Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 37
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 37 HINN 26. októbert sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Óla Tynes fréttamann sem ber heitið „Leynilögga“. Greinarhöfundur fjallar þar um samskipti lögreglu og fréttamanna og nefnir eitt nýlegt dæmi sem virðist vera tilefni grein- arinnar. Um leið gerir hann saman- burð á persónulegum samskiptum og samstarfi sínu við eldri lögreglu- menn og þeirri þjónustu sem boðin er í dag. Það gerist nokkuð reglulega að sumir fjölmiðlar og fréttamenn saka lögregluna í Reykjavík um að liggja um of á upplýsingum til lesenda eða áheyrenda, eða hindra þá í starfi sínu við fréttaöflun á vettvangi. Lík- lega mun lögreglan lengi þurfa að búa við slíka gagnrýni þótt hún telji hana ómaklega og lýsa mikilli van- þekkingu á störfum lögreglumanna, ekki síst í ljósi þess að lögreglan í Reykjavík hefur á undanförnum ár- um lagt sig fram um að greiða götu fjölmiðla við öflun upplýsinga um mál sem lögreglan hefur til meðferð- ar. Hvern virkan dag svara yfirmenn Lögreglustjórans í Reykjavík að meðaltali fimmtíu símtölum frá fréttastofum allra fjölmiðla, stund- um færri, stundum miklu fleiri þegar eitthvað markvert er að gerast. Þá sendir embættið á hverjum mánu- dagsmorgni frá sér yfirlit yfir helstu verkefni helgarinnar og má lesa um þau á heimasíðu lögreglunnar. Í grein sinni fjallar Óli Tynes um þá gömlu daga þegar hann átti per- sónuleg samskipti við lögreglumenn, sem alltaf sögðu honum nýjustu fréttir og treystu honum fyrir upp- lýsingum. Ég ber ekki brigður á að svona hafi samskiptin einu sinni ver- ið og þá hafi ríkt það traust með að- ilum sem greinarhöfundur lýsir. Þessi tími er hins vegar liðinn og læt ég það liggja milli hluta hvort það sé miður eða ei. Hins vegar tel ég mig geta sagt með nokkurri vissu að lög- reglan í Reykjavík á ekki ein sök á því ef samskipti lögreglunnar og ein- hverra fréttamanna hafa versnað á síðustu áratugum, eins og greinar- höfundur heldur fram. Lögreglan hefur á þessum tíma tekið miklum breytingum, lagað sig að nýjum og breyttum kröfum samfélagsins og gerir nú æ ríkari kröfur til starfs- manna um fagleg vinnubrögð og já- kvæð samskipti. Á sama tíma hafa fjölmiðlar einnig breyst, þeim hefur fjölgað mikið, samkeppnin hefur harðnað, fréttamatið breyst og hrað- inn í upplýsingaöflun margfaldast, svo fátt sé nefnt. Og á báðum stöðum hafa komið til starfa starfsmenn sem ekki eru steyptir í mót forfeðranna. Kannski þar sé skýringa að leita, ef sú er raunin að samskiptin hafi versnað gagnvart einhverjum fjöl- miðlum. Eða kann ástæðan að vera sú að sumir fréttamenn virðast ekki sætta sig við það að ekkert markvert sé að gerast eða fá ekki aðrar upp- lýsingar en þær sem lögreglan má og getur látið þeim í té? Eitt er þó víst, lögreglan getur aldrei opnað svo dyr sínar að þar sé öllum hleypt inn. Hjá lögreglunni í Reykjavík hafa um árabil verið í gildi sérstakar regl- ur um fjölmiðlasamskipti. Allir fjöl- miðlar þekkja efni þeirra og þær boðleiðir sem þeim er þar vísað á. Reglurnar eru í samræmi við nýjar leiðbeiningarreglur frá Ríkislög- reglustjóra um samskipti lögreglu og fjölmiðla. Af eðlilegum ástæðum getur þó lögreglan ekki alltaf látið fréttamönnum í té allar þær upplýs- ingar sem þeir óska sjálfir eftir, einkum ef hætta er á að slíkt torveldi eða spilli rannsókn máls. Leyndin stafar því ekki af hroka eða mann- vonsku lögreglumannsins heldur oft- ar en ekki af því að málið er á algeru frumstigi, verið er að afla fyrstu upp- lýsinga um málið. Þá er vert að árétta þá reglu sem er að finna í ofangreindum leiðbeiningarreglum lögreglunnar í Reykjavík að aldrei eru gefnar upplýsingar um einstak- linga, nöfn þeirra eða mál sem þar eru til skoðunar. Í upphafi greinar sinnar tiltekur Óli Tynes nýlegt dæmi, sem hann telur lýsandi fyrir „upplýsingafælni“ umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Ekki veit ég af hverju hann er að blanda umferðardeild lögreglunnar í málið, en það er annar handleggur. Tilefnið er frétt sem birt var á baksíðu Morgunblaðsins hinn 18. október sl., en þar var sagt frá því að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda í Breiðholti á tólfta tím- anum kvöldið áður og hann fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Síðan segir í fréttinni: „þar fengust ekki upplýsingar um líðan hans áður en Morgunblaðið fór í prentun. Lög- reglan í Reykjavík vildi á sama tíma ekki gefa frekari upplýsingar um slysið.“ Af einhverjum óskiljanleg- um ástæðum nefnir Óli síðan stymp- ingar með unglingum í Breiðholti helgina áður, en segist þó ekki vita hvort samband sé á milli slyssins og þeirra stympinga, en bætir þó við: „En ef svo var held ég að það þýði ósköp lítið fyrir lögregluna að reyna að halda því leyndu.“ Hið rétta í þessu máli er þetta, og hefðu þær upplýsingar fengist ef eftir hefði ver- ið leitað: Rétt fyrir miðnætti var ekið á ung- an mann í Breiðholti. Hann dróst nokkurn spöl með bifreiðinni og virt- ist mikið slasaður. Var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Félagar hans, svo og ökumaður bifreiðarinn- ar, voru einnig fluttir á slysadeild, miður sín eftir áfallið. Um kl. 3 um nóttina var frumvinnu lögreglunnar lokið, búið var að rannsaka vettvang, ræða við vitni, ná sambandi við for- eldra og afla upplýsinga um líðan hins slasaða. Ekki er mér kunnugt um hvenær Morgunblaðið fór í prentun þessa nótt, en fyrir kl. 3 hafði lögreglan einfaldlega ekki frekari upplýsingar en þær sem Morgunblaðið greindi frá. Fyrr varð ekkert fullyrt um tildrög slyssins eða áverka og líðan hins slasaða. Og að gefnu tilefni skal það tekið fram að engar vísbendingar eru um að slys þetta tengist á nokkurn hátt stympingum með unglingum í Breið- holti helgina áður. Ég tek undir það með Óla Tynes að það er mikilvægt að traust ríki milli almennings og lögreglunnar. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun nýtur lögreglan mikils trausts þjóð- arinnar og er ég ekki í nokkrum vafa um að fjölmiðlar eiga stóran þátt í því. Hins vegar má það ekki gleym- ast að fyrst og fremst nýtur lögregl- an traustsins vegna þess að almenn- ingur skynjar að þar er unnið af fagmennsku og hlutlægni að úrlausn þeirra fjölmörgu verkefna sem á borð hennar berast. SAMSKIPTI FJÖL- MIÐLA OG LÖGREGL- UNNAR Í REYKJAVÍK Eftir Ingimund Einarsson „Lögreglan nýtur traustsins vegna þess að almenn- ingur skynjar að þar er unnið af fagmennsku og hlutlægni.“ Höfundur er varalögreglustjóri í Reykjavík. betri innheimtuárangur Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  ÞRASTARÁS 73 - HF. - NÝJAR ÍBÚÐIR Nýkomnar í sölu á þessum frábæra útsýnisstað vel skipulagðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir (með bílskúr) í 12 íbúða, klæddu, litlu fjölbýli. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna í des. 2002. Tvennar svalir. Sérinng. Einstakt útsýni. Traustur verktaki. Teiknað af Sigurði Þorvarðarsyni. Nánari uppl. og teikn. á skrifstofu Hraunhamars. ÞRASTARÁS 14 - HF. - NÝJAR ÍBÚÐIR Vorum að fá glæsil. 3ja og 4ra herb. íbúðir í vönd- uðu fjölb. á frábærum stað, útsýni. Húsið skilast fullbúið að utan og fullbúið að innan, án gólfefna. Lóð frágengin. Afh. mars/apríl 2003. Verð frá 12,9 millj. Byggingaraðili Fjarðarmót. Teikningar á skrifst. SVÖLUÁS 1 - HF. - NÝJAR ÍBÚÐIR Glæsilegt, nýtt fjölb., 3ja og 4ra herb. íbúðir á þessum frábæra útsýnisstað. Afhendast fullbúnar án gólfefna. Verð frá 12.150.000. Verktaki: G. Leifsson. Allar nánari uppl. og teikn. á skrifst. Hraunhamars. ÖLDUSLÓÐ - HF. - RAÐH. Nýkomið glæsilegt raðhús með innb. bílskúr og lítilli íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Stærð ca 270 fm, rúmgóð svefnherbergi, nýlegt eldhús, arinn o.fl. Stór verönd með heitum potti, suður- svalir. Frábært útsýni og staðsetning. Eign í sér- flokki. Áhv. hagstæð lán. Verð 22.9 millj. HÁTÚN - ÁLFTAN. - EINB. Nýkomið stórglæsil. einb. með innb. bílskúr, sam- tals 240 fm. Glæsil. stórt eldh., 4-5 svefnherb. Stofa, borðstofa, sjónvarpsskáli, sólstofa o.fl. Glæsil. garður með hellulagðri verönd og bílaplani. Fráb. staðs. 91104 FAGRIHVAMMUR - HF. - EINB. Glæsilegt einbýli í toppstandi miðsvæðis í suður- bænum í Hafnarfirði. Íbúðin er á einni hæð, um 144 fm og kjallari undir öllu húsinu eða samtals um 280 fm. Í kjallara er stór bílskúr og innangengt í íbúð. Að auki er í kjallara herbergi, baðherbergi og góð aðstaða fyrir séríbúð. Glæsilegur garður, innri og ytri umlykur húsið. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hraunhamars. Verð 22,9 millj. 64239 TÚNHVAMMUR - HF. - RAÐH. Nýkomið glæsil. tvílyft raðh. m. innb. bílskúr, sam- tals ca 210 fm. Stór stofa, borðstofa. 4 svefnherb. Sjóvarpsskáli o.fl. Svalir og terras. Fallegur garður. Útsýni yfir höfnina. Eign í sérflokki. 92420 LÆKJARHVAMMUR - HF. - RAÐH. Í einkas. sérl. fallegt rúmgott tvílyft endaraðh. með innb. bílskúr, samtals ca 265 fm. Góð aðkoma. Frá- bær staðs. Útsýni. Ákv. sala. Verð 21,9 millj. NÖNNUSTÍGUR - HF. - EINB. Nýkomið í einkas. á þessum góða stað mjög gott einbýli, tvær hæðir og ris ásamt góðum bílskúr, sam- tals um 150 fm. Góð staðsetning, 3-4 svefnherb., tvö baðherb., góð verönd, eign í mjög góðu ástandi. Verðtilboð. BÆJARGIL - GBÆ - EINB. Nýkomið í einkas. á þessum barnvæna stað mjög gott einb. á tveimur hæðum með innb. bílskúr, sam- tals um 185,9 fm. Stór fallegur garður, golfvöllur í göngufæri. Fráb. staðs. Verð 23,5 millj. 86758 EFSTAHLÍÐ - HF. - RAÐHÚS Nýkomið mjög fallegt raðhús á þessum vinsæla stað. 4 góð svefnherb. Ekki alveg fullbúin eign. Hag- stætt verð. Áhv. húsbréf. Verð 19,5 millj. 93244 ÞÓRODDARKOT - ÁLFTAN. - EINB. Nýkomið í einkas. mjög fallegt rúmgott einbýli á einni hæð með innbyggðum bílskúr, samtals ca 210 fm. Nýlegt eldhús og gólfefni. Góð staðsetning og aðkoma. 4 rúmgóð svefnherb., áhv. hagst. lán. Verð 21,5 millj. FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.