Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 SÖLUTURN Á SELTJARNARNESI Góður söluturn og grill í vönd- uðu eigin húsnæði á Seltjarnar- nesi, rétt hjá skóla, sundlaug og íþróttahúsi. Húsnæðið sem er nýtt, er byggt á mjög vandaðan hátt. Eins eru tæki og kælar í mjög góðu ástandi. Góð af- koma. Verð 28,0 millj. Nánari uppýsingar veitir Ellert á Lundi. Falleg og vel skipulögð 105 fm 4ra herb. íbúð í góðu fjölbýli. Parket á gólfum, stórar svalir, þvaðst. í íbúð og gott útsýni. Laus strax. V. 11,7 m. 2256 Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16. Bjalla merkt Ólafía. Vesturberg 98 - frábært útsýni - OPIÐ HÚS Glæsilegt 320 fm einbýlishús á tveimur hæðum með stórum bíl- skúr. Rúmgóðar stofur og góð her- bergi. Falleg lóð m.a. tveir góðir sólpallar til suðurs. Húsið er stað- sett neðst í götu alveg við óbyggt svæði. Glæsilegt útsýni yfir Elliðaár- dalinn og víðar. Góðar innréttingar og saunaklefi með hvíldarherbergi. Sérstaklega útbúið sjónvarpsher- bergi. Skipti á minni eign koma til greina. Húsið er laust nú þegar. V. 28,8 m. 2546 Trönuhólar - fallegt einbýli - laust strax RAÐHÚS  Bakkasel Nýkomið í einkasölu 256 fm þrílyft endaraðhús auk 24 fm bíl- skúrs. Húsið skiptist m.a. í stofu, borð- stofu, eldhús, sjónvarpsstofu, þrjú her- bergi, snyrtingu og baðherbergi. Í kjall- ara fylgir 2ja herbergja rúmgóð auka- íbúð. 2832 HRAUNTUNGA - fallegt rað- hús m/bílskúr og verðlauna- lóð Fallegt 225 fm tvílyft raðhús í ró- legri götu við Hrauntungu í Kópavogi auk bílskúrs. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu, fjögur herbergi og fjölskyldu- herbergi. Sólskáli. Verðlaunagarður. Glæsilegt útsýni m.a. til Bláfjalla. V. 22,9 m. 2824 HÆÐIR  Bergstaðastræti - glæsileg Mjög falleg sérhæð (efsta hæð) í nýlegu steinhúsi á einstaklega góðum stað í Þingholtunum í göngufæri við þjónustu og menningarlíf miðbæjarins. Afar skemmtilegur arkitektúr er á húsinu og setja m.a. margir gluggar svip á það og veita mikilli birtu inn í íbúðina. Íbúðin skiptist í stórt hol, eldhús, stóra stofu, barnaherbergi, hjónaherbergi, baðher- bergi, þvottahús og sjónvarpsloft. Mjög stórar, hellulagðar svalir. Í kjallara er sér- geymsla (11,4 fm). Íbúðinni fylgir hellu- lagt bílastæði með hitalögn í bílskýli við inngang. Áhv. byggsjlán 4,3 millj. EIGN Í SÉRFLOKKI. V. 19,0 m. 1973 4RA-6 HERB.  Kaplaskjólsvegur - laus strax Mjög rúmgóð og vel staðsett 4ra-5 herbergja 117,4 fm endaíbúð á 4. hæð við Kaplaskjólsveg. Eignin skiptist í hol, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi, stofu og borðstofu. Tvennar svalir og góð lofthæð í stofu. Blokkin er í góðu standi en íbúðin þarfnast standsetning- ar. V. 12,7 m. 2822 Hrísmóar - glæsileg - lyftu- hús 4ra-5 herb. glæsileg um 113 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. 45 fm stórar svalir með glæsilegu útsýni. Íbúðin skiptist í stórar stofur, eldhús, baðh., 3 herb. þar af er eitt í risi. V. 15,9 m. 2790 3JA HERB.  Sporhamrar + bílskúr Falleg 105 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli með sérgarði auk bílskúrs. Íbúðin skiptist m.a. í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu/þvottahús og tvö svefnherbergi. Nýtt eikarparket á gólfi og nýir skápar. Sérverönd. Góð íbúð á frábærum stað. V. 14,8 m. 2833 Fellsmúli Falleg 3ja herbergja 91 fm íbúð á 3. hæð með fallegu útsýni í blokk sem nýlega hefur verið viðgerð að utan. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, tvö herbergi og baðherbergi. Parket á gólf- um og flísar á baði. Búið er að taka blokkina í gegn að utan og mála. Sam- eign er snyrtileg. V. 11,1 m. 2803 Hjarðarhagi - laus strax Vel skipulögð 82 fm íbúð á 3. og efstu hæð í litlu fjölbýli í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúð- in skiptist í stofu, tvö herbergi, eldhús og bað, í kjallara er stór geymsla og sameignarþvottahús. Suðursvalir. V. 11,2 m. 2812 LEGGJA á áherslu á sýnilega lög- reglu, forvarnir og grenndarlög- gæslu í forgangsröðun fjárveitinga til öryggis- og löggæslumála í land- inu. Í Morgunblaðsgrein nýverið setti ég fram fimm staðreyndir um þróun löggæslumála í Reykjavík sem ég tel benda eindregið til þess að þetta sé ekki stefna dómsmála- yfirvalda. 1. Hverfalöggæsla hefur ekki ver- ið efld einsog fyrirheit stóðu til og lögreglumönnum á miðborgarvakt um helgar hefur fækkað frá því þeir voru flestir úr 13 í 9. 2. Íbúar á hvern lögreglumann eru 456 í Reykjavík, 380 í Helsinki, 328 í Kaupmannahöfn, 303 í Osló, 199 í Berlín, 167 í Stokkhólmi og 113 í París. 3. Lögreglunni í Reykjavík hefur verið gert að skera niður í stað þess að óskum hennar um aukinn mannafla hafi verið mætt. Á ný- kynntum fjárlögum á enn að skera niður til Lögreglunnar í Reykjavík. 4. Niðurskurður í almennri lög- gæslu ógnar þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum árum og getur komið í veg fyrir að haldið verði áfram á sömu braut. 5. Það þarfnast sérstakra skýr- inga að það nægi að almennir lög- reglumenn í Reykjavík séu þriðjungi færri en þeir voru fyrir aldarfjórð- ungi. Málefnaleg umræða Markmið greinar minnar var að efna til efnislegrar umræðu um stöðu lögreglunnar í Reykjavík. Hún hefur haft allt of mikla tilhneigingu til að snúast um útþenslu embættis ríkislögreglustjóra annars vegar og flutning grenndarlöggæslu til sveit- arfélaga hins vegar. Hvort tveggja er umræðu vert en má ekki yfir- skyggja þessar fimm meginstað- reyndir. Segja má að tilgangi greinar minnar hafi verið náð er ég uppskar langt og efnismikið svar Guðmundar Guðjónssonar yfirlögregluþjóns við embætti ríkislögreglustjóra. Stað- festir hann málflutning minn í meg- inatriðum, setur fram skýringar á öðrum en setur spurningarmerki við einstaka atriði. Vil ég þakka honum greinina og grípa um leið tækifærið til að dýpka á umræðunni. Grenndarlöggæsla dregur úr glæpum Guðmundur gerir athugasemd við notkun orðsins hverfalöggæslumað- ur og segir það ekki hafa verið til fyr- ir um áratug þaðan sem ég sæki samanburð á grenndarlöggæslu í borginni. Gott og vel. Meginatriðið er hins vegar þetta og það kemur fram í svörum Þorsteins Pálssonar þáverandi dómsmálaráðherra á Al- þingi. Í ræðu hans frá 21. nóvember 1994 kemur fram að frá árinu 1989 hafi afbrotum í Breiðholti, á Sel- tjarnarnesi og í Mosfellsbæ fækkað verulega. Það var rakið til þess að á þessum stöðum væru starfræktar grenndarlögreglustöðvar. Þess vegna var slík stöð opnuð í Grafar- vogi 1994. Þeim hefur ekki fjölgað síðan. Í ræðu Þorsteins 18. febrúar 1998 kom fram að í þessum stöðvum ásamt grenndarstöð í miðborg störf- uðu 46 lögreglumenn og ættu hverf- islögreglumenn úr forvarnadeild sem þá átti að fjölga að bætast við tölu þeirra sem fyrir væru. Í deigl- unni var áætlun um eflingu hverfa- löggæslu. Hverfalöggæslu á að efla Lykilatriðið í þessari sögu er ekki hvort að stöðvar heiti grenndar- stöðvar eða hverfisstöðvar heldur hitt að slíkum stöðvum hefur ekki fjölgað. Þvert á stefnu fyrri ráðherra virðist jafnframt sem stöðugildum í grenndarstöðvum hafi ekki fjölgað með tilkomu þeirra hverfislögreglu- manna sem bættust við eftir 1998. Er ekki fyrr en á þessu ári sem fjár- veitingar hafa fengist til að full- manna stöður hverfislöggæslu- manna. Við bætist að lögreglu- mönnum hefur verið fækkað á almennum vöktum, meðal annars í miðborginni. Ég get með engu móti séð að þessar staðreyndir komi heim og saman við eflingu hverfa- eða grenndarlöggæslu, enda fullyrðir Guðmundur raunar ekkert um það efni. Þróun Reykjavíkur úr bæ í borg Þær upplýsingar um þróun lög- gæslunnar í Reykjavík sem ollu mér hvað mestu hugarangri eru þær að almennum lögreglumönnum hafi fækkað um þriðjung frá 1976. Guð- mundur gerir ekki athugasemdir við þessar tölur en vill skýra þær með því að minni mannafla þurfi við um- ferðarstjórn. Sjálfsagt er þetta hluti skýringarinnar. Ég get hins vegar með engu móti séð að þetta vegi upp á móti margföldun í bílaeign, aukinni umferð og fjölgun skemmtistaða svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Heilu hverf- in hafa risið og fólksfjöldi og tala ferðamanna stóraukist. Lífsmynstur Reykvíkinga er einfaldlega gjör- breytt, áreiðanlega ýmist til góðs og ills frá sjónarmiði löggæslunnar. Reykjavík árið 1976 var rólegt sjáv- arþorp en ekki þróttmikil borg eins og nú. Það er ekki síst í þessu ljósi sem munur á fjölda lögreglumanna miðað við aðrar borgir er eftirtektar verður, sjá meðfylgjandi töflu. Þriðjungs fækkun á aldarfjórðungi Höldum okkur þó við Ísland. Hvernig má vera að þriðjungi færri almenna lögreglumenn þurfi í Reykjavík árið 2002 en þurfti árið 1976? Er ekki eitthvað undarlegt við að öllu hafi fjölgað í Reykjavík nema almennum lögreglumönnum? Ég er áreiðanlega ekki sá eini sem sann- færist ekki af þeirri skýringu að um- ferðarljós hafi leyst þá af á gatna- mótum. Slíkar staðhæfingar þarf í það minnsta að rökstyðja rækilega með tölum og gjarnan má fylgja sög- unni hvernig tekst að anna núver- andi verkefnum með þeim mannskap sem fyrir hendi er. Og jafnvel þótt þetta væri hægt stendur eftir að skýra hvernig unnt var að fækka lög- reglumönnum á almennum vöktum í Reykjavík um 15% á síðustu þremur árum. Ég fæ í sem stystu máli með engu móti séð hvernig þessar stað- reyndir koma heim og saman við markmið um sýnilega lögreglu, enda fullyrðir Guðmundur ekkert um það efni. Niðurskurður í Reykjavík Guðmundur tekur undir það að ekki megi stefna í hættu þeirri upp- byggingu og góða forvarnastarfi sem lögreglan í Reykjavík hafi unnið á undanförnum árum. Það hefur oft verið unnið í góðu samráði við borg- aryfirvöld, hverfasamtök, frjáls fé- lög og foreldra. Ég sakna þess hins vegar að hann fjalli ekki um það mat sem lögreglan í Reykjavík hefur sjálf lagt á löggæsluþörfina í borginni til áframhaldandi verkefna. Fyrir árið 2001 taldi lögreglan í Reykjavík að fjölga þyrfti lögreglumönnum úr 290 í 303. Markmiðið var að auka götu- eftirlit með fíkniefnasölum og efla hverfalöggæslu. Í stað þessarar aukningar var lögreglunni gert að fækka lögreglumönnum um 20. Þetta staðfestir fyrir mér að dóms- málaráðuneytið hafi allt aðra sýn á forgangsröðun löggæslu og forvarna en ég. Niðurskurður til lögreglunnar í Reykjavík á fjárlögum þessa árs staðfestir þetta. Ég get með engu móti séð hvernig ákvörðun fjárveit- inga samrýmist metnaðarfullri stefnu um þróun löggæslunnar í Reykjavík, enda fullyrðir Guðmund- ur ekkert um það efni. Nauðsynlegt mat á löggæsluþörf Fjölmörg atriði önnur mætti taka til ítarlegrar efnisumræðu til að koma stöðu löggæslumála í Reykja- vík til skila. Staðreyndir tala þar best sínu máli. Eftir því sem ég kynni mér athugunarefni á þessu sviði betur verð ég enn sannfærðari um að það er lykilatriði að dóms- málaráðuneytið fallist á þá sann- gjörnu kröfu borgaryfirvalda að gera úttekt á löggæsluþörf í borg- inni. Fyrir utan allt annað er ótækt að yfirlögregluþjónn við embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki nýrri gögn um mannaflaþörf löggæslunn- ar en frá árinu 1985. Fjöldi íbúa á hvern lögreglumann Reykjavík 456 Helsinki 380 Kaupmannahöfn 328 Osló 303 Berlín 199 Stokkhólmur 167 París 113 Tafla 1. Heimild: Skýrsla dóms- málaráðherra til Alþingis. Án alls vafa getur verið erfitt að bera saman milli borga. Engar fullnægjandi skýringar hafa þó komið fram á þessum mikla mun í mannafla. KREPPA LÖGGÆSLUNNAR Eftir Dag B. Eggertsson „Hvernig má vera að þriðjungi færri al- menna lög- reglumenn þurfi í Reykjavík árið 2002 en þurfti árið 1976?“ Höfundur er læknir og borg- arfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.