Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Er græna kvótahöndin búin að ganga svo frá þessum byggðum að jafnvel kratarósin þrífst þar ekki lengur? Bæklingur og málfundur um áreynsluastma Greining er afar mikilvæg UM ÞESSAR mund-ir er að koma útbæklingur þar sem m.a. er tekið fyrir vandamál astmasjúkra barna í íþróttum. Sigur- veig Þ. Sigurðsdóttir er annar tveggja astmalækna sem skrifar texta í bæk- linginn. Hvert er tilefnið? „Áður en ég svara því verð ég að hafa dálitla for- sögu. Astmi er einn al- gengasti króníski sjúk- dómurinn sem hrjáir börn og jafnvel fullorðna líka. Í gögnum sem liggja fyrir og byggjast á ítarlegum rann- sóknum kemur fram að meðal skólabarna eiga um 9% sér einhverja astma- sögu og 5% fullorðinna, á aldursbilinu 20 til 44 ára, eru með astma. Algeng tegund astma er áreynsluastmi sem getur kallast sérstakt fyrirbæri, þ.e.a.s. astmi sem kemur aðeins fram við áreynslu. Afar mikilvægt er áreynsluastmi sé greindur, sér- staklega með tilliti til líkamsrækt- unar og líkamsþjálfunar. Við vilj- um kynna þetta fyrirbæri betur, öllum hlutaðeigandi til hagsbóta.“ Eru margir með áreynslu- astma? „Af þessum 9% skólabarna sem ég talaði um eru um 65% með sögu um áreynsluastma og af fullorð- instölunni erum við að tala um ein- hvers staðar á bilinu 15 til 25% af umræddum 5%. Þetta eru því miklu færri fullorðnir en börn.“ Hamlar þetta ekki íþróttaiðk- un? „Ef áreynsluastmi er greindur er hægt að halda honum í skefjum með réttri lyfjagjöf. Margir af- reksmenn í íþróttum eru með áreynsluastma. Jafnvel Ólympíu- farar sem hafa síðan staðið sig vel og jafnvel unnið til gullverð- launa.“ Þannig að frami í íþróttum er ekki í húfi? „Alls ekki. Hins vegar, eins og ég er að benda hér á, þá þarf að koma þessum boðskap á framfæri. Leikfimikennarar, íþróttaþjálfar- ar svo og börnin sjálf hafa þörf fyrir góða almenna fræðslu um þessi mál. Þannig eykst skilning- urinn og rétt vinnubrögð fylgja síðan í kjölfarið. Þessir aðilar þurfa að gera sér fulla grein fyrir því að sumir í hópnum eru með þennan kvilla og það verður að taka tillit til þess.“ Er ekkert um áreynsluastma í kennsluefni íþróttakennara? „Ég held ekki að það sé neitt sérstakt um meðhöndlun áreynsluastma innbyggt í kennsluprógramið, en Astma- og ofnæmissamtökin og Ofnæmis- félagið hafa í samvinnu við lækni unnið gott starf með því að heim- sækja íþróttakennaraskólann einu sinni á ári og kynna sín mál þar, sérstaklega áreynsluastma.“ Hver átti frumkvæðið? „Líklega hreyfði ÍSÍ við þessu fyrst, en sjálf hafði ég áhuga á því að gera eitthvað í þessum dúr fyrir nokkuð löngu síð- an. Og líklega er sömu sögu að segja um aðra sem koma að bæklingnum. Þegar lyfjafyrirtækið Glaxo/Smith-Klein kom síðan að málinu fóru hjólin að snúast. En þetta hefur tekið á annað ár að verða að veruleika.“ Segðu okkur frá bæklingnum... „Hann er upp á 15 blaðsíður. Ég skrifa textann sem snýr að börn- unum, en Björn Magnússon lungnalæknir sér um þann kafla sem snýr meira að fullorðnu fólki. Hinn 7. nóvember næst komandi verður hann kynntur sérstaklega á málþingi sem fram fer um íþróttir og astma. ÍSÍ og Glaxo standa einnig að málþinginu sem verður klukkan átta um kvöldið á Grand Hótel. Við Björn stígum bæði í pontu og flytjum erindi.“ Hvernig verður dreifingin? „Bæklingnum „Íþróttir og astmi“ verður dreift í öll apótek, allar heilsugæslustöðvar og til lækna sem annast sjúklinga með astma. Einnig mun ÍSÍ verða með bæklinginn til dreifingar innan sinna vébanda.“ Hverjar eru helstu áherslurn- ar? „Fyrir utan þá grundvallarhug- mynd að veita fræðslu um astma og íþróttir til þess að auka skiln- ing samfélagsins og einstaklinga á astma þá fylgir þessu kveri einnig hvatning til fólks að stunda íþrótt- ir þrátt fyrir astmann. Áreynsla er mjög til hagsbóta, svo undar- lega sem það kann að hljóma í þessu sambandi, lífið verður auð- veldara þrátt fyrir astmaeinkenn- in. Það felst í því að eftir því sem menn eru í lélegra líkamlegu formi, þeim mun minni áreynslu þarf til að einkennin komi fram. Ég er ekki að segja að með því að stunda íþróttir byggi menn upp þol gegn einkennunum, en reglan um að lífsgæðin eru betri eftir því sem líkamlega formið er betra á hér við eftir sem áður. Það hefur verið kvartað um vax- andi kyrrsetu og offitu barna og unglinga. Astmi er ekki ástæða til að fá vottorð í leikfimi en hins vegar skiptir máli að þjálfuninni sé stillt að þeirra þörfum og að hún sé skemmtileg og jákvæð lífsreynsla. Börn og unglingar sem eru t.d. of feit líður oft illa og ekki batnar það ef þau eru auk þess haldin astma. Það þarf að finna þessa einstak- linga, greina þá og hvetja þá til að hreyfa sig þannig að þeir fari ekki á mis við þann þátt í þroskanum. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir  Sigurveig Þ. Sigurðardóttir er fædd árið 1957 í Kastalabrekku í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Lauk námi við læknadeild Há- skóla Íslands 1983 og stundaði síðan framhaldsnám í barna- lækningum með ofnæmis- og ónæmisfræði að sérgrein. Lauk því námi 1991. Kom þá heim og hefur síðan starfað við ónæmis- deild Landspítalans auk þess að reka eigin læknastofu í Kringl- unni þar sem hún sinnir fyrst og fremst börnum með astma, of- næmi og ónæmisbilanir. Maki er Lárus S. Ásgeirsson og eiga þau tvo stráka. ... þannig eykst skiln- ingurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.