Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 3. nóvember 1945: „Svo sem kunnugt er, hefir stjórn- arandstaðan fordæmt bráða- birgðalögin um verðlagningu landafurða. Má því búast við hörðum átökum um þessi lög á þinginu. En þrátt fyrir hinn mikla gauragang stjórn- arandstöðunnar um þessi lög, hafa bændur yfirleitt tekið þeim vel. Þeim fjell það vel, að stjórn verðlagsmálanna var lögð í hendur Bún- aðarráðs, sem eingöngu var skipað bændum. Verðlags- nefnd, sem einnig er skipuð bændum eingöngu, tók skyn- samlega á málunum. Hún sýndi fyllstu sanngirni í verð- lagningunni. Hún hlaut skammir og svívirðingar fyrir hjá stjórnarandstöðunni, en bændur munu áreiðanlega þakka nefndinni fyrir hið erf- iða og vanþakkláta starf, sem hún leysti prýðilega af hendi.“ . . . . . . . . . . 3. nóvember 1965: „Í ræðu, sem Ingólfur Jónsson, land- búnaðarráðherra, flutti á Al- þingi sl. mánudag um verð- lagningu landbúnaðarvara ítrekaði ráðherrann þá stefnu ríkisstjórnarinnar að taka beri upp á ný samstarf fram- leiðenda og neytenda um verðlag landbúnaðarvara. Ráðherrann benti ennfremur á í ræðu sinni, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að dreifing- arkostnaður landbúnaðarins yrði kannaður til hlítar eins og ASÍ óskaði eftir, þegar samtökin hættu starfi í sex- mannanefnd í haust.“ . . . . . . . . . . 3. nóvember 1985: „Þótt eit- urlyfjanotkun og glæpastarf- semi tengd henni hafi færzt í aukana hér hefur sinnuleysi almennings verið býsna mik- ið. Það sem ekki snertir ein- staklinginn sjálfan virðist stundum ótrúlega fjarlægt og óraunverulegt. En eitur- lyfjaneyzlan sjálf og afbrotin, sem tengjast henni, eru að verða svo alvarlegur þáttur í okkar þjóðlífi, að óhjá- kvæmilegt er, að yfirvöld taki þessi mál til enn alvarlegri meðferðar en gert hefur ver- ið. Með þessu er á engan hátt gert lítið úr því mikla starfi, sem unnið hefur verið á þessu sviði. Það er einfaldlega nauðsynlegt, að ríkisstjórn og Alþingi geri sér rækilega grein fyrir því, sem hér er að gerast og geri nauðsynlegar ráðstafanir til að stemma stigu við þessum ófögnuði.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E NGINN kemst til vits og ára án þess að ganga í gegnum það áhugaverða tímabil sem unglingsárin eru – tímabil þar sem hugur og þróttur einstaklinga leitar í sívax- andi mæli út fyrir heimilið í tilraun til að brjóta af sér bönd foreldrahúsa, sem auðvitað er nauðsynleg forsenda þess að þeim takist seinna meir að skapa sér sjálfstæða tilveru utan öruggs faðms fjölskyldunnar. Stundum verður þessi viðleitni unglinganna til þess að einhverjir þættir tengsla þeirra við heim- ilið, ekki síst samskiptaþátturinn, rofna að nauð- synjalausu. Það hlýtur þó að vera hlutverk allra uppalenda að fylgja uppeldishlutverkinu eftir í gegnum þetta tímabil sem önnur og halda áfram að vera jákvæður og mótandi áhrifavaldur í lífi barna sinna. Uppeldi snýst með öðrum orðum ekki einungis um að gæta þess að börnin fari sér ekki að voða, eða verði fyrir skaðlegum áhrifum á meðan þau eru lítil og alfarið upp á forráðamenn sína komin, heldur jafnframt að fylgja því starfi eftir á unglingsárum með því að taka þátt í könn- un þeirra á umhverfinu og aðstoða þau við að leggja heilbrigt og uppbyggilegt mat á þá flóknu mynd sem mætir þeim í því samfélagi sem þau koma til með að erfa. Umræða um unglinga og menningu þeirra hef- ur oft á tíðum litast af neikvæðum aðstæðum í kringum þau eða jafnvel af neikvæðum viðhorf- um í þeirra garð, þótt undanfarið hafi hún sem betur fer ratað í jákvæðari farveg. Fyrir nokkr- um árum var mikið rætt um unglingavandann í miðborginni um helgar, hópsöfnun og ótímabæra notkun áfengis. Nú hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir þá firringu sem af slíku hópefli getur leitt, mikil samstaða hefur áunnist meðal foreldra um útivistartíma og foreldrarölt, enda ljóst að það er sama hversu vel félagsmiðstöðvar, skólar og íþróttafélög vinna starf sitt – ábyrgðin liggur fyrst og fremst á herðum foreldra og/eða forráðamanna. Tímamótakyn- slóð unglinga Sú kynslóð unglinga sem nú er að vaxa úr grasi markar nokkur tímamót þar sem hún er líklega sú fyrsta sem allt frá unga aldri elst upp við mjög almennt aðgengi að ýmiskonar leikjatölvum sem og tölvuleikjum fyrir heimilis- tölvur. Raunin er reyndar orðin sú að leikjatölvur eru svo algengar að fullyrða má að skjámiðlar, þ.e.a.s. tölvuleikir, myndrænt efni á geisladisk- um, myndbönd, sjónvarp og kvikmyndir, séu helsta dægradvöl unglinganna. Sá heimur er þar birtist er því óneitanlega ákaflega áhrifamikill í lífi þeirra og afar mikilvægt að gera sér grein fyr- ir hversu mótandi áhrif hann hefur á hugmynda- heim þeirra og sjálfsmynd. Þeir skjámiðlar sem hér voru nefndir eiga það auðvitað allir sammerkt að geta miðlað fjölþætt- um fróðleik með afar jákvæðum hætti. Þeir eru þáttur í þeim gríðarlega stóra heimi miðlunar sem við okkur blasir í nútímanum, í mörgum til- fellum ómissandi uppspretta gagns og gamans. Jafnframt geta þeir að sama skapi verið varhuga- verðir og einkar vel til þess fallnir að má út skilin á milli veruleika miðilsins og raunveruleikans með þeim afleiðingum að væntingar og kröfur ungmennanna til hversdagsleikans og hlutverks þeirra í honum bjagast. Nokkuð víðtæk umræða hefur átt sér stað um leikjatölvur, en eins og bent var á í Reykjavík- urbréfi 19. janúar sl. „telja margir að tæknivæð- ing nútímans hafi haft ýmsa óþægilega fylgifiska í för með sér í lífi barnanna okkar“. Leikjatölvur og aðgangur að Netinu eru þó ekkert stundarfyr- irbrigði og því tímabært að horfast í augu við kosti og galla þessara miðla með það fyrir augum að gera þá að uppbyggilegum, eða í það minnsta skaðlausum, þætti í lífi unglinga. Ofbeldi í tölvu- leikjum Sú gagnvirkni sem í Netinu og tölvuleikj- um felst býður að sjálfsögðu upp á fram- úrskarandi leiðir til að miðla þekkingu og fróðleik af ýmsu tagi í gegnum leik, eins og áður var sagt. En þrátt fyrir það virðist hugsunarlaust skemmtigildi, eða jafnvel það sem verra er, hugs- unarlaust ofbeldi, ráða ríkjum eða vera megin- inntak þeirra leikja sem vinsælastir eru meðal unglinga. Margar kenningar hafa verið reifaðar um áhrif ofbeldis í tölvuleikjum á börn og unglinga, enda bendir ýmislegt til þess að meðal þeirra barna sem ekki njóta aðhalds og gagnrýninnar upp- fræðslu í sínu nánasta umhverfi, geti ofbeldis- leikir sljóvgað dómgreind barnanna með þeim hætti að það skerði siðferðisvitund þeirra og ábyrgðartilfinningu. Leikirnir hafa með öðrum orðum þau áhrif að þau eiga í erfiðleikum með að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna gagnvart öðrum og beita ofbeldi á borð við það sem leikirnir snúast um. Ljóst er að þessum leikjum er fyrst og fremst ætlað að höfða til drengja, enda kom í ljós í könn- un sem gerð var meðal nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla á vegum Rannsókna og greiningar fyrir rúmu ári að helmingi fleiri strákar hér á landi eiga slík tæki eða hafa aðgang að þeim en stelpur. Í ljósi þess að mun fleiri karlmenn fremja ofbeldisverk en konur, er full ástæða til að horfa gagnrýnum augum á þá tölvuleiki sem ung- lingum stendur til boða og hvetja þau til umhugs- unar um efni þeirra. Eins og bent var á í rit- stjórnargrein í tilefni af könnuninni bendir ennfremur ýmislegt til þess að drengir hafi meira fé til ráðstöfunar en stúlkur sem auðvitað er „um- hugsunarvert og [bendir] eindregið til þess að rótgrónar hugmyndir um hlutverkaskiptingu kynjanna risti dýpra en flesta grunar“. Það eru því ekki einungis efni og áhrif tölvuleikja sem huga þarf að heldur er nauðsynlegt að velta fyrir sér forsendunum fyrir því hvernig ungt fólk kemst í tæri við þá. Kynhlutverk í kvikmyndum Kvikmyndir eru auð- vitað sá skjámiðill sem lengst hefð er fyrir hér á landi sem annars staðar. Um hann hefur ætíð staðið mikill styr, enda gerðu sér flestir ljóst frá upphafi hversu gífurlega áhrifamikill þessi nýi miðill var við mót- un samtímans. Í Bandaríkjunum varð kvik- myndagerð fljótt að umsvifamiklum iðnaði, þar sem m.a. sköpuðust tækifæri við framleiðslu af- þreyingar sem áróðursmeistarar gátu nýtt sér með áhrifaríkum hætti, t.d. í kringum seinni heimsstyrjöldina. Að sjálfsögðu er ekki hægt að halda því fram í dag að bandarískar kvikmyndir séu beinlínis áróðursefni, en þó er ljóst að þær myndir sem koma úr afþreyingarbúðum Hollywood eru í hæsta máta einsleitar, ekki síst þær sem mark- aðssettar eru fyrir unglinga, og gefa um leið falska mynd af þeim raunveruleika sem ungling- arnir þurfa að takast á við. Myndir af þessu tagi hafa verið að sækja í sig veðrið síðustu tvo ára- tugi og eru nú mjög áberandi í kvikmyndahúsum hér á landi, enda unglingar mjög dyggir við- skiptavinir sem ekki eiga í mörg hús að venda hvað afþreyingu varðar. Sem dæmi um nýlegar myndir sem falla myndu undir þennan flokk má nefna, „American Pie“ (Amerískt pæ) og mynd- ina „Forty Days and Forty Nights“ (Fjörtíu dag- ar og fjörtíu nætur). Hér verður ekki lagt mat á atburðarás eða list- rænt gildi mynda af þessari tegund heldur ein- ungis bent á þær afleitu fyrirmyndir sem þar birtast hvað hlutverkaskipti kynjanna og kynlíf varðar. Strákar eru steyptir í einsleitt mót. Þeir eru nánast kynóðir og fléttan – eða hliðarfléttan – snýst iðulega um þær útsmognu leiðir sem þeir finna til að svala þörfum, sem þeir geta varla eða vilja ekki hemja. Samneyti þeirra við stúlkur er undantekningalítið á kynferðislegum nótum og ekkert örlar á jafnræði kynjanna eða skilningi þeirra á milli. Stúlkurnar eru tískudrósir steyptar í mót kunnuglegra andstæðna; ýmist lauslátar og illa innrættar eða skírlífar og góðar. Ungu mennina langar til að sleppa fram af sér beislinu en stúlk- urnar – í það minnsta góðu stúlkurnar – eru yfir- leitt í örvæntingarfullri leit að framtíðarmaka. Ekki þarf að orðlengja það að kvenlegir fegurð- arstaðlar koma fáum á óvart, en eru venjulegum stúlkum samt sem áður afar erfið fyrirmynd, hvort heldur sem litið er til líkamsvaxtar eða tísku. Með þessum hætti er ýtt undir þá tilfinningu að strákar og stelpur lifi gjörólíku lífi og að eng- inn skyldleiki sé með viðhorfum þeirra og vænt- ingum í lífinu. Kynin mætast sem andstæðar fylkingar full af löngunum sem ómögulegt virðist að samræma. Augljóst er hver helsti markhópur þessara kvikmynda er, hann er sá sami og í tölvuleikj- unum, þ.e.a.s. ungir strákar. Ungar stúlkur drag- ast þó óhjákvæmilega með straumnum inn í markaðssetningu þessara mynda, enda hópeflið mikið í þessum aldurshópi. Sú niðurlægjandi og kvenfjandsamlega mynd sem sett er fram í þess- um myndum virðist þegar á heildina er litið ekki duga til að fæla þær frá, enda svo margt sem mætir ungum stúlkum í markaðsvæddu umhverfi nútímans er gefur þeim fráleitu kvenfyrirmynd- um sem þarna birtast mikið vægi er vegur um leið að sjálfsímynd og sjálfstrausti ungra stúlkna. Þegar allt kemur til alls skiptir þó litlu hvort LANDVINNINGAR ÞJÓÐARSÁTT UM VELFERÐARKERFI Það er alveg rétt hjá GrétariÞorsteinssyni, forseta ASÍ,að þjóðarsátt þarf að ríkja um velferðarkerfið. Raunar hefur slík sátt ríkt um það áratugum saman eða frá því að deilum lauk um grundvallaratriðin í uppbygg- ingu þess. Þar hefur áreiðanlega skipt sköpum, að Sjálfstæðisflokk- ur tók höndum saman við jafnaðar- menn um uppbyggingu þess og raunar er ljóst að í borgarstjóratíð Geirs Hallgrímssonar tók Sjálf- stæðisflokkurinn forystu í upp- byggingu ákveðinna þátta velferð- arkerfisins á vettvangi borgar- stjórnar Reykjavíkur. Seinni árin hafa hins vegar ein- kennzt af vaxandi umbrotum á þessu sviði ekki sízt í heilbrigðis- kerfinu, þótt mismunandi sjónar- mið hafi einnig skotið upp kollinum í tryggingakerfinu. Ársfundur Alþýðusambands Ís- lands sendi í fyrradag frá sér sér- staka yfirlýsingu um velferðarmál og þar sagði m.a.: „Til þess að tryggja nýsköpun og endurnýjun velferðarkerfisins og aukið kostn- aðaraðhald þarf að skapa betri for- sendur og möguleika á að þróa þjónustutilboð frá einkaaðilum. Þau uppfylli það grundvallarskil- yrði að tryggja jafnan aðgang óháð efnahag og búsetu en leiði ekki til aukinnar félagslegrar misskipting- ar.“ Það eru tíðindi út af fyrir sig að verkalýðshreyfingin skuli með þessum hætti taka undir sjónarmið þeirra, sem telja að einkaaðilar eigi nokkru hlutverki að gegna í heil- brigðiskerfinu. Sú afstaða ársfund- ar ASÍ eykur líkur á því að breið samstaða geti skapazt um nauð- synlegar umbætur á þessu sviði. Hitt getur tæplega verið rétt, sem fram kemur hjá forseta ASÍ, að engir aðilar í þjóðfélaginu virð- ist vera til þess fallnir að „hafa for- ystu um að skapa nauðsynlega þjóðarsátt nema verkalýðshreyf- ingin“. Þótt launþegasamtökin hafi miklu hlutverki að gegna í okkar samfélagi er þó ljóst að það eru hinir þjóðkjörnu fulltrúar á Al- þingi, sem hljóta að hafa forystu um að móta þær breytingar, sem augljóslega eru nauðsynlegar í heilbrigðismálum sérstaklega og velferðarmálum almennt. Það er ánægjulegt að fylgjastmeð landvinningum íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja í sjávar- útvegi í öðrum löndum. Í fyrra- dag var frá því skýrt, að ÚA hefði keypt eitt stærsta úthafsútgerð- arfyrirtæki Bretlands og með því tryggt sér ákveðnar veiðiheimild- ir af kvóta Evrópusambandsins í Barentshafi. Samherji átti fyrir fyrirtæki í Bretlandi, sem tryggir sömuleiðis aðgang að veiðiheim- ildum ESB á þessu svæði. Samkvæmt samningum við Norðmenn og Rússa höfum við Íslendingar aðgang að veiðiheim- ildum í Barentshafi, sem nema tæpum 6.000 tonnum og nemur nú heildarveiðiréttur okkar á þessu hafsvæði um 12 þúsund tonnum á ári. Verðmæti þess afla er töluvert á þriðja milljarð króna. Það gefur auga leið að þessir landvinningar skipta okkur máli. Við Íslendingar erum sérfræðing- ar í fiskveiðum og fiskvinnslu. Með það í huga eru þessi umsvif sjávarútvegsfyrirtækja okkar í öðrum löndum rökrétt og eðlileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.