Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er vel til fundið að fá Örn Árnason til liðs við Leikbrúðuland. Örn hefur, auk langs ferils sem leik- ari, söngvari og alhliða skemmti- kraftur, unnið frábært starf við tal- setningu á teiknimyndum. Hér kemur sú þjálfun honum að góðum notum. Hann hefur líka mikla reynslu af barnaefni í sjónvarpi enda persóna hans, Afi, sem kom fram á Stöð 2 og um tíma á sviði Borgarleik- hússins, hluti af bernskuminningum fjölda Íslendinga af yngri kynslóð- inni. Hér leikstýrir hann, leikur og semur leikgerð verkanna og tónlist í samvinnu við aðra. Andinn sem svífur hér yfir vötnum er töluvert annar en áhorfendur tengja brúðuleiksýningum þeim sem Helga Steffensen hefur staðið fyrir um árabil bæði í Leikbrúðulandi og Brúðubílnum. Húmornum og per- sónusköpuninni svipar töluvert til teiknimynda samtímans og leikradd- irnar, sem eru teknar upp fyrirfram, koma börnum eflaust kunnuglega fyrir hlustir – enda flest ötulir áhorf- endur talsettra teiknimynda og leik- ins barnaefnis í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Leikurinn er jafn og ein- beittur og greinilegt að hér sitja van- ir menn við stjórnvölinn. Hér eru persónurnar fleiri, hraðinn meiri, glensið beittara og textinn hefur víð- ari tilvísanir – t.d. bregður fyrir tví- ræðni eins og þegar haninn vísar til hænsnahússins síns sem pútnahúss. Risinn í Ævintýrinu um Stein Bollason er líka töluvert skelfilegri en allra yngstu áhorfendurnir eru vanir og þá gott að eiga öruggt hæli víst í faðmi foreldra eða annarra um- sjónarmanna. Á móti kemur að sýn- ingin höfðar til breiðari aldurshóps en allajafna og var ekki tilgangurinn með mörgum hinna sígildu ævintýra að læða því inn hjá börnum að lífið væri ekki alltaf dans á rósum – þó að sjálfsögðu færi allt vel að lokum? Flestir hafa heyrt H.C. Andersens getið þó að fæstir geri sér eflaust grein fyrir hve höfundarverk hans eru af margvíslegu tagi, bæði ætluð börnum og fullorðnum. Hann var gríðarlega áhrifamikið skáld, ekki hvað síst hér á landi, og verk hans skjóta sífellt aftur upp kollinum. Steingrímur Thorsteinsson þýddi flest verka hans á íslensku, en meðal annarra stórskálda sem tóku sér slíkt fyrir hendur má nefna Jónas Hallgrímsson og Matthías Jochums- son. Það eru því góðar fréttir að Helga hyggst minnast þess að tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu hans með því að sýna tvö önnur verka hans á næstunni. Útgáfur á verkum hans hér á landi eru fjölmargar. Steinn Bollason er rúmenskt ævintýri og ef- laust þekkt víðar um austanverða Evrópu. Hólmfríður Knudsen gaf honum þetta rammíslenska nafn og sneri sögunni á íslensku og lét gefa hana út 1903. Síðan hefur sagan komið út nokkrum sinnum, nú síðast 1993, en 1999 kom hún út á hljóðbók, lesin af Heiðdísi Norðfjörð. Helga Steffensen og Erna Guð- marsdóttir hafa haft hönd í bagga með leikgerðum verkanna en auk þess að stjórna brúðunum liggur meginframlag þeirra til sýningarinn- ar í hönnun leikbrúðanna. Íbúar hænsnahússins eru margir og fjöl- breytilegir, fjöldi hæna, haninn, leð- urblökur, uglur o.fl., hver með sínu lagi. Lilla er samt meistaraverkið, þar hafa textahöfundurinn Örn, hönnuðurinn Erna og leikarinn Helga E. Jónsdóttir lagst á eitt við að skapa mjög eftirminnilega geðstirða hænu. Stígur Steinþórsson hannar leikmynd beggja verkanna, sem gef- ur leikbrúðustjórnendum fjölbreytt- an bakgrunn og marga nýja mögu- leika til að láta þær birtast og hverfa á svipstundu. Helga Steffensen sér um að hanna brúðurnar í Ævintýrinu um Stein Bollason. Eins og hefur ein- kennt mörg verka hennar á þessu sviði skapar hún tilfinningu fyrir fjarlægð og ógn með því að leika sér að hlutföllum og stærð. Minnstu brúðurnar eru einungis nokkrir þumlungar að stærð og það verður ekki mikið úr putalingnum Steini við LEIKLIST Leikbrúðuland Höfundar. Fyrra verkið er byggt á ævintýr- inu Það er alveg áreiðanlegt eftir H.C. Andersen og hið síðara á rúmenskri þjóð- sögu. Leikgerð fyrra verks: Örn Árnason og Erna Guðmarsdóttir; hins síðara: Örn Árnason og Helga Steffensen. Leik- stjórn: Örn Árnason. Tónlist: Örn Árnason og Máni Svavarsson. Brúðuhönnun í fyrra verkinu: Erna Guðmarsdóttir; í hinu síð- ara: Helga Steffensen. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Brúðustjórnun: Helga Steffensen og Helga E. Jónsdóttir með aðstoð Ernu Guðmarsdóttur. Leikraddir: Örn Árnason, Helga E. Jónsdóttir og Mar- grét Eir Hjartardóttir. Laugardagur 26. október. FJÖÐRIN SEM VARÐ AÐ FIMM HÆNUM OG ÆVINTÝRIÐ UM STEIN BOLLASON Pútnahús og putalingar Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Árni Sæberg „Leikurinn er jafn og einbeittur og greinilegt að hér sitja vanir menn við stjórnvölinn.“ hliðina á leikara í búningi risans, sem virðist slaga upp í tvo metra þar sem hann gnæfir yfir brúður og áhorfend- ur. Afrek Steins – er hann notar hyggjuvit sitt til að leika á risann – verður þeim mun stórkostlegra í huga barnanna þegar þau hafa horft á þetta kríli sitja á kylfu risans eins og kornabarn á stofusófa. Það er gaman að fylgjast með þeg- ar samvinna ólíkra aðila í leikhúsi gefur þeim kost á að leita nýrra leiða. Leikbrúðuland hefur á undanförnum árum leitast við að víkka sjóndeild- arhring leikbrúðuunnenda hér á landi – eins og sýningin Prinsessan í hörpunni vorið 1999 bar vitni. Það er vonandi að haldið verði áfram á sömu braut – að endurnýja vinnubrögð og efnistök með því að leita innblásturs í vinnu með ólíkum listamönnum. Sýningar eru í dag og á morgun kl. 14 í Gerðubergi. TÓNLISTARDÖGUM Dómkirkj- unnar var fram haldið sl. sunnudag, 27. október, og þá eingöngu flutt kór- tónlist, undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar dómorganista. Fyrsta við- fangsefnið var Gamalt vers eftir Hjálmar H. Ragnarsson, hljómfagurt verk sem byggist mjög á „þver- stæðri“ tónskipan, í ætt við það sem Jón Leifs gerði t.d. í sínu fræga Requiem. Annað viðfangsefnið var mótettan Crucem santam subiit eftir Palestrina, samin 1569, fyrir fimm raddir en Palestrina samdi 377 slík verk fyrir fjórar til tólf raddir. Þriðja viðfangsefnið var perlan Heyr himna- smiður, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, þá Salve Regina eftir Petr Eben og loks Ave Maria eftir Bruckner. Dóm- kórinn er í góðu formi, hljómurinn þéttur og gott jafnvægi milli radd- anna, sem kom hvað fallegast fram í þremur fyrstu verkunum. Sem sér- stakt innslag voru frumfluttu lögin frá fyrstu tónleikunum endurflutt og er engu öðru að bæta við það sem sagt var í umsögn um fyrstu tónleikana ut- an það, að kórinn söng verkin enn bet- ur á seinni tónleikunum, og var sér- lega ánægjulegt að heyra þessi fallegu lög aftur. Lokaviðfangsefni tónleikanna var mótettan Der Geist hilft unser Schwachheit auf, BWV 226, eftir J.S. Bach, sem flutt var við jarðarför J.H. Ernesti, skólastjóra Tómasarskólans, en um það leyti mun Bach hafa hlotið ákúrur fyrir að vera hyskinn við kennsluna og mun hafa mislíkað þetta uppistand svo mjög, að hann hafi jafn- vel verið að hugsa um að fara frá Leipzig. Það mál leystist farsællega, því J.M. Gesner, sem tók við skóla- stjórastöðunni, virðist hafa komist að góðu samkomulagi við Bach og þeir orðið góðir vinir. Mótetturnar eru all- ar samdar eftir pöntun, þótt aðeins sé vitað með vissu um BWV 226. Sam- kvæmt venju er talið að mótetturnar hafi verið fluttar með continuo-undir- leik (harpsíkord, selló og bassa), eins og gert var að þessu sinni. Samkvæmt raddskriftum sem varðveist hafa mun þessi mótetta, sem er fyrir tvo fjög- urra radda kóra, hafa verið flutt svo, að undir fyrsta kór léku strengir en óbó og fagottar undir annan kór, þ.e. í báðum tilfellum tvöfaldað kórradd- irnar. Flytjendur með kórnum voru Inga Rós Ingólfsdóttir (selló), Richard Korn (kontrabassa) og Bjarni Jónat- ansson (orgel) og var flutningurinn í heild, kórsins og hljóðfæraleikaranna, mjög ákveðinn, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Í þessu verki býr töluverður kraftur og afltök hins kontrapunktíska ritháttar eru þarna glæsilega útfærð af meistara J.S. Bach. Dómkórinn, sem er í sérlega góðu formi, skilaði þessu erfiða verki af öryggi og með glæsibrag, sérstak- lega var tvöfalda fúgan mögnuð áheyrnar og því hljómaði kórallinn sem friðsöm lausn. TÓNLIST Dómkirkjan Dómkórinn flutti verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Palestrina, Þorkel Sig- urbjörnsson, Petr Eben, Bruckner og J.S. Bach, og endurflutti sálma er frumfluttir voru á fyrstu tónleikum Tónlistardaga Dómkirkjunnar. Sunnudagurinn 27. októ- ber. KÓRTÓNLEIKAR Afltök hins kontra- punktíska ritháttar Jón Ásgeirsson Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Kvik- myndin Beitiskipið Potjomkin eftir Sergei Eisenstein verður sýnd kl. 15. Kvikmynd þessi er frá tímum þöglu myndanna, gerð 1925, en hefur síðan verið hljóðsett með tónlist í ýmsum útgáfum. MÍR hefur um árabil sýnt kvikmyndina í útgáfu frá 1950 með tónlist eftir Vladimír Krjúkov, en í dag verður sýnd útgáfa frá 1976 með tónlist Dmitrís Shostakovits. Enskur texti er með myndinni. Að- gangur ókeypis. Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20. Flutt verða lög og tónverk m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Jórunni Viðar og Tékkann J.S. Xelenka. Stjórnandi kórsins er Viera Manásek. Kons- ertmeistari er Zbignew Dubik. Kórinn er nýkominn heim úr tón- leikaferð um Tékkland þar sem m.a. var sungið fyrir félagsmálaráðherra landsins. Hans og Gréta er yfirskrift tón- leikanna Töfratóna kl. 14 í Norræna húsinu, en það er norræn tónleika- röð fyrir börn og frá Tónlistarleik- húsinu Undergrunden (DK). Tón- leikarnir eru ætlaðir börnum 3–10 ára og standa yfir í 40 mín. Mælt er með því að áhorfendur lesi Grimms- ævintýrið um Hans og Grétu fyrir sýninguna. Íslensk túlkun er í hönd- um Kristínar Jóhannesdóttur, kennsluráðgjafa í Norræna húsinu. Hugmyndavinna og listræn stjórn- un: Kaja og Niels Pihl. Iðnó Lesið verður úr nýjum ljóða- bókum og djassútgáfa Óma kynnt í dagskrá sem hefst kl. 20. Þorsteinn frá Hamri les úr bók sinni Meira en mynd og grunur og Ingibjörg Har- aldsdóttir les úr bók sinni Hvar sem ég verð. Einnig les Ísak Harðarson úr ljóðabók sinni Hjörturinn skiptir um dvalarstað, Einar Már Guðmundsson les úr ljóðasafni sínu 1980–1995 og Sigtryggur Magnason les úr bók sinni Herjólfur er hættur að elska. Að auki verður lesið úr Krakkakvæðum Böðvars Guðmundssonar. Tríó Björns Thoroddsen leikur af diskinum Jass í Reykjavík og Tómas R. Einarsson og félagar leika af Kúbanska. Þá mun Sigurður Flosa- son kynna efni af plötu sinni og Pét- urs Grétarssonar, Raddir þjóðar. Listaháskóli Íslands, Laugarnesi Steingrímur Eyfjörð myndlist- armaður fjallar um eigin verk kl. 12.30. Ágústa Kristófersdóttir sagn- og listfræðingur heldur fyrirlestur í Norræna húsinu kl. 12.05–13 á þriðjudag í hádegisfundaröð Sagn- fræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist „Reykjavík – frá göt- um til bílastæða“. Ágústa ræðir um nokkra þætti í skipulagssögu Reykjavíkur frá tímabilinu 1930 til 1980 og verða þeir settir í alþjóðlegt samhengi. Fjögur hverfi borgarinnar verða tek- in sem dæmi, Norðurmýrin og Breiðholtin þrjú, þ.e. Neðra- og Efra-Breiðholt ásamt Seljahverfi. Ágústa Kristófersdóttir lauk BA- prófi í sagnfræði frá HÍ árið 1998 og nam listfræði við háskólana í Stokk- hólmi og Lundi 1996–1999. Frá árinu 2000 hefur hún starfað á Listasafni Reykjavíkur og m.a. lagt stund á rannsóknir í byggingarlistarsögu. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÞRJÚ námskeið hefjast í Listahá- skóla Íslands á næstunni. Unnið verður með orku spunans á nám- skeiði sem hefst 5. nóvember. For- sendurnar fjórar þjálfaðar: Einbeit- ing, athygli, hugrekki og traust. Kennari er Steinunn Knútsdóttir, leiklistarkona og kennari við LHÍ. Námskeið í hönnunarsögu hefst 7. nóvember og verður það í formi fyr- irlestra um íslenska hönnunarsögu frá 1860–1960. Kennari er Arndís S. Árnadóttir, innanhússhönnuður og bókasafnsfræðingur. Námskeið í uppsetningu, meðferð prentaðs máls og mynda í Adobe InDesign-umbrotsforritinu hefst 11. nóvember. Kennari er Höskuldur Harri Gylfason, myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Námskeið LHÍ AÐALHEIÐUR Valgeirsdóttir myndlistarmaður hlaut nýverið verðlaun fyrir málverk á alþjóðleg- um myndlistartvíæringi sem haldinn var í Örebro í Svíþjóð. Í umsögn dómnefndar segir: „Að- alheiður sýnir af næmi styrkleika hins hefðbundna málverks. Í verkinu leiðir hún áhorfandann inn í óþekkta veröld.“ Tvíæringurinn, Lilla Europa, var haldinn í annað sinn nú í ár. Á sýn- ingunni voru 384 smáverk eftir 142 listamenn frá 37 þjóðlöndum. Veitt voru tvenn verðlaun, annars vegar fyrir grafíkverk og hins vegar fyrir málverk. Grafíkverðlaunin féllu í skaut finnska listamanninum Jurki Almari Markkanen. Það er menningarmálastofnun Hallsbergs Kommun og Örebro Léns sem sjá um sýninguna. Aðalheiður hefur haldið sjö einka- sýningar, síðast í Gerðarsafni á sl. ári. Hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga, hér heima og er- lendis. Hlýtur verðlaun í Svíþjóð Verk Aðalheiðar Valgeirsdóttur. Bankastræti 3,  551 3635 pink mat; eau de parfum japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA ♦ ♦ ♦ Á MORGUN Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.