Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Sigurjóns-dóttir fæddist í Norðfirði 3. nóvem- ber 1921. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 19. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurjón Ásmunds- son frá Vindheimi í Norðfirði, f. 16.3. 1893, og seinni kona hans Helga Þor- valdsdóttir frá Hafranesi við Fá- skrúðsfjörð, f. 7.12. 1885. Helga á þrjú alsystkini, þau eru: Kristján J., látinn, Guðmundur H. og Ásdís, látin. Auk þess á hún fimm hálf- systkini samfeðra, sem Sigurjón átti með fyrri konu sinni, Helgu Davíðsdóttur. Þau eru: Þórunn, látin, Ásmundur, látinn, Sigríð- ur, látin, Sigurlaug, látin, og Ágústa. Helga giftist 19.6. 1943 Helga Þorláki Magnúsi Grétari Jóhann- essyni, f. í Lækjarbæ í Miðfirði 21.9. 1921, d. 31.3. 1987. Foreldr- ar hans voru Jóhannes Jónsson frá Huppahlíð og Soffía Jónsdótt- ir frá Torfustaða- húsum. Grétar var alinn upp á Blika- stöðum í Mosfellsbæ hjá hjónunum Krist- ínu I. Jósafatsdóttur og Þ. Magnúsi Þor- lákssyni. Helga og Grétar eiga tvö börn. Þau eru 1) Erna, f. 9.11. 1943, maki Gunnar Árni Þorkelsson, f. 24.3. 1941, þau eiga þrjú börn: a) Helgi, f. 11.10. 1962, maki Guðrún Guðlaugs- dóttir, b) Þorkell, f. 16.6. 1964, maki Álfhildur Anna Sefánsdótt- ir, og c) Sólborg, f. 6.11. 1969. 2) Sigurjón, f. 29.9. 1953, maki Eygló Ebba Hreinsdóttir. Helga átti áður dóttur sem Grétar gekk í föðurstað, Sigríði, f. 17.1. 1941, maki Óli Björn Kærnested, lát- inn. Börn Sigríðar eru: a) Grétar P. Melsted, f. 30.11. 1960, maki Cilje Alexandersen og b) Gísli Kærnested, f. 30.4. 1965. Barna- barnabörn Helgu eru tíu. Útför Helgu var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bæði kynntumst við Helgu tengdamóður okkar í gegnum börn hennar, sem eru makar okkar í dag. Gunnar kynntist henni í gegn- um Ernu og fær seint þakkað þau kynni sín af Ernu og fjölskyldunni, sem hófust fyrir meira en fjörutíu árum, á meðan þau bjuggu á Laugaveginum og hafa haldist bæði traust og góð í öll þessi ár. Ebba kynntist Helgu í gegnum Sigurjón, eftir að Grétar dó og bjuggu Helga og Sigurjón þá á Eiríksgötunni. Það var ævinlega ánægjuefni að heimsækja Helgu, í eldhús sem ilm- aði af hreinlæti og gjarna heima- bökuðu brauði, að ógleymdum kan- elsnúðunum hennar sem voru þeir bestu sem við höfum bragðað. Það var oft skemmtilegt við eldhús- borðið og kaffið hennar Helgu var gott. Helga var óvanalega meðvituð og vel að sér um umhverfi okkar. Það var varla til sú borg, á eða vatn að hún kunni ekki skil á staðsetn- ingunni. Hún fylgdist líka alltaf vel með því sem var að gerast í heim- inum, en hún skildi kannski betur sameiningu Þýskalands þegar Berlínarmúrinn féll, en umrótið í Kosovo, við sundrungu Júgóslavíu, enda hefur pólitíkin ekki alltaf jafn hreinar línur og landafræðin. Helga greindist með ólæknandi sjúkdóm í byrjun september síðast- liðinn og var látin rúmum mánuði seinna. Við vonum að henni Helgu okkar líði vel þar sem hún er núna og erum þakklát fyrir að hún fékk að sofna eins og hún gerði og þarf ekki að þjást lengur. Við viljum færa fram þökk okkar á þeirri miklu breytingu á umönnun alvar- lega veiks fólks, sem orðið hefur á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að Grétar maður Helgu féll frá af völdum sama sjúkdóms. Þar er átt við Heimahlynninguna og líknar- deild Landakotsspítala, sem gerðu henni og aðstandendum hennar síð- ustu vikurnar eins bærilegar og unnt var. Nú er samveru okkar og Helgu lokið en minning hennar lifir áfram með okkur og við kveðjum hana með þakkklæti og söknuði. Eygló Ebba Hreinsdóttir og Gunnar Árni Þorkelsson. Það er erfitt að gleyma þeirri ljúfu angan ilmandi kanilsnúða sem hún amma-langamma bakaði, þeir spruttu fram undan fimum fingrum hennar líkt og fyrir töfra. Gullin- brúnir og stökkir bráðnuðu þeir í munni þess er þá þáði. Alveg full- komnir eins og svo margt sem hún tók sér fyrir hendur, það var allt svo fínt, svo flott og allt svo vel gert hvort sem það var matur, sauma- skapur, prjón, málun eða annað, því hún var handlagin með eindæmum og víðlesnari en margur skólageng- inn maðurinn. Heima hjá ömmu-langömmu var svo gott að sitja með kanilsnúð eða ís í langömmuskál, þar sem sjórinn og Esjan mynduðu útsýnið og sam- einuðust um að ramma þessa huggulegu konu inn, því í minning- unni er hún ætíð umvafin þeirri mynd. Þó amma-langamma sé nú horfin sjónum okkar og söknuður- inn sé sár, þá erum við samt svo rík að hafa átt hana að í öll þessi ár. Við minnumst ömmu-langömmu í hjarta okkar og vitum af henni hjá Grétari afa…saman á ný. Sólborg, Birkir Grétar og Karlotta. Í meir en hálfa öld hefur vin- skapur okkar Helgu staðið. Margs er að minnast, kynni okkar hófust í Selásnum, þarna var lítið en gott samfélag. Í litlu húsi við Suður- landsveginn bjuggu Helga og Grét- ar maður hennar, með tveim dætr- um, þeim Sirrý og Ernu, en síðar eignuðust þau soninn Sigurjón. Helga var vel lesin kona, sem aflaði sér góðrar þekkingar á ýmsum sviðum, þó hún þyrfti að fara ung að vinna fyrir sér. En hún var alltaf sama tryggðatröllið. Hún tók því af mikilli stillingu, er hún vissi að hverju stefndi, en um skeið hafði hún verið þreytt, en hugurinn heill. Það myndast visst tómarúm þegar góður vinur kveður. Blessuð sé minning Helgu Sig- urjónsdóttur. Björg Ísaksdóttir. HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin aug- um er ég sá að Steindór vinnufélagi minn og besti vinur væri allur langt fyrir aldur fram. Þegar ég byrjaði á vellinum fyrir margt löngu var Steindór þar og tókst góður vinskapur okkar á milli. Steindór var léttur og glaður mað- ur sem hafði góða kímnigáfu og var afbragðsleikari. Diddi vinur minn, eins og hann var kallaður þegar hann STEINDÓR ÁGÚSTSSON ✝ Steindór Ágústs-son fæddist 26. október 1933. Hann lést á sjúkrahúsi í Las Palmas á Kan- aríeyjum 13. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð 1. október í kyrrþey að ósk hins látna. var strákur, var snyrti- menni og það var alltaf hreint og fínt heima hjá honum en minn maður var svolítið sérstakur því yfirleitt fékk enginn að heimsækja hann nema ég á meðan hann bjó í Keflavík, af hverju það var vissi enginn. Steindór átti góða kunningja á vellinum sem hann leitaði mikið til, þó mest til Hilmars á lagernum, sem hlust- aði alltaf á Steindór með þolinmæði og voru þeir mestu mátar. Einnig var Jón Berg í uppáhaldi hjá Steindóri, að minnsta kosti fyrstu tuttugu árin, þá var kominn leiði í minn mann og hann flutti til Kanaríeyja, en árin þar urðu ekki nema fjögur. Ég hitti vininn öll árin á Kanarí og líkaði honum vistin vel. Fyrstu þrjú árin gengum við ströndina fram og til baka, allt í góðu lagi, en í síðustu ferðinni var eitthvað að, við gengum ekkert og hann fékkst ekki út úr húsi þann tíma sem ég var þarna niður frá. Ég man þegar miðvikudagarnir runnu upp, þá byrjaði vinurinn að undirbúa sig fyrir helgarnar því Steindór fór á Röðul þrjú kvöld vik- unnar til að dansa og líta á fallegar konur, sem hann hafði glöggt auga fyrir og þær fyrir honum, því Stein- dór var myndarlegur maður og hann hafði mjúkan talanda og fór afskap- lega vel að konum, sem voru hans hugaryndi í þau tuttugu ár sem ég þekkti vininn og alltaf var hann ánægður og brosandi á hverjum mánudagsmorgni þegar ég sá hann. Ég kveð góðan félaga með trega og söknuði og bið almættið að vaka yfir sálu Steindórs. Magnús Þ. Sverrisson. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, tengda- faðir og afi, DANÍEL S. LÁRUSSON, Óðinsgötu 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Dóróthea Magnúsdóttir, Árný Daníelsdóttir, Hörður Harðarson, Daníel Sigurður, Tómas Atli, Orri og Darri, Brynja Daníelsdóttir, Knútur Rafn Ármann, Helena Hermundardóttir. Ástkær systir okkar, LÍNA BJARNADÓTTIR RODGERS, sem lést í Bandaríkjunum fimmtudaginn 10. október, verður jarðsett í Fossvogskirkju- garði mánudaginn 4. nóvember að lokinni kveðjuathöfn í Fossvogskapellu sem hefst kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðlaug Stella Bjarnadóttir, Kristín Bjarnadóttir, Sigríður Þóra Bjarnadóttir, Ólafur Guðni Bjarnason. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýjan hug í verki, sem var okkur ómetanlegur styrkur við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, tengdasonar, mágs og frænda, PÁLMA KARLSSONAR sendibílstjóra, Garðhúsum 37, Reykjavík. H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Hrafnkell Pálmi Pálmason, Atli Karl Pálmason, Íris Svava Pálmadóttir, Selma S. Gunnarsdóttir, R. Hrönn Harðardóttir, Sævar Björnsson, Guðný J. Karlsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, Gígja Karlsdóttir, Anton Sigurðsson, Gylfi Karlsson, Hilmar Karlsson Mem Karlsson, Hrafnkell Guðjónsson, Svava Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vinarhug og stuðning við andlát og útför JÓHANNS JÓNS JÓNSSONAR, Hvassaleiti 12, Reykjavík, sem jarðsunginn var frá Ólafsvíkurkirkju þriðju- daginn 15. október síðastliðinn. Þórunn Jóhannsdóttir, Elísabet Óladóttir, Karl Jóhann Jóhannsson, Guðrún Jóhannsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON bifreiðarstjóri, Víghólastíg 17, Kópavogi, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Albertsdóttir, Anna Rögnvaldsdóttir, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Páll Níels Þorsteinsson, Gunnar Albert Rögnvaldsson, Sigrún G. Þormar, Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, Sveinn Ragnarsson. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.