Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 31

Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 31 TILBOÐ ÓSKAST Í Hyundai Starlex H-1, 9 manna árgerð 2002 4 cyl. Turbo dieselvél (ekinn 7200 km.) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 5. nóvember kl. 12-15. TJÓNABIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í Pontiac Sunfire árgerð 2001 (ekinn 3.980 mílur). Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA KAMMERKÓR Hafnarfjarðar og Kammersveit Hafnarfjarðar ásamt einsöngvurum flytja sex af kirkju- verkum Mozarts í Hásölum í Hafn- arfirði í dag, sunnudag, kl. 17. Ein- söngvarar eru þau Þórunn Guðmundsdóttir sópran, Guðný Árnadóttir alt, Snorri Wium tenór og Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson bassi. Stjórnandi er Helgi Bragason. Verkin eru valin með það fyrir augum að sýna þverskurð af kirkju- legum verkum Mozarts en alls samdi hann um sautján messur auk smærri kirkjuverka. Að sögn Finnboga Óskarssonar, eins félaga Kammerkórs Hafn- arfjarðar, er aðalverk tónleikanna Krýningarmessan, en hún er í sex þáttum. „Messan er dagsett 23. mars 1779 og hefur líklegast verið frumflutt í Salzburg skömmu seinna. Messan ber einkenni hátíð- armessu þar sem Mozart notar auk strengja, blásturshljóðfæri og pák- ur. Messurnar máttu ekki taka lengri tíma en hálfa klukkustund og fúgur voru ekki leyfðar. Vegna þessa þurfti Mozart að láta textann skarast í köflunum Gloria og Credo, en þeir kaflar eru með lengstan texta. Þrátt fyrir þessi boð nýtir Mozart þröngan ramma út í ystu æsar. Nokkrum verka Mozarts verður skotið inn á milli messuþátt- anna.“ Á tónleikunum verða einnig flutt- ar kirkjusónötur KV 336 og 67. Sú fyrri tilheyrir að öllum líkindum Krýningarmessunni og er með orgeleinleik. Sú seinni er minni í sniðum og hæg. Aðgöngumiðar fást við inngang- inn og á Tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar. Kammerkór Hafnarfjarðar. Mozart nýtir þröngan ramma út í ystu æsar SÁLUMESSA (Requiem) eftir aust- urríska tónskáldið Johann Ernst Eberlin verður flutt í Hjallakirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Messan er í flutningi kammerkórsins Vox Gaudi- ae, Laufeyjar H. Geirsdóttur sópr- ans, Önnu Þ. Hafberg sóprans, Há- kons Hákonarsonar tenórs og Kristjáns Helgasonar bassa. Tónlist- armennirnir eru fiðluleikararnir Margrét Kristjánsdóttir og Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Lovísa Fjeldsted sellóleikari og Bjarna Jón- atansson orgelleikari. Söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Eberling var austurrískt tónskáld. Hann var dómorganisti og kappel- meistari við dómkirkjuna í Salsburg á 18. öld. Að sögn Jóns Ólafs hefur þetta verk ekki verið flutt hér á landi áður. Á tónleikunum verður einnig flutt Laudate Dominum eftir W.A. Moz- art, Allsherjar Drottinn eftir César Franck, Peace I Leave With You eft- ir Knut Nysted, Vertu Guð faðir, fað- ir minn eftir Jakob Tryggvason, Eitt er orð Guðs eða Cantique de J. Rac- ine eftir G. Fauré o.fl. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Sálumessa Eberlins í Hjallakirkju „NÁGRANNATÓNLEIKAR“ verða í Dómkirkjunni í dag kl. 17 og eru þeir liður í Tónlistardögum Dómkirkjunnar. Þar kemur fram listafólk sem búsett er í nágrenni kirkjunnar. Nágrannatónleikar voru haldnir í fyrsta sinn á Tónlistardög- um Dómkirkjunnar í fyrra. Flytj- endur að þessu sinni eru Anna Sig- ríður Helgadóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Elísabet Waage, Laufey Sigurðardóttir, Kjartan Ósk- arsson, Oddur Björnsson og ljóð- skáldið Þorsteinn frá Hamri. Aðgangur er ókeypis. Nágranna- tónleikar í Dómkirkjunni Mamma er eftir Vig- dis Hjorth í þýðingu Solveigar Birnu Grét- arsdóttur. Hér segir af unglingsstúlkunni Mari og móður henn- ar sem er ólík mæðr- um allra vina hennar. Móðirin er sterk og heilsteypt og þorir að fara sínar leiðir en um leið drykkfelld og ábyrgðarlaus. Lesandinn sér heim- inn með augum Mari og skynjar tilfinn- ingar hennar gagnvart móður sinni; aðdáun, skömm, vorkunn og ást. Samtímis fer ýmislegt að gerast í sambandi mæðgnanna sem umturn- ar lífi þeirra. Vigdis Hjorth er meðal fremstu nú- lifandi skáldkvenna í Noregi og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Útgefandi er Almenna bókfélagið. Bókin er 165 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Björg Vilhjálmsdóttir. Verð: 3.490 kr. Unglingar ár hefur hann einnig verið í röð helstu hljómsveit- arstjóra í heimin- um. Hann hefur verið tónlistar- stjóri og aðal- hljómsveitarstjóri hljómsveita á borð við Konunglegu Fílharmóníusveit- ina í Lundúnum, Þýsku sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín, Tékknesku fílharmóníusveit- arinnar og Ungmennahljómsveitar Evrópusambandsins. Hann er enn- fremur heiðursstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Ashkenazy fæddist í Rússlandi árið 1937, bjó um tíma á Íslandi og er ís- lenskur ríkisborgari, en býr nú með fjölskyldu sinni í Sviss. Hann er sér- staklega virtur fyrir túlkun sína á rússneskri tónlist og ótal geisla- diskar með píanóleik hans og hljóm- sveitarstjórn hafa hlotið afburða dóma og njóta mikilla vinsælda. VLADIMIR Ashkenazy verður næsti tónlistarstjóri og aðalstjórnandi NHK-sinfóníuhljómsveitarinnar í Tókýó. Hann tekur við starfinu í sept- ember 2004, af kanadíska hljómsveit- arstjóranum Charles Dutoit, en frá og með næsta hausti þar til ráðning- arsamningurinn gengur í gildi, verð- ur Ashkenazy tónlistarráðgjafi hljómsveitarinnar. Samningurinn er gerður til þriggja ára, og á þeim tíma stjórnar Ashkenazy hljómsveitinni í sjö vikur á ári í Japan, og stjórnar auk þess á tónleikaferðalögum sveitarinn- ar. Við ráðninguna var haft eftir fulltrúum hljómsveitarinnar að Ashkenazy helgaði sig af ástríðu því verkefni að fá fólk um allan heim til að njóta tónlistar og kveikja ást á henni, og í því tilliti væri hann alþjóðlegur sendiherra þessa listforms. Hljóm- sveitin telur að með víðsýni sinni muni hann vafalaust auka vegsemd hljómsveitarinnar enn frekar á al- þjóðlegum vettvangi. Vladimir Ashkenazy hóf feril sinn sem píanóleikari, en í meir en þrjátíu Ashkenazy ráðinn til Tókýó Vladimir Ashkenazy TÓNLEIKAR með þremur tenórum, Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni, Jóni Rúnari Arasyni og Snorra Wium, verða í Langholtskirkju 9. og 10. nóvember. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur undir á píanó. Forsala á tónleikana er hafin á öllum Esso-stöðvum á Reykjavíkursvæðinu. Forsala á tón- leika þriggja tenóra ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.