Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 6
FORSETI Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, sagði rannsóknir og skrif Vilhjálms Stef- ánssonar landkönnuðar eiga fullt erindi við 21. öldina, í minningarfyr- irlestri sem hann hélt við Dartmouth-háskóla í Hanover í New Hamp- shire í Bandaríkjunum á föstudag. Dartmouth- háskólinn geymir Stef- ansson Collection, safn Vilhjálms, en síðustu ár ævi sinnar kenndi Vil- hjálmur við skólann. Á föstudagskvöld var far- andsýningin Heim- skautslöndin unaðslegu, sem sett var upp á Ís- landi árin 2000 og 2001, opnuð á Montshire Mus- eum í nágrenni skólans. Það er sýning á munum sem tengjast Vilhjálmi og rannsóknum hans, m.a. mynd- um og dagbókarbrotum. „Vilhjálmur Stefánsson sýndi okkur hversu mikið einn ein- staklingur getur breytt lífi ann- arra og gerbreytt þekkingu okkar og skilningi. Með því að helga sig rannsóknum á norðurhveli jarðar varð Vilhjálmur frumkvöðull á sviði, sem í dag býður upp á nýja vídd í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. Vilhjálmur ruddi brautina fyrir samstarf norðurs- ins og hið nýja pólitíska og efna- hagslega mikilvægi norðursins,“ sagði Ólafur Ragnar í fyrirlestri sínum. Hann sagði lok kalda stríðsins hafa opnað nýjar leiðir fyrir sam- starf þjóða og landa í norðri og sagði Rússland, Bandaríkin og Kanada hafa unnið í sameiningu að þessu. Nefndi forsetinn m.a. Heimskautsráðið og Heim- skautaháskólann sem dæmi um samstarf á þessum vettvangi. Þá hefðu ríkisstjórnir og ýmis banda- lög komið auga á þörfina til að skapa sérstaka stefnu varðandi norðursvæðin, t.d. Evrópusam- bandið og stjórnvöld í Kanada. „Þetta nýja pólitíska vægi Norðursins hefur aukið enn frek- ar mikilvægi skrifa og rannsókna Vilhjálms og könnunarleiðangra hans inn í áður óþekkt landsvæði á norðurhveli jarðar. [...] Sýn norðursins gefur okkur, við dög- un 21. aldar, tækifæri til að tengj- ast Rússlandi á jákvæðan hátt og tengjast vináttuböndum sem hálfrar aldar kalt stríð og kjarn- orkuógn gerðu áður ómöguleg,“ sagði Ólafur Ragnar. Norðrið er ekki hrjóstrug og frosin auðn Hann sagði arfleifð Vilhjálms minna á mikilvægi sjálfbærrar notkunar á náttúrulegum auðlind- um og gefa heillandi innsýn í sam- spil manns og náttúru. „Vilhjálmur gerði okkur grein fyrir því að norðið er ekki hrjóstrug og frosin auðn, heldur fjölbreytt svæði sem kallar á al- þjóðasamstarf á breiðum grund- velli.“ Sem dæmi um hvar þjóðir norðursins geti starfað saman nefndi Ólafur Ragnar verndun umhverfisins og þá sérstaklega hafsins. Þá gætu þjóðirnar staðið saman að verndun plantna og dýralífs á svæðinu með áherslu á líffræðilegan fjölbreytileika og sjálfbæra notkun stofnanna. Jafn- framt nefndi hann til sögunnar rannsóknir á hækkandi hitastigi jarðar og aðgerðir til að koma í veg fyrir umhverfisslys af völdum kjarnorkuúrgangs og kjarna- vopna sem enn séu geymd á svæð- um í NV-Rússlandi. Ólafur Ragnar minnti á að Ís- land hefði nýlega tekið við for- mennsku í Heimskautaráðinu. Hann sagði það mikinn heiður að fá að halda þennan minningarfyr- irlestur og að fá þannig tækifæri til að minnast merks framlags Vil- hjálms til vísinda og þekkingar. Sagðist hann sérstaklega fagna þessu tækifæri fyrir Ísland, Bandaríkin og Kanada til að byggja á arfleifð Vilhjálms og beina athyglinni að þeim tækifær- um sem bjóðast á 21. öldinni með samstarfi á Norðurhveli jarðar. „Ég tel það mikilvægt að við Ís- lendingar, háskólar okkar og rannsóknarstofnanir, sem og Dartmouth-háskóli, þar sem safn Vilhjálms er varðveitt, og hið bandaríska háskólasamfélag, geri sér grein fyrir því hvaða tækifæri arfleifð Vilhjálms Stefánssonar gefur okkur á að taka virkan þátt í að takast á við nokkrar af helstu áskorunum sem hin nýja öld kall- ar á,“ sagði forsetinn. Minningarfyrirlestur forseta Íslands um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð Ruddi brautina fyrir samstarf norðursins Ljósmynd/Joseph Mehling Forseti Íslands hélt minningarfyrirlestur um Vilhjálm Stefánsson við Dartmouth-háskóla í Hanover í Bandaríkjunum á föstu- dag, en síðustu ár ævi sinnar kenndi Vilhjálmur við skólann. Þá var farandsýningin Heimskautslöndin unaðslegu opnuð á Montshire Museum, en um er að ræða sýningu á munum sem tengjast Vilhjálmi og rannsóknum hans. FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SETNING vísindadaga á föstudag markaði upphaf tíu daga vísindaveislu vítt og breitt um borgina. Á vísindadögum sameinast tækni- og vísinda- samfélagið í fyrsta skipti um að kynna hinum almenna borgara gróskuna í vísindum hér á Íslandi. Um tuttugu skólar og rannsóknarstofnanir standa fyrir alls um 180 viðburðum en það er Rannsóknarráð Íslands sem hefur haft frumkvæðið að þessum dögum og er stefnt að því að gera þá að reglu- legum viðburði. Opnaður hefur verið vefur, www.visindadagar.is, þar sem er að finna ýtarlegar upplýsingar um dagskrá þeirra. Við setningu vísindadaganna í Listasafni Reykjavíkur sagði Hafliði Pét- ur Gíslason, formaður Rannsóknarráðs Íslands, að með þessum dögum væri vísinda- og tæknisamfélagið að kynna starfsemi sína með fyrir- lestrum, opnum húsum, útgáfu, sýningum, vettvangsskoðunum o.s.frv. Það sé von Rannsóknarráðs að átakið endurspegli hið aukna vægi rannsókna og þróunar í verðmætasköpum á Íslandi og þá bæði andleg og efnisleg verðmæti. Afurðir rannsókna og tækniþróunar þurfi þó að vega enn þyngra í menningu og velferð Íslendinga í framtíðinni. Morgunblaðið/Golli Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, og Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri RANNÍS, við setningu vísindadaganna á föstudag. Tíu daga vísindaveisla HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt forsvarsmann pöntunar- listans Costgo í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Sannað þótti að ásetn- ingur ákærða hafi staðið til þess að fá fólk til þess að greiða 5.000 krónur án þess að hann hefði nokkur tök á eða raunhæfa áætlun um að standa við þau loforð sem sú greiðsla var grundvölluð á. Með háttsemi sinni hefði hann blekkt fjölda fólks til þess að greiða þessa fjárhæð fyrir vörulista sem ekki var til eða fyrir aðgang að við- skiptum um kaup á vörum sem ekki voru til staðar og komst hann þannig yfir 450.750 krónur á einum sólar- hring, dagana 5. og 6. nóvember 2001. Dómarinn segir að á hinn bóginn megi telja upplýst að ásetningur ákærða hafi ekki staðið til þess að komast yfir meint vöruverð. Skýr- ingar hans á athöfnum sínum og áætlunum hafi verið óstöðugar og að hluta fráleitar. Áritaði ávísun með bleki sem hvarf Ákærða var einnig gefið að sök að hafa greitt fyrir úttektarheimild í BYKO með tékkaeyðublaði í eigu húsfélags sem hann var gjaldkeri hjá, áritaða með bleki sem hvarf þremur dögum eftir áritun. Þannig tókst honum að taka út vörur að and- virði alls 685.484 krónur sem hann gat ekki greitt. Ákærði fékk dóm fyrir þjófnað ár- ið 1988, skjalafals árið 1996 og í des- ember 2001 var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt á tæplega hálfri milljón króna úr sjóði hús- félags. Segir í dómnum að refsingin nú sé hegningarauki við dóminn frá því í desember. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Verjandi ákærða var Arnar Clausen hrl. Málið sótti Guðjón Magnússon fulltrúi Lögreglustjórans í Reykjavík. Forsvarsmaður Costgo- pöntunarlistans Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyr- ir fjársvik LANDSMENN eru ánægðastir með störf Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra af ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins. Ánægja hefur aukist með störf Árna Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og Sturlu Böðv- arssonar sam- gönguráð- herra. Ánægja með störf annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins fer minnkandi. Tæplega helm- ingur þjóðarinnar er ánægður með störf Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Hann nýtur mestrar hylli allra ráðherra meðal eigin flokksmanna, eða 86%. Þetta kemur fram í niðurstöð- um símakönnunar Þjóðarpúls Gallups sem gerð var dagana 26. september til 29. október. Úr- takið, sem var valið með tilviljun úr þjóðskrá, var 2202 manns á aldrinum 18–75 ára. Svarhlutfall var tæplega 70%. Mest ánægja með störf Geirs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.