Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 31 TILBOÐ ÓSKAST Í Hyundai Starlex H-1, 9 manna árgerð 2002 4 cyl. Turbo dieselvél (ekinn 7200 km.) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 5. nóvember kl. 12-15. TJÓNABIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í Pontiac Sunfire árgerð 2001 (ekinn 3.980 mílur). Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA KAMMERKÓR Hafnarfjarðar og Kammersveit Hafnarfjarðar ásamt einsöngvurum flytja sex af kirkju- verkum Mozarts í Hásölum í Hafn- arfirði í dag, sunnudag, kl. 17. Ein- söngvarar eru þau Þórunn Guðmundsdóttir sópran, Guðný Árnadóttir alt, Snorri Wium tenór og Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson bassi. Stjórnandi er Helgi Bragason. Verkin eru valin með það fyrir augum að sýna þverskurð af kirkju- legum verkum Mozarts en alls samdi hann um sautján messur auk smærri kirkjuverka. Að sögn Finnboga Óskarssonar, eins félaga Kammerkórs Hafn- arfjarðar, er aðalverk tónleikanna Krýningarmessan, en hún er í sex þáttum. „Messan er dagsett 23. mars 1779 og hefur líklegast verið frumflutt í Salzburg skömmu seinna. Messan ber einkenni hátíð- armessu þar sem Mozart notar auk strengja, blásturshljóðfæri og pák- ur. Messurnar máttu ekki taka lengri tíma en hálfa klukkustund og fúgur voru ekki leyfðar. Vegna þessa þurfti Mozart að láta textann skarast í köflunum Gloria og Credo, en þeir kaflar eru með lengstan texta. Þrátt fyrir þessi boð nýtir Mozart þröngan ramma út í ystu æsar. Nokkrum verka Mozarts verður skotið inn á milli messuþátt- anna.“ Á tónleikunum verða einnig flutt- ar kirkjusónötur KV 336 og 67. Sú fyrri tilheyrir að öllum líkindum Krýningarmessunni og er með orgeleinleik. Sú seinni er minni í sniðum og hæg. Aðgöngumiðar fást við inngang- inn og á Tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar. Kammerkór Hafnarfjarðar. Mozart nýtir þröngan ramma út í ystu æsar SÁLUMESSA (Requiem) eftir aust- urríska tónskáldið Johann Ernst Eberlin verður flutt í Hjallakirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Messan er í flutningi kammerkórsins Vox Gaudi- ae, Laufeyjar H. Geirsdóttur sópr- ans, Önnu Þ. Hafberg sóprans, Há- kons Hákonarsonar tenórs og Kristjáns Helgasonar bassa. Tónlist- armennirnir eru fiðluleikararnir Margrét Kristjánsdóttir og Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Lovísa Fjeldsted sellóleikari og Bjarna Jón- atansson orgelleikari. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Eberling var austurrískt tónskáld. Hann var dómorganisti og kappel- meistari við dómkirkjuna í Salsburg á 18. öld. Að sögn Jóns Ólafs hefur þetta verk ekki verið flutt hér á landi áður. Á tónleikunum verður einnig flutt Laudate Dominum eftir W.A. Moz- art, Allsherjar Drottinn eftir César Franck, Peace I Leave With You eft- ir Knut Nysted, Vertu Guð faðir, fað- ir minn eftir Jakob Tryggvason, Eitt er orð Guðs eða Cantique de J. Rac- ine eftir G. Fauré o.fl. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Sálumessa Eberlins í Hjallakirkju „NÁGRANNATÓNLEIKAR“ verða í Dómkirkjunni í dag kl. 17 og eru þeir liður í Tónlistardögum Dómkirkjunnar. Þar kemur fram listafólk sem búsett er í nágrenni kirkjunnar. Nágrannatónleikar voru haldnir í fyrsta sinn á Tónlistardög- um Dómkirkjunnar í fyrra. Flytj- endur að þessu sinni eru Anna Sig- ríður Helgadóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Elísabet Waage, Laufey Sigurðardóttir, Kjartan Ósk- arsson, Oddur Björnsson og ljóð- skáldið Þorsteinn frá Hamri. Aðgangur er ókeypis. Nágranna- tónleikar í Dómkirkjunni Mamma er eftir Vig- dis Hjorth í þýðingu Solveigar Birnu Grét- arsdóttur. Hér segir af unglingsstúlkunni Mari og móður henn- ar sem er ólík mæðr- um allra vina hennar. Móðirin er sterk og heilsteypt og þorir að fara sínar leiðir en um leið drykkfelld og ábyrgðarlaus. Lesandinn sér heim- inn með augum Mari og skynjar tilfinn- ingar hennar gagnvart móður sinni; aðdáun, skömm, vorkunn og ást. Samtímis fer ýmislegt að gerast í sambandi mæðgnanna sem umturn- ar lífi þeirra. Vigdis Hjorth er meðal fremstu nú- lifandi skáldkvenna í Noregi og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Útgefandi er Almenna bókfélagið. Bókin er 165 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Björg Vilhjálmsdóttir. Verð: 3.490 kr. Unglingar ár hefur hann einnig verið í röð helstu hljómsveit- arstjóra í heimin- um. Hann hefur verið tónlistar- stjóri og aðal- hljómsveitarstjóri hljómsveita á borð við Konunglegu Fílharmóníusveit- ina í Lundúnum, Þýsku sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín, Tékknesku fílharmóníusveit- arinnar og Ungmennahljómsveitar Evrópusambandsins. Hann er enn- fremur heiðursstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Ashkenazy fæddist í Rússlandi árið 1937, bjó um tíma á Íslandi og er ís- lenskur ríkisborgari, en býr nú með fjölskyldu sinni í Sviss. Hann er sér- staklega virtur fyrir túlkun sína á rússneskri tónlist og ótal geisla- diskar með píanóleik hans og hljóm- sveitarstjórn hafa hlotið afburða dóma og njóta mikilla vinsælda. VLADIMIR Ashkenazy verður næsti tónlistarstjóri og aðalstjórnandi NHK-sinfóníuhljómsveitarinnar í Tókýó. Hann tekur við starfinu í sept- ember 2004, af kanadíska hljómsveit- arstjóranum Charles Dutoit, en frá og með næsta hausti þar til ráðning- arsamningurinn gengur í gildi, verð- ur Ashkenazy tónlistarráðgjafi hljómsveitarinnar. Samningurinn er gerður til þriggja ára, og á þeim tíma stjórnar Ashkenazy hljómsveitinni í sjö vikur á ári í Japan, og stjórnar auk þess á tónleikaferðalögum sveitarinn- ar. Við ráðninguna var haft eftir fulltrúum hljómsveitarinnar að Ashkenazy helgaði sig af ástríðu því verkefni að fá fólk um allan heim til að njóta tónlistar og kveikja ást á henni, og í því tilliti væri hann alþjóðlegur sendiherra þessa listforms. Hljóm- sveitin telur að með víðsýni sinni muni hann vafalaust auka vegsemd hljómsveitarinnar enn frekar á al- þjóðlegum vettvangi. Vladimir Ashkenazy hóf feril sinn sem píanóleikari, en í meir en þrjátíu Ashkenazy ráðinn til Tókýó Vladimir Ashkenazy TÓNLEIKAR með þremur tenórum, Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni, Jóni Rúnari Arasyni og Snorra Wium, verða í Langholtskirkju 9. og 10. nóvember. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur undir á píanó. Forsala á tónleikana er hafin á öllum Esso-stöðvum á Reykjavíkursvæðinu. Forsala á tón- leika þriggja tenóra ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.