Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEIR sem saka Bandaríkin um af- leiðingar viðskiptabannsins á Írak, en þau áttu stærstan þátt í að koma banninu á, grípa ekki málstað sinn úr lausu lofti. Denis Halliday, fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, sem stjórnaði „olíu fyrir mat“-verkefninu í Írak, lét af störfum árið 1998. Hann sagði ástæðuna m.a. vera að viðskipta- bannið væri stríð gegn smábörnum. Vitnisburður Halliday er studdur af fleiri fyrrverandi starfsmönnum SÞ, sem einnig hafa látið af störfum í mótmælaskyni við bannið. Viðskiptabannið var sett á Írak ár- ið 1990 til að koma í veg fyrir vopna- framleiðslu Husseins. Með því tók gildi bann við innflutningi á svo til öllum nauðsynjavörum, þar á meðal lyfjum og bóluefni sem bannaður var undir því yfirskini að Hussein gæti notað efnin í framleiðslu á gjöreyð- ingarvopnum (hvernig sem það er nú gert!). Hrikalegt mannfall óbreyttra borgara í Írak fylgdi í kjölfarið, sér- staklega meðal yngstu kynslóðarinn- ar, eins og við má búast, þegar mat- ur, lyf og bóluefni eru af skornum skammti. Það var ekki fyrr en í desember 1996, að komið var á áætlun undir nafninu „olía fyrir mat“ í Írak. Ástandið var verst fyrir þann tíma. „Olía fyrir mat“-áætlunin byggist á því að Írökum er leyft að selja ákveð- ið magn af olíu til kaupa á mat og lyfjum. Tekjur af olíusölunni eru í umsjón öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Allt sem flutt er til Íraks þarf að vera samþykkt af sérstakri nefnd innan SÞ. Einnig eiga SÞ að hafa umsjón með innkaupum og dreifingu varningsins, en þessari til- högun er ætlað að koma í veg fyrir að Íraksstjórn noti olíutekjur í vopn. Verkefnið er að hluta til unnið af Írökum. Stríðsáróðursmenn halda því fram að Íraksstjórn hafi selt olíu ólöglega, þá líklega eftir árið 1996, sbr. Madeline Albright sem sagði í maí 1996 að bannið hefði komið í veg fyrir vopnauppbyggingu Íraka. Sé þetta rétt, er grundvöllurinn fyrir viðskiptabanninu brostinn. Bannið kemur ekki í veg fyrir hernaðarupp- byggingu Íraksstjórnar en heldur áfram að bitna á írösku þjóðinni. Sé stríðsvopni, sem viðskiptabannið er, beint að óbreyttum borgurum, er það stríðsglæpur. Ásælni Íraksforseta í gjöreyðing- arvopn hefur lengi verið kunn, þar á meðal innan ríkisstjórna Bretlands og Bandaríkjanna. Þegar Saddam Hussein „drap sitt eigið fólk“ árið 1988 þótti áðurnefndum ríkisstjórn- um það ekki tiltökumál, en þá var forsetinn mikill vinur Bretlands- og Bandaríkjastjórnar. Engan veginn er réttlætanlegt, að ráðast á fátæka þriðja heims þjóð á þeim forsendum að leiðtogi þeirra búi kannski yfir gjöreyðingarvopnum. Nú þegar hef- ur verið varpað hundruðum þúsunda tonna af sprengjum á Írak. Nýleg mótmæli í Bandaríkjunum sem voru þau fjölmennustu síðan í Víetnam- stríðinu sýna að Bandaríkjaforseta gengur ekki einu sinni vel að sann- færa eigin þjóð um olíustríðið sitt. ÞÓRDÍS BJÖRK SIGURÞÓRSDÓTTIR, Dofrabergi 9, Hf. Viðskipta- bannið á Írak Frá Þórdísi Björk Sigurþórsdóttur: MIKIÐ hefur verið fjallað um hug- myndir um stofnun þjóðgarðs norð- an Vatnajökuls undanfarið og nú er í burðarliðnum þingsályktun Samfylkingarinn- ar um þetta efni. Í þessari um- ræðu allri verður að hafa í huga, að samkvæmt nú- gildandi lögum um náttúruvernd þarf landsvæði þjóðgarða að vera í ríkiseign, nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist sam- komulag milli umhverfisráðherra og landeigenda. Norðan Vatnajökuls hagar þannig til að heimamenn líta á öll lönd sem eignarlönd og innan landamerkja jarða. Í þjóðlendumáli í Austur- Skaftafellssýslu, sem nú bíður úr- skurðar, gera eigendur Stafafells til- kall til beins eignarréttar að öllum Lónsöræfum og hluta Vatnajökuls. Hvað varðar landsvæðið frá Lónsör- æfum að Jökulsár á Brú er ljóst af landamerkjalýsingum og úthlutun hreindýraarðs að landeigendur telja þessi öræfi hluta af eignarjörðum sínum. Vestan Jökulsár taka við Brúaröræfi. Þar hefur Landsvirkjun greitt eigendum Laugarvalla eignar- námsbætur vegna jarðrasks við Kárahnjúka. Í þjóðlendumálum í Árnessýslu úrskurðaði óbyggðanefnd á þessu ári, að þjóðlendukröfulína ríkisins skyldi ekki ganga inn í landamerkja- lýsingar fjalljarða og úrskurðaði Út- hlíðartorfunni t.d. eignarland allt til Langjökuls. Verði úrskurðir nefnd- arinnar um þjóðlendumörk norðan Vatnajökuls á sama veg fæ ég ekki séð hvernig að óbreyttum lögum verður hægt að stofna þjóðgarð. Það munu landeigendur örugglega aldrei samþykkja. ÓLAFUR SIGURGEIRSSON, hrl., Austurströnd 3, Seltjarnarnesi. Þjóðgarður norðan Vatnajökuls Frá Ólafi Sigurgeirssyni: Ólafur Sigurgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.