Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 11 mikið stöðutákn, því oftast nær fann ég töluverða aðdáun, eins og ég væri loks að gera eitthvað af viti við líf mitt. Þetta er jákvætt félagsstarf ungra kvenna í huga margra.“ Allar eins Keppnisskapið lét fljótlega á sér kræla hjá Hrönn, en ekki síður hjá mömmu hennar. „Mamma varð fljótt mikill áróðursmeistari. Þátttakend- ur áttu að vera vel til hafðir við öll tækifæri, ég varð að þykjast vera reyklaus og hafa eðlileg áhugamál ungra stúlkna. Mamma passaði vel upp á ímyndina og benti mér á að ég ætti enga möguleika á að vinna keppnina ef ég gætti ekki að mér, ég yrði að vera sæt og snyrtileg. Það var reyndar auðvelt að átta sig á hverjar kröfurnar voru, þær fólust aðallega í því að allar stelpurnar væru eins, með sömu málningu, í sömu fötum og í sömu stellingum á myndum. Svo er verið að gera grín að því að fegurðardrottningar svari alltaf eins, til dæmis að þær hafi áhuga á útivist og börnum, en þetta er engin furða. Þær gera þetta ósjálfrátt, því þetta er hluti af æski- legri ímynd. Mér fannst ég tala dálítið fegurðardrottningarlega um ferðalög og útivist, en það var reyndar alltaf í pólitísku samhengi, til dæmis leyndi ég ekkert skoðunum mínum á virkjanaframkvæmdum á hálendinu. Það féll ekki í kramið, hvað þá þegar ég fór að lýsa göllum kvótakerfisins. Ég varð ægilega reið þegar ég fann að þessar skoðanir mínar voru einskis virtar. En þetta var nú rétt fyrir keppnina, þegar taugarnar voru þandar til hins ítrasta.“ Eftir því sem leið á undirbúning fegurðarsamkeppninnar breyttist afstaða hennar. „Ég var farin að bölva því að hafa ekki efni á að fara í eitthvert rassanudd, af því að ég var sannfærð um að allar hinar stelpurn- ar færu og ég vildi ekki vera sú eina sem sleppti því. Svo voru það stríp- urnar í hárið og vangaveltur um húð- meðferð og steyptar neglur. Ég var nærri því að eyða mínum síðustu krónum í slíkt dót, sem hefði aldrei hvarflað að mér áður. Eina hugsunin sem komst að var hvernig ég ætti að vinna þessa Satans keppni. Ég veit alveg að ég er ekki sætust, en í keppni hljóta allir að eiga einhverja möguleika á að vinna. Svo var ég líka sannfærð um að ég gæti staðið mig vel í Miss World. Ég myndi spila plötur, baka pönnukökur og verða besti vinur dómaranna. Ég var löngu búin að gleyma myndavélinni og er mjög þakklát mömmu að hún skyldi nánast vera gróin föst við vélina. Myndin varð kannski aldrei aukaat- riði, en sagan gerðist af sjálfu sér á meðan ég gleymdi mér í þessum heimi.“ Tónlist og Kolkrabbi Hrönn er fædd í Reykjavík og eyddi fyrstu árum ævinnar í austur- bænum. Svo flutti fjölskyldan í Kópavog, en þegar Hrönn var komin á unglingsár flutti hún aftur til Reykjavíkur, póstnúmer 101. „Ég er mikill miðborgarbúi, en þótt ég ætti heima rétt hjá Menntaskólanum í Reykjavík kom ég alltaf of seint. Ég átti svo erfitt með að mæta að síðasta árið mitt var ég utan skóla. Þá var ég að vísu orðin plötusnúður og bjó að mestu í London í tvö ár. Fyrir utan að búa til músík og vera plötusnúður sá ég um að skipuleggja ferðir ann- arra plötusnúða um allan heim. Það gaf mér tækifæri til að fara víða, til dæmis til Tókýó, San Francisco, New York og Berlínar.“ Þrátt fyrir að Hrönn væri orðin plötusnúður lauk hún stúdentspróf- inu árið 1997. „Ég náði að útskrifast á réttum tíma og ástæðan var sú að ég hafði valið mér fornmáladeild. Forngrískan, latínan og heimspekin héldu mér alveg við efnið, en líklega hefði farið lítið fyrir náminu ef ég hefði valið aðra námsbraut. Ég hafði ágætan metnað til að standa mig vel, af því að ég hafði áhuga á náminu.“ Á meðan Hrönn var að klára menntaskólann og spila plötur um allan heim var Árni bróðir hennar að gera stuttmyndir og tónlistarmynd- bönd. „Ég hafði sjálf gert stuttmynd- ir, en þegar ég kom heim frá London fór ég að vinna sem skrifta hjá Sjón- varpinu. Mig langaði að búa til minn eigin vikulega tónlistarþátt, sem ég gæti tekið sjálf upp á stafræna myndavél, séð sjálf um klippingu og frágang og þyrfti því ekkert að nota tæknideild Sjónvarpsins. Ég lagði hugmyndina fyrir Sigurð Valgeirs- son dagskrárstjóra og viku síðar stakk hann upp á daglegum þáttum. Ég sagði já við því, fékk Árna bróður og fleiri til liðs við mig og við gerðum Kolkrabbaþættina. Það var ótrúleg- ur skóli, stanslaus vinna í níu mánuði og við þurftum að finna tíu nýjar hugmyndir á hverjum degi. Við fund- um samt tíma til að framleiða þátt um stríðsglæpi í Júgóslavíu, með við- tölum við flóttamenn sem búa hér, en unnum hann aðallega á nóttunni.“ Daginn eftir síðasta Kolkrabba- þáttinn vorið 1999 fóru systkinin til Síberíu með Ástu Kristjánsdóttur í Eskimo Models og gerðu mynd um fyrirsætuleit þar í landi. „Það var dá- lítið sérstakt að vinna í Síberíu, þar sem hægt var að fá þrjátíu tegundir af vodka, en varla vatn til að þvo sér. Þetta var erfið ferð, eftir alla keyrsl- una hérna heima, og ég ákvað að fara ein í frí til Grikklands. Fyrsta daginn fékk ég sólsting og steinlá. Mér veitti ekkert af hvíld.“ Fyrsta regla: Mynd má ekki vera leiðinleg Næst tóku við ýmsar tilrauna- kenndar smámyndir þeirra systkin- anna Hrannar og Árna með Böðvari Bjarka Péturssyni, sem rekur Kvik- myndaskóla Íslands og kvikmynda- félagið 20 geitur, framleiðanda myndarinnar Í skóm drekans. „Þess- ar smámyndir miðuðust allar að því að reyna að útvíkka hugtakið heim- ildarmynd. Ein myndin var eingöngu tekin með öryggismyndavélum á ein- um sólarhring og önnur um Esjuna í eitt ár og gamalt fólk að tala um veð- ur. Svo tókum við virkan þátt í verk- efninu Fín bjalla, þar sem við vorum átta saman og settum okkur reglur eins og fylgjendur dogma-stefnunn- ar í Danmörku gerðu, nema hvað okkur reglur lutu að heimildarkvik- myndum. Fyrsta regla okkar var sú, að myndin mætti alls ekki vera leið- inleg. Svo voru alls konar reglur aðr- ar, en mér fannst þessi fyrsta regla best. Myndirnar okkar voru sýndar í Háskólabíói, um svipað leyti og ég tók þátt í Ungfrú Ísland.is. Mynd Árna fjallaði um míkrókosmos í Reykjavík, Hlemm og svæðið í kring. Mín fjallaði um muninn á vanda- málum í tölvuleikjum og í daglega líf- inu. Sú mynd olli miklum látum, því í henni var köttur skotinn. Það mál fór alla leið til lögreglunnar, sem yfir- heyrði alla í fjölskyldunni og ég fékk símtöl frá dýraverndarsinnum lengi á eftir.“ Engin mynd án Árna Hrönn segir að þrátt fyrir þrjú-, fimm-, sjö- og níubíóið í Austurbæj- arbíói á sínum tíma hefði hún allt eins getað leitað í annað listform en kvikmyndir. „Ef ég væri eldri hefði ég kannski orðið myndlistarmaður eða rithöfundur. En stafræna bylt- ingin varð til þess að kvikmyndir urðu tjáningarform einstaklinga. Einn kvikmyndagerðarmaður getur unnið mynd frá grunni og þarf ekki að styðjast við tuttugu manna hóp. Auðvitað heldur fólk áfram að gera stórar og mannfrekar myndir, en nú er hægt að gera minni myndir sem snúast um innihald og upplifun.“ Þegar Ungfrú Ísland.is hafði verið krýnd og myndatökum þar með lokið lagði Hrönn allt myndefnið frá sér og vildi helst ekkert um það hugsa næstu mánuði. „Ég var á barmi taugaáfalls og vissi í raun ekkert út í hvað ég var komin. Ég var búin að glata forsendunni fyrir þátttökunni, mér fannst þetta hafa verið allt of persónulegt og vildi ekki líta til baka á þetta undarlega tímabil. Ég fór að vinna við framleiðslu sjónvarpsþátta hjá Skjá 1 og það var ekki fyrr en Árni bróðir tók sig til, fyrir hálfu öðru ári, og byrjaði að grófklippa myndina sem ég fór að leiða hugann að þessu aftur. Árni sagði mér að þarna væri efni í mynd og hann kom henni í skikkanlegt horf. Þegar ég hafði vanist að horfa á mig sá ég að þetta var góð saga. Við höfðum klassíska uppbyggingu með upphafi, miðju og endi og ég vildi koma þess- ari upplifun á framfæri.“ Árni lagði nótt við dag við vinnslu myndarinnar. „Hann lagði sjálfan sig að veði, sá varla dagsins ljós og lifði á Sómasamlokum vikum sam- an,“ segir Hrönn. „Án hans hefði þessi mynd aldrei orðið til, hún hefði aldrei orðið samfelld frásögn nema af því að hann lagði sig allan í vinnslu hennar.“ Hrönn segir að sáttin við aðstand- endur keppninnar, sem fólst í því að má út sum andlitin sem brá fyrir í myndinni, hafi engin áhrif á efni myndarinnar. „Þetta skiptir í raun sorglega litlu máli. Eftir allt fjaðra- fokið situr eftir að einhverjir eru óþekkjanlegir í nokkrum senum. Ég var reyndar alveg steinhissa á að þetta væri allt og sumt sem við þyrft- um að gera.“ Hrönn segir að fjaðrafokið hafi áreiðanlega átt sér rætur í fjárhags- legum hagsmunum aðstandenda og styrktaraðila keppninnar. „Fegurð- arsamkeppni er eldgamalt hugtak, en nú er verið að reyna að lappa upp á það í samræmi við pólitíska rétt- hugsun nútímans. Þetta er ekkert annað en viðskipti, þar sem ungar stúlkur leggja á sig ómælda vinnu, launalaust, í þágu þeirra sem hagn- ast á að selja sokkabuxur og snyrti- vörur. Allir græða, nema stelpurnar. Þær verða söluvara, án þess að fá nokkuð fyrir. Siðferðilegur tvískinn- ungur er áberandi og auðvitað gera þeir sem skipuleggja slíka keppni sér grein fyrir tilvistarkreppu sinni. Þess vegna kemur upp ótti, þegar einhver ætlar að fjalla um fegurðar- samkeppni á eðlilegan hátt. Fólk reynir auðvitað að vernda viðskipta- hagsmuni sína.“ Dáið fólk og síamstvíburar Hrönn og Árni bróðir hennar eru nú að vinna mynd um Airwaves-tón- listarhátíðina, í samstarfi við skipu- leggjendur hátíðarinnar. „Þetta verður nýstárleg tónlistarmynd, því í henni verður lítið af tónlist og fá við- töl. Við Árni tókum þann pól í hæðina að vinna mynd um hvernig það er að vera í hljómsveit á Íslandi og upplifa þessa árlegu uppskeruhátíð. Hér á landi eru ótrúlega margir í hljóm- sveitum og við vildum sýna inn í þann heim, í bílskúrunum og bak- sviðs á tónleikum.“ Ekki er ljóst hvenær vinnu við Airwaves-myndina lýkur, enda alltaf skortur á peningum. „Við vinnum alltaf á jaðrinum og eftir eigin höfði, en ekki fyrir stórfyrirtæki. Það væri mjög huggulegt að geta borgað leig- una á réttum tíma og vera ekki alltaf með yfirdráttinn í botni, en ef við höldum áfram að gera góðar myndir trúi ég að við getum starfað sjálf- stætt. Okkur langar ekkert í jeppa, svo þetta verður í fínu lagi.“ Hugmyndirnar, sem margar fæð- ast við matarborðið hjá foreldrunum, eru óteljandi. „Við Árni viljum bæði gera myndir um hluti sem við skilj- um ekki,“ segir Hrönn og nefnir tvö vænleg umfjöllunarefni: Dáið fólk og síamstvíbura. Daginn eftir frumsýningu mynd- arinnar er létt yfir Hrönn. „Myndin fékk frábærar viðtökur. Mér leið miklu betur en ég átti von á, þótt ég kviði hverju atriði. Það er mikill létt- ir að vera loks búin að sýna myndina. Það eina sem skyggði á frumsýn- inguna var að Árni bróðir komst ekki, hann var í París, fór þaðan til London, en náði ekki vélinni heim. Mér fannst hræðilegt að hann gæti ekki verið á frumsýningu í stóra salnum í Háskólabíói, eftir alla vinn- una sem hann lagði á sig.“ Sjálfstæði álfa Að lokinni myndinni Í skóm drek- ans birtist á tjaldinu setning, sem Marta María, yngsta Sveinsbarnið, sagði við stóru systur fyrir nokkrum árum. Setningin er: „Vertu þú sjálf- ur, álfur.“ Af einhverjum ástæðum höfðaði hún sterkt til Hrannar Sveinsdóttur. álfur Árni og Hrönn Sveinsbörn, bestu vinir frá bernsku og sam- starfsmenn í kvikmyndagerð. Á leikskólaárum vildi Árni vera Palestínuarabi, en Hrönn lét prjónahúfuna nægja. rsv@mbl.is Systkinin fagna brautskráningu frá MR árið 1997. Hrönn var þaulvanur plötusnúður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.