Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 36

Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 SÖLUTURN Á SELTJARNARNESI Góður söluturn og grill í vönd- uðu eigin húsnæði á Seltjarnar- nesi, rétt hjá skóla, sundlaug og íþróttahúsi. Húsnæðið sem er nýtt, er byggt á mjög vandaðan hátt. Eins eru tæki og kælar í mjög góðu ástandi. Góð af- koma. Verð 28,0 millj. Nánari uppýsingar veitir Ellert á Lundi. Falleg og vel skipulögð 105 fm 4ra herb. íbúð í góðu fjölbýli. Parket á gólfum, stórar svalir, þvaðst. í íbúð og gott útsýni. Laus strax. V. 11,7 m. 2256 Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16. Bjalla merkt Ólafía. Vesturberg 98 - frábært útsýni - OPIÐ HÚS Glæsilegt 320 fm einbýlishús á tveimur hæðum með stórum bíl- skúr. Rúmgóðar stofur og góð her- bergi. Falleg lóð m.a. tveir góðir sólpallar til suðurs. Húsið er stað- sett neðst í götu alveg við óbyggt svæði. Glæsilegt útsýni yfir Elliðaár- dalinn og víðar. Góðar innréttingar og saunaklefi með hvíldarherbergi. Sérstaklega útbúið sjónvarpsher- bergi. Skipti á minni eign koma til greina. Húsið er laust nú þegar. V. 28,8 m. 2546 Trönuhólar - fallegt einbýli - laust strax RAÐHÚS  Bakkasel Nýkomið í einkasölu 256 fm þrílyft endaraðhús auk 24 fm bíl- skúrs. Húsið skiptist m.a. í stofu, borð- stofu, eldhús, sjónvarpsstofu, þrjú her- bergi, snyrtingu og baðherbergi. Í kjall- ara fylgir 2ja herbergja rúmgóð auka- íbúð. 2832 HRAUNTUNGA - fallegt rað- hús m/bílskúr og verðlauna- lóð Fallegt 225 fm tvílyft raðhús í ró- legri götu við Hrauntungu í Kópavogi auk bílskúrs. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu, fjögur herbergi og fjölskyldu- herbergi. Sólskáli. Verðlaunagarður. Glæsilegt útsýni m.a. til Bláfjalla. V. 22,9 m. 2824 HÆÐIR  Bergstaðastræti - glæsileg Mjög falleg sérhæð (efsta hæð) í nýlegu steinhúsi á einstaklega góðum stað í Þingholtunum í göngufæri við þjónustu og menningarlíf miðbæjarins. Afar skemmtilegur arkitektúr er á húsinu og setja m.a. margir gluggar svip á það og veita mikilli birtu inn í íbúðina. Íbúðin skiptist í stórt hol, eldhús, stóra stofu, barnaherbergi, hjónaherbergi, baðher- bergi, þvottahús og sjónvarpsloft. Mjög stórar, hellulagðar svalir. Í kjallara er sér- geymsla (11,4 fm). Íbúðinni fylgir hellu- lagt bílastæði með hitalögn í bílskýli við inngang. Áhv. byggsjlán 4,3 millj. EIGN Í SÉRFLOKKI. V. 19,0 m. 1973 4RA-6 HERB.  Kaplaskjólsvegur - laus strax Mjög rúmgóð og vel staðsett 4ra-5 herbergja 117,4 fm endaíbúð á 4. hæð við Kaplaskjólsveg. Eignin skiptist í hol, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi, stofu og borðstofu. Tvennar svalir og góð lofthæð í stofu. Blokkin er í góðu standi en íbúðin þarfnast standsetning- ar. V. 12,7 m. 2822 Hrísmóar - glæsileg - lyftu- hús 4ra-5 herb. glæsileg um 113 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. 45 fm stórar svalir með glæsilegu útsýni. Íbúðin skiptist í stórar stofur, eldhús, baðh., 3 herb. þar af er eitt í risi. V. 15,9 m. 2790 3JA HERB.  Sporhamrar + bílskúr Falleg 105 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli með sérgarði auk bílskúrs. Íbúðin skiptist m.a. í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu/þvottahús og tvö svefnherbergi. Nýtt eikarparket á gólfi og nýir skápar. Sérverönd. Góð íbúð á frábærum stað. V. 14,8 m. 2833 Fellsmúli Falleg 3ja herbergja 91 fm íbúð á 3. hæð með fallegu útsýni í blokk sem nýlega hefur verið viðgerð að utan. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, tvö herbergi og baðherbergi. Parket á gólf- um og flísar á baði. Búið er að taka blokkina í gegn að utan og mála. Sam- eign er snyrtileg. V. 11,1 m. 2803 Hjarðarhagi - laus strax Vel skipulögð 82 fm íbúð á 3. og efstu hæð í litlu fjölbýli í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúð- in skiptist í stofu, tvö herbergi, eldhús og bað, í kjallara er stór geymsla og sameignarþvottahús. Suðursvalir. V. 11,2 m. 2812 LEGGJA á áherslu á sýnilega lög- reglu, forvarnir og grenndarlög- gæslu í forgangsröðun fjárveitinga til öryggis- og löggæslumála í land- inu. Í Morgunblaðsgrein nýverið setti ég fram fimm staðreyndir um þróun löggæslumála í Reykjavík sem ég tel benda eindregið til þess að þetta sé ekki stefna dómsmála- yfirvalda. 1. Hverfalöggæsla hefur ekki ver- ið efld einsog fyrirheit stóðu til og lögreglumönnum á miðborgarvakt um helgar hefur fækkað frá því þeir voru flestir úr 13 í 9. 2. Íbúar á hvern lögreglumann eru 456 í Reykjavík, 380 í Helsinki, 328 í Kaupmannahöfn, 303 í Osló, 199 í Berlín, 167 í Stokkhólmi og 113 í París. 3. Lögreglunni í Reykjavík hefur verið gert að skera niður í stað þess að óskum hennar um aukinn mannafla hafi verið mætt. Á ný- kynntum fjárlögum á enn að skera niður til Lögreglunnar í Reykjavík. 4. Niðurskurður í almennri lög- gæslu ógnar þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum árum og getur komið í veg fyrir að haldið verði áfram á sömu braut. 5. Það þarfnast sérstakra skýr- inga að það nægi að almennir lög- reglumenn í Reykjavík séu þriðjungi færri en þeir voru fyrir aldarfjórð- ungi. Málefnaleg umræða Markmið greinar minnar var að efna til efnislegrar umræðu um stöðu lögreglunnar í Reykjavík. Hún hefur haft allt of mikla tilhneigingu til að snúast um útþenslu embættis ríkislögreglustjóra annars vegar og flutning grenndarlöggæslu til sveit- arfélaga hins vegar. Hvort tveggja er umræðu vert en má ekki yfir- skyggja þessar fimm meginstað- reyndir. Segja má að tilgangi greinar minnar hafi verið náð er ég uppskar langt og efnismikið svar Guðmundar Guðjónssonar yfirlögregluþjóns við embætti ríkislögreglustjóra. Stað- festir hann málflutning minn í meg- inatriðum, setur fram skýringar á öðrum en setur spurningarmerki við einstaka atriði. Vil ég þakka honum greinina og grípa um leið tækifærið til að dýpka á umræðunni. Grenndarlöggæsla dregur úr glæpum Guðmundur gerir athugasemd við notkun orðsins hverfalöggæslumað- ur og segir það ekki hafa verið til fyr- ir um áratug þaðan sem ég sæki samanburð á grenndarlöggæslu í borginni. Gott og vel. Meginatriðið er hins vegar þetta og það kemur fram í svörum Þorsteins Pálssonar þáverandi dómsmálaráðherra á Al- þingi. Í ræðu hans frá 21. nóvember 1994 kemur fram að frá árinu 1989 hafi afbrotum í Breiðholti, á Sel- tjarnarnesi og í Mosfellsbæ fækkað verulega. Það var rakið til þess að á þessum stöðum væru starfræktar grenndarlögreglustöðvar. Þess vegna var slík stöð opnuð í Grafar- vogi 1994. Þeim hefur ekki fjölgað síðan. Í ræðu Þorsteins 18. febrúar 1998 kom fram að í þessum stöðvum ásamt grenndarstöð í miðborg störf- uðu 46 lögreglumenn og ættu hverf- islögreglumenn úr forvarnadeild sem þá átti að fjölga að bætast við tölu þeirra sem fyrir væru. Í deigl- unni var áætlun um eflingu hverfa- löggæslu. Hverfalöggæslu á að efla Lykilatriðið í þessari sögu er ekki hvort að stöðvar heiti grenndar- stöðvar eða hverfisstöðvar heldur hitt að slíkum stöðvum hefur ekki fjölgað. Þvert á stefnu fyrri ráðherra virðist jafnframt sem stöðugildum í grenndarstöðvum hafi ekki fjölgað með tilkomu þeirra hverfislögreglu- manna sem bættust við eftir 1998. Er ekki fyrr en á þessu ári sem fjár- veitingar hafa fengist til að full- manna stöður hverfislöggæslu- manna. Við bætist að lögreglu- mönnum hefur verið fækkað á almennum vöktum, meðal annars í miðborginni. Ég get með engu móti séð að þessar staðreyndir komi heim og saman við eflingu hverfa- eða grenndarlöggæslu, enda fullyrðir Guðmundur raunar ekkert um það efni. Þróun Reykjavíkur úr bæ í borg Þær upplýsingar um þróun lög- gæslunnar í Reykjavík sem ollu mér hvað mestu hugarangri eru þær að almennum lögreglumönnum hafi fækkað um þriðjung frá 1976. Guð- mundur gerir ekki athugasemdir við þessar tölur en vill skýra þær með því að minni mannafla þurfi við um- ferðarstjórn. Sjálfsagt er þetta hluti skýringarinnar. Ég get hins vegar með engu móti séð að þetta vegi upp á móti margföldun í bílaeign, aukinni umferð og fjölgun skemmtistaða svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Heilu hverf- in hafa risið og fólksfjöldi og tala ferðamanna stóraukist. Lífsmynstur Reykvíkinga er einfaldlega gjör- breytt, áreiðanlega ýmist til góðs og ills frá sjónarmiði löggæslunnar. Reykjavík árið 1976 var rólegt sjáv- arþorp en ekki þróttmikil borg eins og nú. Það er ekki síst í þessu ljósi sem munur á fjölda lögreglumanna miðað við aðrar borgir er eftirtektar verður, sjá meðfylgjandi töflu. Þriðjungs fækkun á aldarfjórðungi Höldum okkur þó við Ísland. Hvernig má vera að þriðjungi færri almenna lögreglumenn þurfi í Reykjavík árið 2002 en þurfti árið 1976? Er ekki eitthvað undarlegt við að öllu hafi fjölgað í Reykjavík nema almennum lögreglumönnum? Ég er áreiðanlega ekki sá eini sem sann- færist ekki af þeirri skýringu að um- ferðarljós hafi leyst þá af á gatna- mótum. Slíkar staðhæfingar þarf í það minnsta að rökstyðja rækilega með tölum og gjarnan má fylgja sög- unni hvernig tekst að anna núver- andi verkefnum með þeim mannskap sem fyrir hendi er. Og jafnvel þótt þetta væri hægt stendur eftir að skýra hvernig unnt var að fækka lög- reglumönnum á almennum vöktum í Reykjavík um 15% á síðustu þremur árum. Ég fæ í sem stystu máli með engu móti séð hvernig þessar stað- reyndir koma heim og saman við markmið um sýnilega lögreglu, enda fullyrðir Guðmundur ekkert um það efni. Niðurskurður í Reykjavík Guðmundur tekur undir það að ekki megi stefna í hættu þeirri upp- byggingu og góða forvarnastarfi sem lögreglan í Reykjavík hafi unnið á undanförnum árum. Það hefur oft verið unnið í góðu samráði við borg- aryfirvöld, hverfasamtök, frjáls fé- lög og foreldra. Ég sakna þess hins vegar að hann fjalli ekki um það mat sem lögreglan í Reykjavík hefur sjálf lagt á löggæsluþörfina í borginni til áframhaldandi verkefna. Fyrir árið 2001 taldi lögreglan í Reykjavík að fjölga þyrfti lögreglumönnum úr 290 í 303. Markmiðið var að auka götu- eftirlit með fíkniefnasölum og efla hverfalöggæslu. Í stað þessarar aukningar var lögreglunni gert að fækka lögreglumönnum um 20. Þetta staðfestir fyrir mér að dóms- málaráðuneytið hafi allt aðra sýn á forgangsröðun löggæslu og forvarna en ég. Niðurskurður til lögreglunnar í Reykjavík á fjárlögum þessa árs staðfestir þetta. Ég get með engu móti séð hvernig ákvörðun fjárveit- inga samrýmist metnaðarfullri stefnu um þróun löggæslunnar í Reykjavík, enda fullyrðir Guðmund- ur ekkert um það efni. Nauðsynlegt mat á löggæsluþörf Fjölmörg atriði önnur mætti taka til ítarlegrar efnisumræðu til að koma stöðu löggæslumála í Reykja- vík til skila. Staðreyndir tala þar best sínu máli. Eftir því sem ég kynni mér athugunarefni á þessu sviði betur verð ég enn sannfærðari um að það er lykilatriði að dóms- málaráðuneytið fallist á þá sann- gjörnu kröfu borgaryfirvalda að gera úttekt á löggæsluþörf í borg- inni. Fyrir utan allt annað er ótækt að yfirlögregluþjónn við embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki nýrri gögn um mannaflaþörf löggæslunn- ar en frá árinu 1985. Fjöldi íbúa á hvern lögreglumann Reykjavík 456 Helsinki 380 Kaupmannahöfn 328 Osló 303 Berlín 199 Stokkhólmur 167 París 113 Tafla 1. Heimild: Skýrsla dóms- málaráðherra til Alþingis. Án alls vafa getur verið erfitt að bera saman milli borga. Engar fullnægjandi skýringar hafa þó komið fram á þessum mikla mun í mannafla. KREPPA LÖGGÆSLUNNAR Eftir Dag B. Eggertsson „Hvernig má vera að þriðjungi færri al- menna lög- reglumenn þurfi í Reykjavík árið 2002 en þurfti árið 1976?“ Höfundur er læknir og borg- arfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.