independ- ent, Guðrún Gunnarsdóttir, sem er einn umsjónarmanna þáttarins Ísland í dag á Stöð 2, og Egill Helgason, sem stjórnar þættinum Silfur Eg- ils á Skjá einum. Nú eru þetta tvö óskyld mál og skal rakið stuttlega hvað gerðist í hvoru tilviki fyrir sig. Klámmyndaleikarinn Ron Jeremy kom hingað til lands í tengslum við sýningu á heim- ildamynd um líf hans og störf. Fjölmiðlar sýndu honum at- hygli, eins og gengur þegar frægt fólk kemur hingað, og var meðal annars tekið við hann viðtal í þættinum Ísland í dag. Eins og kunnugt er vildi Guðrún Gunnarsdóttir ekki taka þátt í viðtalinu vegna andúðar sinnar á klámi og virtist Jeremy (sem hafði augljóslega haft spurnir af af- stöðu hennar) hafa nokkuð gaman af því að nefna hana á nafn og velta því fyrir sér hvers vegna hún hefði ekki viljað ræða við hann. Dálkahöfundurinn Mark Steel, var staddur hér á landi á vegum vefritsins Múrsins, og fékk Egill Helgason hann í viðtal til sín. Steel er bæði róttæklingur og grínisti og meðal þess sem hann nefndi í samtalinu var að hann væri líklega ekki eins róttækur og hann var hér áður fyrr. Þetta hefði hann uppgötvað þegar hann stóð sig að því að syngja texta hljómsveitarinnar Rage against the machine „screw you, I won’t do what you tell me“ á meðan hann var að ryk- suga. Egill hnaut um þetta hjá honum og spurði: ,,Text- inn segir fuck you, ekki screw you, er það ekki?“ Steel horfði á hann hissa en virtist himinlifandi og spurði hvort það mætti í alvörunni segja þetta í sjónvarpinu. Egill full- vissaði hann um að það væri í lagi og Steel sagði að ef þetta væri BBC þá hefðu ljósin slokknað og myndverið verið umkringt. Í nýjasta pistli sín- um í Independent (www.in- dependent.co.uk) fjallar Steel um heimsókn sína til Íslands og klykkir út með sögunni af Agli og Rage against the machine og eru það lokarök hans fyrir því hvað Ísland sé frábært land. Þessi tvö nýlegu dæmi úr íslensku sjónvarpi eru ef að er gáð af sama meiði. Þarna höfðu þáttastjórnendurnir frelsi til að gera það sem þeim sýndist. Annars vegar frelsi til að taka ekki þátt í ein- hverju þar sem viðkomandi þótti farið yfir eigin velsæm- ismörk og hins vegar frelsi til að segja hluti sem annars staðar þykja sjálfkrafa utan velsæmismarka. Mér finnst þetta bera sjónvarpi á Íslandi afskaplega gott vitni. Það viðhorf hefur heyrst varðandi ákvörðun Guðrúnar að með henni hafi hún vakið enn meiri athygli á Ron Jer- emy en hann annars hefði fengið. Þessu heldur Víkverji meðal annars fram í Morg- unblaðinu síðastliðinn þriðju- dag. Þar segir að Guðrún hafi skotið sig í fótinn, því „uppá- tæki“ hennar hafi vakið „mun meiri athygli á viðtalinu, á Ron Jeremy og þar af leið- andi á kláminu“. Þessu er auðvelt að vera ósammála. Guðrún vakti ekki „meiri at- hygli“ á Ron Jeremy og klám- inu; þeir sem fylgdust með fjölmiðlum þá daga sem hann var hérna sáu að honum tókst ágætlega að vekja athygli á sér sjálfur. Guðrún vakti hins vegar athygli á því að það er hægt að leyfa sér að segja nei þegar manni ofbýður. Það er vitað mál að tepruskapur hvers konar þykir ekkert sér- staklega töff. Og því þarf í raun miklu meiri kjark til að vera tepra en til að fylgja straumnum og segja „já já blessað klámið, ég get nú ekkert gert við því þó að það tröllríði öllu þessa dagana“. Annað mikilvægt atriði í þessu máli er að með „uppá- tæki“ sínu sýndi Guðrún í verki að hver og einn hefur rétt á því að velja fyrir sig, en það er mikið grundvall- aratriði í frjálsu samfélagi. Hún var á engan hátt að for- dæma þá sem hafa gaman af klámi, einungis að segja að hún vildi sjálf ekki taka þátt í að koma því á framfæri. Hvað Egil varðar þá sýndi hann manni, sem býr við minna tjáningarfrelsi í sjón- varpi en honum virðist finn- ast bjóðandi, að það er hægt að segja upphátt orð sem þykja ljót en skaða hins vegar engan, án þess að „ljósin slokkni eða sjónvarpsstöðin sé umkringd“. Það frelsi sem ríkir í sjónvarpi hér á landi virðist byggt á skynsemi öðru fremur, ekki gömlum kredd- um um að tiltekin orð séu ósæmileg af því bara. Ljóta orðið var alveg meinlaust í því samhengi sem það kom þarna fram, þetta er afar þekkt við- lag úr afar þekktu lagi og afar asnalegt að breyta því bara af því að maður situr í sjón- varpssal. Ég vona að þróunin haldi áfram í þessa átt. Og að frels- ið til að vera (og vera ekki) tepra lifi áfram góðu lífi í ís- lensku sjónvarpi. Morgunblaðið/Jóra Frelsi til að vera (og vera ekki) tepra bab@mbl.is Birna Anna á sunnudegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.