Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 892683 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Námsstyrkir í verkfræði- og raunvísindagreinum Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu 2002-2003. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir nemendum í framhaldsnámi. Með umsóknum skulu fylgja staðfesting á skólavist og námsárangri, tvenn meðmæli, feril- skrá og önnur þau verk sem umsækjandi telur að komið geti að gagni við mat umsóknar. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Brynjólfsson, formaður sjóðstjórnar (sb@hi.is, http://www.hi.is/~sb/minningarsjodur). Umsóknum ber að skila til Alþjóðaskrifstofu Háskóla- stigsins, Neshaga 16, IS 107 REYKJAVÍK. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2002. Stefnt er að því að tilkynna úthlutun í byrjun desember. SVO langt aftur sem viðþekkjum, hefur spurn-ingin um líf eftir dauð-ann verið í hugummanna. Öll trúarbrögð umlykja hana og svara reyndar á jafn marga vegu og þau eru mörg. Kirkjan bendir við jarð- arför hvers einasta manns á orð Jesú Krists, er hann segir við Mörtu: „Ég er upprisan og lífið; sá, sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Í bók sinni, Ljós í heimi, segir Einar Sigurbjörnsson trúfræði- prófessor: Það verður að telja eðlilegt, að beðið sé fyr- ir framliðnum. Þá leggjum við fram þakkir okkar fyrir Guð og biðjum hann að blessa minningarnar. Jafnframt felum við Guði áhyggjurnar og biðjum þess, að Kristur mæti þeim sem við biðjum fyrir og taki hann að sér. Bænina berum við fram í trausti þess, að Guð heyri og leiði hlutina fram að sínum vilja. Allraheilagramessa á sér forn- ar rætur, því vitað er til að mess- ur, þar sem beðið var fyrir látn- um, voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. En oftast er upphaf allraheilagramessu samt rakið til þess, er Pantheonhofinu í Róma- borg var breytt í kirkju og vígslu- dagurinn – 13. maí árið 609 eða 610 – jafnframt helgaður öllum píslarvottum. Á árunum 731–741 vígði Gregoríus páfi 3. daginn öll- um sannhelgum kristnum ein- staklingum, svo að nú átti hann ekki lengur við píslarvottana eina. Um öld síðar flutti Gregor- íus páfi 4. hátíðina til 1. nóv- ember, þar sem hún er enn. Til Norður-Evrópu barst hún árið 835. Allraheilagramessa varð snemma einn af helgustu messu- dögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir að evangelísk-lúthersk kirkja náði völdum; textar og bænir sem messudeginum fylgdu voru þá jafnframt lögð til næsta sunnudags þar á eftir. Í kringum árið 1000 varð til önnur hátíð, fyrir áhrif trúar- legrar siðvæðingar, kenndrar við Clunyklaustrið í Frakklandi. Þetta var allrasálnamessa, og sett á 2. nóvember. Hún var eink- um ætluð til hjálpar sálum fá- tækra. Þetta er á sama tíma og kirkjan á Íslandi er að festast í sessi, og þessi áhersla hefur því frá upphafi verið partur af hinum kristna hugmyndaheimi lands okkar. Á 17. öld þekkist hátíðin í íslensku máli undir nöfnunum „sálnadagur“ og „heilagar sálir“, en í rímtali 1707 er núverandi heiti komið inn og hefur verið það síðan. Líkt og áður fyrr horfir allra- heilagramessa til þeirra, sem á liðnum öldum og einnig nær í tíma hafa styrkt kristnina, þ.e.a.s. nafnfrægra trúarhetja og dýr- linga; einkum er þetta við lýði meðal kaþólskra. En á allrasálna- messu er hugurinn meira bund- inn þeim öllum sem við þekktum persónulega og elskum, en dauð- inn sleit frá okkur. Í íslensku þjóðkirkjunni fara þessir dagar orðið saman, eru eins og einn væri; beðið er fyrir sálum allra látinna. Þessi hugsun, að minnast þeirra sem burtu eru farnir, er orðin ríkari á síðari árum heldur en var til skamms tíma, er raunar á góðri leið með að verða sterk hefð, og er það vel, enda megum við aldrei gleyma því hvaðan við erum. Og annað þessu nátengt er að vitja leiða ástvina og sýna þeim ræktarmerki. Sr. Hjálmar Jónsson, Dóm- kirkjuprestur, komst svo að orði í prédikun á allraheilagramessu í fyrra, sem þá bar upp á 4. nóv- ember: Við þekkjum fólk sem eins og breiðir bless- un út til allra í kringum sig. Fólk sem hefur þá nærveru að okkur líður vel í návist þess, við hugsum fagrar hugsanir, lifum glaðar stundir. Þetta fólk gerir okkur einhvern veginn betri. Sumt það fólk er eins og salt og ljós. Sannleikurinn er í þessu fólki, – fólki með gott hjartalag. Sumt þetta góða fólk höfum við kvatt, og fylgt spölinn í kirkjugarðinn. Sumt alveg nýverið – hann eða hún sem gerði líf þitt meira virði að lifa því – og erfitt var að sjá á bak. En í dag þökkum við Guði fyrir vini okkar, ástvini okkar, sem við trúum og vitum að eru í ljósinu hjá Guði. Sjálf höfum við upplifað skuggana, tómleik- ann, einsemdina, þegar þau kvöddu þetta líf. Við höfum gengið í gegnum það öll að hugsa nýverið eða fyrr: Ég hefði getað ver- ið betri sjálfur, innilegri, hefði getað sagt svo margt fallegt frá hjartanu – sem ég gerði þó ekki. Eða eins og sumir hafa hugs- að sárt til: Ég var ekki viðstaddur þegar hann, þegar hún, skildi við þetta líf. En hugsanir í þessa veru ættum við nú samt að forðast. Guð horfir til beggja átta. Hann sér þá sem lifa í þessum heimi og einnig og ekki síður hina sem eru annars heims. Þá sem við segjum að séu látnir – en Guð segir að séu á lífi. Og hann lýsir friði yfir minningar okkar á hinum farna vegi. Landamæri dauðans eru vissulega býsna stór. Enginn fer yfir þau mæri án þess að eftir því sé tekið og viðkomandi tekinn af skrá í þess- um heimi. En fyrir Guði eru þetta ekki sér- lega mikil landamæri. Því að hluti af ríkinu hans er hérna megin og hinn hlutinn hinum megin – handan þessa lífs – á himnum. Guðsríkið er báðum megin. Við erum á leiðinni frá myrkri til ljóss. Til sífellt meira ljóss. Og allt er þetta til komið vegna þess, að áhrif og rödd meistarans frá Betlehem og Nasaret dóu ekki út í tómið. Hvort tveggja lif- ir. Því getum við óhrædd mætt dauðanum hvenær sem er, í krafti sigursins á Golgata forðum, líka – og raunar ekki hvað síst – í þjáningunni, sorginni og ein- manaleikanum, af því að einnig þar er hann, Drottinn okkar og frelsari, Jesús Kristur. Hjá Guði Morgunblaðið/Kristinn sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í dag minnumst við á sér- stakan hátt látinna ást- vina, eins og gert hefur verið um aldir í byrjun nóvember ár hvert. Sig- urður Ægisson lítur hér á sögu allraheilagra- messu og allrasálna- messu, sem nú hafa að mestu runnið saman í ís- lensku þjóðkirkjunni. Moggabúðin Derhúfa, aðeins 800 kr. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. HUGVEKJA ÆÐARDÚNSHÓPUR Samtaka verslunarinnar – FÍS tekur undir þá ályktun sem gerð var á aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands nýverið, þar sem hvatt er til þess að embætti veiðistjóra verði endurskipulagt með því markmiði að embættið verði bet- ur í stakk búið að sinna því hlutverki sínu að halda í skefjum ref, mink og vargfugli. Í tilkynningu frá æðardúnshópn- um segir að frumskilyrðið fyrir því að embættið geti sinnt þessari skyldu sinni með sómasamlegum hætti sé að því verði tryggt nægj- anlegt fjármagn frá stjórnvöldum. „Tjón af völdum vargs er ekki einka- mál æðarbænda eða annarra sem hafa beinna hagsmuna að gæta, heldur varða þau allt samfélagið. Æðardúnshópur Samtaka versl- unarinnar – FÍS beinir því hér með formlega til umhverfisráðherra og landbúnaðarráðherra, að nú þegar verði ráðist í nauðsynlega endur- skipulagningu þessara mála,“ segir í ályktuninni. Embætti veiðistjóra verði endur- skipulagt BLAÐINU hefur borist eftirfarandi orðsending til fyrrverandi nemenda Húsmæðraskólans á Löngumýri: „Fyrirhugað er að koma upp skóla- safni á Löngumýri, með sýnishornum af vinnu nemenda í gegnum árin. Því sendum við þessa orðsendingu. Ef þið, nemendur góðir, eigið ein- hver stykki prjónuð, saumuð, hekluð eða ofin, t.d. einhver gömlu skyldu- stykkin, sem þið vilduð láta af hendi á fyrirhugað safn, þá vinsamlegast haf- ið samband við undirritaðar, sem gefa allar nánari upplýsingar. Rósa Björnsdóttir, Hvíteyrum, Varmahlíð, Helga Bjarnadóttir, Furulundi 4, Varmahlíð.“ Leita gamalla muna frá Löngumýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.