Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 29
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Stökktu til
Kanarí
24. nóvember
í 3 vikur
frá kr. 49.962
Verð kr. 49.962
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2
börn, 2–11 ára, flug, gisting og
skattar. 24. nóvember, 23 nætur.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Almennt verð kr. 52.460.
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina í
nóvember til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí
þann 24. nóvember í 23 nætur, þar sem þú nýtur 25 stiga hita og
veðurblíðu og getur kvatt veturinn í bili á þessum vinsælasta vetrar-
áfangastað Evrópu við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og
tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig
og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú
þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann.
Síðustu 18 sætin
Verð kr. 59.950
Verð fyrir manninn,
m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar.
24. nóvember, 23 nætur.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Almennt verð kr. 62.950
Antík - Til sölu
Flygill smíðaður 1883
Upplýsingar í símum
895 5444 og 586 2422
Mjög vel með farinn og lipur
fjölskyldubíll. Ekinn 101.000,
1800 cc vél, 5 gíra, framhjóla-
drif, dökkgrænn, sumardekk á
álfeglum, negld vetrardekk á
felgum, vindskeið, fjarstýrðar
samlæsingar, útvarp/CD + sex
hátalarar. Bíllinn er nýskoðað-
ur og í mjög góðu ástandi.
Verð 690.000. Uppl. Pétur í s. 896 9662. Ath. engin skipti.
Til sölu VW Golf Station GL 1800 árg. ‘96
Á 17. ÖLDINNI þegar Franski
heimspekingurinn René Descartes
var að skoða málverk sem unnin
voru með „camera obscura“ tækni
varð honum ljóst að hugurinn lægi
handan augnanna og að hann túlk-
aði því aðeins eftirmyndir af hlutum
sem augun sendu honum. Velti
hann því fyrir sér hvort hugurinn
vissi um raunverulegt útlit hluta,
eða þá útlit heimsins, þar sem
þekking hans byggðist ekki á beinni
skynjun. Írski biskupinn og heim-
spekingurinn George Berkeley
svaraði spurningu Descartes í upp-
hafi 18. aldarinnar þannig að eft-
irmyndir af hlut væru ekki útlit
heimsins vegna þess að efnishlutur
væri í raun ekki til, og að hlutir
væru ekkert nema skynjanir sem
guð léti mönnum í té.
Samband á milli hugar og skynj-
unar hefur lengi verið vísindamönn-
um og listamönnum ráðgáta, og
þótt við séum margs vísari um
heiminn síðan á tímum Descartes
og Berkeley geta vísindin lítið sagt
okkur um skynræna upplifun eða
uppsprettu hugmynda.
Þessar voru vangaveltur mínar
þegar ég skoðaði sýningu Sigurðar
Guðmundssonar sem nú stendur yf-
ir í Gallerí i8, en hann hefur einmitt
gert eftirmyndir af þekkjanlegum
hlutum sem höfða sterklega til
skynjunarinnar, þ.e. konfektmolar.
Molarnir hafa þó aðeins útlit sæl-
gætisins. Þeir eru talsvert stærri að
ummáli en venjulegir konfektmolar
og eru úr massífu efni svo sem
graníti, bronsi og riðfríu stáli. Hér
er því um formræna skynjun að
ræða sem þó, sökum þekkingu okk-
ar á formunum, kann að framkalla
viðbrögð eins og vatn í munn eða
löngun í sætindi.
Auk konfektmolanna sýnir Sig-
urður þrívíð textaverk. Orð eru rit-
uð í postulín og þeim hlaðið saman
á vegg, hverju yfir annað, og verða
því ólæsileg. Það eru t.d. nöfn á
þekktum rithöfundum og kvik-
myndaleikstjórum þar sem greina
má kannski tvö efstu nöfnin í hverri
þvögu, en þau nöfn sem á eftir
koma hverfa í óreiðu. Textaverkin
„skynja“ ég sem algera gagnstæðu
við konfektmolana. Þétt og massíf
konfektformin eru ákallandi lista-
verk en brothættir og viðkvæmir
postulínstextarnir eru hverfulir.
Sama má segja um rýmisverk Sig-
urðar, „Secret curtains“, sem er í
stiganum niður í kjallara gallerís-
ins. Las listamaðurinn leyndarmál
sín inn á snældu, klippti svo snæld-
una í ræmur og hengdi þær upp
líkt og fortjald. Sýningargestur
þarf því að ganga gegn um leynd-
armál listamannsins og við það
sveiflast ræmurnar til og skapa
hvíslhljóð.
Eins og flestir íslenskir listunn-
endur væntanlega vita, gat Sigurð-
ur Guðmundsson sér orðstír í
myndlist á áttunda áratug síðastlið-
innar aldar með SÚM-hreyfingunni,
sem kollvarpaði þáverandi gildum
íslenskrar myndlistar með
áherslum á hugmyndafræði. Hug-
myndalegt vægi er enn ríkt í verk-
um hans, einna helst í hverfulum
textunum sem má bera saman við
verk hugmyndarlistamanna eins og
meðlimi Art & language hópsins og
Bandaríkjamannsins Joseph Kos-
uth. Meðferð Sigurðar á skúlptúr-
efninu ásamt sígildri form- og fag-
urfræði skilur hann þó frá
hefðbundinni hugmyndalist. Sigurð-
ur leitar samt ekki að fegurð forma
í háleitum heimi fagurfræðinnar
heldur í hversdagslegu umhverfi
sínu, svo sem á verslunargötu í
Amsterdam þar sem hann rakst
einn daginn á sælgætisbúð. Af-
rakstur þeirrar gönguferðar er að
sjá í Gallerí i8, í einföldum og
glæsilegum formskúlptúrum sem
örva jafnt huga sem/og skynræna
upplifun.
Nammi handa huga og sál
MYNDLIST
Gallerí i8
Galleríið er opið þriðjudaga til laugardags
frá 13–17. Sýningu lýkur 23. nóvember.
ÞRÍVÍÐ VERK
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
Jón B.K. Ransu
Frá sýningu Sigurðar Guðmundssonar í i8.
Sönghópurinn
Hljómeyki og
Kammerkórinn á
Ísafirði halda
tónleika í Ísa-
fjarðarkirkju í
dag kl. 15.30.
Þar verða frum-
flutt tvö ný kór-
verk: Mamáríë
eftir Jónas Tóm-
asson, við texta R.R. Tolkien, og
Fimm vísur um nóttina eftir Stefán
Arason, við ljóð Sigurðar Óskars
Pálssonar. Bæði nýju verkin eru
samin að beiðni Hljómeykis, en
Hljómeyki fékk styrk úr Menn-
ingarborgarsjóði til að kaupa og
frumflytja tónverk eftir tónskáld
úti á landi og
frumflytja þau í
heimabyggð
tónskáldanna
ásamt heima-
mönnum. Síðar í
nóvember munu
svo Hljómeyki
og Kammerkór
Austurlands
frumflytja verk-
in í Neskaupstað.
Að auki verða flutt á tónleikun-
um á Ísafirði ýmis önnur verk ís-
lenskra og erlendra tónskálda.
Stjórnandi er Bernharður Wilkin-
son, stjórnandi Hljómeykis. Kór-
stjóri Kammerkórsins er Guðrún
Jónsdóttir.
Tvö ný tónverk
frumflutt á Ísafirði
Stefán ArasonJónas Tómasson