Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 12
NAFN borgarinnar þýðir „hvíta kirkja“ en á torginu í miðbænum gnæfir dökk stytta af Vladímír Len- ín, sem er eins konar tákn fyrir þá arfleifð kommúnismans er íbúar Úkraínu glíma við rúmum áratug eftir endalok Sovétríkjanna. Árið 1991 ríkti bjartsýni í Úkr- aínu. Landsmenn höfðu enda sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að segja skilið við Sovétrík- in sem þá voru komin að fótum fram. Bjartsýnismennirnir töldu að sökum öflugrar iðnframleiðslu, ágætrar tækniþekkingar og frjó- samrar gróðurmoldar væru upp- gangstímar miklir í vændum. Þjóð- arinnar biði það eitt að þróa Úkraínu fram til þess að verða evr- ópskt lýðræðisríki. 12 ára allsleysi Serhíj og Vera Havríljúk eru orð- in þreytt á biðinni. Þau giftu sig 1990 og búa með dóttur sinni og for- eldrum Veru í tveggja herbergja íbúð í Bíla Tserkva, „Hvítu kirkju“, um 80 kílómetra suður af Kíev, höf- uðborg Úkraínu. Þau hafa sjaldan ráð á því að hafa kjöt í matinn og leyfi á Svartahafsströndinni er fjar- lægur draumur – hvað þá ferðalög til útlanda. Serhíj, sem er þrítugur, er at- vinnulaus um þessar mundir en hann vann á lyftara í dekkjaverk- smiðju sem forðum var sú stærsta í gjörvöllum Sovétríkjunum. Nú er hráefni til framleiðslunnar ekki til. Aðra vinnu er erfitt að fá; kona hans missti vinnuna á kaffihúsi í vor. „Við höfum verið saman í 12 ár hér í þessu landi og erum jafnalls- laus og í upphafi,“ segir Serhíj. Dag- ur er að kvöldi kominn og hjónin sitja á bekk við styttuna af Lenín, eina af mörgum sem enn má finna víða í löndum þeim er áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Úkraína getur raunar státað sig af nokkrum árangri. Hagvöxtur hef- ur verið verulegur síðustu tvö árin og segja má að skuggar fortíðarinn- ar séu á undanhaldi. Þrátt fyrir um- fangsmikla spillingu og hrikalegt skrifræði hefur þróunin verið í átt til aukins einkaframtaks og frjálsara hagkerfis. Þeir eru til í Úkraínu sem eiga peninga til að leyfa sér að fara til útlanda. Áður fyrr óttuðust margir að átök myndu blossa upp á milli úkraínsku- mælandi íbúa í vesturhlutanum og þeirra sem tala rússnesku í landinu austanverðu. Raunin varð ekki þessi og hættan á átökum hefur minnkað. Stjórnvöld hafa losað sig við kjarn- orkuvopnin frá sovéttímanum Rúss- um og Bandaríkjamönnum til mikils léttis. Tsjernóbýl-kjarnorkuverinu hefur verið lokað. Nú búa um 49 milljónir manna í Úkraínu. Landið hefur lengi verið bitbein öflugra nágranna enda á mörkum Evrópu og Rússlands. Úkraína er á ný á krossgötum. Í anda sovéskrar harðstjórnar Milljónir manna, fólk á borð við Havríljúk-hjónin, hafa farið gjör- samlega á mis við jákvæðar hliðar efnahagsumskipta og hagvaxtar. Teikn eru á lofti um að stjórnvöld séu að herða tök sín í anda sovéskr- ar einræðisstjórnar. Þekktur blaðamaður sem lét til sín taka á Netinu og skrifaði um spillinguna sem þrífst í ranni stjórn- valda hvarf í septembermánuði árið 2000. Lík hans fannst síðar skammt frá Kíev. Fyrrum lífvörður Leoníds Kútsma forseta skýrði síðar frá því að hann hefði hljóðritað samtal á skrifstofu forsetans þar sem rætt var hvernig þagga mætti niður í blaðamanninum. Þessar ásakanir hrundu af stað miklum mótmælum gegn forsetan- um og þau hafa magnast á ný á und- anliðnum vikum. Utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir bandalagið. Þessi þróun hefur orðið til þess að leiðtogar landsins hafa í auknum mæli hallað sér að Rússum. Staða Rússa er nú þegar sterk í landinu ekki síst sökum þess að það- an fá landsmenn orku auk þess sem íbúar í austurhlutanum eru hallir undir stjórnvöld í Moskvu. Bandarískir og breskir sérfræð- ingar eru nú í Úkraínu til að rann- saka hvort fullyrðingar um söluna á ratsjárkerfinu til Íraks séu réttar. Bandaríkjamenn hafa afráðið að endurskoða stefnu sína gagnvart Úkraínu. Þaðan fá landsmenn um 230 milljónir dollara í aðstoð á ári. Nú hafa rúmar 50 milljónir þeirra verið settar í frysti á meðan ratsjár- salan er rannsökuð. Hljóðritanirnar hafa stóraukið spennuna í landinu. Andstæðingar Kútsma hafa hvatt til þess að honum verði komið frá völdum eða að Úkraína á krossgötum AP Serhíj og Vera Havríljúk sitja á bekk við Lenín-styttuna í bænum „Hvítu kirkju“, um 80 km suður af Kíev, og segja frá lífinu í Úkraínu. því að þar á bæ hafi menn sannreynt að aðrar upptökur sem lífvörðurinn lagði fram séu ófalsaðar. Á þeim er rætt um sölu á ratsjárkerfi til Íraks og virðist sem Kútsma hafi lagt blessun sína yfir þann gjörning í júlímánuði árið 2000. Upplýsingar um hljóðritanirnar hafa skaðað mjög orðstír Kútsma erlendis og unnið gegn viðleitni stjórnvalda til að auka samstarf við vestrænar stofnanir á borð við Evr- ópusambandið og Atlantshafs- Þótt nokkuð hafi rofað til í efnahagsmálum í Úkraínu búa milljónir manna þar við sama allsleysið og áður. Forseti landsins er vændur um einræðislega stjórnarhætti og þolinmæði almennings er á þrotum. Bíla Tserkva. Associated Press. ’ Gerist eitthvaðsem ekki þjónar hagsmunum forset- ans er einfaldlega ekki sagt frá því. ‘ breytingum á stjórnmálakerfinu verði, hið minnsta, komið á. Al- menningur vantreystir stjórnmála- mönnunum og telur þá spillta. Hert tök á fjölmiðlum Andstæðingar Kútsma og óháðir sérfræðingar segja að forsetinn og undirsátar hans hafi brugðist við þrýstingnum með því að leita í smiðju til stjórnarhátta horfinna herra í Sovétríkjunum. Stjórnvöld hafi hert tök sín á fjölmiðlum í land- inu til að hefta gagnrýnina og emb- ættismannakerfinu sé óspart beitt til að vinna gegn kröfum fólksins um breytingar. „Hér hafa fjölmargir keypt sér ný sjónvörp sem náð geta minnst 30 stöðvum. En við höfum í raun aðeins eina rás þegar um er að ræða póli- tískar fréttir. Henni ráða menn for- setans,“ segir Anatólíj Hrítsenko, forstöðumaður óháðrar hugveitu í Kíev. „Gerist eitthvað sem ekki þjónar hagsmunum forsetans er einfaldlega ekki sagt frá því. Þannig var þessu ekki farið fyrir tveimur til þremur árum,“ bætir hann við. Hrítsenko segir að þingkosning- arnar í landinu 1994 og 1990 hafi verið frjálsari en þær sem fram fóru í marsmánuði í ár. Kútsma og menn hans hafi beitt þvingunum af marg- víslegum toga til að hagræða úrslit- unum. Carlos Pascual, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segir að enn ríki sovésk viðmið í stjórnmál- um landsins. Áður fyrr hafi valda- menn einfaldlega tekið upp símann og skipað héraðsstjórum og stjórn- endum ríkisfyrirtækja og samyrkju- búa að tryggja að fólk sem undir þá var sett verði atkvæði sínu á þann veg sem stjórnvöldum var þóknan- legur. Þessi „kosningavél“ hafi síðan skilað þeim úrslitum sem að var stefnt. Þolinmæðin á þrotum Ýmislegt þykir þó benda til þess að þetta kerfi sé á undanhaldi. Vísað er til þess að stjórnarandstaðan hafi þrátt fyrir þennan óeðlilega þrýst- ing af hálfu stjórnvalda fengið flest atkvæðin í þingkosningunum í mars. Markían Bílínskíj, sem stjórnar Píl- íp Orlík stofnuninni um lýðræði í Kíev, kveðst telja að ákveðin þátta- skil hafi orðið í mars. „Þetta eru fyrstu kosningarnar þar sem lands- menn lýstu yfir því að þeim væri nóg boðið,“ segir hann. „Valdastéttin getur ekki annað en tekið eftir þess- um skilaboðum,“ bætir hann við. Havríljúk-hjónin í Bíla Tserkva orða þetta á annan hátt. „Verði ekki breyting hér brýst út borgarastyrj- öld.“ 12 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ IVAN Pozdajev og bekkjarfélagar hans í Al- þjóðageimferðaskólanum í Baikonur í Kas- akstan, sem var miðstöð geimferðaáætlana Sovétríkjanna sálugu og er nú yfirráðasvæði rússneska hersins mitt í þessu sjálfstæða Mið- Asíulýðveldi, ræsa eldflaugarlíkan gert úr gos- flöskum og glotta er hún það upp í himininn með látum. En hinn 12 ára gamli Pozdajev grettir sig þegar hann er spurður hvort hann langi að verða geimfari. En sérfræðingur í geim- ferðatækni þá? Hann ypptir öxlum og segir „kannski“. Jafnvel hér í Baikonur – borg byggðri á eyðisléttu Kasakstans á sjötta áratugnum sem leynilegt kjarnastykki sovézku geimferðaáætl- unarinnar – er orðið erfitt að fá unga Rússa til að sækjast eftir því að eiga starfsferil sinn inn- an rússnesku geimferðaáætlunarinnar sem á við fjársvelti og margvísleg önnur vandamál að stríða. Á leið á eftirlaun Þetta nýliðunarvandamál er farið að verða mjög knýjandi. Geimferðaáætlun Rússlands er enn mönnuð fyrst og fremst með fólki af fyrstu kynslóð geimvísindamanna, sem nú er á sex- tugs- og sjötugsaldri og margir farnir að gæla við þá hugmynd að fara á eftirlaun. Brýnt er orðið að sjá til þess að ný kynslóð hljóti nauð- synlega þjálfun til að geta tekið við. „Því miður er mjög lítill áhugi meðal hinna yngri,“ segir Igor Barmín, yfirverkfræðingur við aðalskotpall Baikonur-stöðvarinnar, þaðan sem Spútnik, fyrsti gervihnötturinn í mann- kynssögunni, var sendur á sporbaug um jörðu árið 1957 og fyrsti geimfarinn, Júrí Gagarín, fjórum árum síðar. „Þetta er alvarlegt vandamál sem við sjáum enga lausn á í bráð,“ segir Barmín. Bandaríska geimferðastofnunin NASA horf- ir einnig fram á að margir gamalreyndir starfsmenn hennar fari á eftirlaun á næstu ár- um, en sérfræðingar stofnunarinnar segja að þeir eigi ekki í sömu vandkvæðum með nýlið- un og Rússar. Í flestum mikilvægustu stöð- unum hjá NASA eru menn í kringum fimm- tugt. „Rússarnir eru í vanda,“ segir James Oberg, höfundur bókarinnar „Star-Crossed Orbits: In- side the U.S. and Russian Space Alliance“ (Krosslagðar sporbrautir: Af geimferða- bandalagi Bandaríkjanna og Rússlands). „Það er sennilega of seint að koma í veg fyrir hrun … forsenda fyrir því að millifærsla á þekkingu á þessu sviði geti skilað árangri er að hlutaðeigandi vinni árum saman hlið við hlið.“ Viðskiptin freista Hluti vandans sem aðstandendur rússnesku geimferðaáætlunarinnar eiga við að etja er að telja ungt hæfileikafólk á að láta ekki freistast af miklu betur launuðum starfsframa í við- skiptalífinu, heldur þjóna vísindunum fyrir sem svarar um 30.000 ísl.kr. á mánuði. „Ef litið er á rússnesku geimferðaáætlunina í dag er þar í meginatriðum um að ræða hóp tiltölulega illa launaðs eldra fólks sem hefur það meginverkefni að sjá milljarðamæringum sem þjást úr leiðindum fyrir meira spennandi orlofsferðum,“ segir John Pike, sérfræðingur í geimferðamálum með aðsetur í Bandaríkj- unum, og vísar með þessum orðum sínum til þess að Rússar hafa selt fjársterkum aðilum ferðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Hverfandi áhugi á geimnum AP Nemar í Alþjóðlega geimferðaskólanum í Baikonur í Kasakstan við smíði eldflaugalíkana í skólastofunni. Óvíst er hve margir þeirra munu eiga þátt í smíði slíkra flauga í fullri stærð í framtíðinni vegna fjárskorts og nýliðunarvandkvæða rússnesku geimferðaáætlunarinnar. Erfið nýliðun í stétt geimvísindamanna Rússlands Baikonur. Associated Press.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.