Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 43
✝ Þorsteinn Þor-steinsson fæddist
á Ekru í Hjaltastaða-
þinghá 11. október
1918. Hann lést í
Landspítalanum við
Hringbraut 24. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þorsteinn Ís-
aksson, f. 29.11. 1879,
d. 9.6. 1939, og Guð-
finna Jónsdóttir, f.
18.9. 1879, d. 29.9.
1962. Systir Þor-
steins var Guðrún
Margrét, f. 13.8.
1912, d. 25.10. 1987. Fósturbróðir
þeirra og uppeldissonur Guðfinnu
og Þorsteins var Ingi Jónsson, f.
24.6. 1926, d. 4.11. 1995.
Eiginkona Þorsteins var Lilja
María Sigurðardóttir, f. 1.3. 1924,
d. 22.11. 1992. Sonur þeirra er
Þorsteinn Sigurður,
f. 27.6. 1945. Fyrri
kona hans var Jonna,
f. H. Vinter, f. 23.4.
1943, d. 24.11. 1991.
Börn þeirra: 1) Lilja,
f. 14.9. 1966, maki
Sigurður Árni Ólafs-
son, börn þeirra,
Fanney María, f.
1988, Ásgeir, f. 1992,
og Ellen Hilda, f.
1997. 2) Sigurður
Þorsteinn, f. 10.3.
1976, unnusta Rann-
veig S. Ragnarsdótt-
ir, sonur þeirra
Ragnar Snær, f. 18.10. 2001.
Seinni kona Þorsteins Sigurðar er
Ellen Hilda Bates, f. 13.10. 1947.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Keflavíkurkirkju á morgun,
mánudaginn 4. nóvember og hefst
athöfnin klukkan 14.
„Sú rödd var svo fögur, hugljúf og
hrein, sem hljómaði til mín úr dá-
litlum runni.“ Hljómfögur tenórrödd
Þorsteins Þorsteinssonar, fóstur-
bróður föður míns heitins, syngjandi
ljóðið sem þannig hefst við hrífandi
lag, barst líkt og til mín úr fjarska
fortíðar og bernskuára er ég frétti
andlát hans hingað til Wales. Lengi
verður það mér minnisstætt þegar
við sungum saman í Strandbergi á
Seyðisfirði. Ég var nýorðinn ellefu
ára og hafði dvalist þar um sumarið í
góðu yfirlæti svo sem fyrr og síðar.
Mér þótti sem drengjasópranrödd
mín fengi alveg nýjan hljóm þegar
Steini gaf tóninn og leiddi sönginn.
Hann hafði komið austur til þess að
fagna Guðfinnu móður sinni átt-
ræðri, sunnan úr Keflavík, en þang-
að hafði hann flust að austan með
eiginkonu sinni Lilju Maríu Sigurð-
ardóttur nokkrum árum fyrr og
einkasyni þeirra Þorsteini Sigurði.
Lilja var þá þegar farin að líða fyrir
máttleysi sitt og lömun sem ágerðist
með árunum þótt hún bæri sig ávallt
vel, skapföst og einarðleg og kæmi
furðu miklu í verk.
Steini var fæddur á Ekru í Eiða-
þinghá en fluttist ungur með foreldr-
um sínum Guðfinnu Jónsdóttur og
Þorsteini Ísakssyni, til Seyðisfjarðar
ásamt eldri systur sinni Guðrúnu
Margréti og ólst þar upp í skjóli
hárra fjalla, Bjólfs og Strandatinds
við hlýju foreldra sinna. Ingi faðir
minn varð fósturbróðir þeirra í
frumbernsku eftir móðurmissi.
Guðstrú og skyldurækni voru vega-
nestið þeirra í uppvextinum. Mannlíf
á Seyðisfirði hafði eflst mjög í upp-
hafi aldar með útgerð og verkfram-
kvæmdum og furðu fjölbreyttu
mennta- og menningarlífi, en
kreppuárin voru þar mörgum erfið
en búskapur og skepnuhald drýgði
litlar tekjur. Steini átti skepnur og
fjárhús inn í Firði og Lilja gekk þar
með honum til heyverka og hafði oft
saltað síld áður en veikindi hennar
sögðu til sín. Seyðisfjörður varð vett-
vangur fjölmenns setuliðs og mikil-
væg skipahöfn bandamanna styrj-
aldarárin, sem eyddu kreppunni með
því að bjóða upp á næga vinnu en
færðu með sér umrót og los. Þau
Steini og Lilja áttu heima á jarðhæð-
inni á Austurgötu þrjú og þar man
ég barnungur eftir þeim. Jói móð-
urbróðir Lilju stundaði þar skósmíð-
ar og hélt heimili með þeim og vinir
og viðskiptamenn litu oft til þeirra.
En á efri hæðum var gistihús bæj-
arins og oft fjölmenni þar. Steini leit
oft við hjá foreldrum mínum Inga og
Ninnu einkum þegar Ísólfur nýsköp-
unartogari Seyðfirðinga var í höfn
og pabbi sem var bátsmaður hans
var í landi. Hann gaf sig mjög að
okkur tvíburasystkinunum mér og
Margréti og enn man ég það glöggt
þegar hann vakti athygli okkar á kaf-
báti sem var að sigla inn fjörðinn
sem voru meiri tíðindi en að sjá þar
Katalínuflugbáta og Grummanvélar
lenda og fara á loft er var þá dag-
legur viðburður. Og Steini var alltaf
að syngja og tók meira að segja und-
ir þegar ég reyndi að spila Ástleitnu
augun þín brúnu og aðra nýjustu
slagarana á munnhörpu. Steini söng
í Karlakórnum Bjarma og kom oft
fram sem einsöngvari á fjölsóttum
tónleikum. Hann söng jafnframt í
kirkjukór hvítrar og tignarlegrar
Seyðisfjarðarkirkju.
Steini var starfsmaður í Lyfja-
versluninni á Seyðisfirði og mjög
handgenginn Ellerup lyfsala sem
bauð honum að koma suður og starfa
með sér í Keflavík, þegar hann hafði
tekið við lyfjaversluninni þar. Það
hefur þó verið með eftirsjá sem þau
Lilja og Steini hafa flust að austan en
von um betri aðhlynningu og lækn-
ishjálp hefur ráðið úrslitum. Húsið
þeirra á Suðurgötu eitt var beint á
móti lyfjaversluninni í Keflavík svo
Steini átti auðvelt með bregða sér
heim í vinnuhléum. Lilja sinnti öllum
heimilisverkum með stakri prýði
áratugum saman þó fætur væru
máttvana. Þau höfðu bæði yndi af því
að taka á móti vandamönnum og öðr-
um gestum, og eignuðust marga
góða vini á nýjum stað. Leikfélagar
Steina Sigga drógust að Suðurgöt-
unni og nokkrir þeirra sem töldust
eitthvað utangarðs í samfélaginu
fengu þar líka griðastað. Þau höfðu
bæði góðan skilning á því að það gat
svo margt kippt fótunum undan
fólki, valdið ógæfu og óláni, en verst
hlaut það að vera að verða fyrir fyr-
irlitningu og útskúfun og úr því vildu
þau bæta. Steini söng í kór Keflavík-
urkirkju og setti lengi mark sitt á
hann með bjartri og hárri tenórrödd
sinni. Hann færði heim með sér
andblæ guðshússins, söng sálma og
sagði Lilju frá prédikun prestsins
líkt og hann sagði frá verkum sínum
og því sem fyrir augu hans bar rúm-
helga daga. Þau höfðu yndi af því að
ferðast um landið og líta fagra staði.
Moskvitsinn hans Steina komst víða
og brást ekki, enda var honum afar
vel við haldið og jafnan gljáfægður
og bónaður. Síðari fararskjótar
Steina voru einnig jafnan gljáandi.
Ánægjulegast hefur þeim þótt að
komast austur á land og hitta þar
fyrir skyldulið og fá litið Seyðisfjörð
lygnan og tignarlegan og bernsku-
slóðir Lilju í Borgarfirði eystri. Eftir
andlát Guðfinnu ömmu á Strand-
bergi, sem oft hafði komið suður og
dvalist vetrarmánuði fyrir sunnan
hjá skylduliði sínu sem mikill aufúsu-
gestur, hafði annað Strandbergsfólk,
Magga dóttir hennar og Halla mað-
urinn hennar og Sigga móðir hans,
fært sig suður og fylgt Steina til
Keflavíkur. Þau systkinin höfðu mik-
inn styrk og gleði hvort af öðru og oft
kom Steini til Möggu á Framnesveg-
inn og hún til þeirra Lilju á Suður-
götuna líkt og með færandi í fanginu
ferskan blæ að austan, kvik og rösk.
Steini var líkrar gerðar, afar vinnu-
samur og viðbragðsfljótur. Eftir
vinnudaginn í lyfjaversluninni bætti
hann við sig aðgerð fram á nótt á
vertíðum þegar mikill afli barst að
landi og lagði sig fram um að afkasta
sem mestu, kappsamur jafnan, um-
hyggjusamur og skyldurækinn.
Honum var það ljúft að heimsækja
Lilju oft tvisvar á dag eftir að hún
varð að dveljast á Sjúkrahúsinu í
Keflavík. Alltaf hafði hann frá ein-
hverju að segja og virðingin sem þau
sýndu hvort öðru og ástríkið þeirra á
millum duldist engum sem til þeirra
sáu.
Það var sem Steini yrði allur ann-
ar en fyrr lengi eftir að Lilja var lát-
in. Hann hafði jafnan verið léttur í
bragði og fjörlegur að sjá en nú var
hann fámáll og dró sig í hlé. En það
bráði af honum er fram liðu stundir.
Steini Siggi hefur mjög stuðlað að
því enda þeir feðgar afar samrýndir
og nánir og barnabörnin kæru hafa
lagt sitt að mörkum til að gleðja
hann. Þegar Steini var aftur farinn
að syngja á mannamótum var hann
orðinn sjálfum sér líkur. Steini naut
sín vel þegar hann hélt upp áttræð-
isafmæli sitt fyrir fjórum árum í fjöl-
menni. Hann gaf sig á tal við alla,
þakkaði vinasöng og gjafir og tók
auðvitað lagið sjálfur. Steini var
frændrækinn og tryggur og lét sér
ávallt annt um mig og mína sem nú
er einlæglega þakkað er dýrmætar
minningar liðinnar tíðar rifjast upp
við fráfall hans.
Það var bjart yfir honum þegar ég
leit til hans fyrir nokkru á fögrum
degi. Við litum saman á ljósmyndir
frá fyrri tíð og hann kom með mér í
ökuferð um Keflavík og að áeggjan
hans snæddum við saman dýrlega
fiskmáltið á veitingastaðnum Duus
sem er rétt við höfn og flæðarmál.
Það var sem Strandberg væri þar
komið nær og minningarnar þaðan
og ég rifjaði upp söng hans þar forð-
um og samsöng okkar. Minning
Steina, rödd og svipur verða í huga
mér Strandbergi tengd öðrum stöð-
um fremur og þeim sem þar áttu
heima. Því undir klettahlíð í fjöru-
borði var það mér vermireitur
bernskunnar sumarlanga daga sem
hefur mjög mótað lífgæfu og heill.
En jafnframt leyfi ég mér að sjá
hann fyrir mér syngja Guði lof og
dýrð í himneskum kirkjukór.
Gunnþór Þ. Ingason,Wales.
ÞORSTEINN
ÞORSTEINSSON
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐNÝJAR G. SIGURRÓSAR
GUÐMUNDSDÓTTUR
(Rósu),
Neðstaleiti 13A,
Reykjavík.
Svanfríður S. Óskarsdóttir, Ólafur R. Dýrmundsson,
Brynja Óskarsdóttir, Guðmundur Ingólfsson,
Viðar Óskarsson,
Þorsteinn Húnbogason, Siv Friðleifsdóttir,
Védís Húnbogadóttir, Snorri Bergmann,
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
dóttur minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
systur,
SIGRÚNAR BJARKAR
JÓHANNESDÓTTUR,
Hjallalundi 13g,
Akureyri.
Svanhildur Þorsteinsdóttir,
Óli Valur Jónsson, Sigríður Sveinsdóttir,
Vala Björk Óladóttir,
Þórir Már Ólason,
Sveinn Ingi Hrafnkelsson,
Sólveig Una Jóhannesdóttir,
Fjóla Jórunn Jóhannesdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og jarðarför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS S. HALLDÓRSSONAR,
Skarðshlíð 27,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri og Heimahlynn-
ingar á Akureyri fyrir frábæra umönnun og einstaka hlýju.
Thorfhildur Steingrímsdóttir,
Halldór Jónsson, Þorgerður J. Guðlaugsdóttir,
Jón Torfi Halldórsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir,
Guðlaugur Már Halldórsson, Elva Sigurðardóttir,
Arna Rún, Halldór Yngvi og Elvar Örn.
Við þökkum vinarþel og samúð er við nutum
svo ríkulega við fráfall og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
ÖNNU HJÁLMARSDÓTTUR,
Rofabæ 47,
Reykjavík.
Öllum þeim, sem gerðu útför hennar svo áhrifa-
ríka og fallega með fögrum söng og orgelleik
og ekki síst yndislegum kveðjuorðum, þökkum við af hjarta. Ennfremur
færum við öllu starfsfólki líknardeildar Landspítalans, Landakoti, innilegar
þakkir fyrir kærleiksríka umönnun.
Kristín Árnadóttir, Einar H. Esrason,
Einar Árnason, Ásta Bjarnadóttir,
Sigurgeir Árnason, Marnhild H. Kambsenni,
Jón Örn Árnason, Jóna L. Arnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, vinarhug og stuðning við andlát og
útför
ÖDDU SIGRÍÐAR ARNÞÓRSDÓTTUR,
Dísarási 16,
Reykjavík.
Stefán Rúnar Garðarsson,
Hilmar Þór Rúnarsson,
Guðfinna Rúnarsdóttir,
Kjartan Már Rúnarsson,
Sigríður Eiríksdóttir,
Garðar Sigjónsson
og systkini hinnar látnu.